Tíminn - 18.04.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.04.1982, Blaðsíða 20
Sunnudagur 18. aprll 1982 jfe RÍKISSPÍTALARN1R Mf Hausar stödur , . gJCnn;ra,-|tfa ! LANDSPÍTALINN FóSTRUR óskast til starfa við Barna- spitala Hringsins nú þegar og i sumaraf- leysingar. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Landspitalans i sima 29000. KLEPPSSPÍTALINN HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast sem fyrst á göngudeild geðdeildar Land- spitalans. Upplýsingar veitir hjúkrunar- forstjóri Kleppsspitalans i sima 38160. KÓPAVOGSHÆLI SÁLFRÆÐINGUR óskast við Kópavogs- hæli. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist stjórnarnefnd rikis- spitalanna fyrir 18. mai n.k. Upplýsingar veitir yfirsálfræðingur i sima 41500. ÞROSKAÞJÁLFI óskast nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir forstöðumaður Kópavogshælis i sima 41500. STARFSMENN óskast til ræstinga á Kópavogshæli. Upplýsingar veitir ræstingastjóri i sima 41500. Reykjavik, 18. april 1982. RÍKISSPÍTALARNIR Egebjerg baggavagnar * Tvær stærðir < * Verð frá kr. 21.500.- Röskva hf. Dragi sf. S 91 84020 Akureyri Óiafsvellir s 96 22466 S 99 6541 Skrifstofustjóri Starf skrifstofustjóra Búnaðarfélags íslands er laust til umsóknar. Umsóknir sendist búnaðarmálastjóra fyrir 30. april n.k., sem einnig gefur frekari upplýsingar um starfið. Búnaðarfélag íslands Bændahöllinni. Simi 19200. Kjörskrá, Keflavík Kjörskrá fyrir bæjarstjórnarkosningarn- ar i Keflavik verður lögð fram á skrifstofu Keflavikurbæjar Hafnargötu 12 föstudag- inn 23. april og liggur hún frammi i tvær vikur. Bæjarstjórinn ! Keflavík ■ Nokkrir úr intelligensiu Vinstri bakkans. Frá vinstri: Andrés Malraux, Ilja Ehrenbúrg, Albert Camus, Jean-Paul Sartre, Simone de Beauvoir, André Gide. Teikning eftir Pierre Le Tan. Vinstri bakkinn — Eða hvað gerði Sartre í stríðinu? ■ Vinstri bakki Signu. Þar búa helst smáborgarar sem hafa lit- inn áhuga á listum ellegar menn- ingu. En nafniö hefur lika fest við hóp rithöfunda, málara, heimspekinga og menningar- postula i Frakklandi fyrir og eftir heimsstyrjöldina siðari. Nöfnin þekkja flestir, þessir menn (og jVinstri bakkinn) eru þjóðsaga i menningarheimi allra Vestur- landa. Nú hefur bandariski rit- Jiöfundurinn Herbert R. Lottman ritað bók um þennan mjög svo laustengda hóp og um andrúms- loftið á Vinstri bakkanum allt frá tima Alþýðufylkingar Leons Blum og til kalda striðsins. Telja verður að bók þessi muni varpa nýju ljósi á þjóðsöguna, ef ekki breyta henni. Næstum allir unnu með Þjóðverjum Söguhetjurnar i bók Lottmans — sem hefur meðal'annars ritað einu ævisögu Camus er til er á nokkurri tungu — eru fjölmargar og af ýmsum þjóðernum. Sartre og de Beauvoir, Camus, Aragon, Cocteau, Ilja Ehrenbúrg, Arthur Koestler, André Malraux, André Gide, André Breton, Picasso... Kaflar um hlutskipti þess fólks i striðinu, meðan bjóðverjar réðu Vinstri bakkanum, þykja ekki sist fróðlegir. Lottman segir: „Ef má marka endurminningabækur frá þessum árum mætti ætla að næst- um allir Parisarbúar hafi barist gegn þýska setuliöinu. En það má lika halda þvi fram að næstum allir hafi unnið með þvi...” Lottman fer að visu afar var- lega i sakirnar. Hann spyr, lágum rómi: „Hvað gerði Sartre i strið- inu?” og svarar sér að visu sjálf- ur: „Svo sem ekki neitt” — en sú staðreynd ein að hann spyr, lýsir nokkru. Og er hann lýsir hneyksl- un Ernst Jungers á samtali sinu við Louis-Ferdinand Céline (Cé- line hafði kvartað yfir þvi að út- rýming Gyðinga gengi ekki nógu hratt fyrir sig), þá bætir