Tíminn - 30.04.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.04.1982, Blaðsíða 6
Föstudagur 30. april 1982 6 stuttar fréttir ■ Komin aftur á engjarnar I Skagafiröi. Margrét húsmóöir á Löngumýri er framst á myndinni en Anna, Svava, Sigurður, Sigurkarlog Magnús aöstoöa og njóta tööuanganar i vitum. Fjöldi aldraðra nýtur sumarsins að Löngumýri SKAG AFJÖRÐUR : Þeir skipta nil orðið hundruðum, ellilifeyrisþegarnir sem sótt hafa námskeið þau og orlofs- dvalir aö Löngumýri i Skag- firði, sem Þjóðkirkjan skipu- leggur I samvinnu við félags- málastofnanir Reykjavikur, Kópavogs og Akureyrar og reyndar fleiri aðiia aö þvi er fram kemur i frétt frá Biskupsstofu. Sumarstarfið þetta árið hefst 10. mai n.k. meö einu hinna vinsælu námskeiða til undirbúnings fyrir elliárin. Þar verður t.d. kennt bók- band, hnýtingar og glermál- un. Auk þess verður sýni- kennsla um ýmiss efni sem varða aldraðfólk. Námskeiðið stendur i hálfan mánuö og er opiö öllum, en búist er við aö efnt verði til fleiri námskeiða i haust. Að loknu fyrsta námskeið- inu hefjast hin árlegu hálfs mánaðar orlof aldraöra og verður siðan áfram i sumar. Það er Margrét Jónsdóttir að Löngumýri sem veitir starfinu forstöðu og er nánari upplýs- inga aðleita hjá henni, svo og i Félagsmálastofnunum Kópa- vogs og Akureyrar og hjá Fé- lagsstarfi eldri borgara i Reykjavik. Nýlega hefur veriö tekin i notkun hentug og falleg heimavistarbygging að Löngumýri, gjöf þeirra Ingi- bjargar Jóhannsdóttur og Bjargar Jóhannesdóttur sem lengi veittu staðnum og skóla þar forstöðu. ■ Þau Herdis Þorvaldsdóttir, leikkona, Kristinn Ragnarsson, arkitekt og Gestur Þorgrimsson, myndlistarmaöur kynna blaöa- mönnum dagskrá hátiöarskemmtunarinnar. (Timamynd G.E.). f.L. hyllir Laxness 1. maf Þann 1. mai nk. mun Bandalag islenskra lista- manna halda hátiðar- skemmtun til heiöurs Halldóri Laxness i húsakynnum rikis- ins aö Borgartúni 6. Þar mun Þorkell Sigurbjörnsson, forseti BtL ávarpa skáldið ogýmsir listamenn flytja verk sin, jafnt tónlist, leik og upp- lestur. Á blaöamannafundi á Borg- inni i gær, kynntu þau dag- skrána sem flutt verður á hátiöarskemmtuninni, Herdis Þorvaldsdóttir, leikkona, Kristinn Ragnarsson, arkitekt og Gestur Þorgrimsson, myndlistarmaður. Þau nefndu meöal annars ballett Ingi- bjargar Bjarnadóttur, „Unglingurinn i skóginum” sem þarna verður fluttur við tónlist Jórunnar Viðar, dag- skrá úr Gerplu, þar sem flutt veröa ýmis kjarnyrt samtöl úr sögunni, og kórlög fiskverka- fólksins úr „Húsi skáldsins.” Þá kemur lestrarhópurinn, sem bar hitann og þungann af dagskránni i Norræna húsinu á dögunum fram, og margvis- legt músikefni sem Karólina Eiriksdóttir hefur haft veg og vanda af þvi að velja. Þar á meðal má nefna leik fiðlusnill- ingsins, Sigurðar Rúnars Jónssonar. Dagskráin er einkum ætluö félögum i BIL og gestum þeirra og má búast við að færri komist að en vilja, þvi húsrýmiö takmarkast við 250 manns. Miðasala veröur i Galleri Langbrók frá miðviku- degi, og kostar miðinn aðeins 100 krónur. Hátiðin mun hefjast með léttri tónlist og bollu, en aö dagskrá lokinni verður stiginn dans til kl. 03 við undirleik jasshljómsveitar Guðmundar Ingólfssonar ofl. A staönum verða vinveitingar og pizzur. Gestur Þorgrimsson gat þess að auk alls þessa mætti búast við ýmsum ónúmer- uðum atriðum hjá hóp sem þessum, þegar andinn kæmi yfir menn, svo enginn þarf aö kviða aö honum leiöist.! — AM þingfréttir Lög um Sinóníu hljómsveitina ■ Ingvar Gislason menntamála- ráðherra mælti fyrir frumvarpi um Sinfóniuhljómsveit Islands snemma á þvi þingi, sem senn