Tíminn - 14.07.1982, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1982.
I
I
iMm.
FÆRIRÚT
KVÍARNAR
■ Barbra Streisand leggur nú til orrustu á fleiri sviðum
i kvikmyndaiðnaðinum en hún hefur átt
við til þessa. Nú dugir henni ekki lengur að vera
sjáif aðalstjarnan í kvikmyndinni, heldur þa^f
hún bæði að leikstýra og framlciða,
auk þess að leika aðalhlutverkið! Yentl hcitir
þetta afkvæmi hennar og fjallar um unga
gyðingastúlku, sem dulbýr sig sem strák,
til að fá inngöngu i pólskan rabbinaskóla
á 19. öldinni. Sem mótleikara valdi Barbra
Mandy Patikin, sem hún kom auga á á leiksviði
í New York, en þar lék hann hlutverk i Evitu.
Áður hefur Barbra leikið á móti helstu
karlhetjum kvikmyndanna,
en einhverra hluta
vegna eru karlstjömur
ekki sérlega áfjáðar i að
leika á móti Barbra.
Walter Matthau, sem lék á
móti henni í Hello Dolly,1
hefur gengið svo langt
að lýsa því yfir, að eina |
hlutverkið sem hann væri
tilleiðanlegur til að leika
á móti henni, væri i
Makbeð, og franski
leikarinn Yves Montand,
sem lék á móti henni i On A
Clear Day, fékk sig
svo fullsaddan, að
hann hefur lýst
því yfir að
aldrei framar
skuli hann
leika i
handariskri
kvikmynd!
Clint Eastwood
og Burt
Reynolds hafa
hreinlega
neitað að leika á móti henni. Kannski gefa orð
Roberts Redford einhverja skýringu á afstöðu
karlanna til Barbra, en hann hefur sagt:
Kvenlegleiki hennar dregur fram karlmennskuna
i karlmönnum. Og karlmannleiki hennar dregur
fram kvenlegheitin i þeim, viðkvæmni, róman-
tik, eða hvaða nafni, sem það nefnist. Annar lítill
aðdáandi Barbra orðar það enn grófara: Hún
gerir hetjulegustu karlmenn að algerum aumingj-
um!
Það þykir vel af sér vikið af Barbra að vinda
sér i svo stórhuga verkefni, sem Yentl er, eftir
að komið hefur i Ijós, að síðasta myndin, sem
hún lék i, er algerlega misheppnuð. Barbra hafði
að vísu lag á að fá sæmilegt kaup fyrir þátttöku
sina í henni, eða sem svarar 40 milljónum króna
fyrir nokkurra vikna vinnu, en samt sem áður
féll myndin i mjög grýttan jarðveg bæði hjá
gagnrýnendum og áhorfendum. Siðasta plata
Barbra, Guilty, aftur á móti.þykir hafa tekist
mjög vel og selst eins og heitar lummur. En fari
að halla undan fæti hjá Barbra í kvikmyndaiðnað-
inum, er hún samt ekki á flæðiskeri stödd. Hún
þykir séð i fjármálum og margvisleg áhugamál á
hún, sem hún væri vís með að nýta sér.
- Eg er vel að mér um matargerð, sérstaklega
kinverska, og grænmetið mitt rækta ég sjálf. Mér
þykir ógurlega gaman að fara i búðir og versla.
Sérstaklega er ég vitlaus í að kaupa skó og föt.
Og forngripi! Þar er ég alger sérfræðingur. Það
þýðir engum að ætla að plata mig á þvi sviði.
Eg veit upp á hár hvers virði hlutimir ero, segir
hún.
mm ITlUlg uiu iiuiu vviiu ---------
ber einn dýrasta vangasvip veraldar.
■ Walter Matthau og Yves Montand eru reynslunni ríkari. Þeir hafa báðir leikið
á móti Barbra i kvikmyndum og segja einum rómi: Aldrei framar! Þeir Burt Reynolds
og Clint Eastwood hafa vaðið fyrir neðan sig og afþakka að leika á móti henni, þó
að gull og grænir skógar séu i boði!
■ I mörg ár hefur Barbra búið með hárgreiðslu-
meistaranum Jon Peters.
■ Í hjónabandinu með Elliott Gould eignaðist
Barbra soninn Jason, sem nú er kominn á
unglingsár. Vegna ótta við mannræningja vill
Barbra sem minnst frá honum segja og þvertekur
fyrir, að myndir af honum birtist almennings-
sjónum.
■ l vitug stulka með blátt blóð fer med hlutverk
Díönu prinsessu i bresku sjónvarpsmyndinni.
Marie
Osmond
sem Díana
prinsessa?
■ Romist hefur á kreik ordrómur þess
efnis. að til standi að fá Marie Osmond
til að leika Diönu prinsessu af VYales í
kvikmynd. Bretum til mikillar skelfíng-
ar! Þeir reyna þó að hugga sig við það.
að hún megi að öllum líkindum ekki
vera að því. þar sem hún er önnum kafin
við að leika i kvikmynd, sent verið er
að gera um Osmond - fjölskylduna.
En Bretar ætla ekki að láta Banda-
ríkjamenn taka frumkvæðið um aö gera
kvikmynd um lif prinsessunnar. Þeir
hafa sjálfir þegar gert tveggja tima
sjónvarpsmynd fyrir litlar 21) milljónir
króna. Og þar sem þeir kunna sig betur
i samskiptum við kóngafólk en Kanarn-
ir, sáu þeir til þess, að enginn
ættleysingi færi með hið göfuga hlut-
verk prinsessunnar. Hnossiö hlaut
Catherine Oxenberg. tvitug fyrirsæta.
en hún getur sjálf rakið ættir sínar til
kónga, þar sem móðir hennar er
Elisabet, prinsessa af Júgóslaviu.
Angie
veldur
truflunum
■ Angie Bowie, sem lengi
var gift David Bowie en skildi
við hann fyrir þrem árum,
hefur nýlega sent frá sér bók
þar sem hún lýsir áronum, sem
þau áttu saman.
- Hjónaband okkar var
alveg kolómögulegt, segir
hún. - Þetta var eins og að
vinna fyrir fyrirtæki. Mér
fannst ég þess vegna eiga að
bera eitthvað úr býtum, þegar
því lauk, en það var nú öðru
nær. Þess vegna skrifaði ég
bókina!
Sagt er, að David sé lítt
hrifinn af þessu framtaki fyrr-
verandi eiginkonu sinnar og
lýsingunum, sem hún gefur af
honum. En á meðan Angie
spókar sig á götum Lundúna -
borgar íklædd ballettklæðn-
aði, lögreglumönnum staðar-
ins til sárrar skapraunar, þar
sem þeir álíta hana trufla
umferðina, lætur David lítið á
sér kræla. Hann er nú búsettur
í Sviss ásamt 10 ára gömlum
syni þeirra, Zowie. Angie á
svo ársgamla dóttur með pönk-
aranum Drew Blood, sem hún
bjó með á búgarði í Kaliforníu
aUt þar til í janúar á þessu ári.
Þá ákvað hún, að hún þyldi
ekki við þar lengur vegna
leiðinda og labbaði sig út. Hún
hefur nú búsetu í San
Francisco og þykir liflegra þar
en í sveitinni.
■ - Sjáðu um að fjariægja
þessa kvensnift af götunum,
sagði lögregluþjóninn við
fylgdarsvein Angie Bowie i
London!
BARBRA