Tíminn - 17.06.1982, Page 17

Tíminn - 17.06.1982, Page 17
FIMMTUDAGUR 17. JUNl 1982 17 fþróttir ■ Heimir Karlsson sækir að marki Eyjamanna, en Páll markvörður Pálmason er sneggri til og gómar knöttinn. Mynd. Ari. Víkingur sigraði ÍBV 2:0 í Meistarakeppninni: Verðsku Idaðu r Víkingssigur ■ Gunnar Gunnarsson og Heimir Karlsson tryggðu Víkingum sigurinn i hinni svokölluðu Meistarakeppni KSÍ i gærkvöldi með því að leggja að velli ÍBV 2-0. Voru Vikingamir vel að sigrinum komnir, þeir léku einn af sinum betri leikjum það sem af er sumri. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum, en þó voru Vikingarn- ir öllu ákveðnari, m.a. átti Aðalsteinn skot í stöng ÍBV-marksins utanvírða. Hinum megin varði Ögmundur vel frá Ómari í tvígang. Eftir fremur rótega byrjuri seinni hálfleiks átti Ómar Torfason tvö sannkölluð dauðafæri á 63. mtn, en tókst ekki að nýta þau. Aðeins mín. seinna skoraði Gunnar Gunnarsson með hörkuföstu skoti úr vítateignum, 1-0. Undir lok leiksins bætti Heimir Karlsson við öðru marki, fékk stungusendingu og skoraði af öryggi, 2-0. {liði Víkings átti Gunnar Gunnarsson skinandi góðan leik. Þá voru Þórður Marelsson og Jóhannes Bárðarson góðir. Annars varð það áberandi hjá Vikingsliðinu í þessum leik hve jafnt það var. Hjá ÍBV bar mest á Ómari Jóhanns- syni í fyrri hálfleik. -IngH Alsírbúar sigrudu Vestur-Þjóðverja 2:1 Ótrúleg úrslit ■ Snillingurínn Karl-Heinz Rummen- igge skoraði mark fyrir Vestur-Þjóðverj- ana, en það dugði ekki til og Alsirbúamir fóro með sigur af hólmi. Perú missti af messurmi Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tímans á Spáni: ■ Landslið Perú gat ekki notið ætlaðs messuhalds að dvalarstað sinum við La Coruna, vegna fjarveru prests þess- er átti að þjóna þeim í messunni. Forráðamenn Perú-liðsins eru mjög vonsviknir vegna þessa atviks, jafnvel óttaslegnir því flestir leikmennirnir eru ákafir kaþólikkar og eru vanir að leggjast á bæn fyrir hvern leik. Margir hafa hent gaman að fréttum af brostnum messuvonum Perúmanna og kom siðar i ljós að þeir voru hálf niðurbrotnir i leiknum gegn Kamerún (sem endaði óvænt 0-0.) Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tím- ans á Spáni: ■ Úrslitin í leikjum Heimsmeistara- keppninnar hér i dag (miðvikudag) voru með ólikindum, einkum að Alsirbúum skyldi takast að leggja sjálfa Vestur- Þjóðverja að velli, 2-1. Þá kom það verulega á óvart að Spánverjum skyldi ekki takast að sigra Honduras. Einu úrslitin sem kallast „normal" voru sigur enskra gegn Frökkum, 3-1. Fyrsti hálfleikur leiks Englendinga og Frakka var fremur jafn, en fyrsta markið skoraði Robson eftir aðeins 30 sek. Á 24. mín jafnaði Soler fyrir Fransmenn og eftir það fóru þeir að sækja i sig veðrið. Hinn frægi Platini var tekinn úr umferð af Wilkins. Seinni hálfleikur var hinn fjörugasti, Frakkar sóttu framanaf, en Englending- ar tóku forystuna með góðu marki Robson með skalla, 2-1. Skömmu seinna skoraði Mariner þriðja markið, 3-1. Hinn mikli hiti (34 gráður) setti svip sinn á leikinn. Copell, Francis og Robson áttu bestan leik enskra. Platini var bestur í liði Frakka. Honduras tók óvænt forystuna á 7. mín. leiksins gegn Spáni og var þar að verki starfsmaður að nafni Zlaya, en Spánverjar sóttu stíft nær allan fyrri hálfleikinn. Hið sama var uppi á teningnum i seinni