Tíminn - 26.05.1982, Page 1

Tíminn - 26.05.1982, Page 1
íslendingaþættir fylgja blaðinu í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTT ABLAÐÍ Miövikudagur 26. maí 1982 117. tölublað — 66. árgangur M/b Jóhanna Magnúsdóttir brann og sökk á Medallandsbugt: ÖMURLEG LÍFSREYNSLA — segir Gísli Guðmundsson, skipstjóri Erlent yfirlit: ■ „Égvar nú ikoju þegar elds- ins varð vart. Stýrimaðurinn ræsti mig og sagði mér aö það væri kominn mikill reykur i vélarrúmið. Þá rauk ég náttúr- lega framúr og kikti niður og sá það var mikill eldur og reykur i kringum túrbinuna,” sagði Gisli Guðmundsson, skipstjóri á Jó- hönnu Magnúsdóttur RE 74 sem brann á Meöallandsbugt i fyrri- nótt og sökk siðan um klukkan 09.30 i gærmorgun. Það var aflaskipið Þórunn Sveinsdóttir frá Vestmannaeyjum sem bjargaði skipverjum Jóhönnu sem voru sex talsins. „Þegar ég sá hvernig komið var hafði ég samband við Vest- mannaeyjaradió. Þrátt fyrir að erfitt væri að athafna sig vegna reyks i stýrishúsinu tókst það. Þvi næst leið smástund og við sáum það að útilokað var að komast að eldinum og þá var ekkert annað en að gera gúm- bátana klára. Við fórum upp á stýrishús og hentum þeim út og létum þá liggja klára við siðuna um stund. En fljótlega sá ég að eldurinn ar orðinn svo mikill að það var vonlaust að halda þessu áfram svo ég sagði strákunum að koma sér i bátana. Það hefur sennilega veriö um miðnættið og við vorum i bátunum um klukkutima áður en Þórunn Sveinsdóttir kom okkur til bjargar,” sagði Gisli. — Svo fylgdust þið meö bátn- um brenna þar til hann sökk? „Jú. Og það var ömurleg lifs- reynsla að horfa á svona góðan bát eyðileggjast af eldi og sökkva. Báturinn var alveg sér- staklega góður og við höfðum gert mjög mikið fyrir hann.” — Hvernig var vistin i gúm- bátunum? „Það fór ágætlega um okkur i bátunum, nema hvað að ég var nokkuð illa klæddur. Þótt ekki hafi verið sérstaklega kalt þá var kaldaskitur og talsverður sjór,” sagði Gisli. — Sjó. Rýfur Thatcher þing? — bls. 7 fhættu bls. 2 ■ Mikill mannfjöldi safnaöist saman á bryggjunni i Vestmannaeyjum þegar Þórunn Sveinsdóttir kom inn meö skipbrotsmennina af Jó- hönnu Magnúsdóttur sem brann og sökk á Meöallandsbugt. A innfelldu myndinni er áhöfnin á Jóhönnu Magnúsdóttur. Mynd Guömundur Sigfússon. Hver fær fimmta manninn í borgarráði á næsta borgarstjórnarfundi? MIN NIH LUTAFLOKKARN- IR RÆÐA UM SAMSTARF 4 ■ „Það var haldinn fundur i dagmeð öllum borgarfulltrúum minnihlutaflokkanna í borgar- stjórn i dag. Ég var bundin vinnu og komst ekki á hann, en mér skilst að þar hafi hvorki verið lagðar linur á einn eða annan hátt, en hins vegar var talaö um að hittast aftur sem fyrst”, sagði Guðrún Jónsdóttir annar borgarfulltrúi Kvenna- framboðsins i samtali við Tim- ann i gær. Á þessum fundi ræddu borgarfulltrúar minni- hlutans hugsanlegt samstarf þessara aðila um kosningu full- trúa i nefndir. Á aukafundi borgarstjórnar nk. fimmtudag verður kjörinn borgarstjóri, forseti borgar- stjórnar, skrifarar og borgar- ráð. Af þessum embættum koma væntanlega tveir fulltrúar i borgarráöi i hlut minnihlutans. Alþýöubandalagið fær annan þeirra, en hins vegar er spurn- ingin sú hver fær fimmta mann- inn i borgarráöi, og hvort ein- hver samvinna geti orðiö á milli þessaraaðila um nefndarskipan aö öðru leyti. „Það er hvort tveggja til um- ræðu að allur minnihlutinn standi saman, eða þá einhver hluti hans. Það er ekki séð fyrir endann á þvi ennþá”, sagði Sigurður E. Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins i samtali við Timann i gær. 1 krafti sins meirihluta fær Sjálfstæðisflokkurinn að sjálf- sögðu meirihluta i öllum nefnd- um og ráöum borgarinnar. Al- þýðubandalagið fær einnig einn fulltrúa i öllum fimm- og sjö- manna nefndum. Þá eru eftir ýmist eitt eða tvö sæti, þannig að dæmið gengur ekki upp, þeg- ar þrir flokkar standa þar enn fyrir utan. — Kás. Súkku- laðiís — bls. 10 Cannes- hátíðin — bls. 23

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.