Tíminn - 24.06.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.06.1982, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 24.JÚNÍ 1982 erlent yfirlit 7 erlendar fréttir ANNAN júlí lýkur fyrsta formanns- kjörinu hjá hinum nýstofnaða flokki sósíaldemókrata í Bretlandi, en það er hafið fyrir nokkru. Því er háttað þannig, að allir þeir, sem hafa skráð sig í flokkinn, eiga kost á að taka þátt í því. Skráðir flokksmenn eru nú um 78.000. Um skeið var búizt við þvi, að Roy Jenkins yrði sjálfkjörinn formaður, þótt margir létu í ljós, að þeir vildu heldur Shirley Williams. Hún hafnaði þvi að gefa kost á sér. Þriðji maðurinn af fjórmenningunum, sem hafa stjórnað flokknum, greip þá tækifærið og bauð sig fram gegn Jenkins. Þessi óvænti keppinautur Jenkins var David Owen, fyrrv. utanríkisráðherra. Owen lét í fyrstu í veðri vaka, að framboð hans byggðist á því, að óeðlilegt væri að hafa ekki kosningu, eins og raunverulega hefði orðið, ef Jenkins hefði orðið sjálfkjörinn. Það þykir síðar hafa komið í ljós, að Owen hafi gengið fleira til. Hann er sagður metnaðargjarn. Hann er nú formaður í þingflokki sósíaldemókrata, sem telur orðið 30 þingmenn. Owen mun hafa talið, að hann myndi síður njóta formennskunnar i þingflokknum þegar búið væri að kjósa annan formann flokksins. Honum nægði því ekki minna en að vera hvort tveggja. Þrátt fyrir framboð Owens, var Jenkins talinn áfram sigurvænlegur. ■ Jenkins og Owen Tekst Owen að sigra Jenkins? Afstaða Shirleys getur ráðið úrslitum, Hann mun líka hafa álitið það sjálfur og hafði þvi hægt um sig. Þetta breyttist hins vegar eftir að Shirley Williams lýsti fylgi sínu við Owen. Hún er vinsælasti leiðtogi sósíaldemókrata og var stuðningur hennar við Owen því mikilvægur. Annar og meiri hvalreki barst Owen upp i hendurnar um likt leyti. Það var Falklandseyjadeilan. Owen er talsmað- ur sósialdemókrata í utanrikismálum. hann hefur þvi oft komið fram í útvarpi og sjónvarpi í sambandi við hana. Þar hefur hann verið fullt eins skeleggur og Margaret Thatcher. Þetta hefur fallið mörgum vel i geð og er talið, að það hafi styrkt hann verulega i keppninni við' Jenkins. Eins og nú standa sakir, eru úrslitin talin tvísýn, en þeim virðist þó fara fjölgandi, sem spá Owen sigri. Jenkins er orðið ljóst, að hann er i hættu og vinnur því orðið af kappi að sigri sinum. FJÖLMIÐLAR hafa haldið því fram, að nokkur skoðanamunur sé hjá þeim Jenkins og Owens og eigi hann þátt í þvi að Shirley Williams hefur lýst yfir stuðningi við hinn siðamefnda. Jenkins er talinn hallast að þvi, að flokkur sósíaldemókrata verði frjáls- lyndur miðflokkur, sem geti átt góða samleið með Frjálslynda flokknum. Víst er það líka, að Jenkins er sá leiðtogi sósíaldemókrata, sem fellur fylgismönn- um Frjálslynda flokksins best í geð. Kosning hans er talin trygging fyrir góðu samstarfi milli flokkanna. Það er sagt vaka fyrir Jenkins að ná sem mestu fýlgi frá íhaldsflokknum og byggja flokk sinn á þeim grunni. Owen og Williams eru ekki sögð jafnhrifin af miðflokkshugmyndinni. Þau vilja stefna að því, að flokkurinn verði róttækur sósialdemókratiskur flokkur og nái þannig þeirri stöðu i brezkum stjórnmálum sem Verka- mannaflokkurinn hefur nú. í baráttunni við Jenkins hefur Owen þó ekki haldið þessu mjög áberandi fram. Hann hefur síðustu dagana lagt mikla áherzlu á að lýsa yfir því, að hann vilji gott samstarf við Frjálslynda flokkinn. Hann segist hins vegar ekki vilja undirgangast stefnu Frjálslynda flokksins, frekar en fylgismenn hans vilji undirgangast stefnu sósialdemókrata. Þrátt fyrir það eigi þessir flokkar samleið og verði að hafa trausta samvinnu í næstu kosningum. ■ Jenkins og Shiriey Williams hefur fylgi bandalags sósíaldemókrata og Frjálslynda flokksins minnkað veru- lega að undanförnu. Þar veldur mestu, að íhaldsflokkurinn hefur rétt sig mikið við, siðan Falklandseyjadeilan hófst. Sósíaldemókratar hafa bersýnilega misst aftur mestan hluta af þvi fylgi, sem þeir virtust vera búnir að vinna frá íhaldsflokknum. Frjálslyndi flokkurinn hefur hins vegar haldið fylgi sínu nokkurn veginn. Það virðist sennilegt, að íhaldsflokk- urinn myndi vinna kosningar, ef þær færu fram nú. Aukakosningar hafa farið fram í tveimur kjördæmum síðan Falklandseyjadeilan hófst og sigraði íhaldsflokkurinn i þeim báðum. Þetta bendir til þess, ásamt skoðanakönnun- um, að íhaldsflokkurinn sé sigurvænleg- ur. Þess ber þó að gæta, að þátttakan í aukakosningunum var óvenjulega lítil, og má þvi ekki draga of ákveðnar ályktanir af þeim. Ýmsir fréttaskýrendur hafa líka bent á, "að það nægði ekki Churchill að vera vinsæll meðan síðari heimsstyrjöldin stóð yfir og að bera sigur af hólmi. Hann beið mikinn kosningaósigur strax eftir stríðslokin. Vinsældir Thatcher geta minnkað aftur, þegar farið verður að ræða um hvernig Bretar eiga að notfæra sér hernaðarlega sigurinn á Falklandseyj- um. Um það efni geta risið miklar deilur, meira að segja innan íhalds- flokksins. Meðan stríðsfréttirnar frá Falklands- eyjum voru aðalfréttaefni fjölmiðla dróst athyglin frá atvinnuleysinu, sem enn fer vaxandi. Nú koma áhyggjurnar vegna þess aftur til sögu. Kosningafyrirkomulagið i Bretlandi er líka þannig, að erfitt er að byggja kosningaspár á skoðanakönnunum. Frægasta dæmið um það eru úrslit þingkosninganna 1929. Þá fékk íhalds- flokkurinn 38.2% greiddra atkvæða, Frjálslyndi flokkurinn 23.4% og Verka- mannaflokkurinn 37.1%. Þingsætin skiptust hins vegar þannig: íhalds- flokkurinn 260, Frjálslyndi flokkurinn 59 og Verkamannaflokkurinn 288. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Líbanon: Vopnahléið bregst aftur — Alvarleg átök við Beirut ■ Enn hefur vopnahlé brugðist í Linbanon og átökin þar halda áfram en alvarleg átök urðu i gær í fjöllunum austan við Bcirut auk þess sem til átaka kom við endamörk borgarinnar. Enn á ný gerðu flugvélar ísraels- manna loftárásir á stöðvar Sýrlend- inga við þjóðveginn til Damaskus en þær voru studdar af stórskotaliði. Flugvélar ísraelsmanna gerðu enn- . fremur loftárásirá stöðvar Palestínu- manna við flugvöllinn i Beirut. Mikil sprenging eyðilagði byggingu, sem skæruliðar Palestinumanna höfðu aðsetur í, í vestur hluta borgarinnar. Ekki er vitað um mannfall né orsök sprengingarinnar. Sprengjukúlur og eldflaugaregn truflaði fundi þjóðarráðs þess sem stofnað hefur verið til í Líbanon til að leysa deiluna en fundurinn var haldinn í forsetahöllinni. Á fundinum var til umræðu friðaráætlun sem samþykkt