Tíminn - 17.06.1982, Blaðsíða 1
Hátíðahöldin í dag 17. júní — Bls. 10-11
TRAUST OG
FJÖLBREYTT
FRÉTT ABLAÐ!
Fimmtudagur 17. júní 1982
135. tölublað - 66. árg.
Síðumúla 15-Pósthólf370Reykjavík-Ritstjórn86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86392
NÆR 190 KILO AF MARI-
HUANA SEND T1L ÍSLANDS
— markaðsverðid um 20 milljónir króna
—- ekki tekist að upplýsa hverjir eru eigendur eiturlyfjanna
■ Rúmlega eitt hundrað áttatiu og
niu kíló af marihuana að verðmæti um
20 miOjónir króna á islenskum fíkni-
efnamarkaði, eru nú i vörslu lögregl-
unnar í Reykjavík. Ekki er vitað hver
er cigandi efnisins. Hins vegar er vitað
að efnið var sent frá Jamaica, tO New
York. Þar fannst það i lok aprfl og kom
þá i Ijós að sendingin var merkt
ákveðnu fyrirtæki á íslandi. Sneru
yfirvöld i Bandaríkjunum sér þá tfl
íslenskra yfirvalda og lögðu tfl að
sendingin yrði látin fara hingað tfl
lands eftir venjulegum leiðum. FéUust
lögregluyfirvöld hér á landi á það, i
von um að málið yrði upplýst.
Sendingin kom svo hingað með
Flugleiðavél frá New York þann 5.
mai s.l. Fjórir umferðarlögreglumenn
úr Reykjavik voru sendir á vettvang
til að fylgjast með sendingunni. Var
henni fyrst komiö i vörugeymslu á
Keflavíkurflugvelli, en samdægurs var
hún send til Reykjavíkur og sett i
vörugeymslu Flugleiða viðBíldshöfða.
Þar kom í ljós að henni fylgdi
svonefndur AIRWAY BILL sem
farmskjal. Kom þar fram að sending-
unni var lýst sem varahlutum í skip frá
nafngreindu fyrirtæki i Jamaica. Farm-
gjald hafði verið greitt alla leið frá
Jamaica um New York til íslands.
Rannsóknaraðilar í Bandarikjunum
gátu ekki veitt upplýsingar um hvort
liklegt væri að fikniefnunum væri
ætlað að fara á markað hérlendis. Þeir
töldu líklegra að fsland væri viðkomu-
■ Það kom fram á blaðamannafundinum sem haldinn var á lögreglustöðinni i gær
að vel er hugsanlegt að fíkniefnin hafi fengist á mjög lágu verði á Jamaica. Bjarki
Eliasson, yfirlögregluþjónn sýnir blaðamönnum fíkniefnin.
staður og þess yrði freistað að koma
efnunum áfram til óþekkts áfangastað-
ar.
Þó var ekki talið útilokað, að
einhver freistaði þess að fá sendinguna
afhenta hér með því að framvisa
tilskildum pappírum. Einnig var talið
hugsanlegt að reynt yrði að koma
efnunum i skip til flutnings með
svokölluðum transitvarningi.
Siðdegis sama dag og sendingin kom
■ Á islenskum fiknicfnamarkaði var
verðmætið sem þessir kassar innihéldu
um 20 milljónir króna (tveir milljarðar
gamlir).
hingað til lands var ákveðið að flytja
kassana úr vörugeymslunni og á
lögreglustöðina i Reykjavik. Um
kvöldið voru kassarnir opnaðir og
fikniefnin tekin úr þeim og komið fyrir
í öruggri vörslu á aðallögreglustöðinni
í Reykjavík. Kassarnir voru siðan
fluttir aftur í vörugeymsluna.
Lögreglan hefur haft nánar gætur á
fyrirtækinu sem sendingin var stiluð á.
Ekkert hefur komið í Ijós sem bendir
til að það sé viðriðið þetta mál.
