Tíminn - 16.05.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.05.1982, Blaðsíða 6
6 r i, „ Sunnudagur 16. mai 1982 ■ Það er rétt að taka það fram I upphafi að lýsingin hér að ofan er ekki yfirdrifin nema siður sé. Jafnvel Tryggva gamla óraði ekki fyrir slikri baráttu er hann upplifði og seinna reit um barátt- una um brauðið. Hans kynslóð þekkir heldur ekki máltækiö „see Stones, and die”. (Sjáið Rolling Stones og þá getið þið dáið drottni ykkar). Miðvikudagur kl.06.00 - 10.00: Norsku dagblöðin koma árla morguns á götuna og fólk les tið- indin i vinnunni, i skólanum, i strætisvagninum, i baði og i nokk- Beðið eftir andlegu fóðri: ■ Tæpum sólarhring áður en miðsasalan opnaöi voru þeir fyrstu komnir ofan i svefnpokana fyrir utan „Rafmagnaöa sirkusinn ir: Eiríkur St. Eiriksson Hrotið í takt við Stones Saga af tveggja nátta bióröð, „kúalöppum” og sænskum pylsusölum ■ Það hefði eins getað verið útsala i Kjörgarði eða Hagkaupum. Troðningurinn var gifurlegur og fólki lá við yfirliði. Sumir höfðu varla nudd- að stirurnar úr augunum og enn aðrir lágu sem dauðir i svefnpokunum. En múgurinn íét sig stirur og svefnpoka engu varða. Hver varð að bjarga sér sem best hann gat. Barátta upp á líf og dauða? Hver veit? Allir stefndu að einu marki og lög frumskóg- arins voru gengin í gildi. Hundrað ára biðraða- menning var fyrirbí og olnbogarnir voru látnir tala. Miðdepill athyglinnar var hátimbraður pytsuskúr sem jafnvel Asgeir Hannes, Hemmi Gunn og Auður systir hans Kobba hefðu ekki getað látiðsigdreyma um að kæmist kvartmil- una i Kapelluhrauni. Fjandakornið varla voru pylsurnar það gómsætar að menn legðu það á sig að biða I sólarhring eftir einni með öllu. Eða var gullrúsina i pylsuendanum? Nei, þetta snerist ekki um eina pylsu með öllu, nema túmat, sinnep, steiktum, hráum og gúmmú- laði, eins og viðskiptavinurinn hjá Guðna pulsu sagði um árið. Nei, það var barist um andlegt fóður. MIÐA A HLJÓMLEIKA ROLLING STONES í GAUTABOHG 19. JCNt 1982. urn veginn sálarlegu jafnvægi. Breytingarnar eru ótrúlegar. barna standa hinir langþráðu stafir loksins svart á hvitu og enginn af Stones-kynslóðinni er samur á eftir. „Forsala á hljóm- leika Rolling Stones — 6000 miöar seldir idag.”Orðin láta ekki mik- ið yfir sér, en þau gera það að verkum að ráðsettir fjölskyldu- feður rjúka úr vinnunni, námsfólk skrópar i skólunum, húsmæður flykkjast úr vesturbænum og eng- um kæmi á óvart þó að léleg mæt- ing væri á barnaheimilunum. Miðvikudagur kl. 10.30: Þeir fyrstu mæta fyrir utan „Rafmagnaða sirkusinn” i Osló og það er greinilegt að Stones ætla aö slá biðröðina hans Bruce Springsteen frá þvi i fyrra, kalda i hvelli. Breuðryðjendurnir eiga nú bara eftir að biða i tæpan sól- arhring eftir miðunum góðu. Miðvikudagur kl.20.30: Rúmlega hundrað manns eru mættir i röðina og sumir eru komnir langtað. Einstaka eru illa klæddir en flestir hafa með sér svefnpoka, vindsængur eða , dýn- ur, kaffibrúsa með hinu og þessu á, eða bara eitthvað undir rass- inn. Gamla fólkið staðnæmist og horfir á þessi „viðrini” og löggan er á næstu grösum. Ég gæti svar- ið aö ég heyrði gamlan karl segja að ekkert vantaði annað en gömlu skíðin, erhann sá þetta velútbúna liö. Fimmtudagur kl. 0.30: Um tvöhundruð manns hafast nú við á gangstéttinni og einhver, kannski þessi fulli i rauða jakkan- um og grænu buxunum, hefur fundið upp á þvi að telja „heims- byggðina”. Allir i rööinni, hvort sem þeir