Tíminn - 17.06.1982, Side 4

Tíminn - 17.06.1982, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1982 Föstudagur 18. júní kl. 20:30 Gamla Bíó Tónleikar Breska kammersveitin The London Sinfonietta leik Dagskrá Listahátíðar í Reykjavík Laugardagur 19. júní kl.20:30 Leikfélag Reykjavíkur Skilnaður Frumsýning á nýju leikriti eftir Kjartan Ragnarsson, sem einnig er leikstjóri. Laugardagur 19.júní kl.9:30 Norræna húsið Föndurstofan Opin öllum (hámarksfjöldi barna þó 15, aldur 3-6 ára) Laugardagur 19. júní kl. 17:00 Kjarvalsstaðir Hafliði Hallgrimsson: Fimm stykki fyrir píanó (Halldór Haraldsson, píanó) Guðmundur Hafsteinsson: Brunnu beggja kinna björt Ijós (Nora Kornblueh, selló, Óskar Ingólfsson, klarinett, Snorri S. Birgisson, píanó) Sunnudagur 20. júní kl. 17:00 Laugardalshöll Tónleikar Sinfóníuhljómsveit íslands Stjórnandi Gilbert Levine Einsöngvari Boris Christoff, bassi kl.20.30 Leikfélag Reykjavíkur Önnur sýning á nýju leikriti eftirKjartan Ragnarsson Sunnudagur 20. júní. kl.14:00 ' Kjarvalsstaðir Þorkell Sigurbjörnsson: 1) Niu lög við Ijóð eftir Jón úr Vör. (Ólöf K. Harðardóttir, söngur Þorkell Sigurbjörnsson pianó) 2) Petits Plaisirs (smáglens) (Rut Ingólfsdóttir, fiðla Unnur María Ingólfsdóttir, fiðla Inga Rós Ingólfsdóttir selló, Hörður Áskelsson, sembal) Ath. breyttan tónleikatíma. Sunnudagur 20. júní kl. 10:00 Gönguferð á vegum Arkitektafélagsins. Gangan hefst við Gróðrastöðina Alaska. Mánudagur 21. júní kl. 18:00 Norræna húsið Föndurvinnustofa „Að mála - Börn og listamenn” Jens Mattiasson frá Sviþjóð Klúbbur Listahátíðar i i Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut 17. júní: Guðný Guðmundsdóttir og Halldór Haraldsson flytja sígaunamúsik. 18. júní Kvartett Kristjáns Magnússonar. 19. júní Karl Sighvatsson og Soyabaunabandið. 20. júni Kvartett Kristjáns Magnússonar. Matur frá kl. 20.30. Opið frá kl. 18:00-01:00 alla daga nema laugardaga og sunnudaga frá kl. 18:00-03:00. Matur framreiddur frá kl. 20.30. Miðasala í Gimli við Lækjargötu. Opin alla daga frá kl. 14-19.30. Sími Listahátíðar: 2 90 55. fréttir Aukning umframskrefa á símum Reykjavíkurborgan „ALVEG EÐLILEG" segir Þorvarður Jónsson, yfirverkfræðingur Pósts og síma ■ Á þriðjudag sagði Tíminn frá niðurstöðum úr rannsóknum borgarend- urskoðanda, sem sýndu að skrefatalning Pósts og sima hefði orðið til þess að umframskrefunum hefði fjölgað um rúmlega 50%, ef mið var tekið af þremur stærstu aðalsimum borgarinnar. Aukn- ingin nam hins vegar um þriðjungi, þegar tekið var tillit til notkunar á 177 öðrum simaviðtækjum, eða 31.3% að meðaltali. Blaðið ræddi við Þorvarð Jónsson yfirverkfræðing hjá Pósti og síma um orsakir þessa. „Þar sem það er þetta fyrirtæki sem rannsóknin er byggð á, verður þetta að teljast eðlilcgt," sagði Þorvarður, „enda er um það bil öll símanotkun borgarinn- ar á timabilinu frá 8-19, mánudaga til föstudaga. Notkun sima er því nær engin um kvöld og helgar og hvert símtal fær á sig skrefatalningu. Skrefatalningin er í 6 mínútur og meðallengd símtala í Reykjavík er um 2.6. minútur. Það veldur um 41-42% hækkun, sem er nærri meðalhækkuninni hjá borginni. Þessi rannsókn sýnir því ekkert um heimilissímana og þar er hækkun miklu rninni," sagði Þorvarður. Tekjurýrnun fram úr áætlun „Þegar Póstur og sími tók upp skrefatalningarkerfið þá var það vitað að lækkunin á langlínusimtölum mundi valda miklu meiri tekjuminnkun en nemur tekjuaukningu af skrefatalningu á bæjarsimtölum. Við vissum því að stefnt var út í tekjurýrnun, en gerðum ekki ráð fyrir að rýrnunin yrði jafn mikil og hún virðist hafa