Tíminn - 17.06.1982, Page 7

Tíminn - 17.06.1982, Page 7
Reagan og Elisabet drottning i hailargarðinum i Windsor. Reagan spillti ekki fyrir sér Óvíst hvort tiltrúin hefur aukist ■ ENN er verulega rætt um það i erlendum fjölmiðlum, hvort Evrópuför Reagans hafi borið tilætlaðan árangur, en áður en hún var farin fjölluðu fjölmiðlar um það, að tilgangur hennar væri tvíþættur. í fyrsta lagi væri það ætlunin að auka tiltrú til Reagans sem höfuðleiðtoga vestrænna þjóða. í öðru lagi væri stefnt að því, að Reagan sjálfur öðlaðist meiri skilning á málefnum Vestur-Evrópu og ætti því auðveldara með að jafna árekstra, sem iðulega koma til skjalanna i sambúð þjóðanna þar og Bandarikj- manna. Sennilega verður þvi ekki svarað til fulls nú hvort náðst hafi tilætlaður árangur af för Reagans, einkum þó hvað varðar aukinn skilning hans á málum Evrópu. Það tekur sinn tíma að fá svar við þvi. Um fyrra atriðið er það sennilega rétt svar, sem komið hefur fram í umsögnum ýmissa fréttaskýrenda og er á þá leið, að álit Evrópubúa á Reagan hafi ekki versnað. Út af fyrir sig má telja það nokkurn árangur. Hitt er hins vegar talið efamál af sömu fréttaskýrendum, hvort álit Reagans hafi nokkuð batnað. Ferðalagi Reagans var eðlilega ætlað að vera helzta fréttaefni fjölmiðla meðan á þvi stæði. Það eitt gat orðið Reagan talsverð auglýsing. Vinur hans Begin gerði þar strik i reikninginn. Hann hóf innrásina í Libanon litlu eftir að Reagan kom til Evrópu. Eftir það varð hún helzta fréttaefni fjölmiðlanna. Með vissum rétti má segja, að Reagan hafi verið i skugga Begins nær allan tímann sem hann var i Evrópu. ÞAÐ VAR vissulega ekki vandalaust fyrir Reagan að heimsækja Vestur- Evrópu í þeim tilgangi að bæta álit sitt þar. Hann þurfti jafnframt að hugsa um heimavígstöðvarnar eða nánar tiltekið haukana i Bandaríkjunum, sem eru kjarninn i stuðningsliði hans þar. Allt það, sem hann sagði og lét vel i eyrum ’ Evrópumanna, gat hljómað illa í eyrum haukanna. Hér þurfti Reagan að þræða vandfarinn milliveg. Það er sennilega réttur dómur, að hér hafi Reagan tekizt að þræða torfarna leið, án þess að misstiga sig. Hann hafði í fórum sínum eitthvað handa öllum, eða a.m.k. flestum. í ræðu, sem Reagan hélt i brezka þinginu, veittist hann hvað eftir annað mjög harðlega gegn Sovétríkjunum, Margaret Thatcher. forustumönnum þeirra og stjórnkerfi. Tónninn var ekkert ólíkur kosninga- ræðum hans 1980. Vafalaust hefur þetta fallið haukunum vestra vel í geð. Aftur á móti var tónninn talsvert annar hjá Reagan, þegar hann flutti ræðu í þinginu i Bonn. Þá deildi hann minna á Rússa og talaði um nauðsyn á bættri sambúð milli austurs og vesturs i Evrópu. Hann lagði mikla áherzlu á, að viðræður væru að hefjast milli risaveld- anna um niðurskurð á langdrægum kjarnavopnum. Þá lét Reagan falla vinsamleg orð um friðarhreyfingar og sagðist skilja vel baráttuna fyrir útrýmingu kjarnavopna. Hann teldi sig eiga heima i fylkingar- brjósti hreyfinga, sem berðust fyrir útrýmingu þeirra. Reagan lék þannig á ýmsa strengi í ferðalagi sínu, en talaði þó hvergi af sér. Það mun þvi sennilega rétt mat, að hann spillti ekki fyrir sér. Hitt er meira efamál, hvort tiltrúin til hans hefur aukizt. Fjölmiðlum kom yfirleitt saman um, að Reagan hafi komið vel fyrir að vanda. Hann hafði útlitið og framkomuna með sér og naut sin vel í sjónvarpi. Á þvi sviði á hann fáa jafningja. { FERÐ sinni lagði Reagan kapp á að ræða við einn evrópskan stjórnmála- mann öðrum fremur. Það var Margaret Thatcher. Hann ræddi ekki aðeins ítarlega við hana, þegar hann heimsótti London, heldur einnig i sambandi við fundina i Versölum og Bonn. Reagan átti lika sérstakt og brýnt erindi við Thatcher. Fyrirsjáanlegt var að stríðinu á Falklandseyjum var að ljúka með fullum sigri Breta. Það var hins vegar ekki jafnljóst hvernig Bretar myndu notfæra sér sigurinn. Sennilega á Reagan meira undir þvi en nokkur stjórnmálamaður annar. Bandaríkjastjórn tók þann kost að