Tíminn - 30.04.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.04.1982, Blaðsíða 9
Föstudagur 30. aprll 1982 9 Iðnaðarráðherra lagði um miðjan mánuðinn fram frum- varp um kísilmálmverksmiðju í Reyðarfirði. Hér fer á eftir ræða sem Halldór Ásgrímsson flutti við þá umræðu. þeim skýrslum, sem ntí eru væntanlegar alveg næstu daga og betri upplýsingar komi fram um fjármögnun og fjárhagslega af- komu þessa fýrirtækis en eftir þvl sem ég fæ best séö hefur þó ekk- ert komið fram, sem ætti aö draga úr mönnum, að ráðast i þetta fyrirtæki og hætta viö það sist minni heldur en verið hefur með ýmis önnur fyrirtæki sem reist hafa veriö. Það lá t.d. alveg fyrir þegar Járnblendiverksmiðj- an að Grundartanga var reist að þar væri veruleg áhætta, það væru sveiflur i markaðsverði. Það hefur komið skýrt fram i þeirri skýrslu, sem ntí liggur hér fyrir Alþingi um frekari ábyrgð og varöandi rekstrarvanda Járn- blendifélagsins, að þaö má alltaf búast viö þvl, þegar sveiflur eru i markaðsverði aö það veröi ein- hver aö fjármagna þessar sveifl- ur og hjálpa þessum fyrirtækjum til að komast i gegnum þær, en það er hins vegar ekkert sem bendir til þess, jafnvel þött að Járnblendifélagið á Grundar- tanga hafi lent I þessum erfiðleik- um, að það hafi verið röng ákvörðun á stnum tima, að ráðast I þessa verksmiðju. Þetta eru sveiflur, sem alltaf hljöta að verða og það þarf að tryggja það, að einhver aðili sé tilbtíinn að hjálpa til meö aö jafna slikar sveiflur og það kom fram i ræðu hæstv. iðnrh., aö hann hefði I huga, að einhvers konar jöfnunarsjóður yrði stofnaður til þess að aöstoöa við slikt og væri fróðlegt aö fá frekari upplýsingar um það hvað hann hefði i huga i þvi sambandi. Ég vil aðeins vikja að eignar- aðild þessa fyrirtækis. Það hefur lengi verið ste&ia Framsfl. að innlendir aðilar eigi meirihluta i fyrirtækjum sem þessum og það yrði sköpuð virk yfirráð inn- lendra aðila yfir slikum fyrir- tækjum. I þessu frv. er gert ráð fyrir þvi að rikissjóður eigj að minnsta kosti 51% af hlutafénu eða það sama og f Jámblendi- félaginu á Grundartanga. Það er að sjálfsögðu a£ velta þvi fyrir sér hvaða aðrir aðilar komi þarna til. Að minu mati hefði verið sjálfsagt aö vinna að þvi aö Járnblendifélagið að Grundartanga væri eignaraðili að þessari verksmiðju til þess að tryggja með eins góðum hætti og mögulegt er að stí tækniþekking sem þar hefur skapast geti nýtst i þessari verksmiðju. Við greiddum á slnum tlma eða geröum samning við ELKEMum það að greiöa 2% af söluverði af- urðanna frá Járnblendifélaginu á Grundartanga I — fyrir tækni- kunnáttu og tækniþekkingu og ég er sammála þvi markmiði þessa frv. aö við þurfum að losna við slíkar greiðslur og hljótum að stefna aö þvi með aukinni inn- lendri tækniþekkingu að þurfa ekki að reiða sllkar greiðslur af hendi. Ég vil leggja á það áherslu fyrir mitt leyti að af þvi verði unnið áfram að Járnblendifélagið á Grundartanga verði einhver eignaraðili þótt ekki verði hann stór aö þessu fyrirtæki. Þá er gert ráð fyrir þvi að sveitarfélög, hlutafélög og samvinnufélög og einstaklingar geti orðið aðilar að þessu félagi og það kom fram I ræðu hæstv. iðnrh. aö tæpast væri hægt að gera ráð fyrir því að eignaraöild þessara