Fréttablaðið - 18.12.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 18.12.2008, Blaðsíða 36
 18. DESEMBER 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Hangikjöt er einkennismerki íslenskra jóla. Kjötið er þó misjafnt eftir því hver reykir það og hve lengi. Þá eru til tvær mjög mismun- andi gerðir af reyktu kjöti, reykt og tvíreykt. Eðvald Sveinn Val- garðsson, gæðastjóri hjá Kjarnafæði á Akureyri, þekkir muninn á þessu tvennu. „Munurinn er í raun mjög einfaldur. Þegar kjöt er tvíreykt er tíminn í reykofninum um það bil tvöfaldaður miðað við venjulega reykingu,“ útskýrir Eðvald, sem segir þó misjafnt eftir reykofnum hve langan tíma reykingin taki. Meðan kjötið sé fullreykt eftir sólarhring í einum ofni taki það annan ofn tvo sólarhringa að reykja kjöt til fullnustu. Eðvald segir vinsældir tví- reykta hangikjötsins, eða hús- karla-hangikjötsins eins og það er stundum kallað, vera að aukast ár frá ári. „Við höfum selt mikið inn í Jólahúsið í Eyja- firði,“ segir hann og telur aukinn áhuga á tvíreykta kjötinu um allt land. „Fólki þykir skemmtilegt að láta þetta hanga uppi og skera sér flís af þessu, það er jólastemning í því,“ segir Eðvald. Við þessa tví- reykingu þornar kjötið og geymsluþolið eykst og þolir betur að vera í hita. Hjá Kjarnafæði er allt kjöt reykt í taði og að öllu jöfnu er það látið reykjast í um 36 til 48 klukkustundir. Til að tvíreykja kjötið er tíminn tæplega tvöfaldaður. „Augað segir þó líka til og við skoðum kjötið og athugum hvort við séum sáttir við útlit og áferð,“ segir Eð- vald en Kjarnafæði reykir tugi tonna af hangikjöti fyrir jólin. - sg Reykt og tvíreykt Hér er hangikjöt einkennismerki jóla. Ýmiss konar hátíðarbrauð er á boðstólum um jólin og má þar nefna allt frá flatkökum og laufabrauði yfir í sætt ítalskt panett- one og þýskt stollen. Partar og soðbrauð eru hins vegar einnig gómsæt hátíðarbrauð sem steikt hafa verið í áraraðir á Íslandi. Erfitt getur verið að sjá muninn á pörtum og soðbrauði og finnst sumum hann jafnvel lítill sem enginn. Þó eru til parta- og soðbrauðssérfræðingar sem telja sig finna mun og nefna til dæmis að soðbrauðið sé feitara. Hins vegar eru uppskriftirn- ar oft ólíkar frá manni til manns, hvort sem um er að ræða parta eða soðbrauð, þannig að munurinn getur verið illgreinanlegur. Helsti munurinn er kannski í því fólginn að partar eru algengari fyrir sunnan en soðbrauð fyrir norðan. Samkvæmt bókinni Matarást, eftir Nönnu Rögnvaldardóttur, eru partar flatar kökur úr hnoðuðu hveitideigi sem flatt er frem- ur þykkt út og síðan skorið í ferhyrninga eða tígla. Ferhyrning- arnir eru síðan steiktir í vel heitri feiti þar til þeir verða gullin- brúnir að lit og bragðast einkar vel með smjöri einu sér en líka með áleggi. Yngri kynslóðin kallar þá stundum kodda eða púða og fær sá misskilningur oft að halda sér, enda krúttlegur og sniðugur. Soðbrauð var hins vegar oftast úr ósýrðu deigi, til dæmis rúgmjölsdeigi, og voru gerðar úr því flatar, þykkar kökur sem soðnar voru með kjöti eða í súpu. Í dag er soðbrauð þó yfirleitt steikt í heitri feiti og kallast líka steikt brauð. Hægt er að kaupa soðið brauð frá Ekta brauð í Hafnarfirði og svipar því mjög til part- anna þó að vísu sé það ögn feitara. Hvað sem því líður er ljóst að partar og soðbrauð með smjöri eru gómsætt meðlæti með hangikjöti en er einnig gott eitt og sér með jólaöli, malti og appelsíni. Sumir setja kúmen í deigið og gefur það skemmtilegt