Tíminn - 24.06.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 24.06.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendura um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurnfs Sími (91 ) 7 - 75-51, (91 ) 7 - 80-30. Skemmuvegi 20 Kópavogi HEDD HF. Mikið úrval Opid virka daga 9-19 • Laugar daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Ármúla 24 Sími 36510 ■ „Það eru um tveir mánuðir siðan við fórum út í vinnslu á vídeóspólum en sú vinnsla hefur stöðugt farið vaxandi. Við viljum fara varlega i þeim efnum ogvinnumaðeins efnifyrir þá aðila sem hafa samn- inga um höfundarrétt en höfundarrétturinn er mikilvægastur í þessum efnum“, sagði Ragnar Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Texta hf. í samtali við Tímann. Texti hf. hefur nú starfað í ein 12 ár við það að setja íslenskan texta á allar þær kvikmyndir sem hér eru sýndar og er það eina fyrirtækið sinnar tegundar hér- lendis. „Við höfum nýlega farið út í fjölföldun á videó-spólum á þessu sviði og keyptum við okkur sérstakar vélar til þess. Vegna þess hve öll vfdeómál eru ruglingsleg hérlendis þá vinnum við ekki fyrir aðra aðila en þá sem hafa pottþétta samninga í höndunum um höfundarrétt. Hinsvegar eru til FIMMTUDAGUR 24.JUNI 1982 fréttir Jafntefli Ragnar Guðmundsson og Valdimar Steinþórsson i Texta hf. Timamynd Ari .HOFUNDARRETTUMNN ER MIKILVÆGASTUR í ÞESSU’ — rætt vid Ragnar Gudmundsson og Valdimar Steinþórsson íTexta hf. sem nýlega hefur hafið fjölföldun á vídeóspólum með íslenskum texta videóspólur á markaðinum hér sem eru með íslenskum texta og ekki frá okkur komnar en þá er um að ræða efni sem hefur verið fjölfaldað á litil tæki og þekkja má frá okkar framleiðslu á því að gæðin eru mun verri“ Tekur 5-6 daga í vinnslu Sem fyrr segir hefur Texti hf. unnið við að setja íslenskan texta á kvikmyndir þær sem hér eru dropar sýndar í kvikmyndahúsum. Við báðum Ragnar og félaga hans Valdimar Steinþórsson að greina aðeins frá þeim þætti starfsem- innar. „Þetta er ferli sem tekur yfirleitt um 5-6 daga. Við fáum alltaf þýdd handrit af myndinni send ásamt textahandriti á viðkomandi tungu- máli. Er handritið hefur verið þýtt, þarf að ljóssetja það en textaferlið er nokkuð flókið og þetta fer í gegnum margar vélar.“ „f vídeóinu er yfirleitt um það að ræða að við fáum „master- spólu“ sem við setjum textann á elektrónískt en síðan eru spólurn- ar fjölfaldaðar í þar til gerðum tækjum. Þetta tekur styttri tíma en ef um kvikmynd er að ræða“. Þjófnaðir „Hér eru ýmsar leigur sem gera ekkert annað en að fjölfalda spólur og senda síðan í pökkum út á land. Gæðin á þessum spólum eru ekki mikil en fólk lætur sig hafa það að kaupa þær. Þessar spólur eru ekki textaðar en ef svo er þá hefur ekki verið um fagmannlega vinnu að ræða og stórmunur á hvað gæðin varðar miðað til dæmis við vinnsluna úr okkar tækjum og í öllum tilfellum um ólöglega vinnslu að ræða. Þetta efni er oft stolið, annaðhvort keypt ytra og siðan fjölfaldað hér eða teicið beint úr sjónvarpinu." - FRI hjá íslensku strákunum ■ íslenska unglinga- landsliðið í knattspymu (skipað leikmönnum yngri en 21 árs) gerði i gærkvöldi jafntefli gegn danska ungl- ingaliðinu, 1-1, á Laugar- dalsvelli. Danir höfðu und- irtökin i fyrri