Tíminn - 24.06.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.06.1982, Blaðsíða 1
Unglingar í sumarvinnu teknir tali - bls. 10-11 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Fimmtudagur 24. júní 140. tölublað - 66. árg. SLITNAÐ HEFUR UPP UR SAMNINGAVIÐRÆÐUNUM — enn sprengir „aflabœstsfradratturinn" engir f rekari f undir boðaðir ¦ „Svör saraningsaðila, við þeim málum sem þeir voru að skoða frá þvi í gær, voru þess eðlis að allir aðilar urðu sammála um það að áframhald- andi viðræður á þessu stigi málsins hefðu enga þýðingu. Nýr samninga- fundur verður því ekki boðaður nema að annar hvor aðilinn óski þess eða þá að sáttanefndin meti að aðstæður hafi breyst", sagði Guðlaugur Þorvalds- son, rikissáttasemjari rétt um það er samningafundi var slitið i gær. En hver sprengdi þá viðræðurnar? Um það eru samningsaðilar langt ífrá sammála. „Þessar viðræður sprungu á því að VSÍ neitar að ræða við okkur frekar nema að við séum reiðubúnir til samninga um stórskerta vísitölu auk þeirra nýjustu uppfinningar - skerð- ingar vegna minnkandi fískafla - sem er sjálfvirkt kauplækkunarkerfi. Mér sýnist augljóst að þegar svona hlutum er hent fram þegar samningar eru að komast á lokastig, þá er það talandi tákn um að verið er að komast hjá þvi að semja", sagði Ásmundur Stefáns- son, forseti ASÍ. „ASÍ neitar að halda áfram viðræð- um nema að við drögum til baka tillögur okkar um lækkun verðbóta vegna samdráttar sjávarafla. Við höfum lýst okkur reiðubúna til að halda áfram viðræðum, en það hljóti þá að vera með þeim hætti að allar tillögur séu þá til umræðu. Á það getur ASÍ ekki fallist. Á þvi springur", sagði Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VS{. En þó ASÍ og VSÍ myndu semja um skerta visitölu, þá semja þeir vitanlega bara fyrir sjálfa sig. Yrðu þá kannski tvær eða fleiri visitölur í gildi fyrir launþega í landinu og þá misháar verðbætur? Það er ein spurningin. „Ég telað ákvarðanir um mál sem snerta hvern einasta þjóðfélagsþegn verulega, eigi að taka á öðru borði en samningaborði ASÍ og VSÍ", sagði Björn Þórhallsson m.a. er við ræddum þetta við hann. Um framhaldið þorði enginn að spá í gær. En samkvæmt traustum heimild- um eru ýmsir farnir að búast við einhverjum skæruverkföllum komist ekki nýr skriður á málin áður en langt um líður. _ HEl Bíræf nir þjóf- ar á ferð í Grindavík: HINDU EKKILYF ENSTÁLU FROSK- BÚNINGI í STADINN! ¦ Þjófar í lyfjaleit voru á ferð um borð í bátnum Friðgeiri Trausta GK 400 þar sem hann lá i Grindavíkurhöfn í fyrrinótt. Lyfjakista bátsins var brotin upp, en í henni voru engin sterk lyf, vegna þess að búið var að stela þeim áður. Ekki fóru þjófarnir þó tóm- hentir í land. Þeir höfðu á brott með sér froskköfunarbúning, bláan að lit. Lögreglan í Grinda- vík biður alla þá sem geta gefið upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir við höfnina milli klukkan 01.00 og 06.00 í fyrri- nótt að láta sig vita. -Sjó. íþróttir: HIVIÍ fótbolta — bls. 13 ¦ „Veiðin hefur verið treg i dag. En þó fáum við alltaf einn og einn," sögðu þeir Venni og Hemmi, 9 ára strákar, sem voru að dorga með færi um borð i vitaskipinu Árvakri í Reykjavflcurhöfn þegar Ijósmyndara Tímans bar þar »»• Tímamynd Ari. Banana- steik — bls. 12 Med hjartað utaná! — bls. 2 5n- sr- stríð — bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.