Tíminn - 18.04.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 18.04.1982, Blaðsíða 17
löglega ef þeir eru þegar orðnir háðir efninu, en svarti markaðurinn færir sifellt út kviarnar, þrátt fyrir að bresku lög- reglunni hafi orðið vel ágengt i fyrra. Fleiri voru þá handteknir en nokkru sinni fyrr en það hefur ekki haft nein áhrif á heróin-streymið til lands- ins. Sama máli gegnir i Rotterdam þar sem lög- regluyfirvöld hafa viður- kennt að þau séu þess al- gerlega vanmegnug að stöðva smyglið. Jan Blauw, yfirmaður lög- reglunnar i borginni, seg- ir: „Hingað koma 30 þús- und skip á ári og að ætla sér að finna sérhverja heróin-ögn i þeim er full- komlega vonlaust”. Þeir sem bjartsýnir eru benda gjarnan á Vestur- Þýskaland sem dæmi en þar fækkaði dauðsföllum af völdum eiturlyfja- neyslu á siðasta ári, og færri smyglarar voru handteknir en áður. Heimildir innan Interpol herma þó að þessar tölur séu sennilega ekki merki um annað en að gæði heróinsins á markaðnum i Þýskalandi hafi batnað og glæpamönnunum vax- ið ásmegin. Yfirmaður fiknó i Belgiu á snærum smyglara! Og spilling lögreglunn- ar er orðið gifurlegt vandamál. I Frakklandi liggja fjórir mjög hátt- settir fikniefnalögreglu- foringjar undir grun um að hafa þegið mútur af fikniefnasmyglurum. 1 Hamborg var heróini að verðmæti 60 þús. dollara stolið úr geymslu sem að- eins lögreglan hafði að- gang að. Og i Frankfurt blandaði lögreglumaður nokkur marjúana i nestið er fikniefnalögreglan skrapp i útilegu... Umfangsmesta málið af þessu tagi er þó komið upp i Belgiu. Þar eru 15 menn nú fyrir rétti — fikniefnalögreglumenn, dómarar og smyglarar, sakaðir um gróft samsæri á vegum smyglaranna. Meðal hinna ákærðu er sjálfur yfirmaður bel- gisku fikniefnalög- reglunnar. Talið er aö upphafið megi rekja allt aftur til ársins 1975. Fikniefnalögreglumenn hafa borið að þeir hafi fengið allt að 37.5 þús. dollara til að kaupa eitur- lyf fyrir i von um að draga að sér athygli hinna stóru i bransanum. En i staðinn handtóku þeir aðeins smáfiskana, en seldu eiturlyfin sem þeir keyptu aftur með miklum ágóða. Belgiskur lögreglumaður var hand- tekinn I Hollandi þar sem *.,4** -- -WKBSBi ■ Lögreglumenn i Milanó með heróln sem þeir tóku af mafíósum. En það magn sem þannig næst er aðeins örlitiö brot af heildarmagninu... þátt i smyglinu. Yfirvöld viðurkenna að þetta sé vaxandi vandamál og er- fitt að vinna bug á þvi. Það er ákaflega erfitt og hann var að selja kókain og margir hafa viður- kennt að hafa þegið mút- ur af pakistanskum smyglurum, en i staðinn leyft þeim að starfa óhindraö og jafnvel tekið hættulegt starf að laum- ast inn i innsta hring eiturlyfjasmyglara og þó það takist er freistingin að lita undan mjög sterk. Peningarnir sem um er aö ræða eru lika óskap- legir. — ijþýddiog endursagði Björn Borg fyrir bí? ,,Og úr þvi aö Björn Borg kaus aö dansa alla nóttina eftir ósigurinn við Bambino, hinn sköllótta og riðvaxna líf- vörö llie Nastaseá Diskóteki Jimmys, þá er þaö hans vandamál..." NAPOLEON VAR MYRTUR ■ Stundum kemst upp um menn sem reynt hafa að fremja hið „full- komna” morð. Auðvitað kemstaldrei upp um aðra — i þeim skilningi er morðið „fullkomið”. Þó geta slikir morðingjar seint verið öruggir með sig, nú virðist til að mynda komið upp um morð sen; ,frgipið var fyrir 161 ári. Hinn myrti var ekk’ert smá- menni: Napóleon Bóna- parti fyrrum keisari i Frans. Napóleon lést þann 5. mai 1821, þá fangi Breta á klettaeynni Sánkti Helenu. Dánarorsök var að sögn lækna krabba- mein i maga og þvi hefur yfirleitt verið trúað fram á þennan dag. Þó hafa alltaf einhverjir