Tíminn - 16.05.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 16.05.1982, Blaðsíða 17
16 17 ■ ,,Ef ég þekki þessa ferö rétt þá förum viö I heimsókn á Springer- blööin og þar segja menn okkur hve slæmt þeir hafi þaö fyrir austan miirinn, siöan förum viö I heimsókn á Radio Free Europa og þar segja menn okkur hve slæmt þeir hafi þaö fyrir austan márinn og þar á eftir veröum viö leidd eins og hundar i bandi um Austur-Berlín”. Þetta haföi einn af dönsku kollegum mfnum aö segja um fimm daga ferö hóps norrænna blaöamanna tilBerllnar á vegum Inter Nations sem er deild innan þýska menntamálaráöuneytisins og sér um kynningar á landinu. Þaö sem danskurinn sagöi reyndist ekki alveg i samræmi viö raunveruleikann þvi i staöinn fyrir aö fara á ofangreinda fjöl- miöla hittum viö nokkra af stjórnmálamönnum Vestur-Ber- lina r og þeir sögöu okkur allir hve slæmt menn heföu þaö fyrir vest- an múrinn... slöan vorum viö leidd eins oghundar Ibandi um A- Berlln. Berlin er um margt heillandi og einstök borg ekki hvaö slst vegna þess aö óviöa mætast austriö og vestriö á jafnótviræöan hátt og þar, á milli er aöeins einn ókllfanlegur múr, Berllnarmiír- inn en V-Berlin hefur oft veriö kölluö gluggi austursins til vesturs, gluggi sem margir hafa hug á aö stökkva I gegn um. Checkpoint Charlie Þekktasta mannvirki Berli'nar er vafalaust miírinn sem skiptir henni I tvennt en þessi múr var byggöur 1961 til aö stööva straum flóttamanna vestur um og eftir aö hann var risinn var V-Berlln ein- angruö borg mitt I óvinalandi kommúnismans en þaö ööru fremur leiddi til þess aö John heitinn Kennedy sagöi hin frægu oröer hann var þarna I heimsókn 1963 „Ich bin ein Berliner”. Berllnarbúar hafa löngum veriö þekktir fyrir húmor sinn og sumir brostu aö þessum oröum þvi Berliner þýöir einnig á máli inn- fæddra kleinuhringur meö sultu. ast þvl örlltiö hvernig hinn helmingurinn býr. Þekktasta hliöiö er Checkpoint Charlie og fór hópur okkar þar I gegn I nitu sem aö ööru leyti var full af bandariskum skólastelpum, en þær reyndust gera fremur daufan og óathyglisveröan túr nokkuö skemmtilegan Skvaldriö i þeim stoppaöi ekki allan tlmann og um leiö og viö fórum i gegnum Charlie var eins og þær væru aö fara inn I hiö brennheita helvíti... „Guö, stelpur sjáiöi manninn þarna I svarta leöurjakkanum, hann lltur út fyrir aö geta drepiö okkur allar”, galaöi ein... Onnur stalst til aö taka mynd I Austurhluta Charlie en þaö er bannaö meöan viö biöum eftir vegabréfaathuguninni sem tók rúman hálftima... „Ertu vitlaus Cindy vöröurinn þarna sá þig” sagöi vinkona hennar. og hún svaraöi: „Guö, stelpur veröum viö skotnar núna”. Stelpurnar reyndu slöan aö halda uppisamræöum um allt viö alla en þaö varö stundum enda- sleppt. Ein þeirra snéri sér aö einum Finnanum I hópnum: „Og hvaöan ert þú?” spuröi hún. „Frá Finnlandi” var svariö. „0, fyrirgeföu en ég tala ekki finnsku”... Sumir okkar hlógu aö þessum látum I skjátunum, aörir óskuöu þeim noröur og niöur. Austur-Berlin Aö aka frá Vestur-Berlln og inn I austurhlutann er eins og aö aka inn i annan heim mun grárri og llflausari og þaö fyrsta sem feröalangurinn rekur augun I eru fánarnir, fáni A-Þýskalands og rauöur fáni Sovétrikjanna sem hanga hliö viö hliö á ljósastaur- um, byggingum og raunar hvar sem þvl veröur viö komiö. Rútutúrinn var farinn um valda hluta A-Berli'nar, Unter den Linden Brandenborgarhliöiö, tröllaukiö striösminnismerki húsinu sitt hvoru megin viö múr- inn. Tveir af Sviunum fóru á eigin vegum inn i austurhlutann og komu þaöan ihálfgeröu „sjokki”. Þau fóru inn á krá eina og þar sat ma. fremur sóöalegur náungi viö mikla bjórdrykkju. Hann spurði þau