Tíminn - 01.05.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.05.1982, Blaðsíða 10
Laugardagur 1. mal 1982 ■ Þau Gyða og Jóstcinn ásamt börnunum slnum fimm. Elstur er Kristján Georg og næstur Brynjólfur, sem báðir heita I höfuðið á öfum sinum. Eva cr að sjálfsögðu prinsessan á heimilinu og litlu bræournir heita Trausti (I fangi móður sinnar) og Tryggvi. Timamyndir Róbert. ■ „Jii, ég vinn einn fyrir fram- færslueyri fjölskyIdunnar, en hvort ég á þar meö að teljast „fyrirvinnan” geta veriö áhöld um. Þvl þótt vinnudagurinn hjá mér fariósjaldan upp i 16klukku- stundir þá vildi ég ekki skipta á starfi við konuna mlna. Ég hef tekið við heimilisstörfunum, m.a. I 10 daga meöan kona mln skrapp I ferðalag fyrir nokkrum mánuð- um — þegar tvlburarnir okkar voru 3ja mánaöa gamlir — og ég segi þér satt, að ég hef aldrei á ævinni veriö eins uppgefinn. Hafi ég nokkurntlma þurft á hvild og afslöppun að halda, þá var það þá”. Framanritað kom m.a. fram i viðtali við Jóstein Kristjánsson, sem ásamt konu sinni, Gyðu Brynjólfsdóttur eiga auk tvíbur- anna þrjú börn á aldrinum 4, 7 og 9 ára. Og það er gaman að skjóta þvi hér að, að þótt mörg okkar sem þetta lesum höfum alist upp i hópi fimm systkina og þaðan af stærri, þá eru timar nú svo breyttir að fjölskylda Jósteins og Gyðu er ein af innan við 50 fjöl- skyldum i Reykjavik sem er sjö manna eða stærri, samkvæmt opinberum skýrslum. En af framansögðu má kannski ráða að Jósteinn geti að nokkru sett sig inn i umræðu kvenna um tvöfalt vinnuálag? ,,Ég skil þær mæta vel. Það er mikil vinna að annast heimili og börn”. Gat ekki framfleytt fjöi- skyldunni af launum sjúkraliða Jósteinn hefur lengst af starfs- ævi sinnar unnið á Kleppsspitala, uns hann nú nýlega gerðist með- eigandi og tók við framkvæmda- stjórn á Bilaleigunni Vik. Var þetta tilviljun, eða haföir þú áhuga á hjúkrunarstörfum? — Raunar byrjaði ég sem unglingur að læra pipulagnir. En ég var bakveikur og þurfti þvi að hætta a.m.k. um tima. Nokkrir kunningjar minir unnu þá á Kleppsspitala og þótti mér starf þeirra áhugavert. Það varð úr að ég hóf þar störf ogvann siöanþari II ár, og lit á þau sem góöan skóla. Bæði tel ég alla hafa gott af þvi að kynnast, af eigin raun, vanda þeirra sem þangaö þurfa að leita og einnig hitt, að ég hef hvergi á vinnustað kynnst upp til hópa jafn góðum starfsmönnum og starfsanda. A þetta ekki siður við um stjórnendurna, sem eru með afbrigðum gott fólk. A þess- um árum unnust lika margir sigr- ar. Sá stærsti þó e.t.v. sá, að fólk er nú almennt farið að lita á geð- veiki sem hver önnur veikindi. Mér er engin launung á þvi að ég hætti störfum á Kleppsspitala með töluveröum söknuði. En ég sá mig til neyddan, þvi ég gat ekki framfleytt fjölskyldunni af launum minum sem sjúkraliði. Safnaði fyrir sólar- landaferðum með sjúkl- inga — Mér skilst að þú hafir mikið starfað að félagsmálum sjúkling- anna. 1 hverju fólust þau störf aðailega? — M.a. i þvi að hjálpa þeim að umgangast hverjir aðra, kenna þeim sumum að fólk getur skemmt sér án þess að þurfa til þess einhverja vimugjaia og fá aðratil að finna að lifið þarf ekki að vera bara vinna og svefn. Einnig skipulögðum við stuttar feröir bæði innan borgarinnar og utan og mikil vinna fór i að skipu- leggja skemmtikvöld innan spitalans. Þar sem rikiö tók ekki þátt i kostnaði af þessu, þurfti maöur sifellt að vera kvabbandi á hljómsveitum, skemmtikröftum og fleirum um að koma inn á Klepp og skemmta. Nánast undantekningarlaust var þessu vel tekið og vil ég nota þetta tæki- færi til aö koma á framfæri þakk- læti til þeirra mörgu sem lögðu þar af mörkum gott starf, án nokkurrar greiðslu. 