Fréttablaðið - 22.12.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 22.12.2008, Blaðsíða 54
46 22. desember 2008 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 NÝJU JÓLASVEINARNIR LÁRÉTT 2. ofstopi, 6. í röð, 8. laus greinir, 9. kvk nafn, 11. mun, 12. spar- semi, 14. hnupla, 16. skóli, 17. kelda, 18. flýtir, 20. þys, 21. skref. LÓÐRÉTT 1. tamning, 3. íþróttafélag, 4. eyja í Miðjarðarhafi, 5. svelg, 7. snuðra, 10. sigað, 13. gogg, 15. svari, 16. skraf, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. ofsi, 6. gh, 8. hið, 9. una, 11. ku, 12. nýtni, 14. stela, 16. ma, 17. fen, 18. asi, 20. ys, 21. stig. LÓÐRÉTT: 1. ögun, 3. fh, 4. sikiley, 5. iðu, 7. hnýsast, 10. att, 13. nef, 15. ansi, 16. mas, 19. ii. „Þetta er algjör óþarfi og í raun rakinn óþverraskapur að gera „mig“ að Haukamanni. Og hann viðurkennir að það var með vilja gert!“ segir Gunnar Viktorsson, sjúkraþjálfari og FH-ingur fram í fingurgóma. „Sagðist meira að segja hafa hlegið upphátt þegar hann skrifaði það!“ Ævar Örn Jósepsson sendi nýverið frá sér hinn krassandi krimma Land tækifæranna. Þar lendir persónan Árni, einn fjór- menninganna sem mynda löggut- eymi í glæpasagnaseríu hans, í því að rannsaka morðmál sem tengist gömlu skólaklíkunni hans í Hafnarfirði. Ævar Örn sjálfur gekk í skóla í Hafnarfirði. Og gengst við því að á stundum er Árni málpípa höfundar. Þegar við bætist að í klíkunni úr Landi tæki- færanna eru tveir sem heita Gunnar Viktorsson eða Gunni Viktors og Sigþór Jóhannesson eða Sissó, þá vekur það upp grun að þarna sé um lykilróman að ræða. Uppgjör Ævars við sína gömlu klíku úr Hafnarfirðinum, því bæði Gunnar og Sigþór voru bekkjarfélagar hans. Og mega það heita kaldar kveðjur því per- sónurnar eru vafasamir pappírar svo ekki sé meira sagt. Og Árni rannsóknarlögreglumaður var þar utangátta. „Nei, ég var ekki utangátta í minni gömlu skóla- klíku sem myndaðist í Lækjar- skóla. Mér leið afskaplega vel þar,“ segir Ævar Örn. Og neitar að um lykilróman sé að ræða. „Ég er bara að skíra karakterana í höfuð- ið á góðu fólki sem ég þekki. Sem á ekkert sammerkt með þeim að öðru leyti, það er lykilatriði. Og hef gert það í öllum öðrum bókum mínum einnig. En, já, Gunni er enn einn minna allra bestu vina, og þótt sambandið við Sissó sé kannski stopulla þá er hann ein- hver mesti ljúflingur sem ég þekki.“ Sá fjórði í klíkunni heitir Kristján Kristjánsson, nafn útgef- anda Ævars á Skaganum og fimmti er fórnarlambið Daníel Marteinsson. „Það er út í loftið. Ég drep ekki vini mína,“ segir rit- höfundurinn. Gunnar, er byrjaður á bókinni og segir það svo sem í lagi sín vegna að nafni hans í bókinni sé vafasamur karakter en ítrekar að honum þyki sérdeilis illkvittnis- legt af félaga sínum að gera nafna sinn að Haukamanni. Sigþór, sem er lærður bakari en starfar nú hjá Lyfjaveri sem tölvumaður, segir það óneitanlega afar sérstakt að lesa bók þar sem alnafna sinn sé að finna. „Ekki bara Sigþór Jóhannesson heldur er hann kallaður Sissó! Þetta fer ekkert á milli mála. Ég, bakara- drusla úr Hafnarfirði, orðinn lög- fræðingur og skíthæll. Nei, ég er ekki ánægður með karakterinn minn. Og veit ekki hvort Ævar hugsar svona til mín? En ég er í góðum félagsskap þarna í „ríjúní- oninu“ því þar eru Elsa, Sigga, Bragi, Gaui og Systa líka.