hálfleiknum uns Saura fiskaði viti, sem Lopez Uarte skoraði úr, 1-1. Vöm Honduras-búa var Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tím- ans á Spáni: ■ Vestur-þýski landsliðseinvaldurinn, Jupp Derwall, hefur í fararneyti sinu 4 svokallaða njósnara, hverra hlutverk er að fylgjast með leikjum andstæðinga Þjóðverjanna. Meðal spionanna er Bert Vogt, einn besti leikmaður landsliðs- föst fyrir hinni miklu sókn spánskra. Þá er komið að sigri Alsír gegn Vestur-Þýskalandi. Þeir þýsku áttu mun meira í þessum leik, en Alsírbúarnir vörðust vel og áttu skyndisóknir inn á milli. Staðan í hálfleik var 0-0. í seinni hálfleiknum tóku Alsirarnir forystu en Rummenigge jafnaði fyrir þýska. Sú sæla varð skammvinn því Alsir kvittaði fyrir sig aðeins 2 min seinna og tók forystuna 2-1. Þeim úrslitum varð ekki haggað þrátt fyrir nær stöðuga sókn Vestur-Þjóðverjanna. Óvæntustu úrslit í HM frá 1950 (er Kanar sigruðu Englendinga) voru stað- reynd. EM/IngH ins U-21, en hans hlutverk er að „kortleggja“ enska landsliðið. Þjálfari U-liðsins, Dietrich Weise, mun verða til staðar á leik Brasiliu og Rússlands, sem er opnunarleikur 6. riðils. Hinir tveir sem eftir eru hafa júgóslavneska og spánska landsliðið á sínum snærum. EM/lngH Fjórir T,njósnarar” med vestur-þýskum PUNKTAR Tveir knattspyrnumannanna úr liði ítala, sem sigraði í keppninni 1934, voru „náðaðir“ af þáverandi einvaldi Mussolini. Mussi vildi ekki að liðið frá 1934 tapaði leik og bannaði þvi að leika saman meir. En 4 árum seinna urðu ítalirnir að verja titil sinn og þá sótti þjálfarinn, Vittorio Puzzo, það hart að tveir úr 1934-liðinu yrðu „náðaðir“ og varð það, úr eftir miklar fortölur. Auðvitað sigruðu ítalirnir í kcppninni (1938), lögðu Ungverja að velli i úrslitaleiknum 4-2. Úr því að ítalir eru til umræðu hér má geta þess að HM-leikmennimir nú fá rúmlega 200 þúsund krónur hver fyrir það eitt að tryggja sér sæti í milliriðlunum. Þrir leikir eru á dagskrá HM í dag. í öðrurn riðli leika Chile og Austurríki og er það nánast úrslitaleikur um sæti í milliriölinum, því Vestur-Þjóð- verjarnir verða að teljast vtsir um framhald i keppninni. Þá leika Tékkar gegn Kuwait-búum i 4. riðli og Júgóslavar mæta Norður- frum i 5. riðli.Siðamcfndi leikur- inn ætti að gcta orðiö spennandi. Á föstudag leika síðan Brasilia- Skotland (þvílikur leikur...), ítal- ía-Pcrú og loks Argentina-Ung- verjaland, en þann leik verða Argentinumennirnir að vinna. Fransmaðurinn Bemard Lacombe á merkilegt met í HM. Árið 1978skoraði hann eftir aðeins 38 sck. i leik Frakkanna gegn Ítalíu. En, þvi miður, ítalirnir hristu af sér slenið og sigruðu 2-1. Hvor er betri Maradona eða Zico? Þessari spurningu var varpað fram til 136 blaðamanna í Norður-, Mið- og Suður-Ameriku. Maradona sigr- aði naumlega, hlaut 572 stig gegn 524 stigum Zico. Nú i HM gefst hins vegar fótboltaáhugamönnum um allan heim tækifæri á að kveða upp sinn úrskurð. Við hér á Timanum teljum að staðan sé nú 1-0 fyrir Zico eftir fyrstu lcikina. Hvaö finnst ykkur? Pelé „tippar“ hvaða lið komast í milliriðlana: 1. riðill: ítalia og Pólland, 2vriðill: Vestur-Þýskaland og Chilc, 3. riðill: Argentina og Belgia, 4. riðill: England og Tékkóslóvakia, 5. riðilt: Spánn og Júgóslavia, 6. riðill: Brasilia og Skotland...

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.