hvort þau væru frá vestur- hlutanum eða útlendingar. Er hann fékk svariö tók hann aö syngja Horst Wessel sönginn meö mikilli raust. Viöbrögö annarra gesta voru aö Hta undan eöa ganga út, en sviarnir uröu mjög miöur sln. Eftir förina til A-Berlinar sát- um viö saman á veitingahúsi og ræddum muninná þessum tveim- ur borgarhlutum. Besta almenna skýringiná högum fólks kom frá Vinnie ö. Nielsen frá Danmörku. Hún sagöi aö síöast er hún var fyrir austan járntjaldiö hafi hún velt þessu fyrir sér og á leiö þaöan til Stokkhólms I flugvél hafi húnáttað sig á muninum, en hann væri sá aö fólkiö fyrir aust- an heföi aldrei kynnst neinum lúxus á svipaöan hátt og vestur- landabúar, þekkti ekki hugtakiö. Ty rk j av anda m álið Berlin er fjóröa stærsta tyrk- neska borgin I heiminum og allir þeir fulltrúar þingsins I V-Berlin sem viö ræddum viö komu á einn eða annan hátt inn á Tyrkja- vandamáliö sem nú er I borginni en henni ráöa nú Kristilegir demókratar CDU. Áðurfyrr voru þetta „velkomn- ir” gestaverkamenn á uppgangs- tlmum en nú I efnahagskreppunni eru þeir orðnir vandamál. Um þaö bil 250 þús. útlendingar búa nú í V-Berlin og er yfir helmingur þeirra Tyrkir en útíendingar eru nú um 12% af Ibúatölu borgarinn- arogefsama þróun heldur áfram og verið hefur veröa útlendingar yfir 16% af ibúatölu borgarinnar á nasstu 5-6 árum. Þetta hefur leitt til sköpunar „gettóa” í borginni og orðið til næstum óyfirstiganlegra vanda- mála, húsin þar eru i mikilli niöurniösln þýskir flytja þaöan I hrönnum og ef svo heldur sem horfir skapast sterk skil þama á milliangist.ótti, neikvæö afstaöa til þessa minnihlutahóps og félagslegáreitni og ef þessiþróun veröurekki stöövuö má búast viö hreinu striöi þarna á milli. Þetta kom ma. fram I máli L. Bauer fulltrúa hjá þeirri deild Berlinarþingsins sem fjallar um málefni útlendinga. Hann sagði ennfremur að I ný- legri skýrslu þessarar deildar til þingsins komi það sjónarmið fram að aukið hlutfall útlendinga I borginni sé þegar orðið það stórt aö þaö sé óbærilegt. Aöspuröur um lausn á þessum vanda sagöi Bauer aö ekkert gæti Sunnudagur 16. mai 1982 komiö f staöinn fyrir samruna þessara tveggja óliku hópa á jafnréttisgrundvelli sérstaklega barnanna. Hann var spurður um hvort þetta væri jafnmikiö vandamál ef þarna væri t.d. um aö ræöa hundruö þúsunda Belga eöa Hollendinga. „Þetta er nokkuö góö spuming. Þaö er mjög mikill munur á Tyrkjum og Þjóöverjum hvaö varöar menningu og trú. Tyrkir vilja helst vera út af fyrir sig enda venjur þeirra og siðir geró- likir þvi sem hér tiðkast. Belgar mundu ekki eiga viö sama vanda- mál aö strlöa vegna líkrar menn- ingar.” Onnur úrræöi til lausnar á þessum vanda voru aðallega aö hvetja til heimfarar þessa fólks til sins heimalands meö ýmsum ráöum en þaö hefur ekki gengiö velhingaö til vegna þéss aöfólkið telur sig sýnu verr sett I heima- landinu en I Þýskalandi og Berlln. Vandamálið er aö miklum hluta til komiö vegna hinnar sérstöku stöðu V-Berllnar en hún er alger- lega opin borg og þvi þarf ekki nein skilrlki til aö komast inn i hana. Otlendingarnir sem aöal- lega koma frá vanþróuöum rikj- um fljúga þvi fyrst til A-Berlínar, fá þar visakort þannig aö þeir geti labbað i gengum austurhlutann og inn i „himnarikið fyrir vest- an”.Margirhafa slöan atvinnu af Sunnudagur 16. mai 1982 mmmmammmmmi Fimm dagar í Berlín ■ Minningarkirkjan I Berlin. Minnismerki sem þetta um seinni heimsstyrjöldina má sjá viða I Berlin. ■ Þekktasti tengiliöur milli Vestur- og Austur Berllnar, Checkpoint Charlie. ■ Götumynd I Austur-Berlín þar sem þeir félagarnir Breshnef og Honecker brosa til vegfarenda. ■ Minnismerki um rússneska hermenn I Austur-Berlin. Undir hverjum reit hvlla 1000 hermenn. S . >r>a .SSíí :.!