Tíminn - 09.06.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.06.1982, Blaðsíða 3
fréttir Margra ára reynsla tryggir gæðin. Mestselda sláttuþyrlan í áraraðir. Fullkomin varahlutaþjónusta. uma!lf ^ SAMBANDSINS um aill lana Armula 3 Reykiavik S 38 900 BÆNDUR PZ. SLÁTTUPYRLURNAR KOM N AR 2 STÆRÐIR VINNSLUBREIDD 135og165sm ■ Þótt setningarathöfn Listahátiðar hafi farist fyrir á laugardaginn létu þessar brosmildu og fallegu stúlkur sig ekki muna um að sýna islenskan klæðnað og skartgripi á Lækjartorgi. Tímamynd: Ari Kjarasamningavidrædur sveitar- félaga fluttar til Reykjavikur? STÓRT SROR AFTUR Á BAK ■ „Það væri stórt spor aftur á bak og varhugavert fordæmi að færa samnings- gerð i kjaramálum bæjarstarfsmanna, frá einstökum sveitarstjórnum til sam- eiginlegrar samninganefndar sveita- stjórnanna í Reykjavik eins og Samband isl. sveitarfélaga áformar nú,“ sagði Albert Kristinsson, nýkjörinn 1. vara- forseti BSRB í samtali við Timann i gær. „Ef af þessari breytingu verður þá hefur það í för með sér stórfellda skerðingu á samningsrétti okkar, og samningsaðstöðu. Einnig ber að lita á það, að þetta er ekki aðeins hættulegt fordæmi i kjaramálum, heldur einnig i málefnum landshluta og héraða,“ sagði Albert. - Sjó. ■ Borgarráð samþykkti á fundi sinum i gær að hafna skaðabótakröfu frá sex arkitektum sem áttu tillögu i samkeppni um skipulag íþrótta- og útivistarsvæðis i suður-Mjódd i Breiðholti sem visað var frá vegna formgalla. Var formgallinn i þvi fólginn að tillöguhöfundar skiluðu inn sex teikningum með tillögu sinni í stað ijögurra eins og tekið er fram i keppnislýsingu. Visaði dómnefnd tillög- unni þvi frá. „Eigi verður annað séð, en þetta mat dómnefndarinnar sé rétt og að hún hafi þetta úrskurðarvald", segir i umsögn borgarlögmanns, sem lögð var til grundvallar þegar borgarráð tók ákvörðun sína. Skaðabótakrafa . arkitektanna sex hljóðar upp á 67 þús. kr. auk vaxta og kostnaðar, en hins vegar voru fyrstu verðlaun í samkeppninni 65 þús. kr. í umsögn borgarlögmanns um þetta segir m.a.: „Ef krafa lögmannsins yrði H.lgln M.U. aprll lin ,1. 161'jbl.a - 44. árg. Arkltoktar helmta skaöabaetur vegna þess aö tlllösu þelrra um sklpulas Iþrótta- ogútlvlstarsvæöls var vlsað frá vegna formsalla: SKAÐABÓTAKRAFAN HÆRRI EN UPPHÆÐ 1. VERDLAUNA „Eins og þetU Ittur ðt (ré okkur. þá er lekin þerna inðgg ékvöröun um sö benda Uliög unni út, én þess sö UU é hsna I vtöars tsmhengl Samkvcmt Mboöslýflngu heföi ekki étl sö samþykkt væri samkeppnisaðilumopnuð leið til þess framvegis að skila inn formgöliuðum tillögum, en krefja siðan bóta, er næmu jafnvel hærri upphæðum en veitt eru verðlaunatillögum. Aðili, sem þátt tekur í slíkri samkeppni, verður að bera sjálfur þann kostnað, sem leiðir af þátttöku hans ef tillaga vinnur ekki til verðlauna. Þá kröfu verður að gera til þátttökuaðila, að þeir kynni sér vel samkeppnis- skilmála og viki ekki frá skýrum ákvæð- um þeirra og jafnvel án þess að senda þá fyrst inn fyrirspurn til dómnefndar um túlkun á slíkum ákvæðum. Aðili, sem víkur frá samkeppnisreglum með þeim hætti sem hér var gert, verður því sjálfur að bera þann kostnað, sem hann kann að hafa lagt í rétt sem aðrir aðilar, sem ekki vinna til verðlauna.". - Kás Frétt Timans um skaðabótakröfu arkitektanna ÁSTANDIÐ BATN- AÐ í „HEYLEYSIS- HREPPUNUM” ■ „Við þorðum ekki annað en taka 10 tonn af heyi til miðlunar ef á þyrfti að halda“, sagði Kjartan bóntli og oddviti Unaösdal i Snæfjallahreppi er rætt var við hann um heyflutningana frá Hvammstanga i Inndjúp s.l. föstudag. „En ég veit ekki hvort það þarf að nota það, því veðrið hefur nú batnað snögglega, siðan að samið var um þessi kaup“. Ekki kvað Kjartan að menn hefðu almennt verið orðnir heylausir. Sennilega dygði það fram undir mánaða- mótin. „En maður veit nú ekki hvort þá verður kominn kúahagi að gagni", sagði Lögbanns- mál Kjartan. Hann sagði uin 60 kýr á 3 bæjum í hreppnum. Hann sagði þetta óvenju harðan vetur, sem kom eftir slæma grassprettu siðasta sumar og heyfengur þar af leiðandi með minna móti. Veturinn settist síðan mjög snemma að, i byrjun september þannig að gjafatími búpen- ings er orðinn mjög langur. En hagi taki þó fljótt við sér nú þegar tiðin hefur batnað. - Þið eigið þá eiginlega orðið inni að fá nú gott sumar? „Já, ég held að við eigum það orðið inni hjá Guði að fá gott sumar“, sagði Kjartan sposkur. - HEI Haukdal tekið fyrir ídag ■ Lögbannsmál Eggerts Haukdal á hendur séra Páli Pálssyni verður tekið fyrir hjá sýslumanni Rangárvallasýslu i dag, og i framhaldi af þvi hjá Markúsi Sigurbjörnssyni, fulltrúa Borgarfógeta, sem hefur verið skipaður setudómari í málinu. Að þvi loknu má fljótlega búast við úrskurði í málinu. Eggert hefur krafist lögbanns við afnotum séra Páls Pálssonar, af túnum sem tilheyra Bergþórshvoii I, því hann telur sig hafa túnin á leigu. Samkvæmt heimildum Tímans, þá sagði Páll Pálsson upp þessum leigusamningi á siðasta ári, og nýtir því túnin sjálfur nú. - AB BORGARRAD HAFNAR SKABA- BÚTAKRÖFU ARKITEKTANNA — sem áttu tillöguna sem dæmd var úr leik vegna formgalla f samkeppninni um skipulag íþróttasvæðis í suður-Mjódd

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.