Tíminn - 09.06.1982, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1982
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurósson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason.
Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Ðrynjólfsson
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Rltstjórnarfulltriii:
Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar-Tlmans:
lllugi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur
Stefánsdóttlr, Egill Helgason, Frlörik Indriöason, Heiöur Helgadóttir, Jónas
Guðmundsson, Kristinn Hallgrlmsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Örn Pétursson
(Iþróttir), Sigurjón Valdlmarsson, Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti
Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson, Elin
Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefénsdóttlr. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin
Þorbjarnardóttir, Marla Anna Þorsteinsdóttir.
Ritstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: Siöumúla 15, Reykjavlk. Simi: 86300.
Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392.
Verð I lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Áskrlft á mánuði: kr. 110.00. — Setning:
Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf.
Dökkt ástand
í gjaldeyrismálum
■ Viðtalið við Steingrím Hermannsson sjávarútvegs-
ráðherra,sem birtist hér í blaðinu í gær, hefur vakið
mikla athygli. í viðtalinu dregur Steingrímur upp
glögglega þá dökku mynd, sem nú blasir við í
efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. Hann gerir
hvorki að fegra hana eða dekkja.
Þessi raunverulega mynd af efnahagsástandinu er
vissulega allt annað en álitleg. Það er ljóst af henni,
að nú er ekki aðstaða til að auka eyðsluna, heldur
verður að draga úr henni á mörgum sviðum.
Allar líkur benda nú til, að þjóðartekjur dragist
saman um 2-3 af hundraði á þessu ári. Þetta hlýtur að
koma jafnt við einstaklinga og þjóðarbúið, en
meginmáli skiptir að það gerist réttlátlega.
Alveg sérstaklega mun þessi samdráttur hafa áhrif
á gjaldeyrismálin. Eins og fram kemur hjá Steingrími
Hermannssyni í viðtalinu, mun þetta að líkindum rýra
gjaldeyristekjurnar um 15 af hundraði.
Það gerist svo á sama tíma og þessi samdráttur blasir
við, að eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri magnast
stórlega. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur
gjaldeyrisstaða bankanna versnað um 679 milljónir
króna. Ekkert virðist þó draga úr eftirspurninni. Ef
þannig heldur áfram, blasir við eins konar gjaldþrot,
sem hafa mun ófyrirsjáanleg vandræði og höft í för
með sér.
Viðskiptaráðherra hefur þegar gert ráðstafanir til
að draga úr gjaldeyrisútstreyminu, t.d. hert reglur
langtímanefndar. Neitað hefur verið mörgum um-
sóknum um vinnuvélar og fleira af því tagi, sem nóg
er til af í landinu.
Ein afleiðing þessa mikla gjaldeyrisútstreymis er sú,
að fé hefur verið tekið úr bönkum í vaxandi mæli, en
lítið hefur verið lagt inn í þá.
Bankarnir eru komnir í um 500 milljóna króna skuld
við Seðlabankann. Þeir hafa orðið að herða mjög allar
útlánareglur sínar. Þetta hefur ekki hvað sízt bitnað
á atvinnuvegunum. Mörg atvinnufyrirtæki þola þetta
ekki, enda lítil sveigja, þegar afli dregst saman svo
sem raun ber vitni.
Steingrímur Hermannsson segir orðrétt um horfurn-
ar í peninga- og gjaldeyrismálum:
„Ég tel að þetta ástand í peninga-og gjaldeyrismál-
um sé e.t.v. það alvarlegasta, sem að þjóðinni snýr í
dag. Með svona mikilli ásókn í gjaldeyri, langt
umfram það sem aflast, erum við að éta upp forðann.
Enginn vafi er á að á þessu þarf að taka og það án
tafar.”
Þetta er vissulega staðreynd.
Við þær miklu erlendu skuldir, sem stofnað hefur
verið til vegna ýmissa nauðsynlegra og arðgefandi
framkvæmda, má ekki bæta stórfelldum eyðsluskuld-
um. Það væri hreinn voði, sem ætti eftir að reynast
þjóðinni þungbær í framtíðinni. Þ.Þ.
á vettvangi dagsins
Gleymd „auka
búgrein”?
eftir Bjarna Guðmundsson, Hvanneyri
■ Það telst ekki mjög frumlegt þessa
mánuðina að leggja orð í belg um
landbúnaðarmál. Höfundur vill þó láta
undan löngun sinni að gera það, þótt
ekki væri af öðru en því að kominn er
góður ilmur úr jörðu, og framundan sá
timi, sem eitt sinn var nefndur
bjargræðistimi. En nú er sú sérkennilega
staða komin upp, að liklega skiptir ekki
megin máli, hversu ára muni; hvort það
verður grasár eða ekki, eða hvort nýting
heyja verður betri eða verri. Við
framleiðum nefnilega nóg af helstu
búvörum, og i sumum greinum er
framleiðslan miklu meiri en nóg.
