Tíminn - 09.06.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 09.06.1982, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1982 á hestaslódum flokksstarf Lögin um aldur knapa standa •— og Sigurbjörn hættir vid að hætta ■ Tillaga Sigurðar Haraldssonar um að fresta gildistöku reglanna um lágmarksaldur knapa var felld i stjórn L.H. á föstudaginn var. Eins og rakið hefur verið hér í blaðinu áður hafa verið uppi deilur um réttmæti aldursmarkanna og gekk svo langt að eigendur nokkurra stökkhesta sem hafa verið sigursælir i kappreiðum, drógu þá út úr keppni, bæði á Hvitasunnukappreiðum Fáks og á kappreiðum Mána i Keflavík nú um helgina. Stefán Pálsson formaður L.H. sagði Timanum að á stjórnarfundi á föstudaginn var hefði það verið skilningur flestra að málið snerist um hvort stjórnin hefði heimild til að brcyta útaf fyrirmælum, sem ársþing hefur gefið henni. Skilningur flestra hefði verið sá að slik heimild væri ekki fyrir hendi og því féllu atkvæði þannig að einn greiddi tillögu Sigurðar um frestun atkvæði sitt, annar sat hjá cn hinir greiddu atkvæði á móti. Timinn hafði samband við Sigur- björn Bárðarson, og spurði hann hvort hestar þeir sem hann hefur til umráða muni ekki sjást á kappreið- um í sumar. Sigurbjörn hefur barist manna harðast gegn aldurstakmörk- unum og sumir töldu sig vita að hann mundi ekki láta hesta sina hlaupa á völlunum i sumar, nema hann fengi undanþágu. „Við verðum að taka þessu og við erum búnir að fá knapa, sem við erum að þjálfa. Það fer eftir þvi hvenær hann er tilbúinn, hvenær við tökum þátt i keppninni, ef til vill verður það hjá Hcrði um næsta helgi, kannski á Geysi um aðra helgi og i siðasta lagi á landsmótinu", sagði Sigurbjörn. -SV ■ Frá landsmótinu ■ Skúgarhólum 1978, efstu gæðingamir. Þekktirgæðingar á landsmóti ■ Úrtökukeppni gæðinga á nú að vera lokið hjá öllum félögum og eiga þau að vera búin að tilkynna hvaða gæðingar keppa fyrir þeirra hönd á landsmótinu. Langflestir gæðingar koma til leiks frá Fáki i Reykjavík, ellcfu talsins, en frá mörgum félög- um koma aðeins einn í hvorum flokki. Meðal þekktra hesta úr Reykja- vik, sem til keppninnar koma má nefna Glæsi, sem sigraði á fjórðungs- mótinu á Hellu i fyrra, Ljúf gamla, sem nú er orðinn 24. vetra og hefur marga hildi háð á völlunum um æfma, Fannar þann gamalþekkta vekring og fyrrum methafa í skeiði og að sjálfsögðu sigurvegarann á Fáksmótinu i ár, Fjölni. Til gamans má geta þess að Stefán Pálsson formaður LH. keppti á hesti sinum, Kveik, í úrtökunni hjá Gusti í Kópavogi, og varð efstur. Þar með er hann orðinn keppandi á landsmótinu. SV Jesús Kristur eða Sveinn á Saudárkróki Töluverð ólga er ' í ýmsum fullorðnum, sem bera unglinga- keppnina fyrir brjósti. Ástæðan er sú að landsmótsnefnd hefur ákveðið að keppendur í báðum unglinga- flokkuin samanlagt skuli vera jafn- margir og keppendur í öðrum flokki gæðinga. Gagnrýnendum þykir hlut- ur unglinganna þarna fyrir borð borinn. „Ég leyfi mér að halda aðJesúm Kristur hafi meira vit á hvernig eigi að umgangast börn, heldur en landsmótsnefndin, undir forystu Sveins á Sauðárkróki" sagði Guð- björg Þorvaldsdóttir í Keflavík, en hún hefur haft sig einna mest í frammi i baráttunni fyrir jafnrétti unglinganna við þ.á eldri og sendi landsmótsnefndinni svohljóðandi skeyti: „Leyfið börnunum að koma til min og bannið þeim það ekki, því slíkra er Guðsríki.