Tíminn - 09.06.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.06.1982, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1982 mmm =~ „ÆTU MER AÐ HÆTTA "=r**o“" FYRIR FULLT OG ALLF’ ■ „Ég gæti æft að nýju en ætla mér að hætta fyrir fullt og allt að æfa þetta sem keppnisíþrótt, það er hinsvegar alltaf hægt að leika sér“, sagði Hreinn Halldórsson íþróttamaður í samtali við Timann en hann liggur nú á bæklunar- deild Landsspítalans þar sem hann hefur gengist undir uppskurð vegna meiðsla i fæti. Hreinn er sem kunnugt er okkar fremsti kúluvarpari i dag og er þvi skarð fyrir skildi að svona skyldi fara. „Þessi meiðsli hafa verið smám saman að þróast. Ég fór til Bandaríkjanna i vetur til æfinga en gat ekki sinnt þeim sem skyldi vegna þessa. Hér er um að ræða brjósklos í fæti sem á sér stað er liðþófinn springur og í sjálfu sér er þétta ekki alvarlegt en ef ég held áfram eftir uppskurðinn þá er hætta á lömun.“ Hreinn dvaldist við æfingar hjá Alabama háskóla i Alabamafylki í Bandaríkjunum, en nú er liðinn rúmur mánuður siðan hann kom heim. Aðspurður um hvort enginn mögu- leiki væri á þvi að hann tæki upp keppnisiþróttir að nýju sagði Hreinn að honum litist ekki þannig á málin að hann mundi gera það í framtíðinni. „Það tekur mjög langan tima að koma ■ Hreinn Halldórsson kúluvarparí á bæklunardeild Landspitalans. Tinumynd Róberi sér i gott form aftur, hvað þá að ná á toppinn aftur'* sagði hann. „Andlega líður mér vel, ég hafði stefnt á það að hætta keppni í ár, en þá miðaði ég við að hætta eftir Evrópu- meistarakeppnina í Grikklandi en ekki á sjúkrahúsi.** Hreinn gat þess ennfremur að hann hefði átt við svipuð meiðsli að stríða áður, þá hefðu þau lagast af sjálfu sér og hélt hann að svo myndi verða einnig nú. Sérfræðingar úti hefðu talið framan af að hann mundi losna við þetta en undir lokin töldu þeir útilokað annað en að gangast undir uppskurð. _ pjjj ■ Á fundinum voru meðal annarra undirbúningsstjórn og verkefnisstjóm verksmiðjunnar, fjöldi sveitarstjómarmanna af Austurlandi, þingmenn og fleirí gestir. Kísilmálmvinnslan hf. stofnuð ■ „Nú emm við komin hér saman á stofnfund hins nýja fyrirtækis, sem gefið hefur veríð nafnið Kisilmálmvinnslan h.f.“, sagði iðnaðarráðherra Hjörleifur Guttormsson i ávarpi sinu á stofnfundi félagsins sem haldinn var i Félagsheimil- inu Félagslundi á Reyðarfirði s.l. föstudag, að viðstöddum fjölda gesta. Ráðherra sagði hlutafélagið stofnað með 25 millj. kr. stofnframlagi rikis- sjóðs. En áður en ráðist verður i byggingarframkvæmdir og hlutafé verð- ur aukið t allt að 225 millj. kr. þarf Alþingi að samþykkja niðurstöður af þeim undirbúningi sem fram fer á vegum stjórnar félagsins í sumar. Gert er ráð fyrir að afstaða Alþingis liggi fyrir ekki siðar en um næstu áramót. Að þeirri heimild fenginni er ætlunin að bjóða út hlutafé til annarra aðila, sem sagt er nýmæli í slikum rekstri. Minnsti hlutur í félaginu verður 10.000 kr. og síðan margfeldi þeirrar upphæðar. Stofnkostnaður verksmiðjunnar hef- ur verið áætlaður 750 millj. kr., m.v. verðlag 1. mars s.l. Gert er ráð fyrir að islenskir aðilar standi einir að fyrirtæk- inu. Rekstur þesser talinn skapa atvinnu fyrir 240 manns beint og óbeint, sem ráðherra sagði jafngilda um 30% af þeim mannafla sem spáð er að leiti á vinnumarkað um miðbik Austurlands til 1990. Fyrst i stað á verksmiðjan að fá raforku frá virkjunum i öðrum lands- hlutum eftir byggðalínum, uns Fljóts- dalsvirkjun kemst í gagnið, sem ráð- herra áætlar um 1990. Samið hefur verið um kaup á landi undir verksmiðjuna, kristfjárjörðunum: Sómastöðum, Sómastaðagerði og Fram- nesi. Samningar standa yfir við ábúend- ur um kaup á mannvirkjum þar. J.K./HEI RAJATABLA-leikhúsið frá Venezuela sýnir leikritið BOLIVAR í Þjóðleikhúsinu föstudaginn 11. júní kl. 20.00 laugardaginn 12. júní kl. 20.00 Miðasala í Gimli við Lækjargötu frá kl. 14.00 til kl. 19.30 i Sími: 29055.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.