styðja Breta i Falklandseyjastyrjöld- inni, enda undirstrikaði Reagan það rækilega, þegar hann talaði i brezka þinginu. Oneitanlega var þetta mikil fóm af hálfu Bandarikjanna, þar sem þetta kostaði þau ekki aöeins óvináttu Argentínu, heldur allrar Suður- Ameriku. í Suður-Ameríku beinist andúðin vegna Falklandseyjastriðsins miklu meira gegn Bandarikjamönnum en Bretum. Fyrir Reagan skiptir þvi meginmáli, að Thatcher haldi nú þannig á Falk- landseyjamálinu, að sambúð Banda- ríkjanna og Suður-Ameríku geti batnað á ný. Þetta getur þvi aðeins orðið, að Bretar sleppi tilkallinu til Falklandseyja og þær verði settar undir stjórn, sem Argentína getur sætt sig við. Annars mun deilan um Falklandseyjar halda áfram og eitra sambúð Bandarikjanna og Suður-Ameriku. Thatcher virðist ekki á þeim buxunum að sleppa tilkallinu til Falklandseyja og sennilega er meginþorri Breta á sama máli. Thatcher getur þvi átt eftir að reynast Reagan erfið. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Engar óskir um| lok vopna- vidskipta ■ Utanríkisráðherra Breta, sir Francis Pym, hefur sagt að ekki hafi enn borist neinar óskir frá argen- tinsku stjórninni þess efnis að sentja um lok vopnaviðskipta. Segja stjórn- málafréttaritarar BBC að fáist Argentinumenn ekki til samninga innan tveggja eða þriggja daga hafi Bretar í hyggju að hefja brottflutn- ing argentínskra striðsfanga frá Falklandseyjum og þá ef til vill til Uruguay. Bretar munu þó hafa ýmsa foringja úr liði Argentinumanna áfram í haldi um sinn, - að minnsta kosti þar til friður er kominn á. Striðsfangar á Falklandseyjum illa haldnir ■ Yfirmaður breska liðsins á Falk- landseyjum, Woodward hel'ur gefið út aðvörun þess efnis að hundruð argentinskra stríðsfanga kunni að deyja úr sjúkdómum, kulda og hungri, lýsi Argentínumenn þvi ekki yfir þegar i stað að öllum vopnavið- skiptum sé lokið. Segir hann að aðstoð við herflokkana viða um eyjarnar sem gefist hafi upp sé óhugsandi meðan sumir hermann- anna veita viðnám og að á meðan hætta sé á að skip sem með hjálparbirgðir sigla frá Bretlandi eigi á hættu áreitni argentinska flughers- ins og flotans. Pökkum með hlýjum klæðnaði hefur verið varpað úr lofti niður til argentinsku fanganna i Port Stanley. Að sögn breskra fréttaritara i Port Stanley munu aðeins foringjarnir i argentinska hernum hafa haft svefn- poka og mikill skortur er á tjöldum, þar sem um 500 tjöld týndust þegar breska flutningaskipinu Atlantic Coveyor var sökkt... Galtieri ítrekar kröfur Argentínu ■ Leopoldo Galtieri, forseti Argentínu, endurtók i gær kröfu- gerð Argentinu til Falklandseyja. Sagði hann að eyjarnar heyrðu Argentínu til og að ástandið á Falklandseyjum mundi ekki að nýju verða það sama og það var áður en stríðsátökin hófust. Ekki minntist Galtieri á uppgjöf né ósigur i ræðu og ekki gat hann um að í ráði væri að enda vopnaviðskiptin. Galtieri hélt ræðu sina i útvarp og hafði hann þá skömmu áður hætt við að flytja hana af svölum forsetahall- arinnar. cins og tilkynnt hafði verið. Orsök þess var sú að æstur inúgur um 7000 manns, hafði safnast saman framan við höllina sem krafðist þess að barist yrði áfram. Lögreglá dreifði mannfjöldanum með táragasi, kylf- um og vatnsslöngum. Liðsmenn úr ísraelsher i Sidon i S-Libanon Átök vid Beirut ■ Enn hefur komið til átaka í grennd við Beirút, höfuðborg Liban- on þrátt fyrir vopnahlé en israelskir herflokkar hafa króað flokka pale- stinumanna af vestan borgarinnar. Útvarpið i Beirút segir að ísraels- menn hafi sótt fram að stærstu flugbrautinni á Beirútflugvelli og lokað þar með öllum aðgangi að flugvellinum fyrir ibúunum i einum stærstu flóttamannabúðanna. Palestínumenn segjast hafa eyði- lagt tvo skriðdreka ísraelsmanna í átökunum og fellt 12 israelska hermenn. Hvað sem þessum fregn- um iiður þá hafa ísraelsmenn þverneitað þvi að menn þeirra hafi staðið i bardögum á svæðinu. FIMMTUDAGUR 17. JUNI 1982

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.