aðila t.d. sveitarfélaga veröi stór. Það er gert ráð fyrir þvi' I þessu frv. að þaö sé heimilt að taka 225 millj. að láni varðandi hlutafé og að rlk- ið fái heimild til þess að taka allt þetta fé að láni. Þannnig að I rlkissjóöi eru engir lausir pening- ar til þess að leggja fram hlutafé i þessu skyni ekkert frekar, það eru heldur engir lausir peningar hjá sveitarfélögum austur á landi og ýmsum öörum félögum til þess að leggja fé i þessa verksmiðju. Þess vegna finnst mér það koma mjög til álita að þessir aðilar fái heimild til þess aö taka lán til að kaupa hlutafé ekkert slður en rikissjóður, og það verður ekki látið staðar numiö þótt að sveitarfélög t.d. Eskifjarðar- hreppur og Reyöarfjarðar- hreppur telji sig ekki vera aflögu- færir með fjármagn að þá fái þeir heimild til þess að taka hluta af þessu láni til að eignast hlutafé I félaginu. Það er ekkert kappsmál að rikið eigi allt hlutafé I þessu félagi og á ekki að vera og ætti engu aö slður að vera mikilvægt fyrir Alþingi að stuðla að þvi að aðrir aöilar geti eignast þar r.okk- urn hlutekki slstsveitarfélög sem eru opinberir aðilar. Eignaradildin Hér erekkigert ráö fyrir þvi að erlendir aðilar eigi I þessu fyrir- tæki og er þaö sjálfsagt rétt aö það sé ekki nauösynlegt og sjálf- sagtað stefna aö þvi að svo verði ekki. Hins vegar finnst mér ástæðulaust á þessu stigi að títi- loka það t.d. ef hægt væri meö einhverjum hætti að tryggja bet- ur sölu afurðanna meö þvi að ein- hver erlendur aöili ætti nokkurn hlut I fyrirtækinu,þá finnst mér ekki ástæða til að títiloka það á þessu stigi. Aöalatriðið er þaö að tryggja þaö aö þetta fyrirtæki geti staðist ogþaö geti framleitt þessar vörur á samkeppnishæfu veröi og það verði tryggtaöþað geti losnað við þessar vörur á erlendum mörk- uðum. Ef nauðsynlegt er að til þess að tryggja slíkt að erlendur aðili eigi nokkum hlut I verk- smiðjunni þá finnst mér ástæðu- laustað útiloka þaö á þessu stigi en það er aö sjálfsögðu sá óvissu- þáttur sem er nokkur I þessu máli það eru markaðsmálin. Það kem- ur að vlsu fram i skýrslunni að það sé nokkuð tryggt með markaði og ég býst við að svo sé, en hins vegar segir á bls. 8: „að hagkvæmast viröist aö selja I gegnum umboösmenn i einstök- um löndum”, og ég vildi mega spyrja um. Hvað er þaö sem seg- ir, bendir til þess að hvaö liggur þessari setningu til grundvallar. Hagkvæmast virðist að selja I gegnum umboösmenn I einstök- um löndum? Og einnig væri fróö- legt að fá nánari upplýsingar um þaö hvað þurfi að greiða slíkum umboösmönnum I umboðslaun I sambandi við slika sölu? En eins og kunnugt er þá greiðum viö ntí 2% I umboðslaun til ELKEM fyrir sölu á afurðunum frá Járnblendi- félaginu i Grundartanga. Ég vil leggja á þaö áherslu að mál þetta geti náð fram að ganga á þessu þingi og iðnn. vinni kappsamlega að þvl að upplýsa þau atriði sem ekki liggja Ijós fyrir nú, þvl aö málið er mjög mikilvægtrekki aðeins þjóðhags- lega,heldur einnig fyrir Austur- land, þar er fábreytt atvinnulif. Það er mikil samstaöa um þaö I landshlutanum að ráöast I upn- byggingu i' orkufrekum iðnaöi ég hygg að það sé meiri samstaða þar en viöa annars staöar og það værileitt til þess aö vita ef hv. Al- þingigæti ekki metiðþá samstöðu