oröið til að hvisla að hann hafi verið myrtur á eitri en þar eð engar sannanir hafa veriö fy.rir hendi hafa ævisagnaritarar leitt slikan orðróm hjá sér. Nú virðist aftur á móti sem óvéfengjanleg- ar sannanir hafi komið fram i dagsljósið. Það er sænskur tann- læknir, Sten Forshfvud, sem hefur rannsakað málið með þessum árangri og nýlega hafa þeir Ben Weider, kana- diskur sérfræðingur i Napóleonstimanum og David Hapgood, banda- riskur blaðamaður, ritað bók þar sem þeir kynna niðurstöður Furshufvuds. Þess skal getið að það er aðeins nútimatækni sem hefur leitt til þess að þeir þremenningar telja sig geta fullyrt að keisar- inn fyrrverandi hafi verið myrtur — áður hafi verið ómögulegt að skera þar úr um. Rannsókn sænska tannlæknisins hófst hins vegar upp úr 1950 þegar gefnar voru út á bók endurminningar tveggja þjóna Napóleons á Sánkti Helenu en þeir röktu, frá degi til dags, ástand Napóleons á sóttarsæng- inni, sögöu frá þvi sem hann setti ofan i sig, og lýstu veikindunum sem þjáðu hann i nokkra mánuði áður en hann lést loks. Forshufvud dró þá ályktun eftir vandlega skoðun á þessum gögnum að eitrað hefði verið fyrir Napóleon af manni sem var svo varkár að gefa honum eitrið i svo smáum skömmtum að engar grunsemdir vöknuðu. Hann komst ennfremur að þeirri niðurstöðu að morðinginn hefði notað arsenik, sem var'algeng- asta eitrið i þá daga, enda gæti ekkert annað útskýrt ýmis einkenni sem Napó- leon sýndi. Af 30 einkenn- um arseniks sem þekkt eru komu 22 fram á Napó- leon. Óhemjumagn arseniks i hári keisarans Snotur kenning en Forshufvud þurfti áþreifanlegri sannanir en þetta til að nokkur legði trúnað á mál hans. Og með aðferðum, sem of langt mál þyrfti til aö rekja, tókst honum að út- vega sér fimm lokka úr hári Napóleons sem klipptir höfðu verið af lik- inu. Hann sendi þá i rann- sókn til Skota nokkurs sem hafði fundið upp nýja aðferð til að greina arsenik-magn i hári. Niðurstaða hans var sú að i hárinu væri óhemju- magn arseniks. Frekari rannsóknir sýndu að Napóleon var gefið eitrið inn með óreglulegu milli- bili. Vegna þess að mannshár vex með jöfn- um hraða var unnt að bera arsenik-magnið saman við dagbækur þjónanna tveggja og sjá: mest arsenik-magn reyndist hafa sest að i hárinu einmitt þá daga sem Napóleon leið hvað verst. I fyrrnefndri bók lætur Forshuvud ekki staðar numiö hér. Hann hefur nefnilega fundiö morðingjanfl lika. Hér veröur ekki rakin rök- semdafærsla hans, og bókarhöfundanna tveggja, en moröinginn viröist sjálfur hafa verið hálfgert fórnarlamb. Hann sætti fjárkúgun af hendi mannsins sem siðar varð seinasti Búrbon- kóngur Frakklands og var neyddur til að fylgja Napoleon i útlegðina á Sánkti Helenu, i þeim eina tilgangi að drepa hann. Maöurinn yar skipaður þjonn Napoleons sem grunaði ekkert og Forshufvud hefur fundið út i smáatriðum hvernig hann bar sig að. Rök Svi- ans þykja mjög sannfær- andi og þó flestir Napó- leons-fræðingar hafi hafnað er ljóst að þeir veröa að finna mjög áhrifamikil rök til að yfir- leitt veröi á þá hlustaö héðan i frá. Og ástæðan fyrir morðinu? Auövitað að fjarlægja þennan óþægi- lega mann, sem ennþá heföi verið trúandi til að vera með læti i Frakk- landi, ef hann hefði slopp- ið af Sánkti Helenu. Napóleon var nefnilega ennþá i fullu fjöri — er hann lést var hann aðeins 51s árs að aldri. —ij endursagði Painting by Steubc ■ Napóleon liggur banaleguna — málverk eftir Steuben. Skv. frásögn sænska tann- læknisins var það aðstoðarmaður keisarans fyrrverandi, standandi til hægri, sem myrti ’ann... . ■"lill

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.