Fréttablaðið - 22.12.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.12.2008, Blaðsíða 10
10 22. desember 2008 MÁNUDAGUR ÍS L E N S K A S IA .I S U T I 44 21 0 11 .2 00 8 Leki göngustafir fyrir þá sem gera kröfur Verð frá 6.990 parið HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 BANDARÍKIN, AP Robert Gates, varn- armálaráðherra í ríkisstjórn George W. Bush, hefur beðið starfsfólk sitt í varnarmálaráðu- neytinu um að búa sig betur undir hugsanlega lokun Guantánamo- fangabúðanna á Kúbu. Gates verður áfram varnarmála- ráðherra þegar Obama tekur við í janúar, en Obama hefur sagt að það verði forgangsverkefni sitt að loka þessum illræmdu fangabúð- um. Nú í vikunni var einn fangi lát- inn laus úr búðunum eftir nærri sex ára vist þar. Mustafa Ait Idr heitir hann, er 38 ára gamall bosn- ískur ríkisborgari en upprunalega frá Alsír. Hann segir að sér hafi verið mis- þyrmt og hann verið niðurlægður meðan á fangavistinni stóð. „Ekk- ert er verra en það,“ sagði hann í viðtali við sjónvarpsstöðina Hayat eftir að hann kom til Bosníu á þriðjudag, og fullyrti að Guan- tánamo-búðirnar væru versti stað- ur sem hægt væri að ímynda sér. Hann segir einn fingra sinna hafa verið brotinn í yfirheyrslum og að fangaverðir hafi lítilsvirt Kóraninn, hina helgu bók múslima, með því að kasta honum inn á sal- erni, rífa blöð úr honum og setjast á hann. „Þeir misþyrmdu okkur, ekki vegna þess að við værum hryðju- verkamenn heldur vegna þess að við erum múslimar,“ segir hann. Ait Idr var handtekinn í Bosníu árið 2001 ásamt tveimur öðrum Bosníumönnum, sem einnig voru fæddir í Alsír. Þeir voru grunaðir um að hafa ætlað að gera sprengju- árás á bandaríska sendiráðið í Sarajevó. Í ársbyrjun 2002 voru þeir fluttir til Guantánamo, en Bandaríkjastjórn segir nú að engar þær sannanir séu fyrir hendi sem myndu duga til að sak- fella þá. Það var Richard J. Leon, héraðs- dómari í Bandaríkjunum, sem í nóvember kvað upp þann úrskurð að mennirnir þrír, ásamt tveimur öðrum Alsírmönnum, skyldu látn- ir lausir. Hann segir að einu vís- bendingarnar um tengsl þeirra við hryðjuverkasamtökin Al Kaída komi frá einum heimildarmanni, sem ekki er nafngreindur. Sú heimild geti engan veginn talist trúverðug ein og sér. „Meira að segja Bandaríkja- mennirnir sögðu mér: Við vitum ekki hvers vegna þú ert hérna,“ sagði Ait Idr, og sagðist vonast til þess að Barack Obama léti fljót- lega loka þessum fangabúðum. gudsteinn@frettabladid.is Búa sig undir skjóta lokun Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur fengið það verkefni að hraða undirbúningi að lokun Guant- ánamo-búðanna. Þrír Bosníumenn látnir lausir. HEIMKOMU BEÐIÐ Nadja Dizdarevic beið á þriðjudaginn heimkomu eiginmanns síns á flugvelli Sarajevóborgar, ásamt börnum þeirra. Eiginmaðurinn, Boudella Al Hajj, var einn þriggja sem látinn var laus úr Guantanámobúðunum í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP BRUSSEL, AP Evrópusambandið hefur samþykkt að bæta tveimur nýjum málefnasviðum við aðildar- viðræðurnar við Tyrki. Franski Evrópumálaráðherrann Bruno Le Maire greindi frá því að banka- og fjölmiðlamál bættust nú við þau tíu svið sem áður höfðu verið hafnar viðræður um. Alls er aðildarviðræðum skipt niður í rúmlega þrjátíu málefnasvið. Það er ekki hlaupið að því fyrir land eins og Tyrkland að uppfylla aðildarskilyrði ESB, enda er gert ráð fyrir að aðildarviðræðurnar taki minnst fimm ár til viðbótar. Þær hófust árið 2005 en lágu niðri um hríð vegna deilna um Kýpur og mannréttindamál. Ali Babacan, Evrópumálaráð- herra Tyrklands, skoraði á ESB að hvika ekki frá því markmiði að viðræðunum lykti með fullri aðild Tyrklands að sambandinu. - aa Evrópusambandið útvíkkar aðildarviðræður við Tyrkland: Viðræðum fram haldið LANGT FERLI Aðildarviðræður við Tyrki eru sagðar taka minnst fimm ár enn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.