orðið. Samt ber þess að geta að þær mælingar sem fyrir liggja segja ekkert algjörlega ótvírætt fyrr en í haust. Ástæðan er sú að ársfjórðungun- um er skáskotið, þ.e. landinu öllu er skipt i þrjá hópa og ársfjörðungar taldir á mismunandi hátt hjá hverjum þeirra. Reikningar hvers hóps eru gerðir upp á mánaðarfresti og þvi erfitt að gera samanburð nema á löngum samanburð- artíma. Óyggjandi niðurstöður höfum við þvi ekki fyrr en í haust. Bráðabirgð- artölur hingað til virðast þó gefa i skyn að tekjurýrnun vegna þessarar breyting- ar haft valdið meiri tekjurýrnun en ráð var fyrir gert. Ástæðan kann að vera sú að margir notendur séu tortryggnir út i breytinguna að ástæðulausu, en hver talning er nefnilega alls ekki dýr. Hringi menn klukkutímalangt símtal, þá gefur það tíu talningar, kostar einar 6-7 krónur og það eru ekki svo miklir peningar nú.“ -AM Adalfundur Sambands íslenskra samvinnufélaga: Aldarafmæli Sam- vinnuhreyfingarinnar ■ Aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufélaga verður haldinn um næstu helgi. í tilefni af aldarafmæli samvinnuhreyfingarinnar er hann að þessu sinni haldinn á Húsavík, aðsetri Kaupfélags Þingeyinga, sem er elsta kaupfélag landsins. Fundurinn hefst kl. 13.00 föstudaginn 18. júni og lýkur siðdegis á laugardag. Á sunnudag verður síðan haldin hátíðarsamkoma á Laugum, þar sem afmælisins verður minnst. 111 fulltrúar frá 44 félögum Á aðalfundi Sambandsins eiga að þessu sinni rétt til fundarsetu 111 fulltrúar frá 44 Sambandskaupfélögum. Auk þess sækja fundinn stjórnarmenn Sambandsins, framkvæmdastjórar þess, framkvæmdastjórar samstarfsfyrirtækja og ýmsir aðrir starfsmenn Sambandsins. Fyrir fundinn verður að vanda lögð ítarleg prentuð ársskýrsla, þar sem greint er frá starfsemi hinna ýmsu deilda Sambandsins og birtur ársreikningur þess, og jafnframt verður flutt skýrsla stjórnar og forstjóra. Sérmál fundarins eru stefnuskrá samvinnuhreyfingarinn- ar, sem lengi hefur verið unnið að, og er búist við að hún verði tekin til lokaafgreiðslu. Allir landsmenn velkomnir Hátiðarsamkoman að Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu hefst kl. 15.00 sunnudaginn 20. júni. Valur Arnþórsson, formaður stjórnar Sam- banjsins, setur hátíðina, forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, flytur ávarp og Finnur Kristjánsson, formaður afmælis- nefndar, heldur ræðu. Að þvi búnu verður fluttur leikþátturinn „Isana leysir“ eftir Pál H. Jónsson undir leikstjórn Sigurðar Hallmarssonar. Þá flytur Robert Davies ávarp, en hann er fulltrúi Alþjóðasamvinnusambandsins á hátiðinni. Sigriður Ella Magnúsdóttir syngur einsöng, en að þvi loknu flytur Erlendur Einarsson hátiðarræðu. Þá verður á dagskrá kórsöngur Kirkjukóra- sambands Suður-Þingeyjarsýslu, og að lokum mun Valur Amþórsson slita samkomunni. Allir landsmenn eru boðnir velkomnir á þessa hátiðarsamkomu i tilefni af aldarafmæli samvinnuhreyfingarinnar. Listahátíð 1982 Konungur bassasöngvaranna Boris Christoff með Sinfónfuhljómsveit íslands Stjórnandi: Gilbert Levine gardalshöll Sunnudaginn 20. júní kl. 17.00 ' Efnisskrá: Beethoven: Leonóra forleikur nr. 3 Mozart: Aría Leporellos úr óperunni Don Giovanni Verdi: Forleikur að óperunni Vald örlaganna Recitativ og aríur Bankós úr II. þætti óperunnar Macbeth Söngur Filippusar li. úr óperunni Don Carlos Hlé Glinka: Atriði og aría úr óperunni Lif keisarans Tsjaikovsky: Rómeó og Júlia Mussorgsky. Dauði Boris keisara úr óperunni Boris Godunov Miðasala í Gimli v. Lækjargötu kl. 14.00-19.30, daglega. Sími 29055

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.