Tíminn - 24.06.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 24.06.1982, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR 24 JÚNÍ 1982 18 gródur og garðar ■ i 1 ■i i 'V mmí ■ v. fl Burnirótarbrúskar steinhxð snemma vors. Sólmánudur framundan Sólmánuður framundan! „Fífíll, minnar bernsku blóm, bros á morgni sólarrjóðum“. Hver jurtin af annarri skartar nú með nýút- sprungnum blómum bæði i garði og haga. Hófsóley (lækjasóley) fær fyrstu fegurðarverð- laun villiblóma, og bráð- um tekur holtasóley við, og blessað lambagrasið. Lítum i garðana. Þar skarta gullhnappar, silfursóley o.fl. fjölær- ar jurtir, sem snemma taka við sér, en páska- og hvítasunnuliljur hafa lifað sitt fegursta, nú 17. júni. Laukblómin komu misjafnlega und- an vetri. Allmargir laukar komu ekki upp, eða báru aðeins blöð en ekki blóm. Hretið síðla vors á eflaust hlut að máli. Líf er komið i steinhæðirnar og ber m.a. mikið á rauðum litbrigðum steinbrjóta i þeim. Ýmis islensk blóm hæfa vel steinhæðum, t.d. melasól, þrenningarfjóla, burnirót, eyrarrós, lambagras og mörg fleiri holta- og melablóm. Steinhæðir og flöt steinbeð geta verið fjölbreytt að gerð og hin skemmtilegustu. Sumir nota mosa- vaxið holtagrjót, aðrir hraunhellur, eða brimnúið fjörugrjót. Nokkrir gera tjarnir eða votlendisbeð í garði sínum og rækta engjarós, reiðings- gras, fallegar starir o.s.frv. Dálitil gróðurhús og litlar gróðurhlífar úr plasti sjást í allmörgum görðum. Æ fleiri sá sjálfir til matjurta og skrautjurta og ala þær upp í skýlunum, uns timi er kominn til gróðursetningar i garðinum. í góða veðrinu undanfarið hefur hvarvetna gefið að lita fólk að starfi úti í görðum, enda bæði gaman og heilsusamlegt. Margir unglingar vinna að bæjargörðunum og geta lært mikið á því undir góðri stjórn. En léleg verkstjórn leiðir af sér hangs og leti - öllum til ógagns. 17. júni rann upp bjartur og fagur. Reyniviðurinn fagnaði honum með ferskum hvítum blómsveipum, björkin og alaskaöspin ilmuðu. Talsvert er tekið að bera á barrtrjám i görðum hin siðari ár og er það vel farið. Barrtrén eru nýir borgarar i gróðurriki landsins og hafa verið gróðursett víða í görðum og skóg- lendi, bæði fyrir fegurðarsakir og til nytja, sbr. „bændaskógana" austur á Héraði og víðar. Sumir amast við barrtrjám af þvi að þau eru innflutt. En innfluttar eru lika matjurtirnar okkar bæði í görðum og gróðurhús- um og flest skrautblómin. Litum á túnin. Á gömlu túnunum vaxa grastegundir, sem til voru hér á landnámstíð, a.m.k. flestar. En i nýrækt ráða aðallega grös af útlensk- um stofni, já, sum alútlend, t.d. háliðagras og vallarfoxgras. Þau eru hér nýir borgarar eins og barrtrén. „Það má ekki skyggja á landið með skógi, ég vil hafa það eins og áður var“, segja sumir. En landnámsmönnum mundi bregða í brún mættu þeir líta upp úr gröfum sinum, því að holt og neðanverðar hlíðar voru að miklu leyti skóglendi þegar þeir sigldu að landi. Og vanir voru þeir miklum barrskógum í Noregi. Ingólfur Davídsson, skrifar flokksstarf Sumarhátíð Bolungarvík Sumarhátið Framsóknarmanna í Bolungarvík verður haldin í Félagsheimilinu Bolungarvík, laugardaginn 26. júní n.k. og hefst kl. 20.30. Skemmtiatriði og dans. Framsóknarfélag Bolungarvíkur. Vesturland Viðtalstímar alþingismannanna Alexanders Stefánssonar og Daviðs Aðalsteinssonar, verða sem hér segir á eftirtöldum stöðum: Stykkishólmi 25.6. kl. 21. Hlaðir 28.6. kl. 21. Almennir stjórnmálafundir í Norðurlandskjördæmi vestra Almennir sljórnmálafundir verða haldnir í Norðurlandskjördæmi vestra á eftirtöldum stöðum: í Ketilási, fimmtud. 