Fréttablaðið - 03.01.2009, Page 28
24 3. janúar 2009 LAUGARDAGUR
GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA
AUGNABLIK
FINNDU ORÐIN
FRÉTTAGETRAUN VIKUNNAR
Orðin geta verið á ská, upp, niður, afturábak eða áfram.
TILKOMUMIKIÐ Áramótabrennur eru töfrandi og margir sem hafa af því gaman að fylgjast með þeim. Fjölmenni var á áramóta-
brennunni í Grafarvogi þar sem myndin er tekin. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
HORFT ÚT Í HEIM
Kolbeinn Óttarsson Proppé
1. Hvað heitir knattspyrnumaðurinn íslenski sem er á
leið til Liverpool?
2. Hversu margir sóttu um starf
sérstaks saksóknara, sem rann-
saka á aðdraganda bankahruns-
ins, áður en umsóknarfrestur
rann út?
3. Hvað verða mörg leyfi boðin út til
olíuleitar á Drekasvæðinu?
4. Tónleikaferð hvaða poppara aflaði
mestra tekna á síðasta ári?
5. Hvaða tveir gamalreyndu tónlistarmenn spila nú
með Pops?
6. Hvað eru mörg íslensk börn ættleidd á ári hverju?
7. Hver er framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins?
8. Hver var maður síðasta árs, samkvæmt Mark-
aðnum?
9. Hvað heitir sirkussýningin sem sýnd er í Hafn-
arfirði nú um helgina?
10. Úr hverju drápust á þriðja tug hrossa í kringum
hátíðardagana?
11. Hvenær var fyrsta áramótaskaup Ríkissjónvarpsins
sýnt?
12. Umboðsmaður Alþings komst að þeirri niðurstöðu í
lok ársins að miklir annmarkar hefðu verið á skipan
Árna M. Mathisen á héraðsdómara. Hvað heitir hér-
aðsdómarinn sem skipaður var?
13. Salurinn fagnaði tíu ára afmæli í vikunni. En hvar er
hann?
14. Hvað voru margir
sæmdir fálkaorðunni
á nýársdag?
15. Mikil mótmæli voru
fyrir utan Hótel Borg
á gamlársdag þar
sem reynt var að ná
eyrum ráðamanna
sem sátu þar inni við
útsendingu árlegs
sjónvarpsþáttar.
Hvað heitir hann?
Kranamaðurinn Babu Sassi, frá Kerala í suðurhluta Indlands, kippir
sér lítið upp við að vera álitinn hetja af þúsundum byggingarverka-
manna í Dubai. Raunar veit Babu minnst af þessari stöðu sinni, en
flökkusögur um hann fara eins og eldur í sinu um hina gríðarlega
fjölmennu stétt. Óvíða er byggt jafnmikið og í Dubai og því margir sem
heyra af Babu í kaffiskúrunum.
Babu er kallaður „Indverjinn á hátindi heimsins“ og ekki að ósekju.
Dagleg störf hans fara fram í tæplega 900 metra hæð, og þótt vissulega
bendi ýmsar staðreyndir til þess að heimurinn sé aðeins hærri en það,
er þetta býsna hátt.
Babu er kranamaður og sem slíkur er hann vanur
að vera hátt uppi og horfa niður á heiminn. Kraninn
hans er hins vegar staðsettur ofan á hæstu
byggingu heims, hinni 819 metra háu Burj Dubai.
Þar situr hann daglangt í krananum, sem sjálfur
er nokkrir tugir metra, og hífir og slakar eins og
vindurinn.
Það eru ekki hæfileikar Babu í að hífa, eða
nákvæmni hans við að slaka timburstöflum á
hárréttan stað, sem gera hann að þeirri hetju
sem hann er. Ástæða allra flökkusagnanna um
hann er sú að Babu býr í krananum sínum.
Honum finnst það of mikil fyrirhöfn að fara
tæpan kílómetra niður á jörð til að koma sér
þaðan heim. Og því sé fínt að halla sér bara í
þröngu stýrishúsi kranans.
Hvort það segir meira um aðstæður heima
fyrir hjá Babu en þægindi kranans skal ósagt látið.
Hins vegar hefur þessi saga farið eins og eldur í
sinu á meðal byggingarverkamanna í landinu og
borist víða út um heimsbyggðina.
Og sögurnar verða æ meira spennandi og hetjuljómi
Babus verður skærari. Daglega glímir hann við dauðann þarna uppi í
háloftunum og þegar vinnu lýkur og hinir dauðlegu halda heim á leið
leggur hann sig í krananum. Hver veit nema hann hífi á nóttunni þegar
aðrir sofa; slíkir eru kraftar Babus.
Þó eru sumir sem segja hann vera fífldjarfan. Augljóslega þurfi
verkamenn hvíld og það sé líka betra en ekki að kranamaðurinn sé
úthvíldur, þar sem hann lætur þyngslin svífa yfir hausum mannanna.