1 gegnum þetta starf eignaðist ég lika marga góöa vini. — Einnig hefi ég heyrt að þú hafir verið upphafsmaður að ferðalögum með hópa af sjúkling- um á sólarstrendur Spánar? — Asamt forstöðukonunni, Þór- unni Pálsdóttur, skipulagöi ég slikar ferðir árlega siðustu 5 árin. 1 upphafi þótti þetta gifurleg bjartsýni. M.a. höfðu margir tak- markaða trú á, að okkur tækist að safna öllu þvi fé sem til þurfti. En eins og vitur maður sagði, „vilji er allt sem þarf”. Það tókst að fjármagna þetta að fullu, m.a. með bingóum, söfnun auglýsinga og ákaflega góðum undirtektum fjölmargra fyrirtækja sem við leituðum aðstoöar hjá. t fyrsta hópnum voru 45 sjúklingar, að stórum hluta lang- dvalarsjúklingar og margir svo- kallaðir „erfiðir sjúklingar”. En allt tókst þetta ákaflega vel og varla hægt að segja að nokkurt verulegt vandamál kæmi upp. Það allra besta var þó, að greini- legra framfara varð vart hjá ýmsum þessara sjúklinga, jafn- vel dæmi þess aö hægt var að út- skrifa fólk skömmu eftir heim- komuna. í fyrstu ferðunum var nánast um sjálfboðaliðastörf aö ræöa hjá starfsmönnunum sem aðeins fóru 6 meö hópnum. Þeir fengu ein- ungis greitt sitt fasta kaup, enga yfirvinnu eða dagpeninga, þótt vinna þyrfti nánast nótt og dag. í siðustu ferðunum — þegar þær voru farnar að sanna ágæti sitt — komu Itikisspilalarnir á móti okkur með þvi að greiða fargjald starfsmannanna og nokkra dag- peninga, upp i upphald þeirra ytra. — Þú hlýtur að kunna vel við þig i félagsstörfum þar sem mér skilst aö þú hafir einnig tekið mikinn þátt i félagsstörfum starfsmanna á Kleppsspitala? — Það byrjaði með þátttöku i kröfugerð út af launum. Upp úr þvi var ég kosinn i Starfsmanna- ráð Kleppsspitala og siðasta árið mitt þar var ég kosinn formaður Starfsmannaráðs rikisspital- anna. Það ráð kýs m.a. tvo full- trúa i Stjórnarnefnd rikisspital- anna, en sú nefnd tekur allar ákvarðanir um rekstur spital- anna. Annar þessara fulltrúa var þá dr. Tómas Helgason, sem við áttum mjög göð samskipti við. Hann tók verulega tillit til skoð- ana okkar i Starfsmannaráðinu, sem aftur varð til þess að við urð- um áhugasamari þegar við sáum aö vinna okkar bar árangur. Hver fjölskylda greiðir l. 400 kr. með Borgar- spitalanum — Hafa þessi störf aukið áhuga þinn á sjúkrahúsmálum al- mennt? Varst þú ekki einn af þeim áhugasömustu um aö rikið yfirtaki rekstur Borgarspitalans? — Mér finnst það alvarlegur hlutur að hver fjölskylda i Reykjavik þurfi, árlega.að greiða um 1.400 kr. að meðaltali, upp i rekstrartap Borgarspitalans, þótt aðeins um helmingur þeirra sjúklinga sem þar liggja séu borgarbúar. Ég sé ekki ástæðu til að Reykvikingar séu að greiða stórar upphæðir vegna þjónustu við alla landsbyggðina. Með þessu tel ég einnig að hægt verði aö samhæfa og skipuleggja betur heildarrekstur sjúkrahúsanna en nú er og spara með þvi stórfé, m. a. til tækjakaupa. Listinn sterkari svona — Nú erum viö eiginlega komin út i borgarmálin og þar með framboði þinu i borgarstjórn. Þá kemur m.a. upp i hugann „ferða- lag” þitt milli 2., 3. og að lokum 4. sætis á listanum? — Það var aldrei neitt vafamál að Gerður átti 2. sætiðen ég það 3. þar var aðeins um leiðinda mis- talningu að ræða. Menn hafa hins vegar sagt við mig, að ég hafi brugðist þeirra vonum með þvi að gefa eftir 3. sætið, talið það órétt- látt að ég færðist niður. En það vill nú oft vera svo þegar nýir menn koma inn, að menn una þvi