Tíminn - 05.05.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.05.1982, Blaðsíða 5
Frumvarp iðnaðarnefndar um kísilmálmverksmiðju í veigamiklum atriðum frábrugðið frumvarpi Hjörleifs: ENGAR FRAMKVÆMDIR NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALÞINGIS! ■ Iðnaðarneínd hefur samið lagafrumvarp um kisilverk- smiðju á Reyðarfirði, sem er frá- brugðið frumvarpi iðnaðarráð- herra, að þvi leyti aö stofnað verði hlutafélag um byggingu og rekstur verksmiðjunnar. Gerðir verði samstarfssamningar milli rikissjóðs, og annarra hluthafa og skal leggja slika samninga fyrir Alþingi til staðfestingar. Rikis- stjórninni er heimilt að leggja fram allt að 25 millj. kr. i hlutafé á árinu 1982og taka lán i þvi skyni Hér er sú höfuðbreyting gerð á, að stofna skal félag til undirbún- ings verksmiðjubyggingu en framkvæmdir verða ekki hafnar nema með samþykki Alþingis. Frumvarp iðnaðarráðherra gerði ráð fyrir 225 millj. kr. lánsheimild i hlutafé. Af þessu er sýnt að ekki verður hægt að hefja fram- kvæmdir fyrr en Alþingi kemur saman á ný i haust og tekur frekari ákvörðun i málinu. Gert er ráð fyrir að ekki minna en 51% af hlutafé félagsins skuli jafnan vera i eigu rikisins og stjórn þess skipuð fulltrúum rikisins að meirihluta. Aður en ráðist verður i fram- kvæmdir við verksmiðjuna og hlutafé félagsinsaukið skal stjórn félagsins gera eftirfarandi: Undirbúa frekari hönnun verk- smiðjunnar og leita tilboða i byggingu hennar og búnað. Gera itarlega áætlun um stofn- kostnað og reksturskostnað, svo og nákvæma íramkvæmda- og fjármögnunaráætlun og gera aðr- ar þær athuganir er máli skipta. Undirbúa samninga um orku- kaup, tækniaðstoö og sölu afurða verksmiðjunnar eftir þvi sem þurfa þykir. Stjórn félagsins skal gera skýrslu um starfsemi íélagsins og athuganir og skal sú skýrsla lögð fyrir næsta Alþingi. Samþykki Alþingi niðurstööur skýrslunnar er rikisstjórninni heimilt að leggja fram allt aö 200 millj. kr. i hlutafé til viðbótar. Sett eru inn ný ákvæöi um stjórn íélagsins og um greiðslu opinberra gjalda. Að öðru leyti eru tekin upp i nýja frumvarpið mörg ákvæði úr hinu íyrra. Mikill ágreiningur hefur verið um þetta mál meöal stuönings- manna rikisstjórnarinnar og eru hin nýju ákvæði aöallega runnin undan rifjum fulltrúa fram- sóknarmanna i iönaöarnefnd. Telja má fullvist að samstaða sé um frumvarpið innan iðnaðar- nefndar. Sjálfstæðismennirnir þar munu styðja að þaö verði lagt fram en sennilega meö þeim fyrirvara að rikið þurli ekki endi- lega að eiga meirihluta hlutabréf- anna. Þegar þetta var hripaö i gær var ekki búið að leggja frum- varpið fram, eöa samþykkja þaö endanlega i iðnaðarnefnd, en bú- ist var við að það kæmi fram i gærkvöldi. Þá á írumvarpið eftir a- lara hraðferð gegnum báðar deildir þingsins, hvort sem þvi lýkur i dag, miðvikudag, eða á morgun. Sennilega verður þetta siöasta mál þingsins og þvi verði slitiö er það hefur náð i'ram að ganga. Oó ■ Lokið er uppsetningu hreinsi- búnaðar við álverið í Straumsvik, en framkvæmdir hafa staðið i þrjú ár og er kostnaðurinn orðinn um 430 milljónir króna. Forsvarsmenn álversins, Ragnar Halldórsson, forstjóri, og Halldór Jónsson, stjórnarfor- maður, kynntu fulltrúum fjöl- miðla nýja hreinsibúnaðinn og eins nýjan tölvustýrðan búnað ál- versins. Það var árið 1977 að þáverandi iðnaðarráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen, gerði samkomulag við Alusuisse varðandi tima- setningu við að setja upp meng- unarvamir i Straumsvik. Eftir þeirri áætlun var siðan unnið, nema hvað ISAL fékk eins árs iengri frest til að ljúka uppsetn- ingu vegna óvæntra tæknivanda- mála, sem upp komu meðan á verkinu stóð. Starfsmaður við eitt keranna eftir breytinguna. Mengunarvarnirnar kost udu 430 milljónir króna Uppsetning hreinsibúnaðar Forráðamenn ISAL skýrðu blaðamönnum svo frá, að i mai 1979 hafi verið tekinn i notkun 1\ áfangi af átta áfóngum hreinsi- búnaðar i álveri ÍSAL i Straums- vik. Var hér um að ræða lokun kera, afsog, miðþjónustu og hreinsun á flúor og ryki frá 40 kerum, en alls voru kerin þá 280. Með hliðsjón af þeirri reynslu, sem af þessum kerum fékkst, var haldið áfram breytingum og upp- setningu hreinsibúnaðarins fyrir allt álverið. A árinu 1981 var lokið við allan kerskála 2 og byrjað á kerskála 1, en siðustu kerunum þar var lokað i byrjun marz sl. Hreinsikerfi þetta, sem kallast þurrhreinsun, skiptist i þrjá megin þætti: — lokun rafgreiningarkeranna og söfnun gasa — afsogskerfi fyrir kerreykinn og flutning — hreinsun flúors og ryks með súráli og pokasium. Auk þessa er ýmiss hjálpar- búnaður nauðsynlegur, svo sem loftþjöppustöðvar vegna auk- innar notkunar á þrýstilofti við tilkomu hreinsibúnaðarins, upp- setning véla til að hreinsa baðefni af brunnum skautum og til að mala þau til endurnýtingar o.fl. Breyta varðfestinguskautgaffla i forskautin frá þvi að fergja þá með kolamassa til að isteypa gafflana með bráðnu járni. Þá breyttist flutningur á súráli til keranna: 1 öðrum kerskál- anum er það flutt til keranna með brúarkrönum, en i hinum skál- anum var sett upp loftdæling, svokallað þéttflæði, sem er nýmæli. Að lokum varð að setja upp stýritölvu til að fylgjast með kerunum eftir að þeim var lokað. Utanþjónustu keranna var hætt og tekin upp tölvustýrð þrýsti- loftsdrifin punktþjónusta. Tölvan hefur einnig tekið við margvis- legu eftirliti með kerrekstrinum, sem áður var sinnt af starfs- mönnum. Markmiðin með tilkomu hreinsibúnaðarins eru tviþætt: Annars vegar að bæta vinnuað- stöðu starfsmanna i kerskál- unum, og hins vegar að draga Ur ytrimengun frá verksmiðjunni til samræmis við kröfur yfirvalda. Fíeykrörin 6 kflómetrar Það gefur nokkra hugmynd um stærð þessara framkvæmda, að samanlögð lengd allra reykrör- anna i hreinsunarkerfinu er um 6 kflómetrar. Þetta eru stálrör frá 40og upp i 300 cm i þvermál. Um tvær milljónir rúmmetra ker- reyks fara samtals um rörin á hverri klukkustund. Súrál hefur þann eiginleika að drekka i sig flúorvetni, sót og önnurþau efni.sem i kerreyknum eru. Við hreinsunina er þvi notuð svonefnd þurrhreinsun, en þá er súrálinu blandað i kerreykinn. Siðan er súrálið skilið frá með pokasium. A hverju ári verða notuð við hreinsunina um 100 þúsund tonn súráls, eða um tveir þriðju heildarnotkunar súráls. Siupokarnir eru um 12 cm i þver- mál, 17.280 talsins, og eru saman- lagt um 66 kilómetrar að lengd. Með hreinsibúnaðinum i Straumsvik vinnast aftur um 1100 tonn flúors á ári, auk 3000 tonna surálsryks. Hreinsaða loftinu er blásið Ut i andrUmsloftið um 4 stóra reykháfa. BUnaður þessi var boðinn út bæði innanlands og erlendis, og hafa fjölmörg fyrirtæki unnið við þetta verk, en öll uppsetning var unnin af islenskum aðilum. islenskur tölvubúnaður Ýmsar tækninýjungar, þar á meðal islenskar uppfinningar, komu fram við lausn og uppsetn- ingu á mengunarvörnunum. Við lokun keranna þurfti að gera þjónustu þeirra sjálfvirka. 