Fréttablaðið - 03.01.2009, Side 8

Fréttablaðið - 03.01.2009, Side 8
8 3. janúar 2009 LAUGARDAGUR 1 Hve margir laxar veiddust í Eystri-Rangá á nýársdag? 2 Hvað telur Vinnumálastofn- un að atvinnuleysi verði mikið? 3 Af hverju er Fréttablaðið á bleikum pappír? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 FJÖLMIÐLAR Fimm ára útgáfusögu sunnlenska fréttablaðsins Gluggans er nú lokið, en síðasta eintak blaðsins kom út fyrir áramót. Öllum starfsmönnum hefur verið sagt upp. Blaðið var fríblað og borið í hvert hús á Suðurlandi og hafði tekjur sínar af auglýsingum. Gerð var tilraun til að breyta því í áskriftarblað en það gekk ekki sem skyldi þar sem ekki náðist að safna nógu mörgum áskrifendum. Efnahagsþrengingar eru sagðar ástæða þess að blaðið er lagt niður. Fjórir fastir starfsmenn unnu að útgáfu blaðsins og kom það út í tæplega 8.000 eintökum. - kóp Héraðsfréttablað hættir: Glugganum lok- að endanlega VINNUMARKAÐUR Takmarkanir á frjálsum atvinnu- og búseturétti ríkisborgara frá Rúmeníu og Búlg- aríu hefur verið framlengdur til ársins 2012, samkvæmt frétt sem birt er á vefsíðu Vinnumálastofn- unar, en atvinnu- og búseturéttur þessa fólks hefði átt að vera gefinn frjáls um áramót. „Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að framlengja heimild er setur skorður á frjálsa för ríkisborgara frá Rúmeníu og Búlgaríu til atvinnuþátttöku hér á landi til ársins 2012. Atvinnuþátttaka þeirra á íslenskum vinnumarkaði verður því áfram háð dvalar- og atvinnuleyfum,“ segir þar. - ghs Vinnumarkaður: Atvinnuréttur takmarkaður NEYTENDUR Frá og með áramótum verða allir greiðsluseðlar Íbúðalánsjóðs sendir út með rafrænum hætti. Þetta minnkar pappírsnotkun og sparar peninga auk þess að vera umhverfis- vænna. Seðlarnir birtast í heimabanka viðskiptavina sjóðsins. Þeir sem þess óska geta fengið pappírs- seðla senda til sín. Nú þegar eru greiðslumat, lánsumsóknir og flestar þjónustubeiðnir rafræn hjá sjóðnum. Hluti seðilgjaldsins verður felldur niður við breytinguna. Gjaldtaka er þó ekki horfin því 75 króna greiðslugjald þarf að reiða af hendi. - kóp Breytingar hjá Íbúðalánasjóði: Allir greiðslu- seðlar rafrænir GAZA, AP Ísraelski herinn hélt áfram loftárásum á Gazasvæðið í gær, sjöunda daginn í röð. Að þessu sinni var ráðist á heimili margra af ráða- mönnum Hamas-samtakanna, auk þess sem sprengjum var varpað á mosku. Ísraelar virðast hafa tekið upp þá nýbreytni að vara íbúa nærliggj- andi húsa við árásum, ýmist með símtölum eða með hljóðsprengjum. Einnig var dreifiblöðum varpað úr herþotum, þar sem gefin voru upp símanúmer og íbúar hvattir til að tilkynna Ísraelum um sprengju- sveitir Hamas-samtakanna. Alls hafa á fimmta hundrað manns fallið og 1700 særst vegna loftárása Ísraela á Gaza undan- farna viku. Óljóst er hve margir hinna látnu voru almennir borgar- ar, en talsmaður Hamas-samtak- anna segir að um helmingurinn séu lögreglu- og öryggisþjónar á vegum samtakanna. Sameinuðu þjóðirnar segjast hafa heimildir um að meira en hundrað hinna látnu séu almenn- ir borgarar, þar af tugir barna. Hamas-menn halda ótrauðir áfram að skjóta heimagerðum sprengiflaugum yfir landamærin til Ísraels, og ræður hending ein hvar þau koma niður. Flest þeirra húsa, sem Ísraelar eyðilögðu í gær, voru mannlaus, en á fimmtudaginn var Nizar Rayan, einn af fimm helstu leiðtogum Hamas, ráðinn af dögum ásamt fjórum af eiginkonum sínum og tíu af börnum sínum. Moskan, sem jöfnuð var við jörðu í gær, var að áliti Ísraela nátengd Hamas-samtökunum, sem einnig eru sögð hafa notað hana sem vopnageymslu. Víða í Mið-Austurlöndum var efnt til fjöldamótmæla gegn Ísrael að loknu föstudagsbænahaldi. Þús- undir manna mótmæltu á Vestur- bakkanum og lýstu samstöðu sinni með íbúum Gazasvæðisins. Í Jerús- alem tókst Ísraelum að takmarka mótmælin með því að banna karl- mönnum innan fimmtugs að fara til föstudagsbæna í Al Aksa-mosk- unni. Ísraelar leyfðu í gær nærri 300 íbúum Gazasvæðisins, sem hafa erlendan ríkisborgararétt, að yfir- gefa svæðið, sem hefur verið nán- ast algerlega lokað. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að Hamas-samtökin hafi „haldið íbúum Gazastrandar í gíslingu allar götur síðan þau gerðu ólöglega stjórnarbyltingu gegn Mahmoud Abbas“, forseta Palestínustjórnar. gudsteinn@frettabladid.is Ísraelar byrjaðir að vara við árásunum Nærri fimm hundruð manns hafa fallið í loftárásum Ísraela á Gazasvæðið und- anfarna viku, þar af að minnsta kosti hundrað almennir borgarar. Í gær var sprengjum varpað á mosku og heimili margra ráðamanna Hamas-samtakanna. Æ FLEIRI BÖRN BORIN TIL GRAFAR Nizar Rayan, einn af helstu leiðtogum Hamas-samtakanna, var í gær borinn til grafar ásamt fjórum eiginkvenna sinna og tíu barna sinna. Þau fórust í loftárás Ísraela á bæinn Beit Lahiya á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP Ökumenn í Bandaríkjunum, sem orðið hafa uppvísir að því að aka undir áhrifum áfengis, þurfa framvegis að blása í blöðru áður en þeir geta ekið af stað. Samkvæmt nýrri löggjöf í sex af ríkjum Bandaríkjanna er þeim gert skylt að koma fyrir nýjum útbúnaði í bifreiðum sínum, sem gerir þeim ókleift að ræsa vélina fyrr en þeir hafa sannað það, með því að blása í tækjabúnaðinn, að þeir séu allsgáðir. Auk þess þurfa þeir að blása í tækið með reglulegu millibili meðan á akstri stendur. - gb Ný lög í Bandaríkjunum: Blásið í blöðru til að ræsa bíl Bílvelta í Víkurskarði Bílvelta varð í Víkurskarði í gærdag, þegar kona missti stjórn á bíl sínum. Mjög mikil hálka var á svæðinu. Bíll- inn var óökufær eftir veltuna. Konan var flutt á slysadeild en var ekki talin mikið slösuð. LÖGREGLUFRÉTTIR Allir fengu bókhaldsforrit Öll heimili í Súðavíkurhreppi hafa fengið bókhaldsforritið Bóthildi að gjöf frá sveitarfélaginu. Höfundur þess býr í Súðavík, en um 70 heimili eru í sveitarfélaginu. SÚÐAVÍKURHREPPUR UTANRÍKISMÁL Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 12 milljónum króna til mannúðarstarfs á Gaza. Ákvörðunin er tekin vegna hörmungar- ástandsins sem þar er og er aðstoðin veitt með milligöngu Rauða kross Íslands og Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Á gamlársdag tók ráðherra undir yfirlýsingu Friðarráðs um ástandið á Gaza. Þar er þess krafist að Ísraelsher hætti árásum sínum á Gaza og alþjóða- samfélagið er hvatt til að senda alþjóðlegt herlið á vettvang. - kóp Utanríkisráðherra: Veitir 12 millj- ónum til Gaza INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Tæplega 9.000 atvinnulausir Atvinnuleysi hefur aukist verulega í landinu undanfarna mánuði. Um áramótin voru tæplega 9.000 manns atvinnulausir á landinu, langflestir á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesj- um. VINNUMARKAÐUR – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is 30% verðlækkun á VISINE augndropum. Dæmi: Visine fyrir þreytt og viðkvæm augu: 2.078 kr. 1.455 kr. Gildir til 15.1. 2009 22% verðlækkun á NICORETTE tyggjói í 210 stk. pk. Dæmi: Fruitmint, 2 mg: 6.348 kr. 4.949 kr. VEISTU SVARIÐ? VINNUMARKAÐUR Íslandspóstur hefur sagt upp fastri yfirvinnu hjá tæplega þrjátíu bréfberum á höf- uðborgarsvæðinu. Yfirvinnan hefur verið frá hálfum tíma og upp í einn tíma á dag og nemur launalækkunin að jafnaði 18-36 þúsund krónum fyrir skatta. Bréf- berarnir hafa verið með um 200 þúsund krónur á mánuði. Yfirvinnan sem um ræðir hefur verið reglubundin og þá fyrst og fremst í sambandi við flokkun á fyrirtækjapósti en Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri fyrirtækis- ins, segir að þessi póstur hafi að magni til dregist saman og verið sé að mæta þeim samdrætti. „Þetta er bundið við þessa tegund af vinnu og nær ekki til allra bréf- bera, langt frá því,“ segir hann. „Þetta er ekki bein launalækkun heldur er verið að bregðast við minnkandi umsvifum.“ Ingimundur segir að laun yfir- stjórnenda hjá Íslandspósti hafi ekki hækkað í samræmi við hækk- un á almennum markaði í byrjun ársins. Starfskjaranefnd stjórnar Íslandspósts sé hins vegar með launalækkun stjórnenda fyrirtæk- isins til skoðunar í framhaldi af tilmælum forsætisráðherra um að kjör stjórnenda fyrirtækja í eigu ríkisins verði tekin til endurmats. „Það mál er til skoðunar í ljósi framkvæmdarinnar á þessum lögum og ég á von á að það verði tekin ákvörðun af stjórninni fljót- lega upp úr áramótum,“ segir Ingi- mundur. Um 450 bréfberar starfa hjá Íslandspósti. - ghs Íslandspóstur segir upp fastri yfirvinnu bréfbera á höfuðborgarsvæðinu: Lækkun upp á 18-36 þúsund INGIMUNDUR SIGURPÁLSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.