Fréttablaðið - 18.12.2008, Blaðsíða 16
16 18. desember 2008 FIMMTUDAGUR
ALLT Á FLOTI Borgin Cavaillon í Suður-
Frakklandi er umflotin vatni eftir miklar
rigningar undanfarna daga en þessi
íbúi borgarinnar reyndi í gær að losa
stíflu í niðurfalli til að hleypa vatni af
götunni. Úrkoman hefur gert mönnum
lífið leitt. Raflínur hafa slitnað og þá
hafa hundruð manna setið föst í bílum
sínum, í lestum og í skíðalyftum sem
misstu afl sitt. Um hundrað þúsund
heimili voru án rafmagns í gær.
NORDICPHOTOS/AFP
Smiðjuvegi 5 + Höfðabakka 3
Borgartúni 29 + Glerárgötu 34
sala@a4.is + www.a4.is
Sími: 515 5100
af öllu j
ólafönd
ri
fram að
jólum.50%
AFSLÁT
TUR
EITTHVAÐ SEM ALLAR ELSKA
ALÞINGI Þingmenn allra flokka
hafa lagt fram frumvarp um fjár-
hagslegan stuðning ríkisvaldsins
vegna málshöfðunar fyrir erlend-
um dómstólum, vegna „íþyngjandi
stjórnvaldsákvarðana erlendra
stjórnvalda á tímabilinu 1. október
til 1. desember 2008“.
Sigurður Kári Kristjánsson,
fyrsti flutningsmaður, samdi
frumvarpið ásamt Helga Áss Grét-
arssyni lögfræðingi. Í greinargerð
með því kemur fram að nauðsyn-
legt sé að sýna fram á með afdrátt-
arlausum hætti að Íslendingar
sætti sig ekki við að vera beittir
hryðjuverkalögum. Það geti einn-
ig styrkt mögulegar herferðir sem
þurfi að fara í til að bæta orðspor
Íslands. Brýnt sé að leggja frum-
varpið fram nú þar sem frestur til
málshöfðunar í Bretlandi rennur
út í janúar.
„Við viljum tryggja að ekkert í
ríkiskerfinu standi í vegi fyrir því
að þeir sem urðu fyrir aðgerðum
Bretanna geti höfðað mál gegn
þeim. Það er óvenjulegt að ríkið
styðji menn til málsóknar en þetta
varðar svo gríðarlega mikla
almannahagsmuni,“ segir Sigurð-
ur Kári.
Flutningsmenn með honum eru
þau Árni Páll Árnason, Katrín Jak-
obsdóttir, Höskuldur Þórhallsson
og Jón Magnússon. Sigurður segir
að frumvarpið njóti mikils stuðn-
ings og á von á að það verði að
lögum. - kóp
Þingmenn allra flokka leggja fram frumvarp um fjárhagslegan stuðning:
Auðvelda málsókn gegn Bretum
FYRSTI FLUTNINGSMAÐUR Sigurður Kári
Kristjánsson er fyrsti flutningsmaður
frumvarpsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
STJÓRNMÁL Stjórnarflokkarnir þurfa að ná saman um
peningamálastefnuna, sagði Árni Páll Árnason,
þingmaður Samfylkingar, á Alþingi í gær, og ef þeir
gera það ekki er stjórnarsamstarfinu sjálfhætt.
Þetta hafi því ekki verið hótun um stjórnarslit hjá
formanni flokksins. Vonaðist hann til að hægt væri
að leggja fram umsókn í febrúar í næsta mánuði.
Var hann að svara Siv Friðleifsdóttur, þingmanni
Framsóknarflokks, sem sagði að formaður Samfylk-
ingar hefði gripið inn í innri mál Sjálfstæðisflokks
með því að hóta stjórnarslitum ef Sjálfstæðisflokk-
urinn samþykkir ekki að breyta stefnu sinni í
Evrópumálum.
Jafnframt gagnrýndi Siv Illuga Gunnarsson og
Bjarna Benediktsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks,
fyrir að vilja ganga gegn stefnu síns flokks, með því
að vilja aðildarviðræður við Evrópusambandið, þrátt
fyrir að svo fari að Sjálfstæðisflokkur komist að
öndverðri niðurstöðu á landsþingi í janúar.
Bjarni Benediktsson svaraði því til að hann hafi
hingað til stutt núverandi stefnu Sjálfstæðisflokks-
ins í Evrópumálum. Með efnahagsvandanum þurfi
hins vegar að fara fram nýtt hagsmunamat. Þjóðin
eigi að fá að taka þátt með þjóðaratkvæðagreiðslu
en það verði skýrast um hvað sé kosið þegar
aðildarviðræðum er lokið. - ss
Evrópustefna Sjálfstæðisflokks rædd á Alþingi:
Vonast eftir umsókn í febrúar
SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Segir formann Samfylkingar skipta sér af
innri málefnum Sjálfstæðisflokks með hótunum um stjórnar-
slit. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HEILBRIGÐISMÁL Ekkert inflúensu-
tilfelli hefur greinst á veirufræði-
deild Landspítalans í rúmlega tvo
mánuði. Tvö tilfelli greindust á
höfuðborgarsvæðinu um mánaða-
mótin ágúst-september, annað af
A-stofni en hitt af B-stofni.
