Fréttablaðið - 22.12.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 22.12.2008, Blaðsíða 42
34 22. desember 2008 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is > VORKENNIR BRITNEY Harry Potter-leikkonan Emma Wat- son vorkennir ofurstjörnum á borð við Britney Spears og Linds- ay Lohan vegna þess að þær fá aldrei tækifæri til að lifa venju- legu lífi eins og hún. „Líf mitt er venjulegra en fólk heldur. Ég myndi aldrei vilja vera svo fræg að ég gæti ekki lifað eðlilegu lífi. Ég get ekki ímyndað mér einmana- legra líf, að geta ekki verið hluti af hinum raunverulega heimi og að vera fastur í hótelherbergj- um og bílum,“ sagði Watson. Íslenski plötusnúðurinn AC Bananas, betur þekkt- ur sem Erling Egilsson úr Steed Lord, kom heldur betur við sögu í hálfgerðum hópslagsmálum sem bru- tust út á þotuliðsstaðnum Bungalow 8 í London. Joseph Corre, einum þekktasta mannréttindafrömuði Bretlands, var hent út af skemmtistaðnum Bungalow 8 í London á föstudags- kvöldið. Ástæða þess var að hann heimtaði að önnur gerð af tónlist yrði spiluð. Plötusnúðurinn sem var ábyrgur fyrir tónlistarvalinu var Erling Egilsson, AC Bananas úr hljómsveitinni Steed Lord. Frá þessu er greint í breska blaðinu Daily Mail. Málið þykir mikið hneyksli enda ekki á hverjum degi sem kemur til ryskinga milli dyra- varða og milljarðarmæringa á svona stað. Umræddur maður, Joseph Corre, er sonur tísku- drottningarinnar Vivianne West- wood. Corre auðgaðist mjög þegar hann seldi undirfatalínu sína fyrir 60 milljónir punda eða tíu millj- arða íslenskra króna. Corre mætti á staðinn með svip- aðan hatt og Malcolm McDowell skreytti sig með í Clockwork Orange. Hann hafði fengið sér aðeins í tána og sat með félögum sínum á efri hæð staðarins. Corre var ekki par sáttur við tónlistina sem Elli bauð upp á. Aðrir gestir kvörtuðu ekki og virtust skemmta sér konunglega. Corre áleit sig sjálfskipaðan tónlistarstjóra og fannst besta ráðið til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri að öskra á Erling. Vildi Corre fá að heyra rokk og ról að sögn Daily Mail. Þetta fór heldur illa ofan í aðra gesti staðarins og báðu dyraverðir Corre um að lækka róminn eða fara. Hann hlýddi engum fyrirskipun- um og tók að öskra enn hærra. Í kjölfarið var ákveð- ið að henda honum út og kom til nokkurra slagsmála þar sem Corre virtist hafa verið kýldur, beint á nefið. Drykkklanga stund tók að koma Corre útaf staðnum, alblóðugum, en málið þykir mikið hneyksli meðal þotuliðs- ins í Bretlandi enda ekki á hverjum degi sem einhverjum er hent út af Bungalow 8. „Þetta gerist aldrei, Bungalow er staður fyrir stjörnur í hæsta gæðaflokki,“ sagði einn fastagestur við Daily Mail. Corre þekkir nóg af slíku fólki en hann er besti vinur Kate Moss og sir Eltons John. Hann er einhver öfl- ugasti mannréttindafrömuður Breta og berst fyrir lokun Guant- anamo-fangelsisins á Kúbu. Af Erling er það hins vegar að segja að hann hélt bara áfram og lék fyrir gesti langt fram á nótt. freyrgigja@frettabladid.is Milljarðamæringi hent út vegna íslensks plötusnúðs TÓNLISTIN RÓT ALLS Tón- listin sem Erling lék fyrir gesti á Bungalow 8 mælt- ist vel fyrir hjá öllum nema einum; honum var líka hent út. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Leikkonan Katie Holmes varð þrí- tug síðastliðinn fimmtudag. Hátíð- arhöld voru þó af skornum skammti vegna þátttöku hennar í leikritinu All My Sons í New York-borg. Eiginmaður hennar, Tom Cruise, var einnig fjarverandi vegna frum- sýningar á nýjustu mynd sinni Val- kyrie, sem gerist í síðari heims- styrjöldinni. Honum tókst engu síður að koma henni á óvart með því að senda henni risastóra afmælisköku sem var afhjúpuð eftir uppklappið í lok sýningarinn- ar. Með kökunni fylgdu skilaboð sem mótleikari Katie, John Lith- gow, las upp fyrir áhorfendur. „Tom Cruise, góðvinur okkar, aðdá- andi leikritsins og eiginmaður Katie, gat ekki verið hérna í kvöld,“ sagði Lithgow. „Hann er mjög svekktur yfir því að hafa ekki kom- ist en vildi að fólk fyndi fyrir nær- veru hans. Hann býður því ykkur öllum að halda upp á afmæli Katie.