Tíminn - 18.04.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.04.1982, Blaðsíða 16
.16 t >r erlend hringekja Vaxandi ógn ■ 1 Rotterdam segja fikniefnalögreglumenn aö i hvert sinn sem þeir hringi dyrabjöllu heyri þeir skolaö niður úr klö- setti. I Marseilles var dómari sem hafði beitt sér af hörku gegn eitur- lyfjasmyglurum, skotinn til bana. Og á ítaliu, þar sem fleiri dauösföll eru hlutfallslega af völdum eiturlyf janeyslu en i sjálfum Bandarikjunum, segir innanrikisráðherr- ann Virginio Rognoni að eiturlyfjavandamálið sé mun meira vandamál þar i landi en hryðjuverka- starfsemin sem þó er ekki smá i sniðum. Eiturlyfjavandamálið vex hröðum skrefum i Vestur-Evrópu og varla við þvi að búast að unnt verði að snúa þróunirini við á næstu árum. Skipu- lögö glæpastarfsemi fær- ist sifellt i vöxt kringum eiturlyfjasmyglið, ofbeldi glæpahópanna verður stöðugt grimmilegra og spilling innan fikniefna- deilda lögreglunnar i ýmsum löndum er orðin meiri háttar vandi. Jafn- framt fjölgar neytendum jafnt og þétt. Nú er talið að innflutn- ingur á kókaini frá Suður- Ameriku hafi stóraukist og sömuleiðis smygl á heróini frá „gullna þri- hyrningnum” á landa- mærum Búrma, Tælands og Laos, frá Iran, Paki- stan og Afganistan, þar sem aðþrengdir skærulið- ar fjármagna baráttu sina gegn Sovétmönnum með heróinframleiðslu. Þá er talið að ópium- ræktun — sem heróin er unnið úr — sé hafin i stór- um stil i mun nálægara landi: Egyptalandi. Nú er talið að miðstöð heróinsmyglaranna sé á ítaliu. Þangað er morfin- ið sem hefur verið unnið úr ópiumi, flutt.og þar er þvi breytt i heróin.en þær efnabreytingar eru ekki flóknar og unnt er að framkvæma þær i ein- földum, færanlegum til- y. ' w&htiz v Herpir — kynsjúkdómurinn nýi ■ I siðasta mánuði áætl- aði bandariska heil- brigðiseftirlitið að um 20 milljón Bandarikjamenn, jafnt karlar sem konur, gengju með kynsjúkdóm- inn „herpes” eða „herpi”, eins og hann heitir i daglegu islensku máli. Jafnframt taldi stofnunin að um 500 þús- undný tilfelli myndu bæt- ast við á þessu ári. Virus- sjúkdómurinn herpir er þannig orðinn kynsjúk- dómur 9da áratugsins vestan hafs. Ólikt sára- sótt og iekanda hafa menn enn ekki fundið lækningu við herpi. Sjúklingnunum fjölgar stöðugt, misjafnlega þjáðum. Og ekki bætir það úr skák að sjúkdóm- urinn skýtur aftur og aft- ur upp kollinum þegar hann hefur einu sinni náð tökum, þeim sýktu til óblandinnar hrellingar. „Fyrsta árið var ég næst- um alltaf veik,” segir ung kona frá New York. „Þetta kom á tveggja daga fresti og stóð i tiu daga.” Karlmaður úr sama byggöarlagi tekur i sama streng: „£g héit ég mundi deyja. Ég gat ekki lagst niður. Ég gat ekki setið eða beygt mig. Ég gat ekki gengið.” Herpir getur verið lifs- hættulegur. Konum með sjúkdóminn er fjórum sinnum hættara við leg- krabbameini en öðrum. Þunguð kona getur smit- að afkvæmi sitt við fæð- ingu, sem aftur getur valdið heilaskaða hjá barninu. 1 vægari tilfell- um geta sálrænar af- leiðingar oft verið mjög alvarlegar. Karlmenn verða getulausir af smán og ótta, hjónabönd fara út um þúfur. Fyrir nokkru krafðist kona frá Norður- Karólinu 3milljóna dala i skaðabætur af eigin- manni sinum sem hafði smitaö hana af herpi. Virusinn sem veldur öllum þessum ósköpum gengur undir nafninu „herpes simples, týpa II”, og er af ætt sótt- kveikja sem valda jafn hversdagslegum sjúk-, dómum og til að munda hlaupabólu og ristli. Þótt menn hafi þekkt þessa ætt virusa i marga áratugi var það ekki fyrr en undir lok 7da áratugsins að Dr. Andre Nahmias og