Fréttablaðið - 31.12.2008, Qupperneq 5
H A U S
MARKAÐURINN 5ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 2008
V I Ð Á R A M Ó T
maður
bankastjórnar
Seðlabankans, hafi verið áber-
andi í ólgusjó fjármálalífsins
síðustu daga. Ekki aðeins var
ein af fréttamyndum ársins
tekin af honum undir stýri með
forsætisráðherrann í farþega-
sætinu og fjármálaráðherrann
aftur í, heldur kom það einn-
ig í hlut seðlabankastjórans
að tilkynna um aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar og bjóða einstök-
um mönnum sæti í nýrri stjórn
Gitnis, ef marka má fréttir
fjölmiðla. Í gær sat Davíð svo
aftur á fundi ríkisstjórnarinnar
eftir nokkurt hlé, nú sem gest-
ur við fundarborðið. Er furða,
þótt menn telji enn að Davíð
ráði hér öllu í samfélaginu?
29. OKTÓBER
LAUN LÆKKUÐ ÁN BLÓÐSÚT-
HELLINGA
Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son prófessor skrifar um krón-
una í nýjasta hefti Vísbend-
ingar.
Þar segir: „Atburðarásin
haustið 2008 leiddi hins vegar
eitt í ljós: Með öllum sínum
ókostum var íslensk króna
fljótvirkasta og friðsamlegasta
tækið til að laga hagkerfið að
nýjum aðstæðum. Með gengis-
falli krónunnar voru laun snar-
lækkuð án blóðsúthellinga. Al-
menningur fékk skýr skila-
boð um það að hann yrði
að spara
og beina
kaup-
um
sínum
frek-
ar að inn-
lendri
vöru en
innfluttri. Þessi skilaboð
hefðu ekki borist eins greiðlega
um hagkerfið, hefðu Íslending-
ar notað evru í stað krónu.“
17. DESEMBER
MIKILVÆGI SÖGUNNAR
Eðlilega hefur um fátt verið
rætt upp á síðkastið en Ice-
save-skuldir Íslendinga gagn-
vart evrópskum sparifjár-
eigendum. Margir hafa lagt
áherslu á mikilvægi þess að
koma málinu í þann farveg að
málið verði leyst, ef ekki nú
þá seinna. En Icesave-skuld-
in er ekkert einsdæmi. Líkt
og Jón Sigurðsson, fyrrver-
andi forseti Hins íslenska bók-
menntafélags, lagði dæmið á
borðið um miðja þarsíðustu öld
þá skulduðu Danir Íslending-
um 120 þúsund ríkisdali á ári í
afgjald fyrir aldalanga kúgun.
Ætla má að þetta sé, kalt mat, í
kringum tveir milljarðar króna
á ári í dag miðað við uppreikn-
aða vísitölu. En líkt og flest mál
sem dagað hafa uppi í nefnd
hefur lítið spurst til greiðsl-
unnar frá Dönum að undan-
skildum smáhlut upp í kostn-
að vegna strandgæslu þeirra
á tímum heima stjórnar innar.
Þetta er alltént mikilvægt að
hafa í huga þegar samið verður
um Icesave-skuldina. Kannski
hún sé best geymd í nefnd.
„Rekstur margra útflutnings-
fyrirtækja gengur vel nú um
stundir en nú er það fyrst og
fremst fjármögnunarþátturinn
og bankakerfið sem er kvíð-
vænlegt. Það er von mín að
rofi til á erlendum mörkuðum á
næsta ári,“ segir Þórður Magn-
ússon, stjórnarformaður Eyris
Invest.
Hann segir margar kenning-
ar í gangi um horfurnar á nýju
ári. Sjálfur vilji hann lítið spá
fyrir um slíkt.
Eyrir Invest er kjölfestufjár-
festir í matvælavinnsluvélafyr-
irtækinu Marel Food Systems
og stoðtækjafyrirtækinu Öss-
uri. Þórður bendir á að krepp-
an hafi takmörkuð áhrif á rekst-
ur þeirra enda þriðji ársfjórð-
ungur ársins sá besti hjá báðum
fyrirtækjum.
Þórður er sömuleiðis stjórn-
arformaður þriggja sprotafyr-
irtækja.
Eitt þeirra er Marorka, sem
selur tölvukerfi sem lágmark-
ar olíunotkun skipa, dregur úr
kostnaði og mengun og hlaut
fyrir það umhverfisverðlaun
Norðurlanda í október.
Annað er Calidris, sem hefur
þróað og hannað hugbúnað
sem leggst ofan á þau tölvu-
kerfi sem fyrir eru eins og bók-
anakerfi, miðakerfi, brottfar-
arkerfi og breytir verkferlum
þeirra svo þau séu skilvirkari.
Mörg stærri flugfélög heims
nota kerfi Calidris.
