Tíminn - 09.06.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 09.06.1982, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1982 23 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornid w , J ■ Victoria (Helen Mierren) í þungum þönkum í „Löngum föstudegi“. IRA-menn taka til hendinni LANGUR FÖSTUDAGUR (Long Good Friday). Sýningarstaöur: Regnboginn. Leikstjóri: John MacKenzie. Aöalhlutverk: Bob Hoskins (Harold Shand), Helen Mirren (Victoria), Dave King (Porky), Derek Thompson (Jeff), Eddie Constantine (Charlie). Handrit: Barrie Keeffc. Myndataka: Phil Meheux. Framleiðandi: Barry Hanson fyrir Calendar Productions og Black Lion Films, dreift af Handmade Films, 1979. ■ Bandarikjamenn hafa yfirleitt veriö öðrum fremri i gerö sakamála- mynda, en meö þessari mynd John MacKenzie er Ijóst að breskir kvikmyndagerðarmenn gefa sumir hverjir Bandaríkjamönnum þar ekk- ert eftir. „Langur föstudagur" - sem reynd- ar var sýnd i Háskólabiói á liðnum vetri, en þá ekki um hana fjallað í Kvikmyndahorninu, og er nú eins og fleiri myndir úr Háskólabiói, komin til framhaldssýninga í Regnboganum - fjallar um undirheimalífið i London, þar sem glæpaforingjar hafa skipt borginni á milli sin svipað og gerist i ýmsum bandariskum borgum. Stærstur þeirra allra er Harold Shand, sem er ieikinn alveg frábærlega af Bob Hoskins. Shand er m.a. kóngur spilavitanna i London, auk ýmissrar annarrar glæpastarf- semi þar í borg. Þegar myndin hefst er Shand að búa sig undir að taka á móti sendimönnum frá bandarísku mafi- unni, þar á meðal Charlie, en þeim hefur hann gert tilboð um að fjárfesta i uppbyggingu spilavita i London. Lögð er áhersla á að friður hafi verið á milli glæpaforingjanna i borginni í tíu ár, vegna þess að þeir sömdu um eins konar hverfaskipt- ingu eftir langvinn átök, en daginn sem Charlie kemur i heimsókn verður allt vitlaust: ýmsar eigur Shands, svo sem Rolls, sem flutti móður hans til kirkju, og veitinga- staður springa i loft upp, og sumir manna Shands eru drepnir. Hann veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið, en bregst samt við af hörku gegn öllum þeim, sem hugsanlega gætu staðið á bak við aðgerðir þessar. Söguþráðurinn skal ekki rakinn frekar hér, en rétt er þó að segja frá þvi, að á daginn kom, að hér hafði skrattinn hitt ömmu sina, þar sem Shand hafði óafvitandi lent upp á kant við IRA-menn í London. Og þarf vist vart að spyrja að leikslokum i þeirri viðureign. Kvikmyndin er mjög skemmtilega byggð upp. Upphafsatriðin vekja strax forvitni og spennu, sem helst allt til loka. Jafnframt er veitt nokkur innsýn i starfsemi glæpahringa i London og þá spillingu sem henni tengist og nær jafnt inn i raðir lögreglunnar sem stjórnvalda í borg- inni. Bob Hoskins tekst að gera Shand að eftirminnilegum en ógnvekjandi persónuleika, og Helen Mirren fer einnig vel með hlutverk sitt sem eiginkona glæpaforingjans. Sem sagt: fagmannlega gerð og spennandi sakamálamynd. - ESJ. Elías Snæland Jónsson, skrifar ★★ Langur föstudagur o Sekureðasaklaus ★ Forsetaránið ★ Með hnúum og hnefum ★★★ Ránið á týndu örkinni o Gereyðandinn ★★ Lögreglustöðin í Bronx ★★★ Fram í sviðsljósið ★ Konan sem hljóp Stjörnugjöf Tímans ★ ★ * ★ frábær ■ * + t mjög góð • ★ ★ góð • ★ sæmileg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.