Framundan er óhjákvæmilegur sam-
dráttur, t.d. i sauðfjárrækt, eigi dilka-
kjötið ekki að fylla öll hús, eins og
óskagrautur i gömlu ævintýri.
Eðlilega ræða menn mjög hvernig við
skuli brugðist, því allir sjá, að röskun
hefðbundinnar búvöruframleiðslu getur
á viðkvæmum svæðum jafngilt röskun
byggðar. Lausnir eru fáar í augsýn, þótt
á margt hafi verið bent.
Annmarkar aukabúgreinanna
Aukabúgreinarnar svonefndu eru oft
dregnar inn i umræðu um lausn á vanda
landbúnaðarins. Á það hefur verið bent,
t.d. í grein í aprilhefti búnaðarblaðsins
Freys eftir Magnús B. Jónsson, skóla-
stjóra á Hvanneyri, að nýjar búgreinar
eru ekki eins nálæg lausn og oft er látið
vaka i veðri. Það tekur tíma að vinna
þeim fastan sess. Hitt er lika dálitið
áhyggjuefni, að aukabúgreinarnar munu
ekki verða til þess að styrkja hinn
almenna bónda svo neinu nemi. Þær
verða þeim að mestum notum, sem
styrkir stóðu fyrir og sem núverandi
kreppuástand hefur litil áhrif á. Um
þetta mætti skrafa góða stund.
Það er álit skrifarans, að þótt sjálfsagt
sé að leita allra leiða til þess að styrkja
búsetu til sveita, felist hvað mestir
möguleikarnir til viðnáms innan land-
búnaðarins enn sem fyrr í hinum
hefðbundna búskap við ær og kýr. Til
dæmis má benda á, að í þessum
búgreinum eru framleiðslutæki fyrir
hendi, auk starfsþekkingar og reynslu.
Kostnað og fyrirhöfn vegna nýbúgreina
verður þvi að vega á móti þeim kostnaði,
sem fylgja myndi úrbótum i hinum
hefðbundnu greinum landbúnaðarins.
Þröngur markaöur
Nú er það ljóst, að um teljandi
útflutning mjólkurafurða og dilkakjöts
verður ekki að ræða um fyrirsjáanlcga
framtíð. Byggja verður á innlenda
markaðinum einum, sem þýðir það að
seljanlegt magn þessara afurða er
bundin stærð. Heildartekjum bænda í
þessum greinum eru þannig settar
ákveðnar skorður. Auki einn fram-
leiðslu sina, verður það því á kostnað
nágrannans. Reglum um framleiðslu-
stjórn er ætlað að koma i veg fyrir
bræðravíg af þessu tagi. Möguleikum
bænda til þess að auka tekjur sinar felast
þvi nær eingöngu i hagræðing eigin
búreksturs. Er þá komið að tilefni þess,
að skrifarinn stakk niður penna.
Síðustu áratugina hefur verið samfelld
sókn í málefnum landbúnaðarins. Bænd-
ur hafa glaðst yfir hverri kú, sem bættist
í fjósið, hverri tvílembu, sem stækkaði
hjörð þá, er rann á fjall, og horft með
velþóknun á árlegan túnauka. Það er
þvi ekki laust við, að nú verði vart
nokkurrar deyfu í sóknarhug bænda:
mörgum þykir, - að ýmsu leyti af
eðlilegum ástæðum - sem nú sé bara að
Nóbelsverðlaun
í læknisf ræði
eftir Einar Frey
■ Ahugi visindamanna fyrir
mannsheilanum og starfsemi
hans hefur aukizt mikið seinustu
árin. Margar nýjar uppgötvanir
hafa verið geröar, — uppgötvanir
sem geta haft bæði læknisfræði-
legt gildi og almennt gildi. Upp-
götvanir þessara hafa einnig sett
imyndunarafliö á fulla ferð bæði
til gagns og gamans. Það er þvi
ekkert þvi til fyrirstöðu að spauga
dálitiö með þessa hluti.
Auðvitað ber að taka allar nýj-
ungar með varúð og ekki trúa á
þær i blindni. Umgangast skal
nýjungar eins og nýja frétt, með
rannsakandi hugarfari. Lita skal
hlutlaust á nýjungar og án oftrúar
eða með heilbrigðri tortryggni.