Sagan af Babu er dæmigerð saga í uppbyggingu og þenslu. Féð
skortir ekki í Dubai og þar hafa menn skuldbundið sig til að láta það
flæða áfram þrátt fyrir heimskreppuna. Og tíminn er peningar og ekki
má verkið stoppa. Það þekkjum við hér á Íslandi þar sem kappið var
oft meira en forsjáin í byggingarframkvæmdum.
Þannig verða flökkusögur eins og sagan af Babu stjórntæki í höndum
valdsins. Þannig hefur það alltaf verið, sama hvort um var að ræða
íslenska sjómenn, áður en vökulögin tryggðu þeim sex tíma hvíld á
sólarhring í upphafi 20. aldarinnar, eða sovéska verkamenn sem voru
píndir áfram með verkamannahetjuna Stakanov sem fyrirmynd, sem
vann sólarhringum saman Sovétríkjunum til dýrðar.
Íslendingar gætu kannski bent Dubaibúum á að það er ekkert
sérstaklega eftirsóknarvert að æða áfram án þess að sjást fyrir. Um
það vitna hálfkaraðar byggingar um allt höfuðborgarsvæðið og
flekkótt háhýsi af hverjum flísar hafa fallið vegna slælegra vinnu-
bragða í flýtinum. Engan Babu Sassi hér, takk.
Indverjinn á hátindi heimsins
Lausnir:
1. Guðlaugur Viktor Pálsson 2. Enginn 3.
Fimm 4. Tónleikaferð Madonnu? 5. Gunn-
ar Þórðarson og Magnús Kjartansson 6.
Eitt til tvö 7. Sigþrúður Guðmundsdóttir
8. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar 9.
Stórasti Sirkus Íslands 10. Úr salmonellu-
sýkingu, sem líklega barst úr settjörn í bit-
haganum. 11. Á gamlárskvöld árið 1966
12. Þorsteinn Davíðsson 13. Í Kópavogi
14. Ellefu 15. Kryddsíld
Góð vika...
...fyrir Skaupsfólk
Silja Hauksdóttir,
Sigurjón
Kjartansson og
allir sem stóðu
að Skaupinu
geta varla
kvartað því
Skaupið slapp
fyrir horn og vel
það. Það hefði
reyndar þurft
yfirburðaklúðrara til
að klúðra Skaupi eftir annað
eins ruglár. Þrátt fyrir að
skorið væri við nögl í
fjárframlögum Rúv miðað
við fyrri góðærisskaup leit
Skaupið metnaðarfullt út og
var fyndið á löngum
sprettum. Almenn ánægja er
með það í samfélaginu, þótt
eldra fólk heyrist tala um að
Spaugstofan hefði nú örugglega
gert þetta betur.
...fyrir mótmælatrúbador Hörður
var kjörinn Maður ársins á Rás 2
með miklum yfirburðum. Þetta er
heiður sem aðeins
útvaldir hljóta og
þrátt fyrir að
hafa gefið út
ótal sólóplötur
síðan 1970
hefur Hörður
ekki átt
möguleika á
þessum titli fyrr.
Dropinn holar
steininn og enn á
ný stendur Hörður
fyrir útifundi í dag á sama stað og
á sama tíma, á Austurvelli kl. 15.
Slæm vika...
...fyrir Kryddsíldarumsjónar-
mann Vitanlega er Sigmundur
Ernir hundfúll yfir endasleppri
Kryddsíld á gamlársdag. Hver
vill láta „brjálaðan skríl“ stoppa
beina útsendingu sem maður er
með og leggja þar með stein í
götu „lýðræðislegrar umræðu“,
eins og það er kallað. Reyndar
voru fjórir viðmælendur búnir að
fá að jarma í góða stund í boði Rio
Tinto í kapp við hávært baul
og bank útivið, sem mun
hafa verið í boði banka-
hrunsgremjunnar. Geir
komst ekki einu sinni í
partíið, sem er slæmt,
því hann hefði örugg-
lega haft eitthvað
rosalega ferskt og
uppbyggilegt til málanna
að leggja. Eða þannig.
...fyrir mótmælanorn Eva
Hauksdóttir á ekki sjö dagana
sæla. Hún neyðist hvað eftir
annað til að gera að piparúða-
augnmeiðslum fjölskyldumeðlima
og nú eru einhverjir
kónar farnir að
böggast á Norna-
búðinni hennar á
Vesturgötu.
Margoft er búið
að rústa rúðunni
og telur Eva
þessar árásir
tengjast þátttöku
hennar í mótmælun-
um. Löggan dregur lappirnar í
málinu, samkvæmt Evu, og því er
vonandi að hún hafi einhverja
galdra í pokahorninu til að vinna
gegn óværunni. -drg