Fréttablaðið - 18.12.2008, Blaðsíða 78
54 18. desember 2008 FIMMTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
NÝJU JÓLASVEINANIR
LÁRÉTT
2. stampur, 6. frá, 8. hestaskítur, 9.
hafið, 11. tveir eins, 12. bit, 14. fram-
vegis, 16. innan, 17. iðka, 18. fát, 20.
persónufornafn, 21. fullnægja.
LÓÐRÉTT
1. þungi, 3. bardagi, 4. reiðufé, 5.
svelg, 7. þögull, 10. gogg, 13. útsæði,
15. máttur, 16. upphrópun, 19.
eldsneyti.
LAUSN
LÁRÉTT:
2. bali, 6. af, 8. tað, 9. rán, 11. uu, 12.
glefs, 14. áfram, 16. út, 17. æfa, 18.
fum, 20. ég, 21. fróa.
LÓÐRÉTT:
1. farg, 3. at, 4. lausafé, 5. iðu, 7.
fálátur, 10. nef, 13. fræ, 15. magn, 16.
úff, 19. mó.
Sjöundi var Halldór Joð,
– sá gæfusmíðafugl,
hann grautaði í Landsbanka
með Icesave-megarugl!
Hann er ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þótt næstu kynslóðir
þeirri súpu svamli í.
„Þeir eru tíu ritstjórarnir á þriggja
ára ferli sem blaðamaður,“ segir
Valur Grettisson blaðamaður.
Valur sagði upp störfum á DV í
byrjun viku og samkvæmt til-
kynningu unir hann ekki lygum og
ritskoðun þar á bæ. Valur byrjaði
á DV árið 2005 skömmu áður en
allt varð brjálað vegna Ísafjarðar-
máls. Ritstjórarnir Mikael Torfa-
son og Jónas Kristjánsson hættu
og við tóku Páll Baldvin Baldvins-
son og Björgvin Guðmundsson.
Valur fór á Blaðið og þar var
Ásgeir Sverrisson skammlífur, við
tók Sigurjón M. Egilsson og þá
Trausti Hafliðason. „Þá stökk ég
yfir á Mannlíf og fékk Reyni
Traustason yfir mig þar. Svo Þór-
arin Þórarinsson. Ég fór aftur á
DV til Reynis og Jóns Trausta
Reynissonar,“ segir Valur. Hann
fór frá því að vera þjónn á La
Primavera í blaðamennskuna.
Veitingabransinn er skrautlegur
en sveitasæla á við fjölmiðlana.
„Ég hef lent í fáránlegustu hremm-
ingum í blaðamennsku. En það
jafnast ekkert fag á við það. Þetta
er ástar/haturs-samband,“ segir
Valur. Ef ellefti ritstjórinn hefur
samband mun Valur stökkva án
þess að hugsa sig um. „Ég er dug-
legur. Og elska starfið.“
Dramatísk ákvörðun var að
segja starfinu lausu nú þegar
Ísland gengur í gegnum hyldjúpa
kreppu.Valur er nýbakaður faðir
og atvinnulausir blaðamenn á
Íslandi nálgast hundrað. „Ég á átta
mánaða strák og konu sem þarf
sína skó,“ grínast Valur. „En hún
stóð með mér hundrað prósent.
Allt traust, sem er heilagt milli
blaðamanns og ritstjóra, var horf-
ið. Ég treysti þeim feðgum ekki
lengur,“ segir Valur sem lifir
umbrotatíma. Faðir hans greindist
með lungnakrabbamein fyrr í
vetur og Valur segir huggun harmi
gegn að geta varið með honum
tíma en þurfa ekki að vera vakinn
og sofinn í DV-hasar. „Já, og geta
haldið heilög jól.“ - jbg
Ellefti ritstjóri Vals ófundinn
VALUR GRETTISSON Dramatísk ákvörðun
að segja starfi sínu á DV lausu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Það hringdi einn gamall félagi úr
Bláu höndinni í mig og sagði: Ingvi
Hrafn! Þú ert föðurlandssvikari.
Svo skellti hann á. Að öðru leyti
hafa viðbrögð við þættinum verið
gríðarlega góð,“ segir Ingvi Hrafn
Jónsson, sjónvarpsstjóri á ÍNN.
Á þriðjudagskvöld var merkileg-
ur Hrafnaþingsþáttur Ingva
Hrafns á dagskrá en þá var gestur
hans enginn annar en forseti
Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson.
Ingvi Hrafn talar um sögulegar
sættir þeirra forsetans. Og Össur
Skarphéðinsson iðnaðarráðherra
lýsir þættinum á bloggsíðu sinni
sem átökum tveggja súmóglímu-
manna þar sem hvorugur nær taki
á hinum. Og svo hafi þeir fallist í
faðma í bókstaflegri merkingu.
Ingvi segir það orðum aukið: „Við
tókumst þétt í hendur og vorum
fjarskalega prúðir og kurteisir.
