Tíminn - 01.05.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.05.1982, Blaðsíða 2
Laugardagur 1. maí 1982 2 Ursula og Harry saman á ný ■ Nýleg mynd af Ingrid Bergman, þar sem hún nýtur góöa vorveöursins I London. „Grafið mig ekki fyrr en ■ Vióstödd afhendingu oskarsverðlaunanna her a dögunum var Ursula Andress og vakti ekki litla athygli. Bæði þotti hun afburða glæsilega klædd, i flegnum silkikjöl með svo fyrirferðar- miklu pilsi, að ef hún að- eins hreyfði sig, skrjáfaöi hatt i. Hitt vakti ekki minni athygli, að fylgdarsveinn Ursulu var barnsfaðir hennar, Harry Hamlin, orðromur hafði verið a kreiki um að þau væru skilin að skiptum. Undanfarna manuði hefur Ursula tiöum sest i fylgd með sjálfum Super mann, Christopher Reeve, og þotti augljóst að meira en litið náið samband var milli þeirra. Ursula var sögð hafa los- að sig við Harry, þegar hann reyndist tregur til að giftast henni, fannst svo ansi gott að ,,bua bara með." En nu virðist sem sagt hafa gengið saman með Ursulu og Harry aftur og gekk ekki hnífurinn a milli þeirra þarna um kvöldið. ■ Serstaka athygli vakti kjóll Ursulu, sökum þess hversu efnið hafði verið sparað i efri hlutann en bruðlað með það i þann neðri! Hann vill feta í fótspor föður síns Þekkið mynd- skreytir, maðurinn stjórnar tónlistar- flutn- ingnum dauð” ■ „Grafiö mig ekki fyrr en ég er dauö,” sagöi Ing- rid Bergman, á blaöa- mannafundi f London. Blaöiö Dailý Mirror sagöi frá þvf eftir „áreiöanleg- um heimildum”, aö Ingrid, sem nú er 67 ára, heföi veriö skorin upp f þriöja sinn viö krabba- meini, og væri nú dauö- veik. En þennan dag, sem fréttunum um aö Ingrid væri aö berjast viö dauö- ann, var hún aö njóta vor- bliöunnar í London. Ilún fór I búöir og sföan i göngutúr um borgina. Hún er sögö sár yfir þessum miklu skrifum um veikindi sin og si- felldu fréttum af aö hún sé á banabeöi, en sagöi nýlega sjálf viö blaða- menn: „Jú vissulega hef ég verið skorin upp viö krabbameini, — nú, úr einhverju verður fólk aö deyja. En þaö er ekki þar meö sagt, aö þaö veröi banamein mitt, — ég gæti alveg eins orðiö fyrir bil á morgun. Enginn óskar sér dauöa, en ég get ekki sagt aö ég beinlinis hræöist hann, — og þó — svona svipaö og þegar ég átti mitt fyrsta barn. Maöur óttast hiö óþekkta en vonar hiö besta. Nýjasta kvikmynd Ingrid Bergman er kvik- myndin um Goldu Meir, og var mikill hluti myndarinnar tekinn í tsrael, en Golda var þar forsætisráðherra, svo sem kunnugt er. Börn Goldu Meir höföu áhyggj- ur út af hvernig fariö yröi meö ævisögu móöur þeirra i myndinni en Ingrid haföi samband viö þau og fullvissaði þau um, aö I myndinni væri ekki neitt, sem skaðaði minningu móöur þeirra. Eftir þvi sem siöustu fregnir herma hefur myndin um Goldu Meir tekist mjög vel, og er leik Ingrid Bergman hrósaö til skýjanna. Mikill er máttur rokksins ■ Fræg er sagan af þvi, þegar þýskur smábær átti viö rottuplágu aö striöa og flautuleikari einn tók sig þá til og lokkaði rott- urnar á eftir sér út i ána Weser meö flautuleik sin- um, þar sem þær drukkn- uöu allar meö tölu. Sagan hefur löngum þótt tor- tryggileg og ekki laust viö að sumum hafi þótt hún eitthvað i ætt viö galdra- sögur. En nú nýlega átti sér staö svipað atvik i Englandi. Þar voru haldnir rokktónleikar i alræmdu músabæli i borginni Southport. Brá þá svo viö, þegar sem mest gekk á, aö mýsnar þoldu ekki viö og þustu út úr húsinu! Ekki hefur veriö skýrt frá þvi, hvort þær gengu I sjóinn, en svo mikiö er vist, aö þeirra hefur ekki oröiö vart siöan. ■ Paul Belmondo, 19 ára gamall sonur franska leikarans Jean-Paul Belmondo hefur talsvert verið i frettum að undan- förnu sökum vinskapar hans og Stepanie Monakoprinsessu. En Paul hugsar um fleira en Stephanie sina. Hann stefnir markvisst að þvi að leggja kvikmynda- heiminn að fotum sér.Hans áhugasvið er kvikmyndastjórn og hefur hann þegar fengið sitt fyrsta starf á þeim vettvangi, að visu aðeins sem aðstoðarleikstjóri. Flest börn frægra leikara sverja alger- lega fyrir það, að foreldrar þeirra hafi verið þeim innan handar við að koma undir sig fótunum i kvikmyndaheimin- um. En þar er Paul undantekning. Hann viðurkennir fúslega, að hann hafi fengið starfið fyrir milligöngu föður sins. — En, segir hann, hvaða mali skipir það. Aðalatriðið er að ég fæ tækifæri til að vinna að því, sem eg hef mestan áhuga a. Eg vil reyndar bæta því viö, að uppá- haldsleikarinn minn er enginn annar en pabbi! konu? ■ Það stöðvaðist ekki umferðin i London vegna þessarar konu, þar sem hun var á leið til vinnu sinnar meö uppá- haldshundinn sinn á handleggnum. Hér var þo engin önnur á ferð en sjálf Eliza- beth Taylor. Venjulega gerum við ráð fyrir þvi, að frægt folk fari ekki um an þess að þvi fylgi fritt föruneyti og ekki síst stórir og sterkir lífverðir, þvi viða leynast hætt- urnar. En kannski felst besta vörnin í því að vera sem minnst áberandi i umferð- inni, og og vist er um það, að enginn bar kennsl a leikkonuna þarna nema Ijós- myndarinn. ■ Filharmóniuhljóm- sveit Berlinar heldur há- tiölegt 100 ára afmæli sitt meö þvi aö gefa út hljóm- plöturöð, sem hlotiö hefur nafnið „Galerie”. Er útgáfunni þannig hagaö, aö fyrsta platan kom út i febrúar sl„ og siðan kemur út ein plata á mánuöi þar til þær eru orðnar 50 talsins. Stjórnandi hljómsveitar- innar er Herbert von Karajan. Það, sem mest þykir þó i frásögur færandi varðandi þessa hljóm- plötuútgáfu eru hljóm- plötuumslögin. Þa'u hefur Eliette von Karajan, eiginkona hljómsveitar- stjórans, myndskreytt og þykja þau frábæriega falleg. Eliette herfur lengi fengist við að mála i tómstundum sinum, en þrátt fyrir margs konar uppörvun frá vinum og vandamönnum hefur hún verið algerlega ótil- leiöanleg aö sýna myndir sinar opinberlega. — Fyrr myndi ég brenna myndirnar minar, var hún vön aö segja. En nú hefur hún sem sagt skipt um skoðun og prýöa myndir hennar, sem þykja bera sterkan svip af æskuslóðum frúar- innar I Suður-Frakklandi, hljómplötuumslögin, svo sem fyrr er sagt. ■ Hjónin Eliette og Her- bert von Karajan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.