“ Guðbjörg sagði í viðtali við Timann að sér þættu þau rök að ekki væri pláss fyrir fullt lið unglinga i dagskránni, alls ekki fullnægjandi og taldi að staðurinn væri ekki lands- mótshæfur ■ ef ekki væri hægt að hafa þar alla keppni, sem á landsmóti þarf að vera, og verið hefur áundanförn- um mótum. Hún sagðist ekki vera á móti þeirri tilraun til Evrópumóts, sem á að gera landsmótinu, en verði hún á kostnað unglinganna verði hún að vikja. Tíminn leitaði til skrifstofu lands- mótsins, þar sem Egill Bjarnason varð fyrir svörum. Hann sagði að þetta mál hefði verið ákveðið fyrir löngu, en i fréttaflutningi hefði brugðið fyrir misskilningi, sem hefði skapað viðbrögð frá litlum hópi manna. En Egiil upplýsti síðan að málið verði rætt á fundi fram- kvæmdanefndar i dag og vildi ekki segja neitt um hver niðurstaða þar yrði. SV Sigurjón Valdimarsson \ blaðamaður skrifar iT ORÐSENDING frá Vorhappdrætti Framsóknarflokksins Dregið verður i happdrættinu 16. þ.m. ogeruþeir, sem fengið hafa heimsenda miða vinsamlega beðnir að gera skil næstu daga. Drætti verður ekki frestað. Greiðslum má framvisa samkvæmt meðf. giróseðli i næsta pósthúsi eða peningastofnun. Einnig má senda greiðslu til Happdrættisskrifstofunnar, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Þar eru einnig lausamiðar til sölu. Vorferð Félags Framsóknarkvenna í Reykjavík Hin árlega vorferð Félags Framsóknarkvenna í Reykjavík verður farin laugardaginn 12. júni n.k. Lagt verður af stað frá Rauðarárstíg 18 kl. 14.00 og ekið að Klaustrinu í Hafnarfirði og það skoðað. Á heimleiðinni verður stansað og drukkið kaffi. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til flokksskrifstofunnar Rauðarárstíg 18, simi: 24480. Stjórnin. Hverfisteinar Rafdrifnir hverfisteinar 220 volt. Steinninn snýst 120 snúninga á min. i báð- ar áttir. Verð kr. 1346.- m. söluskatti. Sendum hvert á land sem er. IVPTPRA-OG VCIAMÓnUSTAn Smiðjuvegi 54, Kópavogi Sími 7-7740 ^orvaldur Guöjónsson Söólasmíðameistari Hrtavertuvegur8 Rvík Sími 84058 HNAKKAR Kvikmyndir Eldríbekkingar (Seniors) THAT Spcnnandi ný amcrlsk mynd um unglinga scm lenda í alls konar klandri við lögreglu og neningja. Aðalhlutvcrk: Pulríck Wayne, Prisdlla Barnes, Anthony James Bönnuð innan 12 ára Sýnd U. 5, 7, 9, 11 Allt í lagi vinur (Halleluja Amigo) Scrstaklcga skemmtilcg og spcnnandi vcstcrn grinmynd mcð Trinity bolanum Bud Spencer scm cr i cssinu sinu i þcssari mynd. Aðalhlutverk: Bud Spencer, Jack Palance Sýnd kl. 5, 7, 9 Fram í sviðsljósið (Being There) (4. mánflður) Grinmynd i algjörum sérflokki. Myndin er talin vera sú albesta sem Peter Sellers lék i, enda fékk hún tvenn óskarsverðlaun og var útnefnd fyrir 6 Golden Globe Awards. Sellers fer á kostum. Aöalhlutv.: Peter Sellers, Shirley MacLane, Melvin Douglas. Jack Warden. tslenskur texti. Leikstjóri: Hal Ashby. Sýnd kl. í) IThe Exterminator | [ (GEREYOANDINN) The Exterminator cr framleidd I af Mark Buntzman og skrifuft og I stjórnaftaf James Cilckenhaus og I fjallar unt ofbeldi i undirheimum I New York. Byrjunaratriftift er I eitthvaö þaft tilkomumesta staft-l gengilsatrifti sem gert hefur ver-1 ift. Myndin er tekin I Dolby sterio og I sýnd i 4 rása Star-scope Aftalhlutverk: Christopher George Samantha Eggar Hobert Ginty tsl. texti. Sýnd ki. 11 Bönnuð innan 16 ára Texas Detour ELDRIBEKKINGAR Stúdcntarnir vilja ckki útskrifast úr skólanum vilja ckki fara út í hringiðu lifsins og ncnna ckki að vinna hcldur stofna félagsskap scm ncfnist Kyn- fræðsla og hin frjákskólastúlka. Aðalhlutverk: Priscilla Barncs, JefTrcy Byron, Gary ImhofT Sýnd kl. 5, 7, 9, 11 Moröhelgi (Death Weekend) baö er ekkert grin aö lenda i klón- um á þeim Don Stroud og félög- um, en þaö fá þau Brenda Vacc- aro og Chuck Shamata aö finna | íyrir. Spennumynd i sérflokki. Aftalhlutverk: Don Stroud, Brenda Vaccaro, Chuck Sha- | mala. Hichard Ayres lsl. texti. Bönnuft innan 16 ára Sýnd kl. 5, 7 og 11.20

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.