Tíminn - 20.04.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 20.04.1982, Blaðsíða 24
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurrus Sími (»1) 7- 75-51, (91) 7 - 80-30. TTli'I TTTP Skemmuvegi 20 XllÍiUl* ±11» . Kopavogi Mikiö úrval Opið virka daga 919 • Laugar daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingafélag labriel HÖGGDEYFAR (jy/arahlutir Ármiila 24 Sfmi 36510 „OKKUR HEFUR ALLS- STAÐAR LÍKAÐ VEL vitavardahjónin í Reykjanesvita heimsótt ■ „Við höfum verið hérna á Reykjanesi siðan 1977 en áður vorum við á Galtarvita i yfir tuttugu ár og þar áður á Horni i rúm þrjú ár,” sögðu hjónin Óskar Aðalsteinn, rithöfundur og Val- gerður Hanna Jóhannsdóttir, vitavörður á Reykjanesi þegar Timinn heimsótti þau þangað einn góðviðrisdaginn fyrir skömmu. „Það eru ekki margir sem vita það, að það er hún Hanna min sem er vitavörðurinn,” sagði Óskar. „Það er nokkuð langt sið- anéglét af störfum vitavarðar og þá tók hún við. Enda var það mjög eðlilegt vegna þess að það eru sennilega fáir sem þekkja skyldur vitavarðarins betur en hún. Meðan ég var vitavörður sjálfur þá aðstoðaði hún mig við öll störf og gekk eiginlega i þau jafnt og ég, þótt ekki fengi hún sérstöklaun fyrir það fyrr en 1967 en þá varð hún formlega að- stoðarvitavörður á Galtarvita.” — Hvernig eru dagleg störf vitavarða? „Vitaverðir sjá til þess að allur búnaður vitanna sé i góðu lagi. Honum er ekki óhætt að fara að sofa nema að fullvist sé að allt sé i fullkomnulagi, t.d. verða glerin á vitanum að vera hrein þvi annars sjá ekki sjófarendur til vitans.” Veturathuganir stór þáttur „Veðurathuganir eru stór þátt- ur i okkar starfi og þær binda mjög . A Galtarvita og Horni þurfti að senda út veður á þriggja tima fresti allan sólarhringinn svo það var eiginlega ómögulegt fyrir okkur að yfirgefa vitann bæði i einu. Hér á Reykjanesi höf- um við siðdegið fritt, við tökum veður um hádegið og siðan aftur klukkan 18. Þarna gefast okkur heilir sex timar sem við getum notað til að bregða okkur frá, enda notfærum við okkur það mikið og skreppum i nágranna- byggðirnar,” sagði Hanna. — Var ekki einangrunin mikil á Horni og Galtarvita? „Jú. Hún var talsverð,” sagði Óskar. „Þegar við fórum að Horni þá voru Hornstrandir i þann mund að leggjast i eyði. Ég var á áður i vinnu á bókasafninu á ísafirði og langaði mikið til að skrifa smásögur, svo við fórum eiginlega þangað til að fá næði. Við vissum litið um út i hvað við vorum að fara. Vorum einangruð i heila viku Það kom t.d. fyrir að við vorum algjörlega sambandslaus við um- heiminn i heila viku vegna þess að talstöðin bilaði af einhverjum orsökum. Hún var raunverulega það eina sem setti okkur i sam- band við annað fólk, við höfðum ekki einu sinni útvarp. Það var ekkert fyrir okkur að gera þvi veður var mjög slæmt og dagleið- ir til næstu byggðar, svo við tók- um það ráð að biða eftir næsta varðskipi. Það fór þó betur en á horfði þvi einn morguninn þegar við komum fram þá ómaði rödd séra Jóns Auðuns, Dómkirkju- prests i talstöðinni. Hún var þá komin i lag án þess að nokkuð væri gert.” — Hvar likar ykkur best að vera? „Það er nú erfitt að segja til um það. Okkur hefur eiginlega alls staðar likað vel. Hér njótum við bæði kyrrðar og þéttbýlis, á Horni var mjög gaman að vera. Hrika- legar andstæður i náttúrunni, andstæður milli árstiða voru hreint ótrúlegar. Nú á Galtarvita vorum við i tuttugu og fjögur ár og þú getur farið nærri um það að okkur iikaði vel,” sagði