Dr. Walter Dowdle fundu herpi simplex II og sýndu fram á að virusinn gæti borist við kynmök. Virus- inn ræðst á húð og húðvefi og fyrstu sjúkdómsein- kennin eru verkir og kláði, sem stundum hafa hitavellu i för með sér. Nokkrum dögum siðar spretta siðan fram vökvafylltar blöðrur á; kynfærum, rasskinnum og lendum. Eftir þrjár vikur harðna þessi utan- mein venjulega og gróa. En fyrir mörg fórnar- lömbin er þetta aðeins upphafið á sjúkdómnum. Virusinn hefur tilhneig- ingu til að leggjast i feröalag frá kynfærunum eftir taugaleiöum og upp i mænuna. Þar liggur hann i dvala þar til hann finnur sig aftur knúinn til að birtast á húðinni og kyn- færunum. Bæði týpa eitt og tvö af sjúkdómnum geta breiðst út með munnlegum kynmökum og valdið spjöllum i munni og á kynfærum Kynvillingar geta einnig fengið herpi i afturend ann. Sumir sérfræðingar telja að um 30 prósent fullorðinna Bandarikja manna séu smitaðir á einn hátt eða annan. Næstum allir komast i snertingu við eitthvert af- brigði „herpes simplex” áöur en þeir ná fullorðins- aldri, þótt fæstir fái sjálf- an sjúkdóminn. Þetta getur stafað af meðfædd- um mótstöðukrafti eða þvi að afbrigði virusins séu misjafnlega virk. Enginn veit fyrir vist hvað veldur þvi að sjúk- dómurinn tekur sig aftur upp á nýjan leik. Hjá mörgum sjúklingum virðist það standa i sam- bandi við sólskin og hjá konum byrjandi tiðir. Sumir ráða áf kláða og óværu i neðanverðum likamanum að nýtt kast er i uppsiglingu. En siðari köst eru oftast nær mild- ari en þau fyrstu, og fjöl- mörg fórnarlömb herpis hafa svo milda sýkingu að þau vita ekki einu sinni að þau ganga með sjúkdóm- inn. Þeir sem hafa engin sjúkdómseinkenni leggja aftur á móti sitt af mörk- um við að breiða út herpis-fárið. Fjöldi lyfja hafa verið reynd við herpi, en án nokkurs sýnilegs árangurs. „Á hverju ári kemur upp eitthvað nýtt,” segir sýktur arki- tekt i New York, sem hef- ur eytt einum 1500 dölum i alls kyns læknisdóma, allt frá lýsini, aminósýru til startvökva á bifreiðar. En i siðustu viku sam- þykkti bandariska mat- væla- og lyfjaeftirlitið lyf, sem virðist vera það fyrsta til að hafa einhver áhrif gegn herpi. Þetta efni acycovir er einkum notað sem smyrsl og flýt- ir þvi að sárin grói og styttir einnig hugsanlega timann sem sjúklingurinn er smitberi. Lyfið sem gengur undir nafninu Zovirax smýgur inn i sýktar frumur og stöðvar fjölgun virusins þar, um leið og það lætur heil- brigðar frumur óáreittar. En acyclovir er ekki lækning. Lyfið nær ekki til hins lifseiga viruss i mænunni og smyrslið virkar ekki eins vel á sýk- ingu sem stingur aftur og aftur upp kollinum og á fyrstu sýkingu. Nú standa Herpis-sjúklingar a hjálparstöð. Þar geta þeirdeilt sálarkvöl sinni með fólki ser er i sömu sporum. Sunnudagur 18. apríl 1982 eiturlyfjanna raunastofum. Siðan er heróininu smyglað frá Italiu á allan hugsanleg- an hátt, innan i plötuum- slögum, forngripum, cappuccino-vélum og svo framvegis. Italska mafi- an hefur reynt að halda þessari starfsemi innan sinna vébanda en nýir flokkar glæpamanna skjóta sifellt upp kollin- um og talið er að meira en 140 hafi verið felldir siðan bófastrið braust út fyrir ári. Vitað er að einn bóf- inn reyndi að komast undan með þvi að flýja til Bandarikjanna þar sem hann settist að á af- skekktum stað — einn daginn fannst hann dauður i farangurs- geymslu bifreiðar sinnar. „Fullkomlega vonlaust...” Og hættur steðja ekki siður að þeim sem reyna að spyrna við fótum. Á skömmum tima hafa sak- sóknarinn i Palermó, aðal rannsóknardómarinn i sömu borg og