Tíminn - 17.06.1982, Page 6
6
FIMMTUDAGUR 17. JÚNf 1982
Bilaleigan\$
CAR RENTAL
29090 SESm3
REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK
Kvöldsími: 82063
ÍSSKAPA- OG FRYSTIKISTU
VIÐGERÐIR
Breytum gömlum ísskápum
i frystiskápa.
Góð þjónusta.
WOfk:
REYKJAVIKURVEGI 25 Hafnarfirði sími 50473
Starf bæjarstjóra
Starf bæjarstjóra á Sauðárkróki er laust til
umsóknar.
Upplýsingar um starfið gefur bæjarstjóri í
síma 95-5133.
Umsóknarfrestur er til 28. júni n.k. og skulu
umsóknir stílaðar til bæjarstjórans á Sauðár-
króki.
16. júní 1982
Bæjarstjóri
GLUGGAR
OG HURÐIR
Vönduð vinna á hagstœðu verði.
Leitið tilboða.
ÚTIHURÐIR
Dalshrauni 9. Hf.
S. 54595.
Aðeins
kr. 17.400 fyrir
Suzuki bifhjói
Þetta er sérstakt tskifæri fyrir þá sem vilja gera góð kaup og
eignast Suzuki Tsl25er bifhjól.
Við getum afgreitt aðeins nokkur Suzuki Tsl25er bifhjól fyrir
aðeins kr. 16.800 (sama verð og létt 50 cc vélhjól kostar í dag.)
SUZUKI UMBOÐIÐ
Suðurlandsbraut 6 simi 83499
Framsóknar- og sjálfstæðis-
menn stjórna Grindavík
GRINDAVÍK: Nýkjörin bæjarstjórn seti bæjarstjórnar verður Ólína Ragn- öllum 3ja og 5 manna nefndunum.
í Grindavík kom nýlega saman til síns arsdóttir og 1. varaforseti Kristinn Eins varð samkomulag um að Eiríkur
fyrsta fundar. Þar kom fram að Gamalielsson. Gildir það allt kjör- Alexandersson verði ráðinn bæjar-
framsóknarmenn og sjálfstæðismenn tímabilið. Þá munu framsóknarmenn stjóri til 1. mai 1983.
hafa myndað saman meirihluta. For- og sjálfstæðismenn skipta með sér - G.V./HEI.
NORÐURLAND: Samkvæmt könn-
un á þætti landbúnaðar í atvinnulífi
þjóðarinnar voru um 6.800 ársverk
unnin í landbúnaði árið 1980, þar af
um 6.000 við sauðfjár og nautgripa-
rækt, að því er fram kom á ráðstefnu
þeirri er haldin var i Miðgarði s.l.
föstudag, i tilefni aldarafmælis búnað-
arfræðslu á Hólum í Hjaltadal. En þar
var gerð grein fyrir stöðu landbúnaðar-
mála á íslandi um þessar mundir. Auk
framangreinds fjölda er talið að um ■ Ráðstefna um þróun landbúnaðar var haldin í tilefni af þvi að öld er nú liðin
3.000 ársverk hafi farið til úrvinnslu síðan búnaðarkennsla hófst hér að Hólum í Hjaltadal.
Um 800 störf við loð-
dýrarækt innan fárra ára
ullar, skinna, mjólkur og kjöts.
í ræðu landbúnaðarráðherra, Pálma
Jónssonar kom m.a. fram að i bili
a.m.k. hefur þrengst um markað fyrir
búvörur, ekki sist innanlands og enn
frekar fyrir kjötið en mjólkurafurðirn-
ar. Gífurleg sala var þó á lambakjöti
i maímánuði s.l.
Miklar umræður urðu um nýjar
leiðir i landbúnaði. Aðallega voru það
nýjar aukabúgreinar svo sem hlunn-
indi ýmisskonar, loðdýrarækt og fisk-
eldi sem menn telja gefa möguleika á
eflingu íslensks landbúnaðar. Kom
fram að rekaviður, silungur i vötnum
og æðardúnn eru víða lítið notuð
hlunnindi. Þannig taldi t.d. Arni G.
Pétursson að nota mætti rekavið sem
mikilvægan orkugjafa. Einnig taldi
hann silungsvötn viða yfirfull.
Þá töldu menn að viða, ekki sist á
Norðurlandi, megi koma við fiskirækt
i stórum stil. Hjá Áma ísakssyni,
fiskifræðingi kom m.a. fram að á
Norðurlandi væri stórlax um 50% af
heimtum laxaseiða sem sleppt er á
móti 20% Suðvestanlands.
Flestir munu þó binda einna mestar
vonir við refa og minnkarækt, en
refarækt er talin henta venjulegum
búrekstri allvel og stofnkostnaður
refabúa sagður tiltölulega lágur. Sums
staðar sé t.d. unnt aðnýta ýmsargerðir
húsa sem fyrir eru á jörðum til að hýsa
refina og spara þannig byggingar.