fer að ljúka. Nú er búið að sam- þykkja frumvarpið, en miklar umræður hafa verið um það öðru hvoru I allan vetur. Lagðar voru fram fjöldi breytingartillagna, en endanlega var frumvarpið sam- þykkt litt breytt frá þvi sem var upphaflega lagt fram. Lögin um Sinfóniuhljómsveit- ina kveða svo á um að hún sé sjálfstæö menningarstofnun, en starfar undir menntamálaráðu- neytinu. Hljómsveitinni er sett sérstök stjórn og henni er tryggður fjárhagslegur grund- völlur. Rikissjóður greiðir 65% af rekstrarkostnaði hljómsveitar- innar, Rikisútvarpið 25%, Reykjavikurborg 18% og Seltjarnarneskaupstaður 1%. Þá segir að hljómsveitin skuli kapp- kosta að afla sjálfstæðra tekna með hljómleikahaldi og stefna að vi að eigi minna en 12% af þeim útgjöldum fáist greidd af slikum tekjum. OÓ Lög um gródur- verndar efndir ■ Frumvarp um breytingu á lög- um um landgræðslu var sam- þykktsem lög frá neðri deild i s.l. viku. Þar segir, að i hverri sýslu og hverjum kaupstað skuli starfa þriggja manna gróöurverndar- nefnd. Einnig er kveðið svo á, að ef gróðri er svo komið að skjótra verndaraögerða sé þörf er hægt aö ákveða timabundna takmörk- un á beitarálagi þar til fullnægj- andi gróðurverndaraðgerðir hafa verið gerðar. Þá voru samþykkt lög um út- flutningsgjald af sjávarafurðum. Frumvarp Vilmundar Gylfa- sonar um frjálsari lokunartima sölubúöa en nú er, var fellt. OÓ. Blindrabókasafn ordid að lögum ■ Frumvarp menntamálaráð- herra um Blindrabókasafn ts- lands er oröið að lögum. Það átti greiöa leið gegnum Alþingi og var afgreitt lítt breytt frá þvi' sem það var lagt fram. Hlutverk Blindrabókasafnsins er að sjá blindum, sjónskertum og öörum þeim, sem ekki geta fært sér venjulegt prentaö letur i nyt, fyrir alhliöa bókasafnsþjón- ustu. Safnið mun annast framleiðslu, útgáfu og miölun hljóðbóka og blindraletursbóka meö efni skáidverka og fræðirita, þar á meðal námsgagna. Blindrabókasafnið skiptist I þrjár deildir: Ötláns- og upplýsingadeild, þar sem fram fer flokkunogskráning, upplýsingaþjdnusta, Utlán og kynning á þjónustu Blindrabóka- safnsins i heild. Námsbókadeild, sem aflar og gefúr út námsefni viö hæfi blindra og sjónskertra, einkum fyrir nemendur utan grunnskólastigs. Tæknideild, sem sér um fram- leiöslu hljóöbóka og blindralet- ursbóka,varðveislufrumgagna og viöhald safnkosts og tækja. Oó Níu ára skóla- skyldu frestað ■ Frumvarp um breytingu á grunnskólalögum hefur verið lagt fram og miðar að þvi að fresta gildistöku 9 ára skólaskyldu um eitt ár. 1 athugasemd segir: 1 88.gr. laga nr. 63/1974 um grunnskóla var upphaflega stefnt að þvi að ákvæði laganna um siðasta ár skólaskyldu kæmi til framkvæmda samtimis á landinu öllu 6 árum eftlr gildistöku lag- anna. Þetta merkir að lögin heföu átt að vera komin til fram- kvæmda að þessu leyti haustið 1980. Hins vegar er gert ráð fyrir þvi i ákvæði til bráðbirgða i grunnskólalögum að Alþingi f jalli nánar um niu ára skólaskyldu áður en hún kemur til fullra framkvæmda. Fyrirhugað er að leggja fyrir næsta þing nokkrar breytingar á grunnskólalögunum og mun þá gefast tækifæri til þess aö Alþingi tjái sig nánar um skólaskylduna. Alþingi frestaði meö lögum 1980 að láta 9 ára skólaskyldu koma til fram- kvæmda það ár, og var frestunin framlengd um 1 ár með lögum nr. 39/1981. Samkvæmt þeim lögum átti 9 ára skólaskylda að koma til framkvæmda i landinu öllu á komandi hausti 1982. Með frumvarpi þvi sem hér liggur fyrir er enn lagt til að fresta gildistöku niu ára skóla- skyldu um eitt ár, þ.e. til hausts- ins 1983. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.