fylkisstjór-/ inn á Sikiley verið skotnir til bana en þeir höfðu allir beitt sér mjög i baráttu gegn fikniefnasmygli mafiunnar. Yfirvöldum á Sikiley hefur samt orðið nokkuð ágengt og nýlega voru lagðar fram ákærur á hendur 76 mönnum sem talið er að séu viðriðnir fikniefnasmygl. Dómar- inn i málinu, Giovanni Falcone, hefur um þessar mundir sextán lifverði. Talið er að heróinið frá Sikiley sé einkum flutt til Bandarikjanna, en vax- andi magn er einnig flutt til ýmissa landa Vestur- Evrópu. Þar hefur heróin-neysla aukist stór- um skrefum undanfarið. eins og áður var drepið á, og nefna má að árið 1980 voru heróin-neytendur á Italiu 68 þúsund talsins en i fyrra voru þeir orðnir 90 þúsund! Á Bretlands- eyjum var reynslan svipuð. Þar fá heróin- neytendur efnið keypt yfir tilraunir með acyclo- vir i hylkjum og vonir standa til aö það muni reynast haldbetra. Eins og sakir standa eru heilbrigði, skynsemi og hreinlæti helstu ráðin gegn herpi. Læknar ráð- leggja fórnarlömbunum að hætta kynlifi frá þvi að fyrstu einkenni kasts gera vart við sig og þar til siöustu sárin eru horfin. Það er einnig varasamt að klóra sér og sjálfsagt þykir að baða sig oft og vel og reyna að halda sýktum likamspörtum eins þurrum og unnt er. Sérfræðingar eru ekki á einu máli um hvort hægt sé að smitast af klósett- setum og öðrum dauðum hlutum. Prófessor i Pennsylvaniu olli miklu fjargviðri um daginn er hann hélt þvi fram að ung kona hefði fengið herpi af varalit i stórverslun. Margir deildu á þessar fullyrðingar hans á þeim forsendum að herpis- virusinn gæti aðeins lifað i stuttan tima utan frum- unnar. Sérfræðingar vara einnig við þvi að menn geri of mikið úr herpi. Sjúkdóminn sé t.d. ekki hægt að leggja að jöfnu við krabbamein. Ótti al- mennings við sjúkdóminn bætir ekki sálarástand þeirra sem þegar ganga með hann. Bandarisk heilbrigðisstofnun gerði nýverið könnun meðal 7500 sjúklinga. Um þriðjungur þeirra fann til getuleysis eða dvinandi kynorku. Fjórðungur fórnarlambanna fann hjá sér vaxandi eyði- leggingarhvöt. Einn mað- ur hafði orðið svo gramur að hann ákvaö að smita eins margar konur og hann kæmist yfir. 18 pró- sent töldu að herpir hefði orðið þess valdandi að hjónabönd þeirra eða langvarandi sambönd leystust upp. Meira en helmingur aðspurðra höfðu gefið allt kynlif upp á bátinn, a.m.k. um hrið. Herpis-sjúklingum til hjálpar hafa verið settar upp um 50 hjálpar- og ráðgjafarstöðvar um Bandarikin þver og endi- löng. Þar er reynt að lappa upp á sjálfsálit sjúklinganna og telja i þá kjark. Ein aðferðin er sú aðleiða sjúklingana sam- an og láta þá segja frá ógæfu sinni. Þannig finna þeir að þeir eiga ekki ein- ir við þetta vandamál að glima, kviðinn og sálar- angistin deilist á fleiri herðar. Hvernig er það, ætli þessi sjúkdómur hafi bor- ist hingað? ■ „Fylgist með Birni Borg I hverri einustu keppni i sumar”, segja tennisunnendur nú hver við annan. „Hver keppni gæti nefninlega orðið hans siðasta.” Þetta er nú kannski orðum aukiö. Hitt er þó vist aö Björn Borg, sem um árabil hefur verið nær ósigrandi á tennisvöllum þessa heims, á nú i mikl- um vandræðum. Fyrir nokkrum dögum tapaði hann fyrir Yannick Noah i fjögurra manna úrslit- um Monte Carlo Grand Prix tennismótsins og var þar með úr leik. Noah tapaði siðan fyrir Ivan Lendl sem keppir til úr- slita á mótinu við Guill- ermo Vilas, sem sigraöi Jose Luis Clerc. Raunar kom ósigur Borgs gegn Noah ekki ýkja mikið á óvart vegna þess að Borg hafði ekki, sem frægt var orðið, keppt opinberlega i tennis i fjóra mánuði. Hins