Á blaðamannafundi sem sakadóm-
ur i ávana- og fikniefnum, lögreglu-
stjórinn i Reykjavik og tollgæslustjóri
efndu til i gær kom fram m.a. að mjög
náið samstarf var meðal þessara
þriggja embætta við rannsókn þessa
máls. Voru þau öll sammála um það,
að affarasælast yrði að fylgjast með
sendingunni úr fjarlægð þegar hún
kom til landsins. Var þvi talið óráðlegt
að láta rannsóknarlögreglumenn
vakta sendinguna, vegna hugsanlegrar
eftirtektar sem þeir kynnu að vekja
hjá öðrum sem ætluðu sér að ná
sendingunni.
Einnig kom fram að haft var
samstarf við Interpol og bandarisku
rannsóknarstofnunina DEA í þessu
máli. Allir rannsóknaraðilar vildu fá
lengri tima til að vinna þetta mál i
kyrrþey. „Með einkcnnilegri frétt i
einu dagblaðanna i morgun var
höggvið á rannsóknarhnútinn í miðj-
um klíðum," sagði Ásgeir Friðjóns-
son, sakadómari i ávana- og fikniefn-
um á fundinum í gær.
Þess má geta að verðmæti þessarar
fíkniefnasendingar jafngildir tveimur
skuttogurum af fullkomnustu gerð,
yfir hundrað sæmilegum nýjum bilum
og tuttugu til þrjátiu ibúðum. -Sjó
ASÍ UAÐI MALS A
SKERTUM VERÐBÓTUM
■ „Það hefur kannski einhverjum
dottið í hug að fuUt eins gott væri að
semja sjálfur um vísitöluskerðingu,
þannig að menn viti nákvæmlega að
hverju þeir ganga, heldur en að láta
blekkja sig með einhverjum talnaleik
um kjarabætur og eiga síðan á hættu
einhverjar óvissar ráðstafanir stjóm-
valda, sem kannski yrðu ennþá
stórfeUdari. Þvi það em jú almenn
sannindi að enginn fær raunvemlegar
kjarabætur við núgUdandi aðstæður“,
sagði einn af samninganefndarmönn-
um ASI i samtaU við Tímann í gær.
Sú hugmynd mun hafa verið viðmð
af ASÍ-mönnum að VSÍ fallist á ekki
minni prósentuhækkanir en felast i
samningi byggingarmanna á móti
skertri vísitölu, sem þá um leið næði
kauphækkuninni af byggingarmönn-
um. Eðlilega þykir ASf mönnum súrt
að sætta sig við minna en þeir og vitað
er að torvelt verður að fá VSf til að
fallast á svo miklar hækkanir og munu
þeir þvi hugsa þetta sem mótleik.
Tillaga um frestun verkfalla var sem
kunnugt er lögð fram af sáttanefnd, en
samkvæmt góðum heimildum munu
rætur hennar liggja i röðum þeirra
ASÍ-manna, cnda samþykktu þeir
hana skjótt.
En farið var að kvisast að ýmiss
hinna tiltölulega fáu félaga úti á landi
sem boðað höfðu verkfall 18. júni
væru að guggna á framkvæmdinni auk
þeirra bresta sem farnir voru að
myndast i samstöðuna innan VR. VSÍ
og VMSS samþykktu frestun með þvi
skilyrði að hún gilti a.m.k. til 2. júlí
Spurður um útlit samningamálanna
nú og verkfallsfrestun svaraði Þor-
steinn Pálsson: „Menn urðu sammála
um að reyna að finna einhverjar leiðir
til lausnar og þær eru menn að skoða.
Um frestun verkfalla verður þú að
spyrja hina. Það var ekki samkvæmt
ósk frá okkur.
Um sömu atriði sagði Björn Þór-
hallsson: „Ég held að þetta sé komið
í svona eðlilegan vinnufarveg, og
treysti að það sé ekkert fals í því.
Þegar menn fundu inn á það hugarfar
sýndist okkur það mikið i húfi, að við
tókum þá áhættu að fallast á tillögu
sáttanefndar um frestun verkfall-
anna“. -HEI
Erlent yfirlit
Englandi
- bls. 7