Fréttablaðið - 18.12.2008, Blaðsíða 10
10 18. desember 2008 FIMMTUDAGUR
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suður-
nesjum hefur komið í veg fyrir að
mikið magn þýfis væri flutt úr
landi. Einn maður, litháískur rík-
isborgari, situr í gæsluvarðhaldi
vegna rannsóknar málsins. Hann
sætir gæsluvarðhaldi til 19.
desember.
Upphaf málsins má rekja til
þess að erlendur maður kom með
umslag merkt „The Criminal
Department“ og afhenti lögreglu-
manni fyrir utan lögreglustöðina í
Reykjavík. Hann hljóp síðan á
brott.
Í bréfinu var að finna upplýs-
ingar um hvenær fjórir aðilar
væru á leiðinni úr landi með flugi.
Fram kom að fólkið sem nefnt er í
bréfinu hafi stundað innbrot og
þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu að
undanförnu og ætlaði með þýfið
úr landi.
Þá var vakin sérstök athygli á
tveimur einstaklingum sem ætl-
uðu að senda bifreið með gámi úr
landi. Væri þýfi í bifreiðinni og
gámnum.
Litháinn sem situr inni var
handtekinn í Leifsstöð við för úr
landi. Það var sá dagur sem bréfið
sagði til um að hann færi utan.
Við skoðun á farangri hans kom
í ljós talsvert af munum, ætlað
þýfi. Hjá lögreglu bar maðurinn
að hann hefði keypt munina og
væri andvirði þeirra um 400.000
til 500.000 krónur. Þar á meðal var
úr, sem maðurinn kvaðst hafa
keypt fyrir allt að 66 þúsund og
greitt fyrir með reiðufé.
Lögregla vinnur nú hörðum
höndum að því að staðsetja bílinn
og gáminn.
Hún telur rökstuddan grun fyrir
því að maðurinn sé viðriðinn
umfangsmikla og skipulagða
þjófnaðarstarfsemi og innbrot og
hafi ætlað að koma ætluðu þýfi úr
landi. jss@frettabladid.is
Stórtækt þjófa-
gengi stöðvað
Lögreglan á Suðurnesjum hefur stöðvað útflutning á
miklu magni af þýfi. Karlmaður er í gæsluvarðhaldi.
LITLA-HRAUN Maðurinn var fluttur á Litla-Hraun í gær eftir að Hæstiréttur staðfesti
gæsluvarðhald yfir honum. Hann var með mikil verðmæti á sér sem talin eru vera
hluti þýfis.
STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður
Alþingis hefur ekki enn lokið
rannsókn á skipan Þorsteins
Davíðssonar í
embætti
dómara við
Héraðsdóm
Norðurlands
eystra. Ekki er
ljóst hvort
niðurstaða fæst
á þessu ári.
Björn Bjarna-
son dómsmála-
ráðherra sagði
sig frá málinu vegna tengsla við
Þorstein, sem var áður aðstoðar-
maður hans. Árni Mathiesen,
settur dómsmálaráðherra, skipaði
Þorstein í embætti í desember í
fyrra. Í janúar var málinu skotið
til umboðsmanns og 18. mars
svaraði Árni erindi hans. Síðan
eru liðnir níu mánuðir. - kóp
Skipan héraðsdómara:
Umboðsmaður
rannsakar enn
ÁRNI MATHIESEN
STJÓRNMÁL Afstaða Illuga
Gunnarssonar, þingmanns
Sjálfstæðisflokksins, til
aðildar Íslands að Evrópu-
sambandinu (ESB) er
óbreytt. Hann telur gallana
við aðild kostunum yfir-
sterkari.
Í grein eftir Illuga og
flokksbróður hans Bjarna
Benediktsson í Fréttablað-
inu á laugardag sagði að
hefja beri aðildarviðræður
við ESB og í framhaldinu efna til þjóðarat-
kvæðagreiðslu um afraksturinn.
Þau rök ein liggja til grundvallar að notkun
krónunnar getur reynst fjötur um fót til
framtíðar.
