Tíminn - 17.06.1982, Qupperneq 3

Tíminn - 17.06.1982, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 17. JUNI1982 fréttir íslendingar þátttakendur í viðamiklum hvalarannsóknum f sumar: HVALUR HF. STENDUR UNDIR KOSTNAÐINUM Til Súdans á vegum Rauða krossins ■ Jón H. Hólm kaupmaður í Reykjavík, er á leið til Súdan þar sem hann mun starfa á vegum Rauða Kross íslands næstu þrjá mánuði. Meginverkefni Jóns verður að sjá tvennum flóttamannabúðum í Austur Súdan og læknaliði i bænum Kassala fyrir lyfjum og hjúkrunargögnum. Ráðningatíma Jóns Hólm likur 1. september. J>á er fyrirhugað að annar íslendingur leysi Jón af hólmi og starfi í Súdan fram að áramótum. ■ Bresk leiguflugvél og hafrannsókna- skipið Árni Friðriksson verða á næstu vikum upptekin við verkefni á vegum Alþjóða hvalveiðiráðsins, Norðmahna og íslendinga. Verkefnið er talning og merking hvala hér við land og allt austur undir Grænland. Hvalur h.f. greiðir að mestu eða öllu leyti hlut tslendinga i þessu verkefni. Að sögn Jóhanns Sigurjónssonar hjá Hafrannsóknarstofnun hefur Hvalur h.f. sýnt verkefnum af þessu tagi mjög mikinn skilning á undanförnum árum og lánað skip sín til þeirra, fullmönnuð, ef svo ber undir. Jóhann vildi ekki áætla hve stór hlutur Hvals yrði i kostnaðin- um, en taldi að 20.000 ensk pund væri ekki of hátt áætlað. Leiðangur Árna Friðrikssonar hefst 20. júni og stendur til 20. júlí. Fyrri tvær vikurnar verður skipið vestur af landinu við talningu og merkingu stórhvala, en síðan fer hann norður fyrir land að sinna hrefnunni. Bresk flugvél hefur verið leigð í 100 flugtíma til að telja á fjarlægari slóðum. Jóhann Sigurjónsson er á förum i næstu viku til að sitja fundi vísinda- nefndarinnar á vegum Alþjóða hval- veiðiráðsins, en þeir hefjast 25. júni. Að undanförnu hafa hvalveiðiþjóðirnar inn- an ráðsins mjög fundað um hver verði þeirra viðbrögð ef til þess kemur að ráðið samþykki algjört bann við hval- veiðum, eða takmarki þær mikið umfram það sem nú er. Allar þjóðir sem eru innan Samein- uðu þjóðanna, eiga rétt á þátttöku i Alþjóðahvalveiðiráðinu. Á seinni árum hefur borið á að þjóðir, sem ekki veiða hval og eiga engra hagsmuna að gæta, taki sæti í ráðinu, að þvi er virðist til að koma á friðun hvala. Frá siðasta þingi ráðsins, hafa fjórar þjóðir bæst þar i hópinn og er talið að þrjár þeirra fylli flokk hvalfriðunga, þ.e. írar, Finnar og Mónacobúar, en vafi er um afstöðu V-Fjóðverja. SV Nýja símaskráira nú komin út — „jafnréttiðM belgir hana út eftir að hvoru tveggja hjóna eru skráð fyrir síma ■ Ný simaskrá fyrir árið 1982 kom út i gær. Verður byrjað að afgreiða hana í Reykjavik á mánudaginn, 21. þessa mánaðar, en jöfnum höndum verður að MERKI TIL STUÐN- INGS ÖLDRUÐUM Merkinu er ætlað að tákna langlífi, sjálfstraust, samfelldan vöxt og tengsl i samfélaginu. Merkið er teiknað af áttræðum Bandaríkjamanni. í Reykjavik verður sölubörnum af- hent merkið frá klukkan 10 i dag að Frikirkjuvegi 11, en 17. júni-nefndir munu annast dreifingu merkisins út um land. Merkið kostar 20 krónur. því unnið að koma henni út á land. Upplag símaskrárinnar er að þessu sinni um 111 þús. eintök, en nú munu símanúmer í notkun á öllu landinu vera tæplega 88 þús. talsins. Mikið er um brcytingar á skránni frá fyrra ári, bæði nafnabreytingar, svo og vegna flutninga og aukanafna. Nema breytingar um 20-24% af heildinni, sem er mun hærra hlutfall en á síðasta ári. í Reykjavik einni hefur nöfnum t.d. fjölgað um 4-5 þús. Eru þar i flokki bæði nýir notendur, og eins hefur færst i vöxt að hvorutveggja hjóna eða sambýlis- fólks skrái sig i skrána. Jafnréttið verður því til þess að auka umfang og jafnframt notagildi skrárinnar. Símaskráin fyrir árið 1982 er algjör- lega tölvukeyrð eins og sú sem kom út i fyrra. Léttir það verkið til muna, enda fer fram sívinnsla frá degi til dags, þar sem breytingum og nýjum símanúmer- um er bætt inn jafn óðum. Eru simnotendur hvattir til að tilkynna breytingar strax og þær gerast, en biða ekki til áramóta vegna þessa breytta fyrirkomulags. _ Kás. ■ Barmmerki i tilefni af ári aldraðra er nú komið á markaðinn. Sala á því hefst í dag, 17. júni. Merkið prýðir einkennismynd heims- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um öldrun, sem haldin verður í Vín í sumar. Myndin er af bengölsku fíkjutré, sem getur orðið geysistórt og skýlt allt að 20 þúsund manns undir greinum sínum. Um 222 millj. fengnar að láni í Japan ■ Undirritaður hefur verið í Tokyo samningur um lán til islenska ríkisins að fjárhæð 5 milljarðar yena sem er jafnvirði sem næst 222 milljóna króna. Lánið er skuldabréfalán, en bréfin hafa þegar verið seld beint til nokkurra liftryggingafélaga í Japan fyrir milli- göngu Nikko Securities. Lánið er veitt til 15 ára og endurgreið- ist á árunum 1994-1997. Vextir eru 8,6% en útgáfugengi bréfannaer 99,75. Gert er ráð fyrir að lánsféð renni að mestu leyti til hitaveituframkvæmda hérlendis i samræmi við fjárfestingar- og lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar. Islenska rikið hefur einu sinni áður tekið lán hliðstætt þessu, i jánúar 1978, og var þá sama upphæð fengin að láni fyrir milligöngu sömu aðila og nú. Þjónustumiðstöð KASK í versluninni: SKAFTAFELLI Allar nauósynlegar matvörur, búsáhöld og vefnaóarvara mióuó vió þarfir feróamanna. I veitingastofunni: Heitur matur og grillréttir. Opið frá kl. 9 til 22 alla daga Þjónustumiöstöö; Kaupfélag Austur- Skaftfellinga Þjóögaröinum SKAFTAFELLI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.