Síminn hefur ekki stoppað síðan
þátturinn kláraðist og níutíu ákaf-
lega ánægðir.“
Gúbbífiskaminni Íslendinga er
við brugðið en þó muna sumir
frægan mónólóg Ingva Hrafns úr
þættinum Hrafnaþingi sem þá var
á útvarpi Sögu sumarið 2004. For-
setinn fékk það óþvegið frá Ingva
sem kallaði Ólaf Ragnar mesta pól-
itíska óþverra sem Ísland hefur
alið, mannkerti sem ætti að halda
kjafti, óþverra og forsetafífl sem
kljúfi þjóðina í herðar niður. Í ljósi
þessa má sannarlega kalla fund
sjónvarpsstjórans og forsetans
sögulegar sættir. Og nú er komið
annað hljóð í strokkinn.
„Í ljósi neyðarlaga ákvað Hrafn-
inn að slá striki yfir allar gamlar
erjur. Og bjóða forseta í kurteist en
tæpitungulaust spjall um stöðu
mála og framtíðina.“ Ingvi segir
sem er að forsetinn hafi ekki verið
hátt skrifaður hjá sér. En bendir á
að þótt hann hafi verið honum pól-
itískt ósammála, og verið alla tíð,
þá varðandi útrás og viðskipta-
hagsmuni landsins, hafi Ólafur
Ragnar Grímsson ekki átt sinn
jafnoka. „Ég sló því upp í bókinni
um forsetann hvað er sagt um mig
og þar kemur þetta fram. Svona
gerast hlutirnir. Hann hefur setið í
hvað … bráðum þrettán ár og stað-
ið sig vel. Ég hundskammaði hann
á sínum tíma fyrir að skipta sér af
landsmálum þegar hann talaði um
ástand vega á Vestfjörðum. Svo fór
ég þessa sömu vegi og blessaði for-
setann þá fyrir að hafa haft orð á
þessu,“ segir Ingvi Hrafn. Sem þá
venti sínu kvæði í kross og spurði
hvort Sturla Böðvarsson og aðrir
þingmenn kjördæmisins væru sof-
andi bjöllusauðir á þingi.
„Já, það fór sérdeilis vel á með
okkur. Þáttur sögulegra sátta. Við
gátum báðir glott að gömlum
erjum. Sem sýnir gríðarlegan
þroska manna sem báðir eru orðnir
hálfsjötugir,“ segir Ingvi Hrafn
Jónsson sjónvarpsstjóri – og býr
sig nú undir það að takast á við
ósátta félaga úr Bláu höndinni sem
seint munu – öfugt við Ingva sem
kann að breyta um skoðun þegar
svo ber undir – taka Ólaf Ragnar
Grímsson í sátt. jakob@frettabladid.is
INGVI HRAFN JÓNSSON: SÖGULEGAR SÆTTIR MÍN OG FORSETANS
Bláa höndin afneitar Ingva
INGVI HRAFN Fór
sérdeilis vel á með
honum og Ólafi Ragn-
ari þó svo að Ingvi hafi
hvergi sparað stóru
orðin í garð forsetans í
gegnum tíðina.
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMS-
SON Var gestur Ingva en
í augum iðnaðarráðherra
var það sem fundur
tveggja súmóglímukappa
sem náðu ekki taki hvor
á öðrum og féllust svo í
faðma.
Bækur frá
Forlaginu
Alda Ósk Jónsdóttir
Smárahlíð 7i
Árni Eggertsson
Háhæð 23
Filippía Ingólfsdóttir
Steinahlíð 34
Guðmundur Einar Jónsson
Heiðarhjalla 12
Heiðrún Guðmundsdóttir
Hvassaleiti 26
Jóhanna Gunnþórsdóttir
Glósalir 7
Kjartan S. Friðriksson
Furulundur 7b
Margrét H. Jóhannsdóttir
Ránarvelli 17
Reynir Haraldsson
Bakkastaðir 161
Jólaleikurfréttablaðsins
Stefanía B. Sæmundsdóttir
Sóleyjarrimi 49
Sveinn G. Helgason
Sörlaskjóli 92
Þórey Guðjónsdóttir
Hávegur 7
Bíókort frá
Sambíóunum
Aðalsteinn A. Jóhannesson
Álfholt 32
Elísabet Ósk Jónsdóttir
Fagrabrekka 25
Erna Martinsdóttir
Fljótasel 14
Guðlaug J. Sturludóttir
Furugrund 68
Guðmundur Einarsson
Funafold 22
Hafdís Helgadóttir
Fagrahlíð 5
Hildur Arna Harðardóttir
Hamraberg 19
Pálmi Viðar Harðarson
Hátún 6
Sandra Huld Jónsdóttir
Álfkonuhvarf 65
Sigríður Eysteinsdóttir
Ásvallagötu 17
Svanhildur Þóra Jónsdóttir
Klukkuberg 34
Valgerður V.Þráinsdóttir
Kristnibraut 45a
Gjafakort frá
Þjóðleikhúsinu
Stefán Þórðarson
Furugrund 20
Þorgeir Pétursson
Sæviðarsund 9
Taktu þátt á visir.is
Vinningshafar
Vinninga skal nálgast í móttöku Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24.