■■■■ lll ■ Múrinn. A milli hans og A-Ber- linar eru skriödrekagildrur, jarö- sprengjur, varöturnar og gadda- vírsflækjur og er nú taliö ómögu- legt aö komast þar 1 gegn. Eitt af „setnu” húsunum I Vestur-Berlln, en Ibúar þeirra skreyta þau oft á þennan hátt. Oft eru þessi „setnu” hús I ná- grenni Tyrkjahverfanna eöa I þeim og einn daginn fréttum viö af mótmælaaögeröum viö eitt slikt f Kreuzber hverfinu. Hlutihópsins fórá staöinnoger við komum þangaö var stór hópur fólks saman kominn fyrir utan gamalt hús sem nýlega haföi ver- iö „setiö”. Fólkiö hélt á kröfu- spjöldum, ræöur voru haldnar og slagorö hrópuö. A meöan á þessu stóð lét lögreglan sem var fjöl- menn, sjö stóra hvlta Benz blla aka hringinn I kringum húsasam- stæöuna meö blikkandi blá ljós og sirenur ... aö segja aö lögreglan hafi veriö áreitin er mildilega til oröa tekiö... og eftir smá stund brutust ólæti út. Áöur en maöur vissi af voru tugir hjálmklæddra lögreglumanna meö skildi og kylfur á haröahlaupum aö hópn- um, sem tvistraöist... sumir svör- uöu meö þvi aö kasta flestu laus- legu aö lögreglunni og brátt tóku táragassprengjur aö falla mitt á milli okkar... eftir þaö var erfitt aö sjá hvaö geröist en viö vorum dregin inn á næstu krá ef ein- ‘hverjum hjálpsömum þar sem viö gátum þurrkaö tárin úr aug- unum, fengiö okkur einn bjór og beöiö eftir aö upphlaupiö úti fyrir dvlnaöi. 1 viöræöum seinna viö frau Tohlwep eina af fulltrúum AL (Grænaflokksins) á þingi Berlin- ar, kom fram aö ofbeldi fer vax- andi á báöa bóga I mótmælaaö- geröum sem þessum og einkum hefur lögreglan beitt harðari og haröari aögeröum á siöustu árum og taldi hún aö fjöldi lögreglu- manna sem væri til staöar viö svona mótmæli virkaöi sem hvati til ofbeldisaögerða. A leiöinni heim sjáum viö hvar smáhópurmanna svona 30 manns stóð meö kröfuspjöld I grennd viö miöbæinn og hlustaði á ræöur en viö hliöina stóöu þri'r stórir lög- reglubilar og yfir tugur lögreglu- Bahnhof zoo Bahnhof zoo er ekki dýragaröur bænum auk feröamanna aö taka myndir... ég tók eftir einu miðaldra bandarisku pari sem var að vesenast þarna... „Gol-lý, Bertha hérna gerðist þetta allt”, sagði maðurinn... „Go-lý... og siðan smellur I myndavélinni eins og hriðskota- byssu en módelin skorti. Hertekin borg V-Berlin er enn hertekin borg og æðsta vald hennar er i höndum bandamanna, Bandarikjamanna, Breta og Frakka og á hverjum degi fer sveit rússneskra her- manna hring um borgina. „Viö vinnum nú að heimsókn Reagans hingaö til Berlinar ef svo fer að sú heimsókn veröi ein- hverntima gerö opinber, en hún er nú óopinbert leyndarmál”, sagöi Paul Modic blaðafuiltrúi bandarisku sendinefndarinnar i Berlin I viðtali viö Timann en bandariska sendinefndin (U.S. Mission) fer með málefni Berlin- ar fyrir hönd Bandarikjanna. Bretar og Frakkar hafa svipaðar nefndir I borginni. „Sambúðin viö Rússa hefur ávallt verið stirð en eftir fjór- veldasamkomulagið um borgina 1971 hefur aðeins liðkaö til i þeim efnum”. „Viö höfum samvinnu á mörg- um sviðum við Rússana eins og t.d. hvað varðar flugumferðina til og frá Berlin raunar má Luft- hansa ekki fljúga hingað heldur verða flugfélög bandamanna að annast þá þjónustu”. „Rússar kvarta við okkur yfir heimsóknum þýskra ráðamanna til borgarinnar, eru mun hræddari viö þær heimsóknir en nokkurn tima heimsóknir erlendra leið- toga og við kvörtum aftur á móti við þá yfir þvi að þeir hindra ut- varpssendingar okkar yfir um, raunar hafa útvarps og sjón- varpssendingar frá V-Þýskalandi leitttilþess að Austur-Þjóöverjar halda þaö ekki aö þeir séu sér á báti aöskildir frá