Það þriðja er svo Handpoint
Retail, sem starfar aðallega í
Bretlandi og selur meðal ann-
ars afgreiðslukerfi á handtölv-
um fyrir verslanir og annan at-
vinnurekstur.
Þórður segir sveiflur í íslensku
efnahagslífi hafi verið íslensk-
um sprotafyrirtækjum erfiðar.
Lágt gengi krónu síðustu misseri
hafi gert þeim erfitt fyrir. Mjög
veikt gengi nú og betri aðgang-
ur að hæfu fólki sé jákvæður en
takmörkuð geta bankakerfisins
geri þeim erfiðara fyrir. „Þar er
reyndar enginn undanskilinn,“
segir Þórður. - jab
ÞÓRÐUR MAGNÚSSON Stjórnar for maður Eyris Invest vonar að rofi til á erlend um
fjármagnsmörkuðum á nýju ári. MARKAÐURINN/VILHELM
Sér vonarglætu
á nýju ári
Margir voru til kall-aðir í vali á verstu viðskiptum ársins 2008, enda kannski
af nógu að taka. Með þann vafa-
sama heiður að bera sigur úr
býtum í þessu vali var Róbert
Wessman, en fjárfestingar-
félag hans Salt keypti hlut í
Glitni fyrir 5,7 milljarða króna
föstudaginn 26. september,
en á mánudagsmorgni var til-
kynnt um þjóðnýtingu bank-
ans. Salt var sjöundi stærsti
hluthafi Glitnis og leiddar að
því líkur að félagið tapaði við
þjóðnýtinguna og virðisrýrnun
eignarinnar um fimm millj-
örðum króna. Svo varð
reyndar ekki úr þessum
kaupum ríkisins, bankinn
fór í greiðslustöðvun og
hluthafar töpuðu öllum
sínum hlut.
Glitnir kemur
reyndar við
sögu í næst-
verstu við-
skiptum árs-
ins sam-
kvæmt
valinu, en
þeir voru
litlu færri
sem vildu tilnefna yf-
irtöku ríkisins á Glitni
í aðdraganda banka-
hrunsins sem verstu
viðskiptin. „Formaður
bankastjórnar Seðla-
bankans keypti
þrjá fjórðu
hluta Glitnis
banka fyrir
600 millj-
ónir evra
sem jaðr-
ar við hrakvirði. Þetta hljóta
að vera viðskiptamaður og við-
skipti ársins,“ segir einn þeirra
sem leitað var til um tilnefn-
ingar hvað varðar þá hluti sem
upp úr standa í viðskiptum árs-
ins. „Um leið eru þetta verstu
viðskipti ársins,“ bætir svo við-
komandi við.
„Kaup Róberts Wessman í
Glitni eða kaup ríksisins á 75
prósenta hlut í sama banka sem
ýtti skelfilegri atburðarás af
stað,“ segir annar sem erfitt á
með að gera upp á milli verstu
viðskiptanna, enda kannski
bara um að ræða tvær hliðar á
sama peningi. Um fyrirhugaða
þjóðnýtingu Glitnis segir annar
að öll umgjörð og aðferðafræði
þar hafi skaðaði íslenskt efna-
hagslíf stórkostlega umfram
það sem hefði þurft. „Í kjölfar-
ið hrundu bankarnir og margir
fjárfestar, sem ætluðu að hagn-
ast með ríkinu, brenndu fingur.
Þessi díll var harðskafi,“ segir
annar um þjóðnýtingu Glitnis í
septemberlok.
Þá eru nefndir til sögu fleiri
fjárfestar sem brenndu sig á
falli bankanna eða þóttu eiga
vafasöm viðskipti því tengdu.
Nokkrum er ofarlega í huga
Sjeik Mohammed Bin Kha-
lifa Al-Thani, bróðir emírsins
af Katar, sem í gegn um fjár-
festingarfélag sitt Q-Iceland
Holding keypti um fimm pró-
senta hlut í Kaupþingi fyrir
26 milljarða króna undir lok
september, skömmu fyrir hrun
bankanna. „En í ljósi þess hve
lítið þau viðskipti vigta í hans
eignasafni eru þau ekki sett hér
fremst,“ segir einn álitsgjafi
Markaðarins. - óká
FORMAÐUR BANKASTJÓRNAR SEÐLABANKANS OG BANKASTJÓRI GLITNIS „Formaður
bankastjórnar Seðlabankans keypti þrjá fjórðu hluta Glitnis banka fyrir 600 milljónir evra
sem jaðrar við hrakvirði. Þetta hljóta að vera viðskiptamaður og viðskipti ársins. Um leið
eru þetta verstu viðskipti ársins,“ segir í umsögn um viðskipti ársins. MARKAÐURINN/GVA
RÓBERT WESSMAN Salt Investments, fjárfestingarfélag
Róberts Wessmans, missteig sig með eftirtektarverð-
ustum hætti á árinu í kaupum á hlut í Glitni, að mati
valnefndar Markaðarins.
Verstu viðskipti ársins 2008