Ef þær reynast vel þá er það gott,
en ef þær reynast rangar eða
hættulegar, ber vissulega að forð-
ast þær eða vara við þeim.
En hvernig er heilinn notaður
aö áliti visindamanna? Menn
ljúga af hræðslu: menn ljúga af
öfund og afbrýðisemi. Menn
reyna að viöhalda lyginni ef þeir
álita sig hafa af þvi persónulegan
hagnaö.
Að trúa öllu sem maður heyrir
en hefur ekki reynslu fyrir sjálf-
ur, er gömul og ný heimska sem
margir lifa við allt sitt lif og fram
á grafarbakka. Margir hafa lif-
aðalltsittlif við allskyns lygar og
blekkingar. Slikt veldur kyrr-
stöðu og oft afturförum, svo öm-
urlegt sem það getur verið fyrir
þá sem eftir lifa.
En til er sálfræðileg aðferð til
aö sporna upp lygina. Og ný sann-
indi þýða vanalega nýjar fram-
farir.
Visindamenn hafa einnig sagt
sem svo, að mannsheilinn sé lif-
færi, ætlað manninum til að yfir-
lifa ekkert siður en t.d. vigtennur
ljónsins. Heilinn tekur þátt i
þeirri lifsbaráttu, að éta eöa
verða étinn.
Enviö berjumstekki aðeinstil
að yfirlifa, — fólk sættir sig ekki
við hverskonar yfirlifnað sem,
veraskal. Ekki myndu t.d. ibúar i
löndum Norður-Atlantshafsins
þola það að stórfyrirtæki heims-
ins geri Norður-Atlantshafið að
einu allsherjar klóaki eða sorp-
haug. Kröfur þarf að gera til lifs-
skilyrða.
E n hvaö sem þessu liður þá er
það nú staðreynd, að mannsheil-
inn er yfirleitt mjög illa notaður
þrátt fyrir hið mikla notagilid
hans til velferðar og sköpunar.
F'ólk notar heilann sem sagt allt
of litið.
Nú er ekki hægt að meta nota-
gildi heilans á sama hátt og þegar
vanaleg vöðvaorka er metin, —
þessvegna er hætt þvi, að alls-
kyns misskilningur læðist inn i
myndina um starfsemi heilans.
Auk þess er hin almenna fram-
setning visindamannanna og
orðalag ekki sérlega vel unnið.
Þessvegna verður hver og einn að
skila þessar nýjungar á sinn eig-
inn hátt.
Sagt er,að tilséu „vinstri-heila-
fólk” og „hægriheilafólk” Að nota
mikið „vinstri-heilann” er að sjá
fyrst og fremst það sérstaka eða
einstaka. Að nota „hægri-heil-
ann” er að gera sér grein fyrir
heildarmyndinni.
Allar slikar hugmyndir um
„sérstakt” eða „einstakt” og um
„heildarmynd” eru kunnar frá
hinni almennu sálfræði.
Kapitalisti hugsar til dæmis ab-
strakt, hann tilheyrir þvi hinum
svokölluðu „vinstri-heilamönn-
um”. Hann sér ekki heildina eða
heildarmyndina, — heldur það
einstaka eða sérstaka. Hann ein-
blinir á peningagróðann. En
hversumikið af heila sinum notar
einn venjulegur kapitalisti...?
En vandinn fer að aukast þegar
einnig Einstein er sagður vera
vinstri-heilamaður. En hversu
mikið hefur hann notað af heila
sinum?
Það er ekki hægt að fullyrða
það, að vegna þess að Einstein
var „vinstri-heilamaður” að þá
hljóti allir venjulegir kapitalistar
að vera snillingar vegna þess að
þeir eru ,vinstri-heilamenn” eins
og Einstein.
Hér kemur sem sagt vanda-
málið um „stærð” heilans inn i
myndina. Þetta er alls ekki létt
verkefni.
Málið verður enn flóknara þeg-
ar þvi er haldið fram að t.d. Beet-
hoven hafi verið „hægri-heila-
maður”. Hér er semsagt um að
ræða einskonar „heimspeki-
kerfi”.
En hvað skal segja um „stærð”
heilans? Það mætti kannski at-
huga þab lauslega. Nákvæmar
skýringar fást ekki.
Þegar kraftlyftingamaður lyft-
ir þungum hlut sem vegur t.d. 600
kiló, þá notar hann ef til vill 100%
af sinum vöbvakraft. En þegar