Tíminn - 17.06.1982, Side 14
FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 1982
14
heimilistímirm
umsjón: AKB
Þrenningargras
og stjúpublóm
■ í bókinni Garðagróðri stendur þetta
um þrenningargras.
Þrenningargras er einær eða tviær
jurt. Stöngullinn greinist við stofninn i
uppsveigðar eða uppréttar, 15-25 cm
háar greinar. Blöðin breiðlensulaga-egg-
laga, með gisnum, grófum tönnum.
Axlablöðin stór, djúpflipótt. Blómin
legglöng, einstök i blaðöxlunum. Efstu
krónublöðin 2 fjólublá, hliðarblöðin
ljósblá og neðsta blaðið gulhvitt með
fjólubláum rákum og dökkgulum bletti
neðanvert. Allbreytilegt. Mjögfallegog
auðræktuð jurt, (stundum nefnd þrenn-
ingarfjóla). Sáir sér sjálf. Allt of óvíða
notað sem garðjurt, en i staðinn fyrir
það kemur hið stórblóma og skrautlega
V. tricolor var. maxima hort. (nú einnig
nefnt V. Wittrockiana hort.) eða stjúpa,
sem að vísu er viðkvæmara í ræktun, en
mjög eftirsótt. Hin fjölmörgu litatil-
brigði stjúpublómanna eru fram komin
bæði við stökkbreytingar og kynblöndun
við aðrar skyldar tegundir, svo scm V.
altaica Ker-Gawl og V. lutea Huds.
Engin garðjurt hefur jafnmikla fjöl-
breytni i litum til að bera og stjúpublóm-
ið. Hefur þvi verið skipt í deildir eftir
lit og stærð blómanna. Helstar þeirra
eru:
1. Cassier-deildin. Blómin Ijósleit
með 5 blettum og greinilega afmörkuðu
auga í miðju.
2. Germania-deildin. Blómin sérstak-
lega stór, litið eitt bylgjuð.
3. Bugnot-deildin. Blómin rauðbrún
eða mógrá með 3 eða 5 blettum. Efstu
krónublöðin með rákum.
4. Orkide-deildin. Blómin Ijósleit,
krónublöðin bylgjuð.
5. Maxima Roggli-deildin. Blómin
geysistór, í margvislegum, fremurdökk-
um litum.
6. Trimardeau-deildin. Blómin stór,
aðallega i bláum lit, 3-bletta. Harðger.
7. Hiemalis-deildin. Blómin marglit
og i mörgum, blæfögrum litbrigðum,
einkum gulum og bláum. Blómgast
snemma. Til þessarar deildar mætti telja
Pirnaer-stjúpublóm, sem eru afar fljót
að blómgast. Annars er þessi deildar-
skipting nokkuð á reiki meðal garð-
yrkjumanna á Norðurlöndum.
Til eru mörg afbrigði stjúpublóma,
t.d. Júpíter, Himmeldronning, Marz,
Vintersol, Iskonge, Roggli Kæmpe. sem
er seinvaxin.o.fl. Auk þess, sem nefnt
hefur verið, eru til nokkur einlit tilbrigði
eða tilbrigði með ákveðnum litum, svo
sem alba pura, með hreinhvítum
blómum, atropurpurea marginata alba,
með dökkprupurarauðum krónublöð-
um með silfurhvitum jöðrum, Vilhjálm-
ur keisari, með dökkbláum blómum,
o.fl.
Hér á landi hefur stjúpublómið verið
ræktað bæði sem einært og tvíært um
langt skeið og er mjög eftirsótt af
blómaunnendum bæði vegna fegurðar
sinnar og fjölbreytni. Sem tvíærs er sáð
til þess snemma i ágúst og þvi
dreifplantað í reit i september. Þar er
það geymt yfir veturinn og flutt i garðinn
um miðjan mai. Ef vorið er hlýtt, eru
plönturnar i reitunum þá i þann veginn
að blómgast. Bil á milli plantnanna í
garðinum ætti ekki að vera minna en 20
cm. Sem einærrar jurtar er sáð til
stjúpublómsins i febrúar og því dreif-
plantað fyrst i kassa inni ög siðar í
útireiti, þar sem það er hert til
gróðursetningar i garðinn. Þarf frjóa
mold. Notað mikið í bryddingar eða
sérbeð. Þroskar hér fræ. Fyrst drúpa
aldinin, en rétta svo úr sér rétt fyrir
þroskunina. Verður þá að taka plönturn-
ar upp og hengja til þerris, ef menn vilja
afla sér hæfilega þroskaðs fræs.
Þar sem stjúpublómið er allviðkvæmt
fyrir hinni umhleypingasömu, islensku
veðráttu, er öruggast fyrir garðeigendur
að fá það að vorinu frá garðyrkjustöðv-
unum.
Sums staðar ræktað til skrauts innan
húss, og ákveðin, litfögur afbrigði eru
ræktuð í vermihúsum.(Aðaltegundin,
þrenningargras, er íslensk jurt).
■ Myndin er tekin í gróðrarstöð nú i vikunni, þar sem fóik er að huga að jurtum
i garðinn sinn.
Timamynd: Anna
■ Stjúpublóm i garði.
Bókin Garda-
gróður komin
út í 3. útgáfu
■ Bókin Garðagróður eftir þá Ingólf
Daviðsson og Ingimar Óskarsson hefur
nú verið gefin út i þriðju útgáfu, og það
sýnir að hér er um góða og vinsæla bók
að ræða. í formála segir Ingólfur
Davíðsson m.a.:
Bókin Garðagróður hefur reynst
vinsæl. Hún er eina íslenska garða-
flóran, og er í henni lýst hátt á sjötta
hundrað tegundum og birtar myndir af
flestum þeirra, sumar í litum. Einnigeru
í bókinni margar garðmyndir.