“ Hún var vitaskuld hæstánægð með uppátækið og þakkaði áhorf- endunum sem sungu fyrir hana afmælissönginn: „Takk fyrir að hafa komið á sýninguna. Það var virkilega gaman að hafa ykkur,“ sagði Katie, hrærð yfir hlýhug þeirra. Fékk stóra köku í afmælisgjöf TOMKAT Tom Cruise sendi eiginkonunni risastóra köku í tilefni af þrítugsafmæli hennar. NORDICPHOTOS/GETTY Siðanefnd samtaka auglýsenda í Bret- landi hefur úrskurðað að staðsetning kvikmyndaplakats nýjustu kvikmyndar Roberts De Niro og Al Pacino, Righteo- us Kill, hafi verið óviðeigandi á sínum tíma. Plakatinu var komið fyrir á Stock- well-lestastöðinni á meðan rannsókn fór fram á máli Jean Charles de Men- ezes sem myrtur var af breskum lög- regluþjónum skömmu eftir hryðju- verkaárásirnar í London í júlí. Það sem fór mest fyrir brjóstið á samtökum auglýsenda var textabrot- ið: „There‘s nothing wrong with a litt- le shooting as long as the right people get shot,“ sem myndi útleggjast á íslensku: „Það er ekkert að því að skjóta einhvern, svo lengi sem það er réttur maður sem verður fyrir skot- inu.“ Í úrskurðinum kemur fram að hvergi er hvatt til ofbeldis á plakatinu en að aðstandendur myndarinnar hefðu mátt gera sér grein fyrir því að stað- setningin gæti orkað tvímælis í ljósi atburðanna. Hins vegar væri engin ástæða til þess að gera neitt frekar í málinu. Tvær aðrar kvikmyndir voru teknar fyrir hjá siðanefndinni. Annars vegar glæpamyndin Rock N Rolla en plakat þeirrar myndar þótti hefja byssueign upp til skýjanna og hins vegar mynd- brot úr kvikmyndinni Bangkok Danger- ous með Nicolas Cage en það þótti of ofbeldisfullt til að vera sýnt fyrir klukk- an níu á kvöldin. Siðanefndin hafnaði fyrri kröfunni en féllst á þá seinni og verður því myndbrot Bangkok Danger- ous sýnt seinna á kvöldin í bresku sjón- varpi. De Niro-veggspjald gagnrýnt ORÐIN FRAKKAR Angelina Jolie og Brad Pitt hafa komið sér fyrir í notalegu húsi í Frakklandi og ætla sér að hafa þar aðsetur um ókomna tíð. NORDICPHOTOS/GETTY Brad Pitt, Angelina Jolie og börn- in þeirra sex hafa ákveðið að setjast að í Frakklandi, Þetta staðfestir Pitt í samtali við tíma- ritið Hello. Hann viðurkennir að þessi þeytingur sem kvikmynda- stjörnur þurfi sífellt að vera á hafi ekki farið vel í börnin og að nú þurfi þau einhvern fastan samastað. „Þau hafa farið heims- hornanna á milli og verið á stöð- ugum flækingi undanfarið ár. Þetta gengur ekki lengur og við viljum búa þeim alvöru heimili.“ Pitt segist vera mikill aðdá- andi Frakklands og kunni vel við sig meðal Fransmanna. „Það er virkilega gott að búa hérna, krakkarnir okkar geta hlaupið frjálsir um og okkur semur vel við þorpsbúa,“ segir Pitt en hvergi í fréttinni kemur fram hvar hús þeirra hjóna er. Brad Pitt er um þessar mundir að leika í nýjustu kvikmynd Quentin Tar- antino, Inglorious Bastards, en tökur á henni fara fram í Þýska- landi. Hann á því auðveldara með að skreppa í helgarferðir heim til Frakklands en kannski að fljúga alla leið til L.A. Flytja til Frakklands ORKAÐI TVÍMÆLIS Staðsetning plakatsins úr kvikmyndinni Righteous Kill þótti orka tvímælis en það var sett upp á þeim stað þar sem Jean Charles de Menezes var drepinn 2005. STJÖRNUVINUR Joseph Corre er vinur fólks úr efstu stéttum bresk þjóðlífs. Hans besta vinkona er Kate Moss. NORDICPHOTOS/GETTY kokka.is Opið mán.- föstud. 10-18 og lau. 10-16 www.kokka.is kokka@kokka.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.