misjafnlega. Ég hef litið komið nálægt borgarmálum áður og þvi ekki allir ánægðir með mig i 3. sætinu. Ég tók þá afstöðu að sterkara væri að hafa listann eins og hann er, með flokkinn heilan að baki, en að halda fast i 3. sætið og hætta þannig á að einhverjir sættu sig ekki við listann. Ég held að við framsóknarmenn megum vera stoltir af okkar lista, og spái þvi að við fáum fjóra menn i borgarstjórn. — Þú tekur þá litið mark á skoðanakönnun DB og V? — Éger einmitt bjartsýnni eftir , hana en áður. Gættu að þvi að [ 50% aðspurðra voru óákveðnir. ' Ég þykist vita að flestir kjósend- ur Sjálfstæðisflokksins hafi i mörg ár verið ákveðnir að kjósa hann, og að væntanlegir kjósend- ur Kvennaframboðs hafi all flest- ir tekið þá afstöðu nú þegar. — En hvaða álit hefur þú ann- ars á Kvennaframboði? — Mér leist vel á þessa hug- mynd i byrjun, og taldi fulla þörf á henni, fyrst og fremst sem að- vörun til flokkanna. Þeir hafa tekið þá aðvörun til greina. Fjöl- margar konur eru nú á listum allra flokkanna. Kvennaframboö kom þannig ýmsu góðu til leiðar, en virðist nú þvert á móti vinna að þvi að eyðileggja þann árang- ur sem náðst hefur. Þær konur sem komast inn af kvennalista munu fyrst og fremst fella aðrar konur. Ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur — Nýlega frétti ég m.a. af þér á fundi Útideildar. Er starf hennar e.t.v. eitt af þinum sérstöku áhugamálum? — Útideild hef ég bæði kynnst i gegnum starf mitt á Klepps- spitala og i stjórn Félags ungra framsóknarmanna, þar sem ég var formaður þegar núverandi borgarstjórnarmeirihluti tók við. Þegar hann ætlaði að fara að spara, var m.a. hugmyndin að leggja útideild niður, sem mér fannst nú að ráðast á garðinn þar sem hann var lægstur. Við i FUF böröumst mj ög gegn þessu o g það náðist fram, að útideild hélt áfram störfum. Ég hef starfað töluvert með þessu fólki, bæði vegna þess að starfsmenn Úti- deildar hafa margir unnið á Kleppsspitala og einnig vegna þess að þangað koma ósjaldan ungmenni sem áður hafa verið skjólstæðingar Útideildar. Sem betur fer er það aðeins litill hluti af unglingum sem á við alvarleg vandamál að glima, en þó of stór hópur til að reyna ekki að hjálpa honum. útideild vinnur fyrirbyggjandi starf, og eins og staðan er nú tel ég mikla þörf á að efla hana. Þaðer kannski dýrt að koma sliku starfi af stað, en ég álit að það skili sér margfalt i þjóðarbúið aftur. „Hallærisplan Sjálf- stæðisflokksins” — Hvað segir þú þá um Hall- ærisplanið? — Hallærisplan sjálfstæðis- manna? Við skulum ekki gleyma þvi að þegar Davið Oddsson var formaður Æskulýðsráðs var hið eina sem hann gerði fyrir ungu kynslóðina — sem nú er að fá at- kvæðisrétt i fyrsta sinn og hann er að biðla til um atkvæöi — að loka á þau dyrunum á Tónabæ, án þess að koma með neitt i staðinn. Eftir það var enginn staður fyrir unglingana nema Hallærisplanið. Ég hef mikinn áhuga á að reynt verði að útvega húsnæði til að koma megi upp diskóteki fyrir krakkana. Hef þar jafnvel i huga ákveðið hús nálægt miðbænum. Þá á ég ekki við að borgin myndi reka þennan stað, heldur þarf að vinna sem mest að þessu með unglingunum sjálfum — t.d. i gegnum allskyns hverfasamtök ■ „Við höfum alltaf haft gaman af að spila, fáum oft kunningja okkar I heimsókn og spilum þá jafnvel langt fram á nótt”, sögðu þau Gyða og Jósteinn, sem nýtur hér aðstoðar „pabbastelpunnar” Evu. Ólsen, ólsen er vinsælt spil hjá bræðrunum Kristjáni Georg og Brynjólfi, enda vann sá slðarnefndi I þetta sinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.