Fréttablaðið - 18.12.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.12.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 18. desember 2008 — 346. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG SKOÐUN Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, ritar sína 300. grein í Fréttablaðið í dag. Þorvaldur hefur ritað vikulega grein í Fréttablaðið í fimm og hálft ár. Fyrsta grein hans birtist 20. febrúar 2003 og bar yfirskriftina „Tengslin við fortíðina“. Í henni fjallaði hann um eigendaskipti Landsbankans og gagnrýndi að framkvæmda- stjóri Sjálfstæðis- flokksins sæti áfram í bankaráðinu. Í dag skrifar Þorvaldur um rætur bankakreppunnar. „Höfuðskýringin liggur að minni hyggju í rótgrónu virðingarleysi stjórnmálastéttarinn- ar gagnvart hagkvæmum og réttlátum búskaparháttum.“ - bs/ Sjá síðu 24 Þorvaldur Gylfason prófessor: Ritar 300. grein- ina í Fréttablaðið ÞORVALDUR GYLFASON veljum íslensktFIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 2008EVA SÓLVEIG ÞRASTARDÓTTIR Japönsk götutíska kem- ur með ferskan blæ • tíska • jólin • koma • heimili FYLGIR Í DAG VELJUM ÍSLENSKT Kynjaskepnur, himin- tungl og gamlir munir Sérblaðið Veljum íslenskt FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Markmiðin mikilvæg Erlendur Sveins- son kvikmynda- gerðarmaður er sextugur í dag. TÍMAMÓT 30 dagar til jóla6 Opið til 22Bráðum koma dýrðleg jól www.postur.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 8 -2 2 1 8 Á morgun er síðasti öruggi skiladagur fyrir jólapakka og jólakort innanlands LÖGREGLUMÁL Afar óheppilegt er að starfsmönnum efnahagsbrota- deildar Ríkislögreglustjóra hafi fækkað um tæpan þriðjung frá árinu 2004, segir Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari. Einum af fimm lögfræðingum deildarinnar hefur verið sagt upp. Starfsmenn efnahagsbrotadeild- ar verða þrettán talsins eftir upp- sögnina, auk eins starfsmanns í fæðingarorlofi. Þeir voru mest nítján árið 2004. Síðan hefur þeim fækkað um einn til tvo á ári. „Ég held að þetta geti ekki talist heppileg þróun. Það hefur verið talað um það í langan tíma að það þurfi frekar að efla þessa starf- semi,“ segir Bogi. Deildin hefur sætt gagnrýni fyrir að rannsókn og saksókn taki langan tíma. Bogi segir ljóst að fækkun starfsfólks verði síst til að bæta þar úr. Réttara hefði verið að ráða fleira fólk þar til starfa. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra vildi ekki veita viðtal vegna málsins, en svaraði hluta af spurn- ingum Fréttablaðsins í tölvupósti. Hann sagðist ekki þekkja mála- vöxtu og ákvörðun um uppsögn lögfræðings nú sé ríkislögreglu- stjóra. Björn benti á að stofnað hafi verið embætti sérstaks saksóknara sem fjalla á um möguleg brot í aðdraganda bankahrunsins. „Þetta sýnir ranga forgangs- röðun, enda hefur efnahagsbrotum fjölgað talsvert undanfarið,“ segir Atli Gíslason, hæstaréttarlögmað- ur og þingmaður Vinstri grænna. Hann segir þetta sýna ranga for- gangsröðun. Áherslan sé á sérsveit og greiningardeild en efnahags- brotadeild og ýmis lögreglustjóra- embætti séu í fjársvelti. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri vildi ekki veita viðtal vegna málsins. Engin svör fengust frá embættinu um frekari upp- sagnir. - bj / sjá síðu 6 Fækkað um þriðjung í efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóri hefur fækkað lögfræðingum hjá efnahagsbrotadeild um einn. Starfsmenn deildarinnar eru þriðjungi færri en 2004. Óheppileg þróun segir fyrrverandi ríkissaksóknari. Röng forgangsröðun segir þingmaður VG. Synirnir erfðu tónlistargenið Herbert Guðmundsson spilar með son- um sínum og segir þá vera tónlistar séní. FÓLK 48 LEIKSÝNING „Það er árviss viðburð- ur hjá okkur að 8. bekkur skólans taki að sér að setja upp helgileik- inn,“ segir Dagný Annasdóttir, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla. Hópurinn hóf æfingar strax í nóvember og segir Dagný mikið lagt upp úr því að hver nemandi fái hlutverk við sitt hæfi. Hún segir mikla vinnu hvíla á starfsfólkinu ekki síður en nemendunum en verkefnið reyni bæði á samvinnu og þol. Upp- skera erfiðisins sé því alltaf ánægjuleg. „Þetta er ekki eitthvað sem við hristum fram úr erminni og við sjáum í þessu verki hvað maðurinn getur ef hann ætlar sér það. Það er dásamlegt að sjá hvernig þeim fer fram með hverjum deginum.