veg- ar vakti athygli hversu alger ósigur hans var, Noah sigraði 6-1 og 6-2 og Björn Borg virtist ekki vera nema skugginn af sjálfum sér. Hann sagði við blaðamenn: „Mér fannst ég allan timann vera utan við þetta. Og þegar manni liður svo- leiðis þá verður maður of ákafur, þó maður geri sér ekki grein fyrir þvi. Ég verð að vera þolinmóð- ari.” Framkoma Borgs i keppninni vakti einnig at- hygli, en hann virtist ekki gera sér neina rellu út af þessum niðurlægjandi ó- sigri. Hann brosti i allar áttir og settist i sólbað millileikja. „Hann blistr- aði lagstúf meðan við skiptum um vallarhelm- ing”, segir Noah. „Ég hugsaði með mér: Er hann taugaóstyrkur eða reynir hann bara ekki?” Það vissi enginn, og Björn Borg sennilega sist af öllum. Sviinn hefur verið i undarlegu ásig- komulagi andlega undan- farið og kemur það i ljós bæði opinberlega og I einkalifi. Og iéiegur ár- angur hans á tennisvöll- unum er enn undarlegri en ella fyrir þær sakir að enginn efast um að hann er ennþá mjög fær tennis- leikari. Ekki skortir hann úthaldið: hann lék is- knattleik fjórar stundir á dag allan febrúar-mánuð i Málmey. Það sem hann skortir hins vegar er sig- urviljinn og einbeitni til að fara inn á völlinn og vinna. Ljóst er að það hefur komið Borg sjálfum og Lennart Bergelin, þjálf- ara hans, mjög á óvart, en þeir hófu undirbúning að endurkomu Borgs á tennisvellina fyrir sex vikum. Bergelin sem segja má að hafi gengið Borg I föður staö öll þessi ár sem hann hefur staðið I sviðsljósinu, segir: „1 gamla daga þurftum við ekki nema tvo þrjá leiki til að ná upp þvi sem hafði tapast ef við hættum að æfa nokkurn tima. Nú tekur það okkur átta eða tiu leiki. Við vitum ekki hvernig við eigum að finna okkur á nýjan leik”, en Bergelin talar jafnan um þá Borg I fyrstu per- sónu fleirtölu. Og fyrir utan tennis- völlinn á Borg einnig i vanda. „Ég hef áhyggjur af voðalega mörgu”, seg- ir hann aðeins. Peningum þarf hann þó ekki að hafa áhyggjur af. Hann græðir sex milljónir dollara á ári á einn eða annan hátt og eignir hans eru sagðar nema tæpum 100 milljón- um dollara. Vegna þess áð hann býr i Monaco eru tekjur hans að mestu skattfrjálsar. En ekki er vafi á að einkalifið er i rúst. Orð- rómur er á kreiki um að hann muni brátt skilja við konu sina, Mariönnu Simionescu frá Rúmeniu, þótt hann hafi sjálfur neitað að ræða það að- kallandi mál við blaða- menn — einhverra hluta vegna. Þeir hafa hins vegar tekiö eftir þvl að hann er nú undir mjög sterkum áhrifum af sænskum landa sinum, glaumgosanum og is- knattleiksumboðsmann- inum Onni Nordström. Og, eins og það I hæsta máta virðulega blað The Sunday Times læddi út úr sér nýlega: „Og úr þvl að Borg kaus að dansa alla nóttina eftir ósigurinn gegn Noah við Bambino, hinn sköllótta og riðvaxna lifvörð Ilie Nastase, á Diskóteki Jimmys, þá er það hans vandamál....” Blaðið minnir jafn- framt á aö Björn Borg hafi aldrei lifað eðliiegu lifi frá þvi hann var smá- patti og hæfileikar hans i tennis komu i ljós. Til dæmis hafi hann ekki upplifað táningsárin á sama hátt og flestir aðrir. I ár mun Borg spila mikið en aðallega á frem- ur litlum mótum. Ekki er vafi á að hann mun reyna að sigra á US Open en það er. eina stórmótiö sem honum hefur aldrei tekist að vinna, þrátt fyrir margar tilraunir. En ef svo á að verða þarf hann heldur betur að taka sig á. „Við verðum að leika einn leik i einu”, segir Bergelin bjartsýnn. „Viö megum ekki nema staðar til að láta okkur dreyma.” — ij sneri lauslega. :.r: j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.