24. júní kl. 14 Siglufirði, Aðalgötu 14, fimmtud. 24. júní kl. 21 Blönduósi, mánudag 28. júni kl. 21 Skagaströnd þríðjud. 29. júní kl. 21 Hvammstanga mánud. 30. júní kl. 21 Alþingismennirnir Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson og Ingólfur Guðnason eru frummælendur á fundunum. Allir velkomnir. Frá Happdrætti Framsóknarflokksins Dregið hefur verið í haþpdrættinu. Vinningsnúmerin innsigluð hjá borgarfógeta næstu daga, á meðan fullnaðarskil eru að berast. Þeir sem fengið hafa heimsenda miða eru vinsamlegast beðnir að greiða þá i næsta pósthúsi eða banka, sem allra fyrst. Einnig má senda uppgjör til skrifstofu Happdrættisins Rauðarárstíg 18. F.U.F. i Reyjavík heldur bingó að Hótel-Heklu Rauðarárstlg 18 næstkomandi sunnudag kl. 14.30. Stjórnin. F.U.F. í Reykjavík - Félagsfundur F.U.F. í Reykjavík heldur félagsfund um stjórnarskrármálið á fimmtudag 24. júní kl. 20.30 að Rauðarárstíg 18. Dagskrá: 1. Stjórnarskrármálið. 2. Inntaka nýrra félaga. 3. Önnur mál. Stjórnin. Happdrætti Framsóknarfélaganna í Keflavík 1- vinningur á miða nr. 1879 2. vinningur á miða nr. 428 3. vinningur á miða nr. 1366 4. vinningur á miða nr. 953 5. vinningur á miða nr. 483 Upplýsingar um vinninga i simum 1431 og 1403. Kaupfélagsstjóri Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Stykkis- hólms, Stykkishólmi er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 12. júlí n.k. Skriflegar umsóknir meö upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist formanni félagsins Dagbjörtu Höskuldsdóttur, Stykkishólmi eöa Baldvini Einarssyni, starfsmannastjóra Sam- bandsins, er veita nánari upplýsingar. Kaupfélag Stykkishólms Stykkishólmi Kvikmyndir Sími 78900 FRUMSYNIR Óskarsverðlaunarayndina Amerískur varúlfur íLondon (An Amerícan Verewolf in London) Pað má með sanni scgja að þctta er mynd í algjorum sórflokki, cnda gerði JOHN LANDIS þcssa mynd, en hann gcrði grlnmyndimar Kcntucky Fríed, Delta klíkan, og Blue Brothers. Einnig lagði hann mikið við að skrífa handrít að James Bond myndinni The Spy Who Loved Me. Myndin fékk óskarsverðlaun fyrir förðun ( marz s.l. Aðalhlutverk: David Naughton, Jenny Agutter og Griffin Dunne. Sýnd U. 5, 7, 9 og 11. EINNIG FRUMSÝNING A URVALSMYNDINNI: Jarðbúinn (The Earthling) IIIUMIMIXN kK MNIIKlilllK RICKY SCHRODER sýndi það og sannaði I myndinni THE CHAMP og sýnir það einnig I j þessari mynd, að hann er fremsta bamastjarna á hvíta tjaldinu ( dag. - Þetta er mynd sem öll [ fjölskyldan man eftir. Aðalhlutverk: William ilolden, Rkky Chroder og Jack Thompson. I Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Patrick Patrick cr 24 ára coma-sjúklingur scm býr yfir tniklum dulrænum hæfilcikum scm hann nxr fullu valdi á. , Mynd þcssi vann til vcrðlauna á Kvikmyndahátlðinni I Aslu. Lcikstjóri: Richard Franklin. Aðalhlutvcrk: Robcrt Helpmann, Sus- > an Pcnhaligon og Rod Mullinar. SýndU. 5, 7, 9.10 og 11.15 Allt í lagi vinur (Halieluja Amigo) Sérstaklcga skcmmtilcg og spcnnandi vestern grinmynd mcð Trínity bolanum Bud Spcncer scm cr i essinu sinu i þcssari mynd. Aðalhlutvcrk: Bud Spcncer, Jack Palance Sýnd U. 5, 7 og 11.20. Fram í sviðsljósið (Being There) (4. mánuður) 1 Grinmynd í algjörum sérflokki. Myndin er talin vera su aibesta sem Peter Sellers lék I, enda fékk hún tvenn Cskarsverölaun og var útnefnd fyrir 6 Golden Globe ’ Awards. Sellers fer á kostum. Aöalhlutv.: Peter Sellers, Shirley MacLane, Melvin Douglas. Jack jj Warden. Islenskur texti. Leikstjóri: Hal Ashby. Sýnd kl. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.