liggja eða eru upp á kant, fullir og ófullir hafa fengið númer. Númerin eru hripuð á ó- hrjálega snepla og eru .fyrirbæri þessinefnd „Kölapper” (biðraða- miðar), en okkur Islendingunum dettur náttúrulega ekkert annað i hug en að kalla þetta „kúalapp- ir”. Eiga lappir þessar að tryggja að brauðryöjendurnir fái miða á réttum tima og engin dusilmenni, sem ekki nenna að verma gang- stéttar á nóttunni, geti ruðst fram fyrir. Yfirvöldin hafa gengist inn á þetta fyrirkomulag, þannig að ekki ristir trúin á biðraðarmenn- ingunni djúpt. (Jt úr náttmyrkr- inu berast tónar úr alls kyns glymskröttum og vitaskuld eiga Stones mesta sökina á þeim dómadags hávaða. Nágrönnunum verður alla vegana ekki svefn- samt þessa nótt, þó að svefnpoka- liðið dotti og hrjóti i takt við tón- listina. Fimmtudagur kl.7.00: Hálft þúsund er nú i röðinni og allt er i lagi. Nokkrir strákar eru i „frissbi” og þeir sem eru siðast i röðinni reyna að telja kjarkinn hvor i aðra. Fimmtudagur kl.7.30: „Tunnan valt og úr henni allt...” Fina röðin sem fólk hafði verið að búa til i 20 klukkutima er brostin og nú er allt undir fótun- um komið. Troðið er á sofandi . svefnpokalýð en seinna kemur i ljós að best hefði verið ef valtari hefði verið settur á liðið. Allir hrinda sem best þeir geta og sum- ir reyna örugglega að bita. „Tvær pylsur með brauði”, öskrar mað- urinn frá Bergen sem stendur við hliöina á mér, en það þýðir á is- lensku að tvær pylsur eru settar i sama brauð og siðan verða lyst- hafendur að úða túmatsósu og sinnepi á sjálfir. Feiti kallinn frá Bergen er ekki einn um að reyna að vera fyndinn þvi að nú dynja glósurnar á aumingja pylsu- skúrnum þar sem miðarnir góðu eru. Fimmtudagur kl.8.00: Miðasalan hefst og sumir pissa á sig af hrifningu. En það eru ekki einu raunirnar. Kúalappirnar skriða nú ein af annarri upp úr pokunum og maður sem mælir á sænska tungu, tekur að þylja númer. Númer eitt, tvö og þrjú sá ég ekki og heldur ekki næstu hundrað, en mér er sagt og mér er ljúft að trúa þvi, að þeir hafi dansað. Brosið fyrst út i annað, siðan út i hitt og siðan brostið i hlátur. Þreifað á miðunum og sið- an vöknað um augun. Grátið og klappað miðunum góöu og staðið upp fyrir gömlu fólki i strætó og sporvögnum i heilan dag á eftir. Kannski verða þeir sloppnir út og búnir að jafna sig er hljómleika- dagurinn rennur upp. Fimmtudagur kl.8.30: „Etthundrakvjuttikvju” segir sænskurinn og glósunum rignir yfir manntötrið. Allir verstu svia- brandararnir eru tindír til og sumir eru það krassandi að buna af köldu vatni rennur niður bakið á Hafnfirðingnum sem stendur viö hliðina á mér. Hann getur greinilega ekki afborið hugsunina um mánudaginn. Mánudaginn, er þessir svivirðilegu brandarar op- inberast honum og hláturgusurn- ar.... Nóg um Hafnfirðinga, enda eru þeir hundraö sinnum betri en Sviar og Norðmenn til samans og I biðröðinni: Eirikur St. Eiriksson, Kjartan Guð- mundsson og 998 Norðmenn ósmitaðir af kúalappafárinu. Einn á eftir öðrum svifa menn og mannleysur upp að pylsu- skúrnum og múgurinn starir græðgislegum öfundaraugum á eftir. Pylsubrandarar fljúga og gott ef hinir nýbökuðu miðaéig- endur takast ekki lika á loft. Fimmtudagur kl.9.00: Vondu mennirnir i pylsuskúrn- ■ Kjartan Guðmundsson, Hafnfirðingur- inn knái, sýndi mikla þraut- seigju. Las námsbækur sér til hita I röðinni og loksins, loks- ins voru miö- arnir góðu hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.