1 þessu skyni var settur vélrænn búnaður, stýrður af tölvum. í þvi tilviki að stýritölvubúnaöurinn yrði óvirkur var nauðsynlegt að koma upp „staðstýringu” og minnka þannig truflanir á ker- rekstrinum við bilun i honum. Hér er um örtölvubúnað að ræða, sem hannaður og smiðaður var af islensku fyrirtæki, Raf gagna- tækni. „Kærum okkur ekki um að standa í kosningaslag með Alþýðubandalaginu” ■ „Ég ernánast viss um að sam- starfsmenn Alþýðubandalagsins i borgarstjórn hafa fyrst frétt af þessum fyrirhugaða fundi í Þjóð- viljanum i morgun”, sagði Hall- dór Þórðarson, einn forsvars- manna Samtaka ibúðareigenda við Gnoðarvog, um fundarboð Sigurjóns Péturssonar forseta borgarstjómar og Svavars Gests- sonar, félagsmálaráðherra, sem sagt var frá i Þjóðviljanum i gær. Á boðuðum fundi ætluðu þeir Svavar og Sigurjón að ræða áhrif þéttingu byggðar, samkvæmt samþykktu skipulagi á þróun skólamála, þjónustu og verslunar og annarra mikilvægra þátta fyrir ibúa Vogahverfis. „Við höfðum óskað fundar um þetta mál með borgaryfirvöldum, en kærum okkur ekki um að gera það að einhverju flokkspólitfsku þrasi, eða fara að standa i ein- hverjum kosningaslag með Al- þýðubandalaginu um málið,” sagði Halldór. ,,Það er lika merkilegt útaf fyrir sig, „hélt hann áfram,” að Þjóðviljinn virðist hafa frétt af þessum fyrir- hugaöa fundi áöur en okkur bár- ust boð um hann sem var rétt fyrir klukkan 21 á mánudags- kvöldið”, sagði Halldór. t bréfi sem Samtök ibúðareig- enda við Gnoðarvog sendu félags- málaráðherra og forseta borgar- stjórnar i gær segir m.a.: „Þvi miður getum við ekki gengið að boði yðar um fund i nafni Alþýðu- bandalagsins þar sem fjallað yrði um skipulagsmál Sogamýrar- svæðisins. Vegna þess að i okkar samtökum er fólk úr öllum stjórnmálaflokkum og þess vegna viljum við að á fundi um þessi mál njóti allar skoðanir sann- mælis.” —Sjó FESTIST I HELLI I G JÁBAKKAH RAUNI ■ Björgunarsveitarmenn Ur björgunarsveitinni Tryggva á Selfossi björguðu ungum Kópa- vogsbUa Ur hellinum Trinton i Gjábakkahrauni á mánudags- kvöldið. Þegar björgunarmenn- irnir komu til hjálpar hafði ungi maðurinn setið fastur i hellinum i rúmar sjö klukkustundir. Að sögn ólafs Ishólm Jónsson- ar, formanns björgunarsveitar- innar, fór ungi maðurinn ásamt tveimur félögum sinum austur á mánudag tilaðskoða hellinn sem er 10 til 15 metra djúpur. Tveir piltanna sigu niður i hellinn og þegar þeir ætluðu upp aftur komst annar þeirra ekki hvernig sem hann reyndi. Gripu piltarnir sem uppi voru þá til þess ráðs að ganga til byggða og sækja hjálp. Þeir komu að Þingvöllum og þaðan komust þeir i samband við björgunarsveitina. Björgunarsveitín var komin að hellinum um klukkan 23.30 og rétt um miðnættið var hún bUin að ná unga manninum upp. Var hann þá búinn að vera ofani hellinum frá kl. 17 siðdegis. Fjölhæfnivagninn er kominn með Ijósabúnaði. S.B. vagnar og kerrur, S.B. vagninn góður er, um fjölhæfni má velja. Hesta, kindur, heyið ber, fleira má upp telja. Mjög gott verð og greiðslukjör. Klængsseli - Sími 99-6367.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.