Fréttablaðið - 31.12.2008, Side 2

Fréttablaðið - 31.12.2008, Side 2
MARKAÐURINN V I Ð Á R A M Ó T 30. DESEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 K aupin á Stork Food Systems höfðu afger- andi forystu í valinu um viðskipti ársins, með nærri þrisvar sinnum fleiri atkvæði en við- skiptin sem lentu í öðru sæti. Eftir samrunann er Marel Food Systems stærsta fyrir- tæki heims á sínu sviði og fyr- irséð að það haldi því sæti enn um sinn og fái styrkt stöðu sína meðan önnur fyrirtæki reyna að halda sjó í lausafjárkrepp- unni sem ríður yfir heiminn og fá lítt hugað að yfirtökum í bili. Lokið var að fullu við kaup Marel á Stork Food Systems í vor að fengnu samþykki evr- ópskra samkeppnisyfirvalda og jákvæðri umsögn starfsmanna- samtaka Stork (Stork Works Council) fyrr á árinu. Þá var beðið yfirtöku eignarhaldsfé- lagsins London Aquisition á iðn- samstæðu Stork í Hollandi, en hluti af því ferli var að selja frá samstæðunni Stork Food Syst- ems. Þá var lokið fjármögnun á kaupunum með hlutafjárútboði sem lauk í júníbyrjun þar sem umframeftirspurn nam sjö pró- sentum. Selt var hlutafé fyrir tæpa 14 milljarða króna. Yfir- lýst stefna Marel Food Systems er að nú verði áherslan lögð á innri vöxt og aukningu hagnað- ar eftir tíma sem markast hafi af miklum ytri vexti. Álitsgjafar Markaðarins merkja enda að afkoma Marel Food Systems hafi stórbatnað eftir kaupin á Stork Food Syst- ems og samþætting í rekstrin- um sé „loksins“ að skila góðum árangri. „Í síðustu uppgjör- um Marels hefur sést að Stork Food Systems er afburða vel rekið fyrirtæki. Kaupferlið var langt og strangt en hafðist að lokum,“ segir einn sem fylgst hefur grannt með Marel síð- ustu ár. Annar álitsgjafi hafði á orði að Árni Oddur Þórðarson og Marel hafi gert góða hluti. „Endurfjármögnun þeirra á Stork kom mér mest á óvart núna. Að ná endurfjármögnun á tímum sem þessum er ótrúlega góður árangur sem kom þægi- lega á óvart,“ sagði þessi og bættist í hóp þeirra sem þótti afrek af Marel að ná í fjármagn „á einum erfiðasta markaði í manna minnum“. Einn álitsgjafi sagði um kaup Marels á Stork Food Systems að þar væru „alvöru viðskipti“ með fyrirtæki í „alvöru rekstri“. Kaupin væru hluti af langtíma- áætlun Marels, auk þess sem miklir möguleikar væru á enn frekari samlegðaráhrifum og vexti þegar kreppunni linni. Þá var bent á að Marel væri „þekk- ingarsproti“ sem náð hefði að að skapa sér sterka stöðu á sínu sviði í alþjóðlegu tilliti. Fyrir- tækið hafi verið leitt til sókn- ar „án nokkurrar vitleysu“ og nú sé það að flytja störf heim, sem hljóti að teljast afar virð- ingarvert. Sem viðskipti árs- ins segir þessi sami þau líklega vera þau einu á árinu sem verið hafi „virkilega strategísk“. Þau hafi átt sér langan aðdraganda og styrkt verulega starfsemi félagsins. Ekki er ofsagt að yfirtaka Marels á Stork Food Systems hafi átt sér langan aðdraganda. Hentugur tímapunktur sem horfa má til sem upphafs Stork- ævintýrisins er fyrir rúmum þremur árum, haustið 2005. Þá verða breytingar á eignarhaldi Marels og Árni Oddur Þórð- arson, stjórnarformaður Eyris, tekur við stjórnarformennsku Marels. Yfirlýst stefna er að styðja við frekari vöxt félags- ins, en þá þegar höfðu verið lagðar línur um vöxt félagsins næstu ár og þátttöku í fyrirséðu samrunaferli meðal matvæla- vinnsluvélaframleiðenda. Í ársbyrjun 2006, samhliða kynningu á ársuppgjöri, kynnti Marel svo sýn hvað varð- aði framtíðarvöxt félags- ins og kvaðst ætla með veltuna úr tæpum 130 milljónum evra á ári og yfir 650 milljónir evra á þremur árum. Ætlun- in var að þrefalda velt- una og ná 15 til 20 pró- senta markaðs- hlutdeild. Lagt var upp í