Vestur-Þýska- landi”. Þráttfyrir ýmsa vankanta taldi Modic að sambúðin á milli þeirra ■ Fyrir frantan Bahnhof zoo ■ Ofarlega fyrir miöju á þessari stöðina. mynd má sjá toppinn af neöan- jaröarbyrgi Hitlers, bönkernum svokallaða. ••Guð stelpur verðum við skotnar núna” Viö múrinn má finna marga sérstaka útsýnisstaöi en einn vin- sælasti þeirra er viö Potsdamer Platz þvl þar er hægt að sjá topp- inn af neöanjaröarbyrgi Hitlers „Bönkernum” sem nú liggur I miöju „engra manna landi” á mörkum Vestur og Austur-Ber- llnar. Skömmu eftir aö múrinn var byggöur komust mennyfir hann á vissum stööum en nú er þaö taliö ómögulegt skriödrekavarnir, gaddavir, jarösprengjur og mannaðir varötumar eru um allt á „engra manna landi” og þar þrlfst ekkert nú nema einstaka / kanlnur. Nokkur hlið eru á múrnum og þar Igegn fara margar rútur dag- lega meö feröamenn og V-Ber- llnarbúa sem langar til aö kynn- Sovétmanna, einn bjór á ölstofu sem sérhæfir sig I þessum rútu- feröalögum og heimsókn á egypska safniö. Þaö getur verið mun athyglis- veröara aö fara á eigin vegum inn I A-Berlín sérstaklega ef maöur þekkir einhvern staö sem hleypir manni inn ab kvöldi til, en án þeirrar þekkingar veröur þetta hálf vonlaus ferö... auðar götur, engir leigubllar og þú getur lent i þvi aö ráfa um göturnar tlmunum saman án þessaöhitta á opnakrá eöa annan staö sem hægt er aö fara inn á og hvila fæturna. Ef þú ert óperuunnandi hinsvegar þá finnast þær þó nokkrar f báöum borgarhlutum og rlkir mikil sam- keppni þar á milli oft eru sýnd sömu verk hvort I slnu óperu- ■ Séö inii I A-Berlinarhluta Checkpoint Charlie en þar er bannað að taka myndir er maður fer I gegn. þvi aö ráðleggja þessu fólki ains og hvemig eigi að komast inn, hvaöa lögfræðinga eigi aö tala viö o.s.frv. en þessir menn eru oftast kallaöir þrælasalarnir og taka oft um 1000 mörk fyrir aö útvega fólkinu fölsk skilriki. Táragas 1 V-Berlín eru mótmælasam- komur svo til hvern einasta dag ársins en áhugi fólks fyrir þeim hefur dvinaö upp á slökastiö. Hér hefuraöallega veriö um ungt fólk aö ræða sem mótmælir húsnæöis- skortinum og hefur þetta fólk I mörgum tilvikum tekiö upp á þvi aö setjast að í gömlum ónotuöum húsum en þetta vandamál er raunar til I flestum stórborgum Evrópu um þessar mundir. Bahnhof zoo er ekki dýragaröur heldur járnbrautarstöö. heldur járnbrautarstöö og eftir útkomu bókarinnar um Christinu F. og gerö samnefndar myndar má segja aö stööin hafi breyst I nokkurs konar dýragarð, þvi þetta varð um tima einn af vin- sælustu feröamannastööunum i Berlin, allir vildu sjá slóðir Christinu F. Hinsvegar hættu eiturlyfjaþrælarnir aö nota þenn- anstabog hafa nú flutt sig yfir á PotsdamerStrasse. Raunar sagöi kunnugur mér að skipt væri um staö I borginni á svona þriggja mánaöa fresti þótt ekki kæmi til frægö eins og fylgdi I kjölfar bókarinnar. Brautarstöðin er ekki svipur hjá sjón miðað viö ljsingar bókarinnar, þar finnst nú litið annað en fólk á ferð til og frá mið- sem hafa yfirstjórn Berlinar á sinni könnu hefði verið nokkuö góðmiðaðviðallaraðstæður, þeir þyrftu ekki svo mikið að vera að vasast i þessu, Berlinarbúar sæju ágætlega um sig sjálfir. Eins og fram kom er von á þvi að Reagan Bandarikjaforseti heimsæki Berlin er hann fer i heimsókn til V-Þýskalands. Búast má við að mótmæli vegna þeirrar heimsóknar verði mikil og þá ekki bara i Berlin en þegar hafa verið skipulögö mikil mótmæli i Bonn vegna heimsóknarinnar. FrauTholwep sagði að mótmælin yröu friðsamleg en ef mið er tekið af þróuninni á þessu sviði i Þýskalandi á slöustu árum ætti að taka þau orð með nokkrum fyrir- vara. —FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.