og kappkostaö við þaö að koma þessu máli I höfn. Og ntí hefur enn einn höfundur- inn bæst i hópinn en það er leik- stjórinn Wilfried Steiner, sem samið hefur „nýja leikgerð” er Þjóöleikhúsiðmoðar ntí tír, ásamt öðru þýfi. Söngleikurinn Meyjaskemman er söngleikur i þrem þáttum. Byrjar heima hjá Schubert en færist' síðan á aðra staði I Vinarborg og nágrenni. Leikmyndin er listilega gjörð tæknilega nema I hana vantar allt sumar, öll blómin, er prýða Aust- urriki að sumarlagi. Þá er of þröngt um leikendur, einkum i siðari atriðum. 1 verkinu fer allt saman, sviðs- leikur, söngur og hljóðfærasláttur og svo hið talaða orð, en talsverð- ur ósunginn texti er i verkinu. Þetta er gullfalleg tónlist og uppspretta þeirrar fegurðar er allir menn eiga að geta notib — nemaauðvitað gagnrýnendurnir I Vinarborg árið 1915. Þótt öll blóm vanti I Grinzig Þjóöleikhtíssins, er nóg af þeim I söng er ber „hárfesti rósa”. Fjöldi manns kemur fram i sýningunni, bæði þekktir söngv- ararogeinsyngrafólk,sem er að byrja opinberan söng. Þar á með- al Katrin Sigurðardóttir frá Húsavik, en htín fer með hlutverk Hönnu, er Schubert fellir hug til og Jtílius Vifill Ingvarsson og fleiri nýliða mætti nefna. 1 sýningarlok voru menningar- verðlaun Þjóðleikhússins afhent en þau hlutu aö þessu sinni Guð- mundur Jónsson, óperusöngvari og Flosi ólafsson leikari, en þeir taka báðir þátt I sýningunni og fara á kostum. Voru þeir hylltir I sýningarlok. Uppselt! Leikið var að ég best veit, fyrir troðfullu htísi á frumsýningunni, Jónas Guðmundsson skrifar um söngleik og sagt var uppselt á aðra sýn- ingu I auglýsingum Þjóðleikhúss- ins. Maður, sem reyndi að fá miða íyrir 4 á þessa sýningu, fékk lika þau svör i sima að allt væri upp- selt en kona hans hringdi þá aftur og spurðist fyrir um sæti á efri svölum. Reyndust þá vera til nægir miðar þar, og fengust miö- ar á öðrum bekk fyrir fjóra, — en i öðrum sætum á efri svölum en þessum fjórum var ekki setiö á 2. sýningu. Maður spyr þvi: Vill Þjóðleikhúsið ekki selja aðgöngu- miða á efri svalir? Maður hélt sannast sagna að ekki veitti nú af þvl að auka eigin tekjur htíssins, þar sem þvi eru settar að öðru leyti 'nokkuð strangar skorður i meðferð á fjármunum rikissjóðs. Það getur verið ágæt auglýs- ingabrella að hafa uppselt á sýn- ingu og feröaskrifstofurnar eru oft með „örfá sæti laus”. En varla er slik auglýsingastarfsemi samboðin Þjóðleikhúsinu og rangt að meina Islendingum að- gang að htísinu ef sæti eru laus. Jónas Guömundsson landfar! Hverju hefur verið breytt? ■ A baksiðu Þjóðviljans mið- vikudaginn 7. aprilsl. er viðtal við Unni Sktíladóttur fiski- fræðing, undir fyrirsögninni: „Tel hana vera varhuga- verða”, en þar er verið að ræða við Unni um viðbót við rækju kvótann I Isafjarðar- djúpi. Um réttmæti viðbótar- innar ætla ég ekki að f jalla, en læt aðra um það. 1 framangreindri grein er hafteftir Unni: „Húnsagðiað sjómenn væru nú með breytt veiðarfæri, sem gæfi meiri afla, en þvi miður virtist sú aukning að mestu leyti vera smárækja.” 