„Ég tel að gallarnir við inngöngu séu meiri
heldur en kostirnir,“ segir Illugi sem er annar
tveggja formanna Evrópunefndar stjórn-
valda og hefur því kynnt sér málefni ESB af
kostgæfni. „Þær upplýsingar sem ég hef
viðað að mér í gegnum það starf hafa
ekki breytt afstöðu
minni. Það fylgja því
gríðarlega miklir gallar
að ganga í ESB, sérstak-
lega þegar kemur að mál-
efnum sjávarútvegsins
og auðlindanna. Það eina
sem hefur breyst í mínum
huga snýr að möguleik-
um okkar til að nota
krónuna sem gjaldmiðil í
framtíðinni.“ - bþs
Illugi Gunnarsson segir afstöðu sína til aðildar að Evrópusambandinu óbreytta:
Gallar Evrópusambandsins fleiri en kostirnir
ILLUGI
GUNNARSSONFREÐNU SKEGGI SKARTAR HANN
„Nei, mér er ekkert kalt,“ sagði Mike
Bauers, sem ýtti á undan sér snjóblás-
ara í bænum Bismark í Norður-Dakóta,
Bandaríkjunum. Hann hafði bisað
við það allan daginn, með hléum, að
hreinsa snjó af gangstétt fyrir utan
veitingahús í miðbænum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
NOREGUR Heitar umræður eru í
Noregi um hugsanlega inngöngu
Íslands í ESB og áhrif þess á norsk-
an sjávarútveg. Forsvarsmenn
innan norsks sjávarútvegs óttast
hvaða afleiðingar það muni hafa á
fiskútflutning Norðmanna ef
Íslendingar ganga í ESB og telja
hugsanlegt að norskar afurðir komi
illa út úr samkeppninni. Þetta
kemur fram hjá norska ríkisút-
varpinu NRK.
Rolf Domstein, forstjóri í sjávar-
útvegsfyrirtækinu Domstein, telur
að Norðmenn ættu að fylgja Íslend-
ingum inn í ESB því að íslensk ESB-
aðild leiði til þess að Norðmenn fái
minna verð fyrir afurðir sínar.
„Háir tollamúrar leiða til þess að
sjávarútvegurinn tapar tekjum og
atvinnutækifærum,“ segir hann.
Innan sjávarútvegsins er fylgst
náið með pólitískri og efnahags-
legri þróun á Íslandi og telja sumir
að staðan verði dramatísk. „Við
verðum þá með okkar stærsta sam-
keppnisaðila innan Evrópumarkað-
arins og án tollamúra,“ segir Geir
Andreasen og telur að Norðmenn
eigi að fylgja Íslendingum í ESB.
Reidar Nilsen hjá Fiskifélagi
Noregs óttast að missa yfirráðin
yfir auðlindunum og telur ESB hafa
alltof lélegt fiskveiðistjórnunar-
kerfi en viðurkennir að ekki sé það
jákvætt ef Íslendingar gangi í
ESB.
Helga Pedersen, sjávarútvegs-
ráðherra Noregs, telur óljóst hvaða
áhrif ESB-aðild Íslands hafi á Norð-
menn. Hún er andvíg aðild Noregs
að ESB. - ghs
Norðmenn ræða áhrif ESB-aðildar Íslands:
Noregur myndi
neyðast í ESB
Evrópunefnd stjórnvalda ætlar að meta hags-
muni Íslands í Evrópusamstarfi með kerfis-
bundnum hætti. Nefndin hefur þegar fjallað
um afmarkaða þætti samstarfsins
en með útvíkkun verður til
dæmis horft til jafnréttis-,
lýðræðis- og félagsmála,
auk annarra málaflokka.
Kallað verður eftir sjónarmið-
um félagasamtaka og, eftir
atvikum, annarra. Hugsunin
er sú að verði ákveðið að
sækja um aðild að ESB liggi
hagsmunamat fyrir.
HAGSMUNAMAT