hann við: „Það má svo spyrja hvort Junger hafi þurft að bregða sér yfir Rinarfljót til að hitta fólk þessara skoðana.” Sældarlif Malraux Lottman helgar Andrés Mal- raux hluta bókar sinnar, en Mal- raux er sem kunnugt er, eða var altént, i miklum metum með vinstri mönnum. I striðinu hafðist Malraux við i rikmannlegri villu i Suður-Frakklandi ásamt ástkonu sinni, hélt prúðbúna þjóna og drakk eðalvin. Aö striðinu loknu haföi hann nokkur málverkin úr villunni á brott með sér. Á meðan hann lifði þarna lúxuslifi i friði og spekt var eiginkona hans, Clara sem var Gyðingur, i felum með barn þeirra, og bjó við mikinn skort. Malraux mælti sér einu sinni mót við hana, það var árið 1942 og erindi hans var að biðja um skilnað til aö hann gæti gengið að eiga ólétta ástkonuna. Clara, sem þannig hefði verið svipt einu vörn sinni — hjúskaparsamningi við sannan Aria! — neitaði. Hún mun hafa átalið Malraux fyrir aö- gerðarleysið, þá svaraði hann þvi til að hann væri orðinn dauðleiður á glötuðum málstað (átti þá við Spánarstriðið) og að hann myndi ekki ganga til liðs við andspyrnu- hreyfinguna fyrr en eftir að Bandarikjamenn gengju á land. Um svipað leyti fullvissaði Mal- raux bókmenntatimarit i Sovét- rikjunum um að næsta bók hans myndi fjalla um verkamenn við oliuvinnslu þar eystra. Lottman muldrar: „Kannski trúði hann þvi sjálfur.” Einkennisklæddir list- unnendur Aðdáun Lottmans á Picasso sem listamanni skin i gegnum bókina. En þótt Picasso hafi skrifað undir bænaskjal, ásamt mörgum þeirra sem hvað mesta samvinnu höfðu við Þjóðverja, um að Max Jacob — aldrað ljóð- skáld og málari af Gyðingaættum sem snúist hafði til kaþólskrar trúar — yrði látinn laus úr fanga- búðum, þá neitaði hann að beita sér frekar, er það gerðist ekki. „Jacob er engill,” sagði hann að- eins. „Hann flýgur yfir fangelsis- múrana.” En Jacob dó áður en til þess kom. Picasso lifði hins vegar góðu lifi á svarta markaðnum og tók öllum listvinum opnum örm- um, sama hvaða einkennisbún- ingi þeir klæddust. Margir listamenn, ekki sist Gyðingar, sem flúið höfðu frá Þýskalandi áttu illa ævi i Paris — jafnvel áður en Þjóðverjar komu. Franski kollegar þeirra skiptu sér litið af þeim og þeir liðu margir sáran skort. Lottman tek- ur upp úr ritum Koestlers: Frakki sem faðmaði að sér bláfá- tækan listamann nýsloppinn úr Þýskalandi en skildi hann svo eft- ir á götunni og bauð Hemingway — stórrikum — út að borða. Kannski þessi sami Frakki hafi siðar gengið i andspyrnuhreyf- inguna. En kannski hann hafi aö- eins setið á kaffihúsi og skrifað leikrit. Lottman rekur mörg dæmi um samvinnu franskra menningar- vita við Þjóðverja og tekur bóka- útgefendur sérstaklega fyrir. Sjaldan hefur meira verið gefið út af bókum i Frakklandi en á striðsárunum þegar Þjóðverjar höfðu yfirsjón með allri útgáfu og bæði útgefendur og rithöfundar undu glaðir við. Gyðingum var útrýmt úr þessum bókum og Louis Aragon leyfði Gaston Galli- mard að breyta miður geðslegum Þjóðverjum i skáldsögu sinni i Hollendinga. Loft lævi blandið Það sem á eftir fylgdi, er strið- inu var lokið, var einnig einkar athyglisvert. Bókaforlögin sem leynt eða ljóst höfðu lotið Þjóð- verjum héldu starfsemi áfram, alveg óáreitt, en prentsmiðjur andspyrnuhreyfingarinnar áttu i mesta basli vegna fjárskorts, pappirsleysis og svo framvegis. Og loft var lævi blandið. Til að hreinsa samviskuna af vinskapn- um við Þjóðverja voru hafnar herferðir gegn „Þjóðverjavin- um”, en sumir þeirra sem hæst létu höfðu alls ekki átt minni eöa óvinsamlegri samskipti við her- námsliðið