Náið hefur verið fylgst með
komum á Læknavaktina og
sjúkdómsgreiningum þar
undanfarna þrjá mánuði. Einung-
is örfá tilfelli hafa greinst þar
með einkenni lík inflúensu. Víða í
Evrópu eru merki um að inflúens-
an sé farin að stinga sér niður.
Líklegt er að hún komi ekki upp
hér af krafti fyrr en eftir áramót,
líkt og undanfarin ár. - shá
Flensan lætur bíða eftir sér:
Ekkert tilfelli í
yfir tvo mánuði
STJÓRNMÁL „Það kom mér á óvart í
þessari úttekt hversu fáir svöruðu
og þau fáu svör sem bárust voru
tiltölulega loðin,“ segir Einar Mar
Þórðarson, stjórnmálafræðingur
hjá Háskóla Íslands.
Fréttablaðið birti í gær svör
þingmanna við fyrirspurn um
fjárstuðning sem þeir nutu í próf-
kjörum. Aðeins fengust svör frá
26 þingmönnum, öllum frá Vinstri
grænum en einungis tveimur úr
Sjálfstæðisflokknum.
„Ég tel að það sé nauðsynlegt að
þingmenn opni þessar krukkur
sínar til þess að eyða þessari tor-
tryggni sem grefur um sig í sam-
félaginu í dag. Þeir hafa talað
fjálglega um það að það þurfi að
velta við öllum steinum en svo
þegar böndin berast að þeim sjálf-
um þá eru þeir ekki jafn tilbúnir
til að velta neinu við,“ segir Einar
Mar. „Það eru sögur í gangi á
bloggsíðum og annars staðar um
tengsl þingmanna við banka og að
þeir hafi fengið óeðlilegar fyrir-
greiðslur. Þessar sögur eitra út frá
sér og rýra traust almennings til
þeirra og þess vegna verða þeir að
fá tækifæri til að koma þessu öllu
á hreint.“
Tveir stjórnmálaflokkar eiga
enn eftir að skila ársreikningum
fyrir árið 2007 til ríkisendurskoð-
anda; það eru Framsóknarflokkur
og Sjálfstæðisflokkur. Þetta er í
fyrsta sinn sem flokkarnir þurfa
að standa skil á þessu en lög um
fjármál stjórnmálaflokka og
frambjóðendur sem kveða á um
þetta tóku gildi 1. janúar síðastlið-
inn. Skilafrestur var til 1. október.
„Við vorum til í að horfa í gegnum
fingur okkar með þessa töf þar
sem þetta er fyrsta árið,“ segir
Lárus Ögmundsson, skrifstofu-
stjóri hjá Ríkisendurskoðun.
„Þetta getur verið nokkuð sein-
legt og snúið þar sem samræma
þarf uppgjörstímabil mismunandi
flokksdeilda. En biðin er orðin
nokkuð löng svo okkur finnst nú
að menn verði að fara að girða
sig.“
Ólafur F. Magnússon borgar-
fulltrúi lagði fram tillögu í borg-
arstjórn í fyrradag um að borgar-
fulltrúar birti upplýsingar um öll
fjárframlög til þeirra í prófkjör-
um fyrir síðustu borgarstjórnar-
kosningar. Hún var felld með átta
atkvæðum borgarfulltrúa Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks
gegn 3 atkvæðum borgarfulltrúa
F-lista og Vinstri grænna. Borg-
arfulltrúar Samfylkingar sátu
hjá. Ólafur sagði þetta áfall fyrir
lýðræði í borginni. „Niðurstaða
atkvæðagreiðslunnar bendir til
þess að einungis borgarfulltrúar
F-lista og Vinstri grænna telji
aðstæður sínar þannig að þeir geti
sýnt öll fjárhagsleg tengsl sín,“
segir hann. jse@frettabladid.is
Þingmenn verða að
leggja spilin á borðið
Stjórnmálafræðingur undrast hversu fáir þingmenn upplýsa um fjármálatengsl
sín. Segir nauðsynlegt að þeir geri hreint fyrir sínum dyrum. Tveir flokkar eiga
eftir að skila ársreikningum til ríkisendurskoðunar, frestur rann út 1. október.
Í kjölfar umfjöllun-
arinnar í gær sendi
Ágúst Ólafur Ágústs-
son, þingmaður
Samfylkingar, Frétta-
blaðinu sitt svar
sem er eftirfarandi:
„Ég þáði engin
framlög frá fyrir-
tækjum eða öðrum
hagsmunaaðilum
vegna prófkjörs
míns. Nokkrir stuðningsmenn styrktu
framboðið en enginn meira en 50.000
krónur. Heildarútgjöld prófkjörsins voru
4.576.656 krónur.“
Þá hafa 27 þingmenn svarað.
FLEIRI SVÖR BERAST
ÁGÚST ÓLAFUR
ÁGÚSTSSON
ÁRÉTTING
Blaðamanni yfirsást svar Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknar-
flokksins, þegar þingmenn voru spurðir um hverjir hefðu stutt prófkjörsbar-
áttu þeirra fyrir síðustu kosningar. Er hún beðin velvirðingar á því og birtist
svar hennar hér með:
„Prófkjörsbarátta mín í Suðurkjördæmi kostaði á milli 700-800 þúsund
krónur. Ég greiddi sjálf stærsta hluta kostnaðarins auk þess sem fjölskylda
mín studdi mig fjárhagslega. Lítill hluti kom frá einstaklingum og fyrirtækj-
um mér ótengdum, eða innan við 100 þúsund krónur.“