hafði verið deginum áður en samkvæmt fréttum í israelska útvarpinu i gær mun stjórnin þar ekki reiðubúinn til að fallast á þessa áætlun. Bærinn Juniye fyrir norðan höfuð- borgina er troðfullur af erlendu fólki sem bíður eftir fari frá Líbanon sjóleiðina. Breska, bandaríska og franska stjórnin hafa aðvarað borg- ara og sagt þeim að yfirgefa stríðssvæðið, og þá sérstaklega vesturhluta Beirut, og munu skip frá þessum löndum vera á leið til Juniye. Fréttaritarar í bænum segja að fyrir annað fólk er eina leiðin frá bænum, far með gömlum fraktskip- um og lagði eitt slikt frá höfn í gær, troðfullt af Egyptum, en það voru að stærstum hluta farandverkamenn. Lest 17 vörubíla, sem Barnahjálp SÞ sendi, hefur náð til Beirut frá Damaskus, með birgðir sem borgar- búar þarfnast sárlega. Margrét That- cher forsætis- ráðherra: Rædir áæfl- anir um sjálfs- stjórn Falklands eyja ■ „Það er ætlun bresku ríkis- stjórnarinnar að Falklandseyjabúar sjálfir taki smátt og smátt við stjórn eyjanna“, sagði Margret Thatcher forsætisráðherra Bretlands á fundi með fréttamönnum í New York en þar situr hún afvopnunarráðstefnu SÞ. Thatcher sagði að Bretar mundu gefa SÞ yfirlit um viðræður á milli Breta og eyjaskeggja og árangrinum af þróuninni i átt til sjálfsstjómar eyjanna. Aðspurð um hvort eitthvert sam- starf yrði haft við Argentinu sagði Thatcher að hún vildi vinsamleg samskipti við stjórnina þar sem umræða um stjórn eyjanna kæmi ekki til greina fyrr en sjálfstjórn þeirra væri komin. Á afvopnunarráðstefnunni sjálfri sagði Thatcher að takmörkun vopna væri æskileg ef hún stuðlaði að minni hættu á innrás. Hluti herliðs Breta á Falklandseyj- um er nú að undirbúa ferðina heim til Bretlands og er sjórinn fyrir utan Port Stanley fullur af bátum og ferjum sem flytja hermenn út til herskipanna. í London gaf Nott varnarmálaráð- herra opinberlega út yfirlit um skipatjón Breta i striðinu en í því var fjórum skipum sökkt og 12 skip löskuð. ■ „Eyjaskeggjar sjálfir taki við stjóm Faiklandseyja“ segir Thatcher. Hussein í Sovét ■ Hussein Jórdaniukonungur er nú í einkaerindagjörðum i Sovétríkj- unum en þar mun hann hitta ráðamenn að máli. Búist er við að konungurinn muni ræða ástandið í Líbanon og gagnkvæma samvinnu landanna. Með honum i förinni eru kona hans og utanrikisráðherrann. ■ Argentina: Hinn nýi stjórnandi landsins Bignone hershöfðingi hefur hafið viðræður við fulltrúa sjó- og flughers sem drógu sig úr herforingjastjórninni eftir ósættið um forsetaembættið. Landherinn sem hefur tekið völdin mun hafa gefið loforð um að lýðræði yrði komið á i landinu 1984. ■ Spánn: 1 dag lýkur tveggja daga heimsókn Mitterrandsrrakklandsforseta til Spánar. Hann hefur átt viðræður við stjórnmálaleiðtoga í landinu og Juan Carlos Spánarkonung og i viðræðunum mun hafa verið lögð áhersla á að bæta samskipti landanna. ■ Thailand: Stjórn Thailands og Flóttamannanefnd SÞ hafa greint nánar frá áætlunum um baráttu við sjóræningja sem mikið hafa haft sig i frammi i austurlöndum fjær, sérstaklega á Kinahafi. Nýjar sveitir hermanna undir stjórn Thailendinga munu fá nýja gæslubáta og flugvélar til baráttu gegn þessum ófögnuði. SAMKVÆMT skoðanakönnunum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.