en hinir sem voru of- sóttir. Rithöfundurinn Drieu La Rochelle, sem hafði rekið áróður fyrir Þjóðverja, skaul sig er hann komst að þvi að fyrrum vinir hans könnuðust nú ekkert við hann, Je SuisPartour var tekinn af lifi fyr- ir ekki aðeins sinar syndir heldur og fjölda annarra sem héldu áfram rétt eins og ekkert hefði i skorist. Cocteau var aldrei hand- tekinn. Rithöfundar sem áttu að hafa haft samvinnu við Þjóðverja voru settir á svartan lista og al- gerlega einangraðir, Sartre og de Beauvoir lögðu blessun sina yfir það. Lottman segir: „Sumt fólk hafði ekki pláss i þeim nýja heimi sem þau voru að reyna að byggja ” En hverjir fengu pláss var háð tilviljunum, klikuskap, 'leynimakki og þar fram eftir göt- unum. Kona rithöfundarins Mar- cels Jouhandeau, Elise, skrifaði eitt sinn bréf til Þjóðverja og for- dæmdi þar ritstjórann og útgef- andann Jean Paulhan sem „við Gyðinga” (Lottman nefnir ekki nein nöfn). Þau þrjú eru nú öll látin en Þjóðverjinn sem fékk bréfið i hendur og þaggaði málið niður lifir enn. Ef hann hefði ekki gert það hefði Paulhan án efa dá- ið i fangabúðum og Elise Jou- handeau verið spurð óþægilegra spurninga eftir strið. En kannski ekki. Eftir strið .var sem sé ekki litið á þaðsem sérlega alvarlegan glæp að hafa svikið vini sina i hendur Þjóðverja — annað mál var ef kona hafði sængað hjá þýskum hermanni. Slikar konur voru reknar i hópum um götur Parisar, þær krúnurakaðar og ataðar tjöru og fiðri, sumar drepnar án dóms og laga. Kvenfyrirlitning Og talandi um konur. Bók Lott- mans hefur varpað skýru ljósi á djúpstæða fyrirlitningu hinna vinstrisinnuðu mennta- og lista- manna á konum og kvenréttinda- baráttu. Þeir voru á móti stjórn- málaréttindum til handa konum vegna þess að þeir álitu að konur væru svo vitlausar að þær myndu allar kjósa hægri flokkana — og það furðulegasta var að gáfaðar konur i þeirra hópi féllust á þessa röksemdafærslu. Og allir þessir ágætu vinstri menn höfðu aukin- heldur ekki mikinn áhuga á ýms- um meinum þjóðfélagsins, sem voru bæði mörg og stór. Það var til að mynda eftirlátið hinum hægrisinnaða Céline að lýsa ömurlegum fátækrahverfunum og viðbjóðslegum sjúkrahúsun- um. Þeir skiptu sér ekki af fangelsum fyrir börn, vinnu- þrælkun barna, eða fanganýlend- um Frakka þar sem réttindi fanga voru nákvæmlega engin. I bók Lottmans um Vinstri bakkann kemur fram að konur voru þessum menningarvitum aðeins eiginkonur eða hjákonur, þær áttu að halda kjafti. Simone de Beauvoir var fyrsta konan sem tók til máls og alls óvist hvort til hennar hefði heyrst ef Sartre hefði ekki staðiö við hlið hennar. Og Lottman segir frá skáldkon- unni Marguerite Duras eftir strið. Þá höfðu konur fengið kosninga- rétt, Duras var félagi i kommún- istaflokknum (en þaðan var hún siðar rekin), og vinir hennar og félagar hittust reglulega i ibúð hennar til að ræða stjórnmál og listir. Duras tók ekki þátt i um- ræðunum. Hún eldaði matinn. Fánýti Einn gagnrýnandi lét svo um mælt að það sem vekti mesta at- hygli við bók Lottmans um Vinstri bakkann væri hversu allt þeirra hjal, og tal, og allt þeirra lif og aðgerðir hefði verið fánýtt. Enda lýkur Lottman bók sinni á tilvitnun i leikrit Samuels Beck- etts — sem var einn fárra lista- manna i Frakklandi sem tók virk- an þátt i andspyrnuhreyfingunni — Endatafl. Þar segir: „Mean something! You and I, mean something! Ah, that’s a good one!” Eða, i lauslegri þýðingu: „Einhvers veröir! Þú og ég, ein- hvers verðir. Jah, þessi var góð- ur!” — ij endursagði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.