Tíminn - 30.04.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.04.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 30. april 1982 fréttir JLMENNAR LAUNAHÆKKANIR UTILOKAÐAR” — sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins ■ //Framsóknarmenn leggja höfuðáherslu á að haldið verði áfram niður- ■ Þar örlaöi ekki á sumrinu i höfuðborginni, eins og raunar má sjá á yfirbragði þessara blaöamanna þar sem þeir norpuðu á Reykjavikur- flugveili. talningu verðbólgunnar. Á síðasta ári tókst að halda henni verulega f skefjum/ miðað við spár í upphafi árs. Á þessu ári er mark- miðið að koma verðbólgu í 35 af hundraði og verð- bólguhraðanum í 30 af hundraði." Á þessa leið mæltist Steingrími Hermannssyni formanni Framsóknar- flokksins í útvarpsum- ræðunum í gærkvöldi. 1 efnahagsáætluninni, sem rikisstjórnin samþykkti um s.l. áramót, voru ekki ákveönar aðr- ar aðgerðir en þær sem stefna að þvi að halda veröbólgunni i skefj- um. En fleira er nauðsynlegt ef ná á ofangreindum markmiðum. Akvarðanir um slikt biða eftir niðurstöðu þeirra viöræðna, sem nú fara fram á vegum rikis-, stjórnarinnar og aðila vinnu- markaðarins um visitölukerfið, og eftir samningum um kaup og kjör. „Þvi miður blæs ekki byrlega fyrir miklum kauphækkunum”, sagði Steingrimur. „Þjóðhags- stofnun telur að þjóðarfram- leiðslan muni dragast saman á þessu ári. Við minnkandi þjóöar- framleiðslu ætti öllum að vera ljóst, að grunnkaupshækkanir að einhverju marki eru útilokaðar. Tiltölulega hófsamir samningar við starfsmenn i rikisverksmiðj- unum, sem nýlega eru frá gengn- ir, gefa til kynna að á þessu sé skilningur. Það er okkar von, að I þeim samningum, sem nú er að unnið, verði áhersla lögð á að bæta kjör hinna lægst launuðu.” Steingrimur kom viöa við I ræðu sinni og sagði að i efnahags- málum væru ýmis hættumerki augljós. Hann varaði viö auknum erlendum lántökum, nema aö þau væru tekin til arðbærra fram- kvæmda, sem auka þjóðar- tekjurnar og standa þannig sjálf undir greiðslubyrðinni. Slikt þarf að vanda betur en gert hefur verið. „Mikil aukning einkaneyslu bendir til góðrar afkomu almenn- ings, en eyðslan sýnir einnig van- trú á áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar. Verðbólgu- hugsunarhátturinn virðist enn mjög rikur. Oruggasta leiðin til að snúa við slikri þróun er tvi- mælalaust að sýna i verki mark- tækan árangur I efnahags- og verðbólgumálum.” Steingrimur lauk ræðu sinni með þvi að benda á að margt hafi verið vel gert og margt áunnist i tið núverandi rikisstjórnar, en verkefnin framundan eru mörg. „Óþarft er aö taka undir böl- sýnisraus stjórnarandstöðunnar. Það er yfirlýstur vilji að þoka verðbólgunni niður á viö án at- vinnuleysis. Til þess þarf stuðn- ing þjóðarinnar.” OÓ Brita. föryggissæti fyrir Britax bilstólar fyrir börn eru öruggir og þægilegir i notkun. Með einu handtaki er barnið fest. - og losað Fást á bensínstödvum Shell Skeljungsbúðin Suðuriandsbraut 4 srni 38125 Hoidsoiuoirgðir Skejjungur hf. Smðvorudeid - Laugavegi 180 si'mi 81722 Frá Sjálfsbjörg Félagi fatlaðra í Reykjavík og nágrenni Á aðalfundi félagsins var samþykkt, að taka þátt i kröfugöngu verkalýðsfélag- anna 1. mai og ganga undir kröfu um jafn- rétti. Félagar eru hvattir til að taka þátt i kröfugöngunni og útifundinum. Safnast verður saman við biðskýlið við Hlemm, Laugavegs megin kl. 13.30.Mætið hlýlega búin. Tfmamynd Ella ©■ KOllllil ■ og teikningum eftir Bjarna Marteinsson, Helga Hafliðason og ViðarA. Olsen. Teikningarnar (bókinni gefa hugmyndir um byggingu einlyftra og tví- lyftra einbýlishúsa fyrir viðráðanlegt verð, - sambærilegt við góða íbúð (fjöl- býlishúsi í Reykjavík. Bókin er ókeypis. Hafið samband við Húseiningar h/f á Siglufírði, sími 96-71340 eða söluskrifstofuna í Reykjavík, Laugavegi 18, sfmi 91-15945 og bókin fer ( póst tii ykkar samdægurs. HUSEININGAR HF ÓSA SVARSEÐILL Vinsamlega sendiö mér eintak af bókinni, mér aö kostnaðarlausu! Nafn: Heimilisfang: Póstnr.: Sími:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.