“ Tvær sýningar verða á helgileiknum í dag og á morgun. - rat, kg/sjá Allt Helgileikur Öskjuhlíðarskóla: Frumsýning á helgi leik í dag EFNAHAGSMÁL Ætla má að um hundr- að milljarðar króna séu á viðskipta- reikningum ríkisins í Seðlabankan- um. Samkvæmt yfirliti frá síðustu mánaðamótum átti ríkið um 163 milljarða. Mismunurinn hefur farið í að greiða fyrir 100 milljarða króna skuldabréfaflokk sem féll í gjald- daga um miðjan mánuðinn. Ríkið gaf út skuldabréf nú í desember, en útgáfan dugði hvergi nærri til að mæta gjalddaganum. Mismunurinn hefur farið út af reikningi ríkisins í Seðlabanka. Helmingur bréfanna sem féllu í gjalddaga í mánuðinum voru verð- bréfalán til svonefndra aðalmiðlara. Í þeim hópi voru gömlu bankarnir þrír. Óvíst er hversu langt trygging- ar bankanna dugi upp í skuldabréf- in. Hluti þeirra var í óvörðum banka- bréfum, segir Björgvin Sighvatsson hjá Seðlabankanum. Óvíst er að allt falli á ríkið þegar upp er staðið. Fjármálaráðuneytið hefur hins vegar ekki ákveðið hvað gert verður við veðin. Ríkisvíxlar verða boðnir út á morgun. Ríkisskuldabréf fyrir um 84 millj- arða króna falla í gjalddaga um mitt næsta ár og yfir 50 milljarðar snemma árið eftir. - ikh / Sjá síðu 22 Um 100 milljarðar króna eru eftir á viðskiptareikningi ríkisins í Seðlabankanum: Ríkið hefur greitt 60 milljarða Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Þennan kjól fékk ég frá Japan en þetta er japönsk götutíska frá merkinu VM. Kjóllinn er eins konar blanda af viktoríönskum stíl og poppi,“ segir Eva Sólveig Þrastar- dóttir, hönnuður og verslunareig- andi. Að sögn Evu hefur henni alltaf þótt japönsk götutíska skemmti- leg. „Þetta er ferskur blær í tísk- unni en mér hefur alltaf fundist sami blærinn vera í tísku á ÍslandiÞað kemur einhv i anum og götutísku en þessi er með þeim sætari. Í búðinni minni Krakk verður meira af fatnaði sem teng- ist japanskri götutísku eftir jól en okkur langar að brjóta aðeins upp þær tískulínur sem hafa verið hér á landi.“ Auk þess að vera mikil áhuga- manneskja um tísku þá hannar Eva eigin fatalínu. „Mín föt verða til sölu í Krakk eftir jól undiA li inlega korselett við flest allt sem ég klæðist og þá úr ýmsum efnum og litum. Þau gera svo fallegar línur og auðveldlega má breyta hversdagslegum fötum með þeim.“ Auk þess að hanna föt er Eva yfirteiknari hjá Latabæ og hefur meðal annars hannað BT músiog Offic O Sér listina allt í kringÞegar Evu Sólveigu Þrastardóttur ber fyrir augu er deginum ljósara að hér er athyglisverð og skapandi stúlka á ferð. Eva hannar fatnað, semur teiknimyndasögur og býr til teiknimyndir, skúlptúra og bangsa. Eva segir þennan japanska kjól vera einn af þeim sætari sem hún á og valdi að sýna hann þar sem jólin eru á næsta leyti. Hún á líka svip-aðan kjól með lífstykki, sem er hins vegar biksvartur. FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA LÖGREGLUKÓR REYKJAVÍKUR heldur jóla-tónleika í Grafarvogskirkju sunnudagskvöldið 21. desember klukkan 20.30. Einsöngvarar eru Anna Margrét Óskarsdóttir og Eiríkur Hreinn Helgason en stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson. Miðaverð er 1.500 kr. ÁFRAM RÓLEGT Í dag verður víð- ast hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Él sunnan til og vestan annars úrkomlítið og bjart með köflum norðaustan og austan til. Frost 0-10 stig, kaldast til landsins. VEÐUR 4 -1 -3 -7 -7 -4 ALLIR Á SVIÐ Nemendur 8. bekkjar Öskjuhlíðarskóla hafa síðan í nóvember lagt hart að sér við æfingar á helgileiknum. Upp- skera erfiðisins verður til sýnis í dag og á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bændabylting? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar um áhrif nýs fjárlagafrumvarps á landbúnað. UMRÆÐAN 28 Stabæk seldi Veigar Pál Veigar Páll Gunnars- son er á leiðinni til franska liðsins Nancy. ÍÞRÓTTIR 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.