Fréttablaðið - 28.12.2008, Page 6

Fréttablaðið - 28.12.2008, Page 6
6 28. desember 2008 SUNNUDAGUR VERSLUN Árleg flugeldasala björg- unarsveitanna hefst í dag. Boðið verður upp á skottertur með mynd- um eftir Halldór Baldursson af helstu persónum og leikendum í bankahruninu − bankastjórum, útrásarvíkingum, stjórnmálamönn- um og jafnvel íslensku þjóðinni. Flugeldamarkaðir björgunar- sveitanna verða 112 þetta árið um allt land. „Í því ástandi sem nú ríkir er afar mikilvægt að styðja vel við bakið á björgunarsveitum enda hefur útköllum þeirra fjölgað mikið undanfarin ár og eru nú um 1.500 á ári,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. - sh Flugeldasala björgunarsveitanna hefst á 112 stöðum um land allt í dag: Hægt að sprengja bankastjóra BANKA- OG VÍKINGATERTA Nú geta Íslendingar fengið útrás á gamlárskvöld með því að sprengja þá í loft upp sem þeir telja landsins mestu syndaseli. ALÞINGI Þinghald haustsins − líkt og annað í þjóðlífinu − verður skráð í sögubækur. Þingstörfin einkennd- ust af ástandi efnahagsmála, hruni bankanna og afleiðingum þess. Auk þess sem fjárlög næsta árs og fjár- aukalög þessa árs eru mörkuð ástandinu var á annan tug sérstakra laga settur vegna ástands mála. Bera þar neyðarlögin svonefndu hæst en að auki gripu stjórnvöld til margvíslegra ráðstafana, stórra og smárra, sem kröfðust sérstakrar lagasetningar. Má þar nefna lög um atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðarsjóð launa, stofnun sér- staks embættis saksóknara, lög um rannsóknarnefnd þingsins á falli bankanna, takmörkun gjaldeyris- viðskipta, lengri lánstíma vegna greiðsluerfiðleika, lækkun dráttar- vaxta og endurgreiðslu vegna útflutnings ökutækja. Á haustþinginu, sem stóð frá 1. október til 22. desember lagði ríkis- stjórnin fram 64 frumvörp. 43 voru samþykkt, sex bíða fyrstu umræðu og fimmtán eru í nefnd. Sex þingmannafrumvörp voru samþykkt, 37 bíða umræðu og nítj- án eru í nefnd. 55 þingsályktunartillögur voru lagðar fram á þinginu, 32 bíða og 22 eru í nefnd. Ein tillaga, um van- traust á ríkisstjórnina, var tekin til afgreiðslu en felld. Af þeim 40 fyrirspurnum sem þingmenn beindu til ráðherra og óskuðu skriflegra svara við feng- ust svör við 27 en þrettán bíða svars. 26 fyrirspurnum var svarað munnlega en níu bíða þess að verða svarað. Níu utandagskrárumræður fóru fram á haustþinginu. Níu varamenn tóku sæti á Alþingi á haustþinginu. Þinghaldi var frestað mánudag- inn 22. desember og kemur saman á ný þriðjudaginn 20. janúar. bjorn@frettabladid.is 106 þingmál afgreidd en 135 bíða vorþings Um helmingur þeirra fjörutíu og þriggja stjórnarfrumvarpa sem samþykkt voru á nýafstöðnu haustþingi laut að stöðu efnahagsmála. 56 þingmannafrum- vörp og 54 þingsályktunartillögur bíða umræðu eða eru til meðferðar í nefnd. ANNIR FYRIR HÁTÍÐAR Sjö frumvörp urðu að lögum síðasta starfsdag Alþingis fyrir jólaleyfi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Auglýsingasími – Mest lesið LÖGREGLUMÁL Staða mála í efna- hagsbrotadeild Ríkislögreglu- stjóra (RLS) er betri en hún hefur nokkurn tímann verið. Alls bárust 117 kærur á árinu, og rannsókn hófst á 99 kærum. Þetta kemur fram í svari embættisins við fyrir- spurn Fréttablaðsins. Þar kemur einnig fram að átján mál bíða rannsóknar hjá deildinni, það elsta frá því í lok október. Deildin gaf út ákærur í 42 af 45 málum á árinu, og hafa þær ekki verið fleiri frá árinu 2004, þegar þær voru 46 talsins. Fréttablaðið óskaði á föstudag eftir upplýsingum um rekstrar- kostnað efnahagsbrotadeildar annars vegar, og sérsveitar hins vegar. Aðeins bárust svör varð- andi efnahagsbrotadeildina, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hefur starfsmönn- um efnahagsbrotadeildar fækkað nokkuð frá því sem mest var. Árið 2004 störfuðu átján við deildina, sautján árin 2005 og 2006, sam- kvæmt yfirliti RLS. Starfsmönnum fækkaði í fimmt- án árið 2007, og fjórtán í ár. Einn lögfræðingur lætur af störfum nú um áramótin, og verða starfsmenn við það þrettán talsins. Í tilkynningu RLS kemur fram að tvö stöðugildi, og verkefni sem þeim fylgdu, hafi verið færð til greiningardeildar árið 2007. Þá hafi tveir starfsmenn verið ráðnir tímabundið á árabilinu 2004 til 2006. - bj Alls voru 117 mál kærð til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra á árinu 2008: Gáfu út 42 ákærur á árinu SÉRSVEIT Engar upplýsingar fengust um rekstrarkostnað sérsveitar Ríkislögreglu- stjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÍNA, AP Kínversk mjólkurfyrir- tæki, sem seldu melamínmengaða mjólk, eru reiðubúin að greiða fjölskyldum um 300 þúsund ungbarna, sem veiktust vegna melamínmengunarinnar, bætur. Um 22 fyrirtæki munu greiða bætur en ekki hefur komið fram hversu háar þær eru eða hvenær þær verða greiddar út til forráðamanna barnanna. Greiðslur til ungu fórnar- lambanna hafa verið mjög viðkvæmt mál í Kína þar sem kínverskir dómstólar hafa hingað til ekki viljað taka við málshöfðun frá fjölskyldum barnanna. - ghs Kínversku mjólkurfyrirtækin: Fórnarlömbin fá skaðabætur Fórstu í messu á aðfangadag eða jóladag? Já 7,4% Nei 92,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Eyðir þú minna í flugelda í ár en í fyrra? Segðu skoðun þína á Vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.