Opið alla virka daga frá klukkan 8-17.
Fréttablaðið birti athyglisverða frétt
um jólalag Geirs Ólafssonar sem
hann gaf til Færeyja í gær og það að
Jens Guð bloggari efist mjög um vin-
sældir Geirs í Færeyjum. Jens bakkar
í gær ekki með eitt eða neitt á bloggi
sínu þrátt fyrir vitnisburð Elís Poulsen
útvarpsmanns á Kringvarp Föroya
sem segir Geir vinsælan. Elís stingur
niður penna á bloggi Jens sem segir
hlegið að sérfræðiþekkingu Jens í
Færeyjum: „Satt að segja
sýndi ég starfsfelögum
mínum þennan blogg
hjá honum sem telur
sig sérhæfan í færeyskri
tónlist. Og já, það var nú
hlegið og góð ástæða.”
Ríkisútvarpið minnt-
is að vonum góðs
vinar síns af skjánum, Horst Tapp-
ert, eða Derrick, þegar hann skyldi
við í vikunni. En þegar birt var stefið
þekkta sem hljómar í upphafi hvers
þáttar og byrjunarlógó þáttarins,
birtust skyndilega yfir eldrauðir stafir
með austurlensku letri. Og menn
velta því fyrir sér hvort upphafsstefið
hafi verið fengið „að láni“ á netinu,
hvort Derreck sé ekki
lengur að finna í safni
RÚV, eða hvort með
þessu sé fréttastofan
að nýta miðilinn til
fullnustu og sýna
fram á gríðarlega
útbreiðslu og vin-
sældir Tapperts?
Alltaf á þriðjudagsmorgnum koma
saman í Borgarfirði sveitarstjórn-
arforingjar af svæðinu, svo sem
bæjarstjóri í Borgarbyggð, forseti
bæjarstjórnar og kaupfélagsstjórinn
auk skærustu stjörnu sinnar sveitar,
Gísla Einarssonar sjónvarpsmanns,
og leika körfubolta. Góður liðsmaður
bættist í hópinn í vikunni, sveitar-
stjórinn í Dalabyggð og sá
Gísli sér leik á borði og
vildi vera með honum í
liði. Enda var þar kominn
hinn mjög svo hávaxni
Grímur Atlason og
þurfti ekki að
spyrja að leiks-
lokum. - jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI
Þau hundrað eintök sem komu af Flóru
Íslands eftir Eggert Pétursson fyrir jól eru
seld. Alls voru prentuð fimm hundruð eintök
og afgangurinn kemur um miðjan janúar frá
Kína. Að sögn Kristjáns B. Jónassonar,
útgefanda bókarinnar, hafa þegar myndast
biðlistar eftir þeim eintökum og á Kristján
alveg eins von á því að þau verði rifin út
þegar þau loksins komast til landsins. Flóra
Íslands kostar litlar 75 þúsund krónur og er
því dýrasta bókin sem gefin er út um þessi jól
á Íslandi. Bókin vegur 12 kíló og er því einnig
hugsanlega þyngsta bókin um þessa jól í
bókstaflegum skilningi.
Upphaflega var gert ráð fyrir því að
einhver eintök rötuðu í jólapakka valinna
viðskiptavina gömlu viðskiptabankanna sem
höfðu lagt inn sæmilega stórar pantanir. „Það
rann því kalt vatn milli skinns og hörunds
þegar þeir fóru, einn af öðrum, á hausinn,“
segir Kristján. Hins vegar hafi viðtökur
almennings verið það góðar að áhyggjurnar
reyndust óþarfar. „Það kom mér eiginlega á
óvart hversu almennur áhugi var mikill enda
bókin kannski ekki á hefbundnu bókaverði,“
segir Kristján.
Kristján vill ekki meina að hann komi frá
verkefninu sem milljónamæringur. Fram-
leiðslukostnaðurinn sé mikill þótt Kristján
vilji ekki gefa hann upp.
„Það eru margar, margar milljónir,“ segir
Kristján sem vonast bara til að hann komi út á
sléttu.
Hann segir kaupendurna vera úr öllum
þjóðfélagsstigum en samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins höfðu engu að síður þekktir
aðilar úr gamla bankakerfinu fjárfest í
bókinni upp á eigin spýtur. Kristján vildi
ekkert tjá sig um það, sagði Flóru Íslands vera
fyrir alla. - fgg
Dýrasta bók landsins uppseld
UMHVERFISRÁÐHERRA FÆR EINTAK Kristján Bjarki og
Eggert Pétursson afhentu Þórunni Sveinbjarnardóttur
eintak af Flóru Íslands sem er uppseld. Hún kostar 75
þúsund krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA