Fréttablaðið - 31.12.2008, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 31.12.2008, Qupperneq 18
MARKAÐURINN V I Ð Á R A M Ó T 30. DESEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR18 Á rið 2009 verður ár baráttu og breytinga á íslenskum fjöl- miðlamarkaði. Það er fyrirséð að einka- rekin fjölmiðlafyrirtæki munu, eins og fjölmörg önnur fyrir- tæki, berjast fyrir tilvist sinni í erfiðu rekstrarumhverfi. Eitt fjölmiðlafyrirtæki, Ríkisút- varpið, mun þó styrkja stöðu sína, því rekstrinum hafa nú þegar verið tryggðar ríflega 500 miljónir króna úr vösum skattgreiðenda til viðbótar við þær þrjú þúsund milljónir sem það fær á ársgrundvelli til að keppa við einkarekin fyrirtæki innan sömu greinar. RÚV hefur orðið uppvíst að samkeppnis- hamlandi undirboðum á mark- aði, hegðun sem yfirmaður fyrirtækisins telur einkennast af „kurteisi og hæversku“. Á sama tíma og stjórnvöld hafa kjark til þess að auka skatt- heimtu af Íslendingum til þess að standa undir rekstri ríkis- fjölmiðils, virðist þau skorta kjarkinn til þess að gera það sem rétt er og draga ríkið út af sjónvarpsauglýsingamarkaði. Það er hjákátlegt að stjórnar- þingmaður leggi fram þings- ályktunartillögu þess efnis að endurskoða samkeppnisum- hverfi á Íslandi, á sama tíma og hann mælir gegn því að sanngjörn samkeppni gildi í rekstri sjónvarpsstöðva. Það skiptir engu máli hvað stjórn- málamenn segja, það skipt- ir máli hvað stjórnmálamenn gera. Menntamálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í byrjun desember þar sem hún ætlaði að taka mikilvægt skref í átt að réttlátri samkeppni á fjölmiðlamarkaði og takmarka umsvif Ríkissjónvarpsins á auglýsingamarkaði. Í frum- varpinu var mikil von. Þar kom fram skýr pólitískur vilji til þess að leiðrétta samkeppn- isumhverfi einkarekinna sjón- varpsstöðva. Frumvarpið var skref í rétta átt. Það mátti færa rök fyrir því að þær takmarkanir sem settar voru fram í frumvarpinu væru litlar og dugði það eitt að benda á að meðalnýting RÚV á aug- lýsingum í sjónvarpi var um 3 prósent pr. útsenda klukku- stund í október á meðan tak- markanir í frumvarpinu kváðu á um 5 til 10 prósenta hámarks nýtingu. Það sem skipti öllu máli var að vilji ráðherra var skýr, starfsfólk ráðuneytisins trúði því að í frumvarpinu fælust umtalsverðar takmarkanir á umsvifum RÚV á auglýsinga- markaði. Skjárinn ætlaði sér að treysta stjórnvöldum fyrir því að þetta væri rétt mat. Það sem skiptir meira máli var að í frumvarpinu var ákvæði um endurskoðun fyrir 1. júlí árið 2009. Þannig var í frumvarp- inu tækifæri til þess að bregð- ast við ef takmarkanir væru ekki raunverulegar, eða mat á afleiðingum rangar. Tillögurnar hafa nú verið dregnar til baka. Sagt er að árið 2009 verði lagðar fram nýjar tillögur, frumvarp sem muni hafa áhrif á alla fjölmiðla á Íslandi. Menntamálanefnd Alþingis treysti sér ekki til þess að af- greiða frumvarp menntamála- ráðherra. Ástæður sem gefn- ar voru upp í fjölmiðlum voru tvíþættar, annars vegar sú að fjöldi athugasemda hefði bor- ist, meðal annars frá kvik- myndagerðarmönnum, auglýs- endum og auglýsingagerðar- mönnum. Hins vegar var gefin upp sú afstaða að óskynsam- legt væri að setja takmörk á ríkisfjölmiðilinn á auglýsinga- markaði nema reglur um eign- arhald á fjölmiðlum væru sett- ar samhliða. Þegar umsagnir um frum- varpið verða gerðar opinberar verður athyglisvert að skoða hvað umsagnaraðilarnir höfðu um það að segja. Nefnum nokkra umsagnaraðila í tveim- ur hópum. Í fyrri hópnum eru útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, Hollvinasamtök Ríkisútvarps- ins, Félag fréttamanna Ríkis- útvarpsins, Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins, Samtök stétta- félaga almannaútvarpsstöðva á Norðurlöndunum og Félag kvikmyndagerðarmanna. Í seinni hópnum eru einkareknu fjölmiðlarnir, Samtök atvinnu- lífsins, Samtök auglýsenda, Viðskiptaráð Íslands og Sam- keppniseftirlitið en ég þykist vita að þeir sem tilheyra seinni hópnum hafi fagnað frumvarp- inu og því mikilvæga skrefi sem til stóð að taka. Starfsmenn menntamála- ráðuneytisins hafa unnið að því að skoða möguleika á tak- mörkun á umsvifum Ríkisút- varpsins á auglýsingamarkaði frá því í vor, bæði forsætisráð- herra og menntamálaráðherra lýstu því yfir opinberlega í sumar að það stæði til að setja takmörk. Það vekur upp spurn- ingar ef menntamálanefnd Al- þingis ber minna traust til til- lögu ráðherra en fyrirtæki sem starfa á markaðinum. Hvaða rök liggja að baki ákvörðun- inni? Voru umsagnir studd- ar raunverulegum gögnum? Hvaða breytingar á að gera í nýjum tillögum sem til stendur að leggja fyrir á næsta ári? Nú er tíminn til að spyrja spurn- inga. Mín framtíðarsýn er að á Íslandi verði fjölbreyttir, kröftugir og lifandi fjölmiðl- ar í dreifðri eignaraðild. Ég vil sanngjarnt samkeppnisum- hverfi þar sem sjónvarpsstöðv- ar eiga þess kost að blómstra ef þær sýna góða dagskrá og góðan rekstur. Forsenda þess að fjárfestar sjái hag sinn í að koma að rekstri fjölmiðla er sú að rekstrargrundvöllur þeirra sé traustur og samkeppnin sé sanngjörn. Það getur ekkert einkarekið fyrirtæki keppt við ríkisfyrir- tæki sem fær árlega þrjú þús- und og fimm hundruð millj- ónir í forgjöf frá skattgreið- endum og hikar ekki við að brjóta samkeppnislög. Frjálsir fjölmiðlar á Íslandi voru fleiri en tveir árið 2008, það verð- ur spennandi að sjá hvað þeir verða margir árið 2009. Þ egar horft er til baka yfir árið sem er að líða dylst engum að það hefur verið íslensk- um fyrirtækjum mjög erfitt. Hrun bankanna var gríð- arlega þungt högg sem skók stoðir íslensks efnahagslífs. Þá var það ekki síður áfall að krónan skyldi bregðast. Gjald- eyrisviðskipti lágu niðri vikum saman og viðskipti nánast löm- uðust. Háir vextir hafa sömu- leiðis gert innlenda fjármögnun bæði dýra og erfiða. Orðspor Íslendinga erlendis hefur einn- ig beðið mikinn hnekki og það er erfitt að vera íslenskt fyrir- tæki í dag og eiga í alþjóðleg- um viðskiptum. Það er ljóst að hvorki atvinnulífið né heimil- in geta búið við það ástand sem hér ríkir til lengdar. Framundan er mikið upp- byggingarstarf og nauðsyn- legt er að breyta um áhersl- ur í íslensku efnahagslífi. Stórauka þarf áhersluna á út- flutning og að sama skapi að draga úr innflutningi. Einung- is þannig mun takast að greiða niður þær skuldir sem blasa við okkur sem þjóð. Til lengri tíma litið þurfa lífskjörin í land- inu að byggjast á þeim tekjum sem við öflum en ekki á þeim lánum sem við höfum aðgang að, eins og verið hefur undan- farin ár. Það er því mikilvægt að hlúa vel að öllum útflutn- ingsgreinum, hvort sem um er að ræða fiskvinnslu, iðnað eða ferðaþjónustu, og leggja þarf áherslu á nýsköpun og raun- verulega verðmætasköpun. Þrátt fyrir þau erfiðu skil- yrði sem við búum nú við hefur staða útflutningsfyrirtækja á Íslandi batnað að ýmsu leyti. Rekstrarumhverfi þeirra hefur um nokkurra ára skeið verið ákaflega óhagstætt. Sérstak- lega hefur hágengisstefnan gert þeim erfitt fyrir en gengi krónunnar hefur verið skráð langt yfir eðlilegu jafnvægis- gengi. Fyrirtæki hafa þurft að bregðast við með sífelldri hag- ræðingu í rekstri og flest hafa dregið úr umsvifum í rekstri á Íslandi. En í dag horfa þau fram á mun hagstæðari rekstrarskil- yrði. Veiking krónunnar, sem á vonandi eftir að rata í eðli- legt jafnvægisgengi, veldur því að útflutningur er samkeppnis- hæfari og skilar hærri tekjum. Vegna þeirrar miklu hagræð- ingar og aðhaldssemi sem fyr- irtækin hafa þurft að grípa til skilar þessi tekjuaukning strax stórbættri afkomu. Það er án efa erfitt ár fram- undan um heim allan. Alþjóð- lega fjármálakreppan geisar enn og sá skortur á fjármagni sem henni fylgir kemur til með að hafa áhrif á allar atvinnu- greinar. Þrátt fyrir það sjáum við hjá Marel Food Systems ljós við endann á göngunum enda teljum við okkur vel í stakk búin til að standast þenn- an storm. Reynslan hefur sýnt að matvælaiðnaðurinn er ekki eins næmur fyrir hagsveiflum og flestar aðrar greinar. Neyt- endur munu eflaust þurfa að skera niður útgjöld, til dæmis ferðalög, nýja bíla og munað- arvörur, en þeir munu halda áfram að borða, jafnvel þótt neysluvenjur þeirra eigi eftir að breytast. Því má gera ráð fyrir að áhrif fjármálakrepp- unnar verði minni og skamm- vinnari í matvælaiðnaðinum en í mörgum öðrum greinum. Þá sjáum við tækifæri til sóknar á markaðssvæðum sem eru ekki eins berskjölduð gagn- vart fjármálakreppunni og önnur. Á meðan að flest eldri hagkerfi heims, þar á meðal Evrópa og Bandaríkin, eiga í miklum vandræðum, hefur því verið spáð að kreppan muni ekki rista jafn djúpt til dæmis í Suður-Ameríku, Asíu og Eyja- álfu. Sum þessara svæða hafa þegar gengið í gegnum banka- kreppur á 9. áratugnum og standa því betur að vígi í dag. Þarna leynast tækifæri, sér- staklega við núverandi aðstæð- ur. Undanfarin tvö til þrjú ár hefur Marel Food Systems stækkað mjög ört með kaup- um á erlendum fyrirtækjum og hefur það skilað okkur í fremstu röð framleiðenda á búnaði til matvælavinnslu á heimsvísu. Á sama tíma höfum við, eins og mörg önnur útflutningsfyr- irtæki, hagrætt mikið í okkar rekstri og dregið úr kostnaði. Við stöndum sterkari eftir og það kemur sér vel nú þegar harðnar í ári. Framundan er mikil vinna sem mun krefjast þrautseigju og útsjónarsemi en þegar við siglum upp úr þessum öldudal efnahagshremminga tekur við uppgangstímabil. Þeir sem ná að byggja upp trausta innviði meðan barist er í gegnum öld- urótið munu uppskera þegar aftur er komið á lygnan sjó. Ég óska lesendum Markaðar- ins farsældar á nýju ári. Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems: Fjármálakreppan geisar enn H rammur hinnar al- þjóðlegu fjármála- kreppu hefur lagst af meiri þunga á ís- lenskan þjóðarbú- skap, heimili og fyrirtæki en víðast hvar í heiminum. Mikið ójafnvægi hafði einkennt þjóð- arbúskapinn árum saman, sem birtist í verðbólgu, eignaverð- bólu, óhóflegum útlánavexti og gríðarlegum viðskiptahalla. Þegar lausafjárofgnóttin á al- þjóðlegum fjármálamörkuð- um breyttist í skort á skamm- ri stundu stóð íslenskur þjóðar- búskapur því berskjaldaðri en í flestum öðrum löndum. Áfram- haldandi vöxtur var háður greiðum lánsfjáraðgangi, en í því hefði falist skuldasöfnum við útlönd, sem ekki gat staðist til lengdar. Fræjum samdrátt- arins sem nú stendur yfir var því sáð löngu áður en alþjóð- lega fjármálakreppan skall á, enda höfðu spár Seðlabankans um nokkurt skeið sýnt snarpan samdrátt í efnahagslífinu. Efnahagslegar hamfarir af því tagi sem nú dynja yfir skýr- ast jafnan af samspili margra þátta. Sumir kunna að vera á valdi innlendra stjórnvalda en aðrir ekki. Árum saman hafði spenna magnast í alþjóðahag- kerfinu sem rekja má til pen- inga- og gengisstefnu sem rekin var í helstu efnahags- veldum heims. Ódýrt fjármagn sem af þessari stefnu leiddi flýtti fyrir uppbyggingu fjöl- þjóðlegrar bankastarfsemi á Ís- landi. Þessi starfsemi reynd- ist byggð á veikum forsendum. Fjármálakreppan hefur afhjúp- að alvarlega veikleika í um- gjörð fjármálakerfisins á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Lög og reglur hvetja til fjölþjóðlegrar samkeppni fjármálafyrirtækja án þess að því fylgi skilyrði um sameiginlegt fjármálaeftirlit, tryggingu innistæðna eða fulla þátttöku í peningalegum sam- runa. Upphaflega var litið svo á að alþjóðleg starfsemi inn- lendra fjármálafyrirtækja fæli í sér áhættudreifingu og drægi úr áhrifum sveiflna í þjóðar- búskapnum á efnahag þeirra. Reyndin varð önnur. Hraður vöxtur fjármálafyrirtækja, sem nærðist á ríku framboði láns- fjár á lágum vöxtum, magnaði áhættuna sem fylgdi fjölþjóð- legri bankastarfsemi. Eigendur bankanna höfðu hvorki reynslu til að greina þessa áhættu né fjárhagslega burði til að vera sá bakhjarl sem þörf var á þegar hún varð öllum ljós. Hvorki ríkið né Seðlabankinn hafði bol- magn til að fylla það skarð. Innlend stjórnvöld skildu ekki fyllilega þá áhættu sem ofangreind þróun fól í sér. Þau létu blekkjast af því að lausa- fjárgnóttin í heiminum virtist gera einstaklingum og fyrir- tækjum kleift að safna skuld- um með áður óþekktum hraða, bæði innanlands og við útlönd, án þess að það hefði samsvar- andi eftirköst í för með sér og áður í sögunni. Þótt skuldir ykj- ust hröðum skrefum jókst verð- mæti eigna hraðar og greiðslu- byrði jókst hægar en tekjur. Ríkissjóður skilaði auknum af- gangi þrátt fyrir skattalækkan- ir. Margir voru ófúsir að horfast í augu við að forsenda þessarar þróunar væri að ríkulegt fram- boð ódýrs lánsfjármagn héldi áfram. Því var ekki búið í hag- inn fyrir mögru árin. Margvís- legar eftirspurnarhvetjandi að- gerðir hins opinbera lögðu þvert á móti mikla byrði á peninga- stefnuna, sem leiddi til hárra innlendra skammtímavaxta. Í hinu alþjóðlega lágvaxtaum- hverfi ýtti það enn frekar undir innstreymi ódýrs fjármagns, sem gerði efnahags- og fjár- málakerfið enn berskjaldaðra en ella gagnvart straumhvörf- um á alþjóðafjármálamörkuð- um. Raunsæi sem stundum skorti á í góðærinu má ekki vanta nú. Aðgerðir í efnahagsmál- um verða að taka mið af því að rót vandans fyrir banka- hrunið var meiri kaupmáttur en framleiðslugeta þjóðarbús- ins stóð undir. Rýrnun kaup- máttar er því óhjákvæmilegur þáttur aðlögunar að jafnvægi. Fé sem hið opinbera hefur til ráðstöfunar mun dragast mikið saman á sama tíma og mikla fjármuni þarf að leggja í end- urreisn bankakerfisins. Þess- um takmörkuðu fjármunum þarf að verja af kostgæfni með það í huga að draga úr óþörf- um og skaðlegum tekjutilfærsl- um sem draga úr hagvaxtar- getu þjóðarbúsins til lengri tíma. Þegar aðgerðir til hjálpar heimilum og atvinnulífinu eru mótaðar er gagnlegt að greina á milli þriggja mismunandi hópa heimila og fyrirtækja. Í fyrsta lagi eru heimili og fyrirtæki sem enga aðstoð þurfa, líklega allur þorri heimila og flest fyr- irtæki. Í öðru lagi eru heim- ili og fyrirtæki sem gætu orðið gjaldþrota vegna tímabundinna greiðsluörðugleika, en geta staðið við langtímaskuldbind- ingar með hæfilegri tilhliðrun. Í þriðja lagi eru heimili og fyr- irtæki sem hverfandi líkur eru á að geti unnið sig út úr vandan- um með tímabundnum tilhliðr- unum eins og greiðsludreif- ingu, frystingu lána o.s.frv. Að- stoð við þennan hóp þarf fyrst og fremst að miða að því að treysta hið félagslega örygg- isnet og auðvelda einstakling- um að koma undir sig fótum á ný í kjölfar gjaldþrots. Áform eru um söfnun upplýsingar sem auðveldar greiningu á stöðu mismunandi hópa. Horft til lengri tíma er eðli- legt að taka gervallt umhverfi peningastefnunnar og fjár- málakerfisins til gagngerr- ar endurskoðunar. Sveigjan- leg gengisstefna og sjálfstæð peningastefna reyndist ekki eins góð vörn gagnvart óhóf- legri gjaldeyrisáhættu og von- ast var til. Hrun bankakerfis- ins leiddi til gjaldeyriskreppu sem dýpkar kreppuna til muna. Hin ósamrýmanlega þrenning stöðugs gengis, sjálfstæðrar peningastefnu og óheftra fjár- magnshreyfinga knúði Ísland til sveigjanlegrar gengisstefnu í kjölfar þess að fjármagns- hreyfingar voru gefnar frjálsar með EES samningnum. Í ljósi reynslunnar er nauðsynlegt að endurmeta hvort það horn sem Ísland valdi í „þríhyrningi ósamrýmanleikans“ árið 2001 henti landinu best til lengdar. Verði ekki aðrir kostir í boði er nauðsynlegt að skjóta sterkari stoðum undir verðbólgumark- miðið. Það er hins vegar efni í aðra grein. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands: Horft í straumhvörf við áramót Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins: Barátta og breytingar Á rið 2008 verður eft- irminnilegt fyrir Ice- landair Group sem og alla Íslendinga. Þær hremmingar sem gengið hafa yfir Ísland á síðari hluta ársins eru líklega einsdæmi og hefur sett efna- hag margra fyrirtækja og ein- staklinga í uppnám. Slíkt hefur áhrif á hagkerfið í heild sinni og breytir mjög neysluhegðun fyr- irtækja og einstaklinga. Mikil- vægt við slíkar aðstæður er að setja sér skýra framtíðarsýn og ná víðtækri samstöðu um hana til að lágmarka skaðann og jafn- framt flýta að út úr vandanum verði unnið. Við eigum sterk- ar stoðir, góðar framleiðsluein- ingar í fiskiðnaði, stóriðju og ferðamannaiðnaði sem geta komið okkur hratt út úr þess- ari stöðu. Ísland er lítið hagkerfi sem bregst hratt við aðstæðum eins og sést nú við samdrátt í innflutningi. Áhrif á rekstur samstæðu Ice- landair Group frá byrjun okt- óber eru veruleg og koma hart niður á rekstri og efnahag. Kemur þetta í beinu framhaldi af mjög erfiðu ári hvað elds- neytisverð varðar. Miklar að- gerðir í rekstri ýmissa félaga innan samstæðunnar fyrri hluta ársins hafa hjálpað við þessar aðstæður. Utanferðir Íslendinga hafa stórlega dregist saman og lík- legt að það haldi áfram á næsta ári. Slík þróun er að koma í ljós víðs vegar í heiminum og mun árið 2009 bera þess merki. Sést hefur spádómur um að árið 2009 verði erfiðasta rekstrarár í sögu flugsins. Ég tel að ferðamanna- iðnaðurinn heilt yfir muni sjá fram á erfitt ár. Enn og aftur, við slíkar aðstæður er mikilvægt að hafa skýra sýn á framtíðina og vinna úr þeim vandamálum sem uppi eru hverju sinni. Á Íslandi munu samt myndast tækifæri sem við verðum að nýta okkur. Icelandair Group er alþjóð- leg samstæða fyrirtækja með starfsemi um allan heim. Tekj- ur koma frá mörgum heims- svæðum og frá ólíkri starfsemi og tæplega 80% tekna samstæð- unnar eru í erlendum gjaldmiðl- um. Þessi fjölhæfni og dreifing í tekjumyndun er samstæðunni mikill styrkur í umrótinu nú og dregur úr því höggi sem skyndi- legur og ófyrirséður samdrátt- ur í ferðalögum Íslendinga er. Hafa ber þó í huga að það hefur kreppt að víðar en á Íslandi og sér ekki fyrir endann á því. Flugið og ferðaþjónustan er sveiflukennd starfsemi og styrkur Icelandair Group er að bregðast hratt við óvæntum breytingum. Fyrirtækið hefur alltaf verið í einkaeigu og haft arðsemi hluthafa að leiðarljósi. En það hefur um leið tekið að sér það mikilvæga samfélags- lega hlutverk að byggja upp leiðarkerfi í flugi til og frá land- inu. Sú starfsemi er grundvöll- ur ferðaþjónustunnar í landinu og tryggir Íslendingum fram- úrskarandi samgöngur við um- heiminn. Hún skapar þúsundum atvinnu um allt land og byggir upp sérfræðiþekkingu sem und- irstaða umfangsmikillar gjald- eyrisskapandi flugstarfsemi um allan heim. Nú sem fyrr förum við hjá Icelandair Group í gegnum súrt og sætt með þjóðinni. Hún getur treyst á liðsinni okkar í þeirri baráttu sem framundan er. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group: Fjölhæfnin er styrkur Það er án efa erfitt ár framundan um heim allan. Alþjóðlega fjár- málakreppan geisar enn og sá skortur á fjármagni sem henni fylgir kemur til með að hafa áhrif á allar atvinnugreinar. Horft til lengri tíma er eðlilegt að taka gervallt umhverfi peningastefnunnar og fjármálakerfisins til gagngerrar endur- skoðunar. Sveigjanleg gengisstefna og sjálf- stæð peningastefna reyndist ekki eins góð vörn gagnvart óhóflegri gjaldeyrisáhættu og vonast var til. Á sama tíma og stjórn- völd hafa kjark til þess að auka skattheimtu af Íslendingum til þess að standa undir rekstri rík- isfjölmiðils, virðist þau skorta kjarkinn til þess að gera það sem rétt er og draga ríkið út af sjónvarpsauglýsinga- markaði. Þ egar stjórnvöld stóðu frammi fyrir banka- kreppu og gjaldmið- ilskreppu virtist sem að þau hefðu þann eina kost að taka há erlend lán. Lán sem eru til þess eins að reyna að endurreisa traust á gjaldmiðli sem hagfræðilega er ómögulegt að halda úti með góðu móti. Undirritaðir komu því fram og bentu á aðrar leið- ir sem útheimta ekki erlenda skuldsetningu. Nú hafa íslensk stjórnvöld samið um viðbragðsáætlun við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, AGS, og fengið lánaloforð hjá erlend- um ríkjum. Inn í þetta bland- ast svo vilji íslenskra stjórn- valda til að gangast í ábyrgð fyrir Ice Save-skuldbindingum Landsbankans. Vandinn við umræðu um kosti í gjaldmiðilsmálum er að þar er tveimur ólíkum en þó tengd- um atriðum blandað saman, aðild að ESB og svo fyrirkomu- lagi gjaldmiðilsmála. Blöndun- in felst í því að fyrirkomulagi fastgengis er hrært saman við aðild að ESB. Valkostirnir eru annars vegar að leysa gjaldeyriskreppuna sem fyrst, eða búa að öðrum kosti við óbreytt fyrirkomulag í nokkurn tíma uns hægt er að fá aðild að myntbandalagi með stjórnmálasambandi. Seinni kosturinn er fyrirferð- armestur í umræðunni um fast land í gengismálum. En til að fá aðild að ERM II þarf fyrst að liggja fyrir samþykkt á að- ildarumsókn. Fyrst þarf kosn- ingar um aðild, svo aðildarum- ræður þar sem farið er fram á undanþágur frá regluverkinu, því næst kosningar um samn- inginn og svo samþykki allra 27 þjóða sambandsins á inngöngu landsins. En þá er ferlið rétt að hefjast, því Ísland þarf að taka sér stöðu í biðröð þar sem önnur ríki eru fyrir og hafa verið samþykkt sem næstu að- ildarríki. Þegar loks er búið að samþykkja Ísland sem aðildar- ríki þarf landið að hafa uppfyllt Maastricht-skilyrðin um stöð- ugleika í 2 ár samfellt. Þá loks- ins fæst ný mynt. Því miður tekur þetta ferli á bilinu 4 til 8 ár, þó að allt gangi eftir. Ekki má gleyma