Tekið var fram að allar þessar nýju
búgreinar eigi það sammerkt að þróun
þeirra er að hefjast hér á landi og
nokkur tími muni því líða þar til þær
hafi öðlast fastan sess sem hluti af
islenskum landbúnaði. Þó er talið að
loðdýraræktin út af fyrir sig geti innan
fárra ára veitt allt að 800 manns
atvinnu.
- HEI.
■ Sýning á verkum Bjöms Skaptason-
ar hefur verið opnuð i Galleri Lækjar-
torgi i dag. Bjöm er 21 árs, hefur lokið
stúdentsprófi, en er sjálfmenntaður í
myndlistinni. Sýningin verður opin kl.
14.00 til 18.00 mánudaga, þriðjudaga og
miðvikudaga, en kl. 14.00 til 22.00 aðra
daga vikunnar.
Handritasýning
í Árnastofnun
■ Stofnun Árna Magnússonar hefur
að venju opnað sumarsýningu handrita
í Árnagarði. Á sýningunni eru handritin
tvö sem endurheimt voru 21. april 1971:
Konungsbók eddukvæða og Flateyjar-
bók. Að öðru leyti er sýningin einkum
helguð Jónsbók, og eru þar mörg
handrit hennar auk litmynda og vegg-
spjalda með skreytingum úr handritum.
Jónsbók nefnist lögbók sú sem gerð
var að frumkvæði Magnúsar konungs
lagabætis og lögtekin á Alþingi árið
1281. Hún er kennd við Jón lögmann
Einarsson sem átti þátt i gerð hennar og
flutti hana til íslands. Deilur voru um
Jónsbók í öndverðu, og voru íslendingar
tregir til að samþykkja ýmis nýmæli
hennar, en síðan varð hún mjög vinsæl
og undirstaða islensks réttarfars i
margar aldir.
TC19WD
1 l3lK>Ílldll\
■ Steypubíll frá B.IVI Vallá stórskemmdist þegar hann valt skammt frá bænum
Dýjahlið á Kjalarnesi í fyrrakvöld. BíIIinn var á leið að nýbyggingu við bæinn og
var honum ekið eftir bráðabirgðavegi. Vegarkanturinn gaf sig undan þunganum,
bíllin fór á hliðina og siðan ofan i skurð. Ökumaðurinn slapp ómeiddur.
Ljósmynd: Sverrir Vilhelmsson.
Engins Type:
Horsapower:
Torque:
Transmission:
stuttar fréttir
2-stroke cyde. air-cooled, 1-cylinder
9.5 kW (12.5 HP) at 8,000 r/min
12.5 N.m. (1.30 kg-m, 3.4 Ib-ft) at
6-speed constant mesh
Háskólamenn njá rikinu:
Búa við 40-80%
lakari launakjör
— en starfsbræður þeirra á
almennum vinnumarkaði
■ Aðalfundur launamálaráðs BHM
var haldinn i orlofsheimilum bandalags-
ins að Brekku i Biskupstungum fyrir
skömmu. Á fundinum lét Már Pétursson
af starfi sem formaður ráðsins, en við
' tók Ásthildur Einarsdóttir.
Eftirfarandi ályktun um kjaramál var
samþykkt á fundinum:
„Á þessu vori gengu enn einu sinni
kjaradómar um kjör rikisstarfsmanna
innan BHM. Enn einu sinni tók
dómurinn alfarið mið af þeirri einföldu
kröfu rikisins að ekki mætti bæta kjörin.
Enn einu sinni hundsaði dómurinn þau
skýru lagaákvæði sem gera honum skylt
að miða laun ríkisstarfsmanna við laun
hliðstæðra starfsstétta hjá öðrum launa-
greiðendum.
Nú er svo komið að laun ríkisstarfs-
manna innan BHM eru 40-80%
LÆGRI en hliðstæðra stétta hjá öðrum
launagreiðendum.
Mjög mikill urgur er í félagsmönnum
þeirra félaga sem aðild eiga að
launamálaráði BHM. Ekki bætir úr skák
sú Ijósa stefna ríkisvaldsins að semja um
verulegar lagfæringar til handa einstök-
um stéttum sem hafa tangarhald á hinum
bráðari almannahagsmunum og þeim
sem hafa hátt sölugengi á markaði
augnabliksins. Með þessu er öðrum
beinlínis sagt að una lélegum kjörum
eða hypja sig ella. Margir hypja sig - en
aðrir telja sig bundna af störfum sínum.
Þessi framkoma ríkisvaldsins er með
öllu óþolandi.
Nú virðast hópuppsagnir vera tísku-
fyrirbrigði sem dugir vel til kjarabóta
vegna pólitisks slagkrafts. Því verður
ekki trúað að ríkisvaldið telji málum
betur komið i slíkri upplausn."