leið- angurinn og virðist nær allt hafa gengið upp eftir áætl- un og vel það, þótt samþætting annarra félaga sem fest hafa verið kaup á hafi ekki gengið jafnsmurt og samþættingin við Stork Foods. Er þar kannski helst að nefna erfiða samþættingu við danska framleiðandann Scanvægt, en félagið átti fyrir í harðvítugri samkeppni við Marel. Marel og Stork Food Syst- ems hafa hins vegar í áratug átt í nánu samstarfi og vitað fyrir að sam- legðaráhrif væru mikil af samruna þeirra, því þau hafa ekki átt í sam- starfi heldur framleitt fyrir ólíka þætti matvælavinnslunnar. Í gegnum tíðina hafði verið hreyft við hugmyndum um mögulegan samruna félaganna, en möguleikinn komst þó ekki í almenna umræðu fyrr en í október 2006 og þá í kjölfar átaka í hluthafahópi Stork-iðn- samstæðunnar. Þar þrýstu stór- ir hluthafar, tveir bandarískir fjárfestingarsjóðir, á að hliðar- starfsemi yrði seld frá félag- inu, en kjarnastarfsemi Stork er í flugiðnaði. Í hönd fór af stað hatrömm deila innan Stork-samstæðunn- ar sem endaði svo með yfirtöku breska fjárfestingarsjóðsins Candover á félaginu, með full- tingi LME, eignarhaldsfélags Eyris Invest og Landsbankans. Salan á Stork Food Systems til Marels var þar með orðin hluti af yfirtöku Stork-samstæðunn- ar í Hollandi. Í nóvember í fyrra var svo tilkynnt um kaup Marel Food Systems á Stork Food Systems fyrir 415 milljónir evra. „Við erum að ná því markmiði sem við settum okkur í byrjun síð- asta árs að verða eitt af leiðandi fyrirtækjunum á markaðnum. Það sem við ætluðum að gera á þremur til fimm árum, gerum við á tveimur árum og göng- um heldur lengra en við ætluð- um,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, við þetta tækifæri. Sem fyrr segir voru svo uppfyllt í byrj- un þessa árs skilyrð- in fyrir kaupunum og þau gengu í gegn í maí. Öfgakennt hrun markaða á þessu ári endurspeglast glöggt í yfirliti yfir árssveiflu mark- aðsvísitölu Standard og Poor‘s í Bandaríkjunum, en þar eru til óslitin markaðsgögn allt frá árinu 1825. Í samanburðinum kemur fram að lækkun á einu ári hefur aðeins tvisvar áður verið ámóta og á þessu ári, en það var í heimskreppunni 1931 og svo 1937. Þessi ár nemur árslækk- un vísitölunnar 30 til 50 pró- sentum. Fall á húsnæðismörk- uðum, lausafjárkrísa og sam- dráttur um heim allan gera hins vegar að árið 2008 er með verstu árum frá upphafi. Í upphafi ársins var S&P 500 vísitalan 1.468,4 stig. Lágpunkt- ur þessa árs var svo 20. nóvem- ber síðastliðinn þegar hún fór í 806,9 stig og hafði þá lækk- að um 45 prósent frá ársbyrj- un. Núna undir blálok desem- ber nam lækkunin um 41 pró- senti og vísitalan stóð í um 870 stigum. Af þeim 183 árum sem mæl- ingin nær til hefur árssveifl- an í flestum tilvikum verið hækkun upp á núll til 10 pró- sent, eða í 45 ár. Þar á eftir kemur hækkun á bilinu tíu til tuttugu prósent, en sú hefur verið raunin í 36 árum tíma- bilsins. Lækkun frá núlli og í tíu prósent hefur svo orðið 29 ár af tímanum. Ef einvörðungu er horft til skiptingarinnar á milli hækkun- ar og lækkunar kemur í ljós að markaðir hafa frá 1825 hækk- að oftar en þeir hafa lækkað, í 129 skipti á móti 55 lækkunar- árum. Markaðir hafa sem sagt hækkað í sjö ár af hverjum tíu, þótt oftast hafi hækkunin verið hófleg. Hækkun frá 50 og upp í 60 prósent innan árs hefur ekki átt sér stað í nema 10 ár af þess- um 184, en það eru um 5,4 pró- sent heildartímans. Sambæri- leg lækkun hefur átt sér stað þrisvar, en það eru um 1,6 pró- sent tímabilsins frá 1825. - óká Mesta hrun síðan í kreppunni miklu Efnahagshrunið í sögulegu samhengi. Árssveifla mark- aðsvísitölu Standard & Poors‘s sýnir þróunina allt frá árinu 1825. Tvö ár