“ jakob@frettabladid.is GUNNAR VIKTORSSON: ÓÞVERRASKAPUR AÐ GERA MIG HAUKAMANN Drepur ekki vini sína FÉKK LÁNUÐ NÖFNIN AÐ ÞEIM FORSPURÐUM Æskufélagar Ævars, þeir Gunni og Sissó, kunna honum litlar þakkir fyrir að nefna skíthæla í höfuð þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fangar á Litla-Hrauni fá góðan glaðning í dag þegar fulltrúar frá Félagi bókaútgefanda mæta með hundruð bóka sem ætlað er að verði pakkað inn til ættingja og vina, komið fyrir á bókasafni fang- elsisins auk þess sem kokkarnir fá sinn skerf; úrval matreiðslubóka. Fangarnir á Litla-Hrauni eru nefni- lega með sitt eigið eldhús og geta því gripið í uppflettiritin þegar svo á við. Kristján Bjarki Jónasson, for- maður Félags bókaútgefanda, segir þetta þó aðallega vera gert til að gera föngum kleift að gefa sínum nánustu jólagjöf. „Við létum fangana útbúa óskalista og útgef- endur tóku síðan mið af honum þegar þeir gáfu bækur til fram- taksins,“ segir Kristján en bæk- urnar eru langflestar nýjar af nál- inni þótt vissulega slæðist ein og ein gömul með. Allir bókaútgef- endur lögðu sitt af mörkum og því er um mikið flóð bóka að ræða. Kristján segir flóruna vera ótrú- lega fjölbreytta, þarna séu barna- bækur og lífsreynslusögur og allt þar á milli. Aðspurður hvort að einhverjar glæpasögur fái að fljóta með segir Kristján það óhjá- kvæmilegt, þær skipi enda vegleg- an sess í jólabókaflóði landsmanna um hver jól. Skrifstofufyrirtækið Office One leggur síðan til gjafapappír, slauf- ur og kort svo að fangarnir geta sjálfir skreytt gjafirnar sínar. Auk þess leggur fyrirtækið til inneign á tungumálanám- skeið en margir af erlend- um föngum Litla-Hrauns hafa víst mikinn hug á að læra íslensku. - fgg Krimmar gefa krimma í jólagjöf GEFA FÖNGUM HUNDRUÐ BÓKA Fangar á Litla- Hrauni fá hundruð bóka á mánu- daginn. Flestar þeirra fara þó aftur út en fangarnir geta gefið sínum nánustu bók. Gísli Örn Garðarsson og félagar í Royal Shakespeare-leikhúsinu fá ágætis dóma fyrir leiksýninguna Don John sem frumsýnd var fyrir helgi. Gagnrýnandi Guardian gefur henni til að mynda þrjár stjörnur af fimm. Ekki eru þó einhver húrrahróp og hávær uppklöpp heldur virðist sýningin hafa verið frekar auðmelt. Hins vegar gefur gagnrýnandi Oxford Times Nínu Dögg Filipusdóttur góða umsögn og segir spennuna á svið- inu hafa vaxið um helming þegar hún birtist. Fólkið í bókabúðunum er með sínar eigin viðurkenningar á því hvaða bækur eru bestar fyrir hver jólin. Og þykir höfundum að vonum einkar vænt um þær, það er þeir sem verða fyrir valinu. Og nú bregður svo við að þrír af sex sem hljóta viðurkenningu þetta árið eru öll fastir póstar í Mannamáli Sigmundar Ernis Rúnarssonar; hann sjálfur, Einar Kárason pistlahöfundur og svo bókagagnrýnandinn og rithöfundur- inn Gerður Kristný. Menn hafa vakandi auga með útrás- arvíkingum sem aldrei fyrr, það svo mjög að á fimmtudaginn sást Pálmi Haraldsson kenndur við Fons koma á hlaupum inn í 10/11 búðina við Hjarðarhaga. Hann staldraði stutt við, fór beint að blaðarekkanum og fletti hratt í gegnum nýútkomið Séð og heyrt. Og fór svo út úr búðinni. Tíðinda- maður blaðsins fletti einnig í tímaritinu og sá þar ekki staf um Pálma. - fgg, jbg FRÉTTIR AF FÓLK Félagarnir Sigtryggur Baldurs- son, Pétur Ben og Frank Hall eru í óða önn að semja tónlist við nýja sýningu Íslenska dansflokksins sem verður frumsýnd í febrúar. „Þetta er búið að ganga nokkuð vel. Við erum búnir að dæla út fullt af hugmyndum og þau hafa verið að reyna að velja úr því,“ segir Sigtryggur. „Við ákváðum að taka gömlu góðu bílskúrsleiðina á þetta, settum upp hljóðfæri í bíl- skúrnum hjá Pétri og svo er búið að djamma og búa til alls konar músík.