hálfleik, en i þeim síðari snérist dæmið algjörlega við. íslensku strákarnir tóku öll völd sinar hendur. Mark fs- lands i leiknum skoraði Sigurður Grétarsson úr vítaspyrnu. Sjá nánar iþróttir á bls. 13. -IngH Veiði- manna- hugvekja ■ I tilefni þess að nú er stangveiðin að kumast i fullan gang birtum við hér hugvekju, sem kom fram í viðtali nýs spurtveiðiblaðs við Guðlaug Bergmann. Eftir að hafa lýst löngum slag við væna hrygnu segir Guðlaugur: „Og ég landaði laxinum þennan sólgyllta sumarmorg- un. Ég fann að ég hafði hitnað einum um of i hita leiksins. Ég tók fiskinn, lamdi og lamdi, þetta var orðinn blóðugur vígvöllur. Loks tók ég laxinn, hóf hann upp á móts við fegurð himinsins. Þetta var hrygna, silfruð og falleg. Skyndilega sá ég að þetta athæfi mitt var ógeðslegt og ekki í neinu samhengi við umhverfið. Þetta gat ekki talist iþrótt lengur. Ég hefði átt að gefa hrygnunni lif. Hingað hafði hún barist utan af hafi, upp í 600 metra hæð yfir sjávarmáli. Og hér hafði hún orðið að lúta i lægra haldi fyrir mér. Mér varð hugsað til lífs og tilveru, lífs og dauða. Ég komst við og gat ekki að mér gert, ég grét yfir örlögum hrygnunnar minnar. Þetta dæmi tek ég um það hvernig ekki á að veiða lax.“ Hvernig veit manneskjan þetta? ■ Einn viðmælandi DV i gær lætur hafa eftir sér eftirfar- andi: „Því ættu þingmenn að svara, þar sitja 60 sveinar og meyjar, sem stjórna þvi hvernig þessum kosningum er hagað“. Það er gott og blessað, en hvaðan hefur viðmælandi DV það hvernig kynferðismálum þingmanna er hagað? Vélknúinn mykju- dreifari ■ Það getur verið skemmti- legt að fletta hinum ýmsu landsmálablöðum frá þvi fyrir kosningar svona þegar orra- hriðin er yfir staðin. í grein i Vestmannaeyjablaðinu Fylki eftir Sigurgeir Ólafsson, efsta mann á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Plássinu, gat að lita Argentína sigraði 2-0 Frá Erik Mogensen frétta- manni Tímans á Spáni: ■ Mikil harka var í leik Suður Ameríkuliðanna tveggja, Argentínu og E1 Salvador, i gærkvöldi. Ar- gentinumenn sigruðu, 2-0. Þótt ýmislegt hafi geng- ið á hjá E1 Salvadormönn- um hér í Heimsmeistara- keppninni, þjáðust þeir alls ekki af minnimáttar- kennd í leiknum. Þeir sýndu mikla mótspyrnu eins og í leiknum gegn Belgum á dögunum. En þvi miður, fyrir þá, eru heimsmeistarar Argentínu þeirra ofjarlar. Heims- meistararnir fengu viti á 20. minútu fyrri hálfleiks og úr því skoraði Psarella af miklu öryggi. Þannigvar staðan í hálflcik. í siðari hálfleik náði Bertoni að bæta við öðru marki fyrir Argentinu- menn. Það var á 13. minútu, en þá einlék hann upp allan völlinn og skor- aði síðan glæsilega. Sjá nánar iþróttir EM cftirfarandi pillu til Garðars Sigurðssonar, alþingismanns: „Ég veit ekki af hverju greinarkornið hans Garðars vinar mins alþingismanns í siðasta Eyjablaði minnti mig svo á þau timamót, sem urðu hjá islenskum bændum, þegar þeir fengu vélknúna mykju- dreifara, það var ólíkt að sjá, hvað þeir dreifðu skítnum jafnara yfir túnin og fallegra var yfir að líta, en þegar honum var dreift á handafli." Krummi... heyrir að nú sé farið að selja eitt stykki ánamaðk á fjórar krónur. Þeir hljóta að vera tamdir til að kyrkja laxinn...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.