Mikil gróska er í skrúðgarðaræktinni,
og vilja nú flestir rækta skrúðgarð við
hús sitt. Stór hverfi á Akureyri og í
Reykjavík eru orðin sem skóglendi á að
líta. Færist víðar í það horf. Stöðugt eru
reyndar nýjar tegundir og afbrigði, bæði
í grasgörðum Akureyrar og Reykjavík-
ur og ýmsum einkagörðum. Eiga
garðræktendur þvi völ á æ fleiri
tegundum, sem vissa er fyrir að þrifist á
íslandi, ef umhirða er í lagi. Flestar eru
garðplönturnar af útlendum uppruna,
en t.d. í steinhæðum er þáttur íslenskra
tegunda verulegur. íslenskir burknar
eru tilvaldir á skuggsælum stöðum.
Hlutföll tegunda eru breytileg. Af
hávöxnum lauftrjám vinnur Alaskaösp
mest á, hún stendur viða eins og súla
upp úr görðunum. Hlutur barrtjáa fer
vaxandi. Sitkagreni er algengt sunnan-
lands og á útskögum þvi það þarf
loftraka og þolir særok trjáa best. Lerkið
og rauðgrenið eru algengari austan lands
og norðan, þrifast raunar best i dölum
og við fjarðarbotna.
Furutegundir vinna heldur á í görð-
um. Limgerði og skjólbelti getur að líta
við Miklubraut í Reykjavik, Sámsstaði
í Fljótshlið, á Akranesi, og við
Kristneshæli i Eyjafirði og viðar. Birki,
víðitegundir og sums staðar sitkagreni
eru helstu trjátegundir í skjólbeltunum.
Limgerði eru orðin algeng í görðum,
gerð úr sömu tegundum og í skjólbelt-
um, en venjulega löguð með klippingu.
Lág limgerði eru þó oft gerð úr
Alparibsi, gljámispil, rósum og fleiri
tegundum. Gljámispill fær fagran rauð-
an haustlit. Brekkuviðir, gljáviðir og
viðja eru algengastar víðitegundir í
görðum, einnig sums staðar Alaskavíð-
ir, oft nefndur silfurvíðir, því að það
stirnir á lauf hans i golu.
í bókinni Garðagróðri eru fjölmarg-
ar myndir, bæði svart-hvítar myndir og
litmyndir. Aftast eru nafnaskrár yfir
íslensk tegunda- og ættkvíslaheiti,
íslensk ættaheiti og latnesk ættaheiti.
Þar er og getið heimildarrita og skrá yfir
myndir.
: 1IB81 Si'ííg Zv:í k ■»*
ff * % : s §Ég| l*slpi*-kg Á *■ táS J
■ Dansað í miðborg Reykjavíkur á 17. júni 1971.
KVÖLDSKEM MTU N í
MIÐBORG REYKJA-
VÍKUR 17. JÚNÍ
■ Dagskrá Þjóðhátíðar i Reykjavík
verður með hefbundnum hætti fram
að hádegi. Albert Guðmundsson, for-
seti borgarstjórnar, leggur blómsveig
frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðs-
sonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu
og siðan verður dagskrá við Austúrvöll
og hefst hún kl. 10.40. Guðríður
Þorsteinsdóttir formaður Þjóðhátiðar-
nefndar, setur hátíðina. Forseti íslands,
Vigdis Finnbogadóttir, leggur blóm-
sveig frá íslensku þjóðinni að minnis-
varða Jóns Sigurðssonar og Gunnar
Thoroddsen, forsætisráðherra, flytur
ávarp. Einnig verður ávarp fjallkonunn-
ar, Karlakórinn Fóstbræður syngur og
Lúðrasveit verkalýðsins leikur.
Kl. 11.15 verður guðsþjónusta i
Dómkirkjunni. Þar predikar biskupinn
yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson.
Dómkórinn syngur ásamt Kristni Sig-
mundssyni.
Tóti trúður mun heimsækja barna-
deildir spítalanna fyrir hádegi.
Eftir hádegi hefst dagskrá í miðborg-
inni klukkan 14.00, og verða engar
skemmtanir i úthverfum borgarinnar.
Til skemmtunar verður m.a. að
félagar úr Fornbilaklúbbi íslands aka
bifreiðum sínum um borgina. í Hljóm-
skálagarðinum sýna skátar tjaldbúðar-
og útistörf, á Lækjartorgi leikur
jasshljómsveit og lyftingarmenn sýna
íyftingar og aðstoða áhorfendur, ef
einhver vill taka þátt i lyftingunum.
f Lækjargötu skemmta norskir gestir,
barnalúðrasveit frá Alta leikur og
stúlknakór frá Gloppen syngur.
Klukkan 16.00 hefst barna- og
fjölskylduskemmtun á Amarhóli, en
þangað verður gengið í skrúðgöngu frá
Hlemmtorgi og leggur gangan af stað kl.
15.20.
Á skemmtuninni verða sýnd atriði úr
leikritunum Gosa og Litla krítarhringn-
um, Bessi Bjamason skemmtir, Sigurð-
ur og Randver flytja skemmtiþátt,
söngflokkurinn Hálft í hvom syngur og
jafnvægislistamaðurinn Walter Wasil
sýnir listir sínar.
Kl. 21 kemur svo rúsínan i pylsuend-
anum, 17. júní kvöldskemmtunin gamla
og góða verður aftur á iLækjartorgi og
í Austurstræti og leika þar hljómsveit-
imar Ego og Pónik. Gert er ráð fyrir að
skemmtuninni ljúki kl. eitt eftir mið-
nætti.