bragð. - hs Partur af jólahátíðinni Mörg handtök liggja bak við konfektið sem ferðast um færiböndin hjá Nóa Síríusi þessa dagana. Þar er það að hefja sína leið til landsmanna því bragð þess er orðið sam- ofið jólahaldinu hjá flestum. Suðusúkkulaðið má heldur ekki vanta. Vélarnar ganga linnulaust í Nóa Síríusi og starfsfólkið rétt gefur sér tíma til að líta upp og brosa þegar blaðamaður og ljós- myndari gægjast inn eins og jóla- sveinar. Framleiðslan er í hámarki og þrátt fyrir kreppu hefur fólki verið fjölgað í fyrirtækinu á síð- ustu vikum að sögn Kristjáns Geirs Gunnarssonar sölustjóra. Fyrir utan hina hefðbundnu konfektkassa sem fara í verslanirnar segir hann alltaf að aukast að fyrirtæki panti í sérpakkningar. Handfimar stúlkur raða í öskjurnar af natni. Kristján segir mikið lagt upp úr því að engir kassar fari út sem séu ekki 100 pró- sent í lagi. „Allir taka þátt í því,“ lýsir hann. Starfsfólkið í vinnslunni er margt af erlendum uppruna en Kristján segir flest af því búið að vinna þar í mörg ár. „Ég lít á það sem Íslendinga,“ segir hann. Sögu Nóa Síríusar má rekja allt aftur til ársins 1920. Þá var stofn- að fyrirtæki sem hét Brjóstsykurs- gerðin Nói sem framleiddi brjóst- sykur og karamellur í kjallaraher- bergi á Óðinsgötu 17. Eftir nokkra flutninga fékk það eigið húsnæði árið 1933 að Barónsstíg 2 og keypti sama ár súkkulaðiverksmiðjuna Síríus frá Danmörku en rak hana sem sjálfstæða rekstrareiningu þar til 1977 að Nói og Síríus samein- uðust. Nú hefur starfsemin verið í stórhýsi á Hesthálsi síðan 1999. Þar eru tíu vinnslusalir en að sögn Kristjáns er misjafnt hvaða fram- leiðsla er í gangi þar hverju sinni. Um 160 manns starfa hjá Nóa Sír- íusi, þar af nokkrir á söluskrifstofu á Akureyri og örfáir annars staðar á landinu. - gun Mörg handtök eru bak við hvern mola Izabela frá Póllandi við konfektvélina. Fimm tonn af suðusúkkulaði eru framleidd á dag. Óliver frá Þýskalandi við bandið. Nú er bara eftir að smeygja lokinu á. Starfsfólkið raðar í kassana af kostgæfni. Gómsætir molar í glæsilegum umbúðum. Saga Líf Friðriksdóttir og Selma Hauksdóttir útbúa girnilegar gjafakörfur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● HIN ÍSLENSKA RÖDD ÚR ÆTIHVÖNNINNI Voxis-háls- töflur eru unnar úr íslenskri ætihvönn. Þær eru með þeim mest seldu á markaðinum bæði á Íslandi og Noregi að sögn Þráins Þorvalds- sonar hjá fyrirtækinu SagaMedica sem framleiðir þær. „Töflurnar gefa góða raun þegar sviði herjar á hálsinn. Algengt er að erlendir ferða- menn sendi okkur tölvupóst og spyrjist fyrir um hvar þær fáist eftir að þeir hafa prófað þær,“ segir hann og bætir við að nafnið merki „hin íslenska rödd“ því Vox sé rödd á latínu og IS einkennisstafir Íslands. Síðan lýsir hann framleiðslunni. „Hvannalaufið er skorið í júlí og mest tekið í Mýrdalnum. Síðan fer það í þurrkun að Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum eða hjá Land- græðslunni að Gunnarsholti og eftir það í verksmiðjuhús SagaMedica á Akranesi þar sem unnið er úr því þykkni. Það er meðal undirstöðuefna í Voxis-hálstöflunum sem eru búnar til hjá Nóa Síríusi.“ Íslenskur saltfiskur útvatnaður að hætti Spánverja frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood - fiskvinnsla frá árinu  Salisksteikurnar frá Ekta ski eru sérstaklega útvatnaðar fyrir matreiðslu eins og hún gerist best við Miðjarðarhað. 466 1016 www.ektafiskur.is pöntunarsími:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.