“ Sigtryggur hefur áður samið tónlist fyrir dansarann Margréti Söru og veit því aðeins um hvað málið snýst. „Ég hef voða gaman af þessu en ég verð að játa að ég er ekki beinlínis fastagestur á sýn- ingum dansflokksins. Það verður vonandi breyting þar á.“ Samstarfið má rekja til síðasta árs þegar Vesturport fékk þá til að spila á tónleikum til heiðurs Tom Waits. Kata Hall, listrænn stjórn- andi hjá dansflokknum, hreifst af spilamennskunni og fékk þá til lðs við sig. „Þessi tónlist er svolítið andlega skyld við það verkefni, svolítið hrá og „klonkí“. Maður getur leyft sér ýmislegt þarna og þetta er spennandi og öðruvísi verkefni. Maður getur farið í ýmsar áttir með þessar pælingar sem maður myndi kannski ekki gera frá degi til dags,“ segir Sig- tryggur, sem mun sjálfur ekki taka þátt í sýningunni. Ástæðan er tónleikaferð Emilíönu Torrini um Evrópu þar sem hann mun sitja við trommusettið. - fb Þríeyki semur fyrir dansflokk Ellefti var Hreiðar Már, grái Kaupþingsmann, fullt af monnípeningum rann um gaurinn þann. Þótt ballið virtist endalaust loks hætti auradans, það voru Bretadjöflarnir sem stigu á tærnar hans. Bækur frá Forlaginu Einar Björnsson Gullengi 13 Einar V. Ingvarsson Vallargata 19 Elísabet Árný Árnadóttir Skarðshlíð 13f Fannar Sigurpálsson Norðurgarður 10 Guðný H. Þórhallsdóttir Greniteig 6 Kári Böðvarsson Knarrarberg 1 Margrét Ámundadóttir Álftamýri 46 Óskar Gunnar Óskarsson Skógarflöt 12 Petrína K. Sigurðardóttir Suðurgata 119 Jólaleikurfréttablaðsins Ragnar Einarsson Álfaheiði 2 G Sveinbjörn Pétursson Karfavogi 37 Þórður Sigurðsson Lerkigrund 2 Bíókort frá Sambíóunum Agnar Steinn Gunnarsson Suðurholt 26 Anna K Ásbjörnsdóttir Fjölnisvegur 6 Árdís Árnadóttir Brekkutangi 12 Elvar Ingi Róbertsson Gónhól 36 Gústaf Gústafsson Digranesvegi 44 Gyða Mjöll Ingólfsdóttir Maríubakki 16 Hrefna Zoega Nökkvavogur 36 Karen Bergsdóttir Réttarbakki 7 Kristján Baldvinsson Hamravík 58 Sigrún Guðnadóttir Tinnubergi 10 Sigurlaug Siggeirsdóttir Sólheimum 44 Valtýr B Sigríksson Austurberg 20 Gjafakort frá Þjóðleikhúsinu Gróa Ólafsdóttir Arahólar 4 Sigvaldi Kristjánsson Langholtsvegur 46 Taktu þátt á visir.is Vinningshafar Vinninga skal nálgast í móttöku Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24. Opið alla virka daga frá klukkan 8-17. MARGRÉT FRÍ- MANNSDÓTTIR Forstöðumaður fangelsisins hlýt- ur að vera ánægð með bókagjöfina. SIGTRYGGUR BALDURSSON Sigtryggur segir að vel hafi gengið að semja tónlistina fyrir Íslenska dans- flokkinn. PÉTUR BEN Tónlistarmað- urinn snjalli hefur átt í góðu samstarfi við Sigtrygg og Frank Hall. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á blaðsíðu 8 1 Í New York, Washington, London og Ósló. 2 Skóm og snjó. 3 Aron Pálmarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.