því að frekari stækk- un sambandsins er háð því að Lissabon-sáttmálinn verði stað- festur. Hann er í uppnámi eftir að Írar felldu hann í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Vandinn við seinni kostinn er hve langan tíma tekur að ná föstu landi í gjaldmiðilsmálum. Spurningin er hvort íslenskt efnahagslíf hafi efni á því að bíða. Einhliða upptaka annars gjaldmiðils er því eini valkost- urinn í fastgengi sem Ísland hefur völ á. Upptaka annars gjaldmiðils, t.d. evru er tækni- lega möguleg og líka pólitískt möguleg. Það sannar fordæmi Svartfjallalands. Einhliða upp- taka er eina leiðin, að mati höf- unda, úr þeirri haftastefnu sem nú ríkir á gjaldeyrismarkaði. Evra er ekki eini möguleikinn, dollari er einnig góður kostur. Svo eru til þeir sem trúa því að krónan geti átt sér viðreisn- ar von. Það verður að telja ósk- hyggju. Nú er svo komið fyrir að brjóti menn gjaldeyrislögin er hægt að fara í fangelsi fyrir í allt að tvö ár. Slík er trúin á myntina. Á meðan berst at- vinnulífið við gífurlegan fjár- magnskostnað og skort á láns- fé. Kostnaðurinn og skorturinn hefur hamlandi áhrif á allt at- vinnulíf, þ.m.t. útflutning. Því lengur sem núverandi ástand varir því meiri verður skaði efnahagslífsins. Ísland hefur úr bráðum vanda að leysa ef lágmarka á kostnað vegna fjármála- kreppunnar. Stjórnvöldum og embættismönnum ber skylda, vegna starfa sinna og ábyrgðar, að kynna sér fordómalaust þá kosti sem eru í stöðunni. Upp- taka gjaldmiðils er að mati höf- unda eini kosturinn sem hægt er að bera saman við gjaldeyr- ishöftin sem nú gilda. Það er ótækt að halda Íslandi í fang- elsi hafta og kreppu ef aðrir kostir standa til boða. Nú er verið að semja um uppgjör á skuldum einkafyrir- tækja, bankanna þriggja, sem voru settir í þrot með setningu neyðarlaga 6. október síðastlið- inn. Fyrirtæki fara yfirleitt ekki í þrot ef þau eiga fyrir skuldum sínum. Í tilfelli banka er það sérstaklega kostnaðarsamt að fara í slíkt ferli þar sem eign- irnar eru mjög hreyfanlegar og nánast hverfa meðan á ferlinu stendur. Kröfuhafar eru marg- ir og flestir eru þeir erlendir. Því miður eru neyðarlögin sem sett voru þvert á reglur og lög sem giltu fyrir. Lögin kváðu á um að sumum kröfuhöfum yrði gert hærra undir höfði en öðrum. Slíkar aðgerðir hafa yf- irleitt í för með sér skaðabóta- skyldu. Hagsmunir erlendra kröfu- hafa eiga miklu frekar kröfu á íslenska ríkið en þrotabú banka. Því munu þeir gera allt sem þeir geta til að reyna að halda slík- um kröfum til haga. Þar ligg- ur áhættan fyrir Ísland. Þjóð- in má ekki gangast í ábyrgðir fyrir þrotabú bankanna. Allar aðgerðir stjórnvalda verða að miða að því. Almennur Íslend- ingur kom ekkert að rekstri bankanna, né heldur hvatti hann erlenda aðila til að svala gróðafíkn sinni með því að lána bönkunum og leggja til þeirra fé. Einstaklingar og fyrirtæki sem tóku þátt í þeim viðskipt- um bera á þeim fulla ábyrgð, ekki Ísland. Leysa þarf úr gjaldeyris- kreppunni. Tryggja þarf að kröfur erlendra aðila falli ekki á ríkið. Það þarf að leysa úr greiðsluvanda heimila og fyr- irtækja í landinu. Þetta ætti að vera úrlausnarefni næstu vikna, og ekkert annað. Með því að leysa þessi vandamál hratt batnar samningsstaða Ís- lands er kemur að því að ís- lenskir embættismenn setjist niður og semji um þau skilyrði sem fylgja aðild að Evrópu- sambandinu. Ársæll Valfells lektor og Heiðar Már Guðjónsson framkvæmdastjóri: Í samningum þarf valkosti

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.