1 þessari máls- grein tel ég Unni vera að beina spjótum sinum að Netagerð Vestfjarða hf. á Isafirði og starfsmönnum hennar, sem hannað hafa og sett upp bróðurpartinn af þeim rækju- vörpum sem notaðar eru á rækjumiðum við landið. Ég get fullyrt að engin breyting sem brýtur i bága við reglu- gerð um möskvastærð á rækjuvörpum hefur verið gerð. Möskvastærð i allri vörpunni er töluvert stærri en reglur heimila. Þvi vil ég biðja Unni að svara eftirfarandi spurn- ingum á álika vettvangi og fullyrðing hennar birtist: 1) Hverju hefur verið breytt i vörpunum sem orsakar meiri smárækjuveiði? 2) Ef svo er, þá hvenær og hverjir hafa gert það? Ég óska eftir skirum svörum fljótlega. Isafirði 21. 04. 1982. Magni örvar Guðmundsson, netagerðarmaður. Lesin píslar- ■ 1 Timanum 8. aprll sl. er grein um föstudaginn langa. Þetta er átakanlegt harma- kvein yfir þvi að þurfa að lifa einn dag á ári án þess aö komast i bió eða sjoppu til að kaupa sér roþvatn. Þessi grein er merkileg heimild um tírræðaleysi og umkomuleysi þess glæsilega og gáfaða æskufólks sem lifir i þessari borg. Þegar skemmtanaiönaðurinn tekur séreinn frídag er lifið þungbær kvöl. Veitingastaðirnir og kvikmyndahtísin eru þeim nauðsyn. Þeim er fyrirmunað að geta verið með sjálfum sér eina dagstund og njóta þess. Þessi heimildarritgerð minnir mig á gamalt kvæði eftir ástsælasta skáld finnsku þjóðarinnar, Johan Ludvig Runeberg.Matthias Jochums- son þýddi þetta kvæði. Það er inngangskvæði að einhverjum frægasta kvæðabálki Rune- bergs, kvæðið um gamla Stál. Skáldið rif jar upp sttídentsár sin glöð og áhyggjulaus, þegar ungir menn vita ekki annað ólán en illa gróið skegg á vör. Þá lenti hann I nábýli við gamlan og snauðan uppgjafa- hermann og segir frá glettum sinum við hann. I þvi sam- bandi segir hann: En skemmt mér var að skoða og sjá hið skorpna staurkarlsletur, hans tröllasvip og treyju þá, er taldi hundrað vetur, hans arnarnef á hærðum haus, og horngleraugum spanga- laus. EnRuneberghafði frá fleiru að segja. En þar kom samt að svo til bar, mér svall og glaðværð leiddist, og þótti dauft, þvi vetur var og vera einn ég neyddist, mér brá svo mjög þvi mæðasú á mig ei striddi fyrr en nú. Runeberg hvarf að þvi ráði i einsemd sinni og leiðindum að lita i bók. Stí bók var hvorki stór né glæsileg. Hjá gylltum bókum hún lá i grárri kápu, þunn og smá. Þessi bók var um landvörn |Finna og htín hreif lesandann. Og tiöin leið sem flugi flutt, hve fannst mér ekki bókin stutt. Stúdentinum unga fannst að hann þyrfti að vita meira: Mér vöktust ótal vafamál, mér varð að finna gamla Stál. Þannig segir Runeberg frá. Þetta er greinargerð um það hvernig hann varð þess um- kominn að yrkja þau ljóð sem mestrar frægðar öfluöu honum. Það var lán hans að hann neyddist til að vera einn og leitaöi þá á náöir þessarar bókar. Það er stórkostlegt til aö hyggja hvers hann og þjóð hans heföi farið á mis ef svall og glaðværð og félagslif jafnaldranna hefði ekki brugðist og hann farið að lesa I bók til aö hafa af sér leiðindi. En jafnframt er þá þess að minnast að hann valdi þann kostinn sem dugði, las og talaði við öldunginn. Og eftir það þurfti hann ekki að kvarta um leiðindi. Hér ætti ekki að þurfa fleiri orð. En skyldum við mega vona að einhverjir ungir menn endist enn til að vera með sjálfum sér i einsemd þegar skemmtanaiðnaðurinn tekur sér hvild? H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.