skera sig úr í lækkun: 1931 og 2008. -50 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 50 60 1931 1937 1839 1825 1827 1826 1829 1846 1830 1843 1862 2008 1857 1828 1833 1836 1832 1852 1908 1863 1879 1907 1831 1835 1840 1834 1880 1927 1928 1885 1930 1837 1845 1842 1838 1900 1936 1935 1933 1974 1841 1851 1844 1847 1901 1938 1958 1954 2002 1854 1853 1856 1848 1909 1945 1873 1884 1893 1910 1917 1920 1941 1957 1966 1973 2001 1860 1861 1876 1882 1883 1887 1890 1903 1913 1914 1929 1932 1934 1939 1940 1946 1953 1962 1969 1977 1981 1990 2000 1859 1865 1866 1867 1868 1869 1870 1871 1872 1874 1875 1877 1881 1887 1889 1891 1894 1895 1896 1899 1902 1906 1911 1912 1916 1923 1947 1948 1956 1960 1970 1978 1984 1987 1992 1993 1994 2005 2007 1849 1850 1855 1858 1864 1878 1886 1892 1897 1898 1904 1905 1918 1919 1921 1926 1944 1949 1952 1959 1964 1965 1968 1971 1972 1979 1986 1988 2004 2006 1915 1922 1924 1925 1942 1943 1951 1961 1963 1967 1976 1982 1983 1996 1998 1999 2003 1950 1955 1975 1980 1985 1989 1991 1995 1997 Ekki er laust við að súlurit yfir hreyfingu innan árs í Standard og Poors vísitölunni minni á skýjakljúfa í New York-borgar í Bandaríkjunum, eða jafnvel Hús verslun- arinnar í Reykjavík. G E N G I H V E R S Á R S Í S & P V Í S I T Ö L U N N I Í tilefni af samruna Marel Food Systems og Stork Food Syst- ems og til að kynna væntanlegt hlutafjárútboð bauð Marel fjár- festum og fulltrúum fjölmiðla að skoða eina fullkomnustu kjúkl- ingaverksmiðju í heimi í vor. Verksmiðjan heitir Eims- land Frischgeflügel og er hún í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi. Þar kemur saman matvælavinnslu- tækni fyrirtækjanna tveggja, en vinnslulínan sjálf er frá Stork, en hugbúnaður, gæðaeftirlit og fleiri þættir frá Marel. Inn eru keyrðir lifandi kjúkl- ingar á öðrum enda verksmiðj- unnar og hinu megin koma þeir út í neytendapakkningum. Af- kastagetan er gífurleg, en í Emsland er hægt að framleiða 320 þúsund kjúklinga á sólar- hring. Fjórðungur allra seldra kjúklinga í Þýskalandi kemur frá þessari einu verksmiðju. Þá er hugað vandlega að líðan kjúklinganna, sem eru aflífað- ir með gasi, eftir að hafa fengið tíma til að jafna sig eftir flutn- inginn í verksmiðjuna. Eftir slátrun eru þeir færðir upp á króka sem bera þá í gegnum alla verksmiðjuna. - óká Í EMSLAND Stella Björg Kristinsdóttir, sýn- ingarstjóri hjá Marel, fylgist með skilvirku færibandinu í Emsland í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi þar sem vinnslugetan nemur um 320 þúsund kjúklingum á sólarhring. MARKAÐURINN/ÓKÁ Samlegðaráhrif í verki Tækni Marel Food Systems og Stork Food Systems kemur saman í einni fullkomnustu kjúklingaverksmiðju í heimi í Emsland í Þýskalandi. HRESSIR STJÓR- AR Erik Kaman, fjármálastjóri Marel Food Systems og Árni Oddur Þórðarson, stjórnar- formaður félagsins. MARKAÐURINN/ÓKÁ KAUPIN KYNNT Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems, á kynningarfundi fyrr á árinu þar sem kynnt voru kaupin á Stork Food Systems og vænt áhrif af samruna félaganna. MARKAÐURINN/ Kaup Marels á Stork Food Systems eru viðskipti ársins Vönduð útrás og afrek í fjármögnun í einkar erfiðu markaðsárferði skilar yfirtöku Marel Food Systems á hollenska félaginu Stork Food Systems í fyrsta sæti í valinu á viðskiptum ársins. Óli Kristján Ármannsson fer yfir niðurstöðuna og rifjar upp langt og strangt ferlið við kaupin. Í NÓVEMBER Í FYRRA Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems og Theo Hoen, forstjóri Stork Food Systems, við kynningu á samningi um kaupin á Stork Foods fyrir 415 milljónir evra. MARKAÐURINN/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.