Tíminn - 05.05.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.05.1982, Blaðsíða 11
Miövikudagur 5. mai 1982 ÞEIR SPÁ.... íf I Magnús Siguröur Jón H. Askell Bjarni Ómar Jón 0. Páll Sigurdór Nú fer að styttast í ferðina á Wembley — tvær vikur eru eftir í úrslitakeppninni Gylfi Kristjánsson blaðamaður: „Þessi leikur er nú alls ekki öruggur. Ég ætla að spá Liver- pool sigri i þessum leik gegn Birmingham. Þó þykist ég nú vera nokkuð viss um að hann endi með jafntefli”. Magnús V. Pétursson knattspyrnudómari: „Brighton khikkaði hjá mér siðast svo ég hef nú ekki trú á þviað þeir breyti þar um. Ég tel lika að Ipswich sé liklegri sigur- vegari og spái þeim sigri”. Sigurður Ingólfsson hljóðmeistari: „Ég tel að Everton sé sterkari heldur en Wolves og spái þeim þvi sigri i þessum leik”. Jón Hermannsson prentari: „Manchester City vinnur þennan leik gegn Coventry. Manchester liðið er mun sterk- ari. Pottþéttur heimasigur”. Þorsteinn Bjarnason knattspyrnumaður: „Mitt lið er Arsenal og þó að þeir leiki á útivelli þá hef ég ekki trú á þvi að Middlesboro takist að sigra þá á sinum heimavelli”. Grétar Norðfjörð knattspyrnudómari: „Þetta verður jafn leikur. Swansea hefur dalað upp á siðkastið og ég hef trú á þvi að Nottingham Forest takist að fara með sigur af hólmi á heimavelli. Annars er voðalega erfitt að spá um þennan leik”. Áskell Þórisson blaðamaður: „Ég hef trú á þvi að Sout- hampton vinni þennan leik gegn Sunderland og markatalan verði 2-1. 011 mörkin munu verða skoruð I fyrri hálfleik”. Bjarni Óskarsson verslunarmaður: „Stoke þarf að taka sig virki- lega á ef þeir ætla ekki að falla og ég hef trú á þvi að þeim takist að sigra Notts County á heima- velli”. Ómar Ragnarsson fréttamaður: „Ég spái nú eins vitlaust eins og ég spáði rétt fyrr í vetur. Ætli ég spái ekki Tottenham sigri i þessum leik gegn Leeds”. Jón Oddsson knattspyrnumaður: „West Bromwich Albion er i fallhættu og ég spái þeim sigri gegn Aston Villa á sinum iheimavelli”. Páll Pálmason knattspyrnumaður: „Þó að United leiki á útivelli gegn West Ham þá er ég ekki i nokkrum vala að þeir vinna þann leik. Alveg pottþéttur sig- ur”. Sigurdór Sigurdórsson blaðamaður: „Guð minn almáttugur... — þetla er erliður leikur. Þegar maður veit ekkert um liöin þá er þrautarlending oft sú aö maður setur heimasigur á leikinn. Þaö ætla ég að gera nú og spái Rot- herham sigri”. röp-. I Steve Archibald lengst til hægri veröur I sviösljósinu er Tottenham mætir Leeds á laugardaginn. Nafn 34.leikvika Leikir Spá 1. Gylfi Kristjánsson blaðamaður (4) Birmingham — Liverpool 2 2. Magnús V. Pétursson knattspyrnud. (2) Brighton —-Ipswich 2 3. Sigurður Ingólfsson hljóöm. (1) Evcrton — Wolves 1 4. Jón Hermannsson prentari (3) Man. City — Coventry 1 5. Þorsteinn Bjarnason knattspyrnum. (3) Middlesboro — Arsenal 2 6. Grétar Noröfjörö knattspyrnud. (5) Nottingh. F. — Swansca 1 v 7. Askell Þórisson blaöamaöur (2) Soutbampton —- Sunderland 1 8. Bjarni óskarsson verslunarm. (2) Stoke— Notts. County 1 9. ómar Ragnarsson fréttamaður (2) Tottenham —Lecds 1 10. Jón Oddsson knattspyrnum. (4) W.B.A. —Aston Villa 1 11. Páll Pálmason knattspyrnum. (2) West Ham — Man. United 2 12. Sigurdór Sigurdórsson blaöamaöur (5) Rotherham — Blackburn 1 Hörku- keppni ■ Þeim Grétari Norðfjörð og Sigurdóri Sigurdórssyni sem höfðu forystu i siðustu viku tókst báðum að spá rétt til um leiki sina. Báðir hafa nú spáð rétt til um fimm leiki. Þeir Gylfi Kristjánsson og Jón Oddsson fylgja þeim fast á eftir, eru með fjóra leiki. Þor- steinn Bjarnason og Jón Her- mannsson hafa spáð þrivegis rétt og hafa enn möguleika þó litlir séu. Nú eru aðeins tveir leikir, eða umferðir eftir og keppnin fer harðnandi. röp-.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.