Hanna. — Að lokum. Hvað ert þú að skrifa óskar? „Við skulum hafa sem fæst orð um það. Þú færð að vita um það Vitavarðarhjónin á Reykjanesvita Valgerður Hanna Jóhannsdóttir og óskar Aðalstcinn Tímamynd Róbert. Þriðjudagur 20. aprfl 1982 fréttir Ungir síbrota- menn ■ Tvitugur sibrota- maður var úrskurð- aður i gæsluvarðhald að kröfu rannsóknar- lögreglu rikisins á laugardaginn. Piltur- inn var ásamt félaga sinum handtekinn við Hrafnistu i Laugarási siðastliðið fimmtu- dagskvöld en þá höfðu þeir félagar ógnað starfsmanni Hrafnistu með hnifi eftir að hann stóð þá að verki við innbrot i kjallara hússins. Piltarnir lögðu á flótta eftir að starfs- maðurinn kom að þeim i kjallaranum. Starfsmaðurinn hljóp á eftir þeim og náði öðrum fljótlega. Þá sneri félagi hans við og réðist að starfs- manninum með kúst- skafti. Þegar maður- inn reyndi að verjast brá pilturinn hnifi á loft og ógnaði mann- inum, sem þá gafst upp og sleppti takinu af pilti. Starfsmaðurinn gerði lögreglunní strax viðvart og hafði hún fljótlega upp á piltunum. Piltarnir sem þarna voru að verki eiga sér talsvert langa af- brotasögu, þrátt fyrir ungan aldur, og munu þeir báðir hafa tekið út refsingar fyrir af- brot sin. Annar var á skilorðsbundinni reynslulausn, en sá sem nú situr i gæslu- varðhaldi var látinn laus úr fangelsi þann 9. mars s.l. —Sjó. Enn i gæslu. ■ Sakadómur Reykjavikur tók sér frest þar til i dag til að úrskurða um hvort gæsluvarðhald unga mannsins sem situr inni vegna gruns um aðild að innbrotinu i Gull og silfur verður framlengt en sem kunnugt er átti gæslu- varðhaldsúrskurður- inn að renna út i gær. Enn hefur ekki feng- ist fram játning i inn- brotsmálinu og ekki hefur fundist neitt—Sjó dropar Best fyrir alla að fara að iðrast! ■ Bubbi Morthens er nú eitt helsta átrúnaöargoð margra unglinga, og taka margir þvi eftir þvi sem hann segir. t timaritinu Afturelding er Bubbi spurður að þvi hvort hann vænti endurkomu Krists og ef svo er þá hvenær. Hann svarar: „Varðandi endurkomu Jesú Krists, vil ég einnig minna á komu Antikrists. Ég tel að hann sé þegar kominn, þótt ég geti ekki bent á hann sem nersónu. En eftir öllum sólar- merkjum aðdæma virðist hið illa vera að taka yfir- höndina I heiminum. Ég trúi þvi að Kristur komi i endalokunum. Ég trúi samt ekki að hann stigi til jarðar með lúðra- blæstri og birtist i efnis- hciminum. Eftir þetta tel ég að þúsundárarikið rísi upp og þegar Kristur kemur fá hinir smáu og voluðu umbun fyrir þjáningu sina i þessum heimi. Mér sýnist á öllu að það sé stutt i endalokin og þvi best fyrir alla að fara að iðrast.” Varað við íslenskum almanökum! ■ Það er margt mann- anna bölið... t fréttabréfi Verk- fræðingafélags tslands er þannig undir fyrirsögn- inni „Varið ykkur á is- lensku almanökunum...” lýst raunum sérfræðinga vegna þeirrar ósvinnu ýmissa sem gefa hér út aimanök að átta sig ekki á þvi 1) að vika hefjist á mánudegi en ekki sunnu- degi eins og venjulegt fólk hefur haldið og 2) að þrir fyrstu dagar þessa árs, 1982, tilheyri alls ekki fyrstu viku þessa árs heldur siðasta ári! Greinin fjallar um tölu- setningu á vikum og er vitnað i alþjóðlegan staðal um það efni þar sem vikan hefst á mánu- degi og endar á sunnudegi og þar sem 1.-3. janúar þessa árs telst til 53. viku siðasta árs! Krummi ... heyrði stuðningsmenn Argentinu i Falkiands- eyjadeilunni velta þvi fyrir sér, hvenær Tyrkir myndu gera tilkall til Vestmannaeyja...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.