Tíminn - 14.07.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.07.1982, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLI 1982. saíLSilÍl'.it'' fréttir „EG TRUI EKKI ODRU EN SAMSTAÐA VERÐI — segir Steingrfmur Hermannsson, um tillögurnar sem hann lagði fyrir ríkisstjórnina í gær um lausn rekstrarvanda togaraútgerðarinnar T? ■ „Ég trúi ekki öðru en að samstaða náist um aðgerðir enda er ég tilbúinn að hlusta á breytingar á tillögunum. Eitthvað verður þó að gera án tafar ef útgerðin á ekki að stöðvast um mest allt land á næstu dögum. Hitt hlýtur svo að fylgja, því ekkert vit er í að ausa peningunum í togarana ef rekstrargrundvöllur- inn er ekki lagður um leið. Þá væri allt komið í sama farið á ný eftir stuttan tíma. En það hlýtur öllum að vera Ijóst að þjóðfélagið getur aldrei búið við það að reka undirstöðu atvinnuveg sinn með 10-20% halla.“ sagði Steingrimur Hermannsson, sjávarútvegsráð- herra aðspurður i gær. Ekki vildi hann hins vegar skýra í smáatrið- um frá tillögum þeim tU bjargar togaraútgerðinni er hann lagði fyrir ríkisstjórnina í gærmorgun. „Að sjálfsögðu byggjast þær á úttekt starfshópsins sem ég skipaði og jafn- framt á viðræðum er ég hef átt við fulltrúa sjómanna, fiskvinnslunnar og aðila i aflatry,ggingarsjóði, sagði Stein- grímur. „Ég tel rétt að taka á þessum vanda i tvennu lagi. 1 fyrsta iagi verði að létta af útgerðinni að verulegum hluta þeim 126 millj. sem tapið er áætlað á fyrra hluta ársins, þvi það getur hún ekki borið. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar ■ Ja, sá slapp naumlega! Við Tímamenn ókum fram á þennan hér á myndinni og bróður hans i Suðurgötunni, - eina sins liðs. Þegar okkur bar að höfðu hins vegar fleiri orðið þeirra bræðra varir, nefnilega einnig svartflekkóttur köttur. Kisi karlinn var sneggri að bregða við en Tímamenn, þótt skjótir geti þeir verið i förum og þess vegna höfum við bara einn andarunga að sýna ykkur á þessari mynd. (Timamynd Ari). Kaupir Kópavogur nú Ikarusvagnana? ■ Borgarráð hefur falið Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar að selja Ikarusvagnana þrjá, sem keyptir voru fyrir SVR, til reynslu, eins og frægt er orðið af miklum og margbreytilegum blaðaskrifum. Þetta var samþykkt í borgarráði í gær með atkvæðum sjálfstæðismanna gegn atkvæðum Aþýðubandalags og Kvennaframboðs. verður að hafa í huga að nær allir hjá SVR hafa lagt sig fram við að útjaska bílunum og eyðileggja þá á sem skemmstum tima og spurningin er hvort þeim hafi tekist það þrátt fyrir að þetta eru sterkir bílar.“ „Okkur finnst að það hafi verið dálítið Tíminn spurði Davíð Oddson borgar- stjóra hvort ástæðan til þessarar ákvörð- unar væri sú að vagnamir hefðu reynst illa. Hann vitnaði í skýrslu sendinefndar borgarinnar, sem skoðaði vagnana áður en kaupin voru ákveðin þar sem segir að þeir séu 15 árum á eftir timanum. Síðan sagði hann: „Við sjálfstæðismenn töldum rétt að færa okkur til nútímans og vera ekki 15 ár aftur i tímanum, eins og komið hefur i ljós að þessir vagnar eru, miðað við nútima vagnakost og viljum því selja vagnana." Borgarstjór- inn bætti svo við að vagnarnir hefðu staðið að mestu leyti og litt verið notaðir, enda reynst illa.Um hugsanlegt söluverð, eftir þessar yfirlýsingar, sagði borgarstjóri: „Ég er ekkert yfir mig bjartsýnn á það, en við skulum hafa það i huga, að af einhverjum ástæðum hafa Strætisvagnar Kópavogs talað vel um vagnana og kannski hafa þeir áhuga á að kaupa þá. Það væri annars ákaflega merkilegur dómur yfir þessum vagna- kaupum, ef ekki finnst neinn kaupandi á frjálsum markaði, en það fer eftir þvi hvað kaupverðið verður og ég geri ekki ráð fyrir að við fáum mikið fyrir þá.“ „Það hlýtur að koma upp að við skoðum vagnana og kynnum okkur hvað er verið að bjóða. Ikarus hefur reynst vel hjá okkur og af þeim sökum gæti vel komið til greina að kaupa þá. En það hysterisk viðbrögð við þessum bílum, og það hafi verið með þetta mál eins og mörg önnur sem komu upp i kosninga- baráttunni, að verið var að finna eitthvað til, heldur en að ræða hlutina sem skipta miklu máli.“ Þetta voru inngangsorð Guðrúnar Jónsdóttur, full- trúa kvennaframboðsins um málið. Síðan bætti hún við: „Við erum reyndar ekki mikið inn i hvemig strætisvagnar eiga bestir að vera, en við vitum að það hefur verið ansi mikill viðgerðarkostnað- ur á öðmm vögnum og þótti þvi að verið væri að gera úlfalda úr mýflugu með Ikarusvagnana. Við teljum heldur alls ekki fullreynt hvort ekki sé hægt að notast við þá eins og í Kópavogi." Kristján Benediktsson, borgarstjórn- arfulltrúi Framsóknarflokksins tók mjög í sama streng og Guðrún og sagði: „Mér finnst þetta fljótfærnisleg ákvörðun og tekin að litt yfirveguðu ráði, enda eitt af stærri baráttumálum íhaldsins fyrir kosningar að vera á móti þessum þremur Ikarusvögnum og að finna þeim allt til foráttu.“ SV að þær aðgerðir sem gera þarf til að rétta við grundvöll útgerðarinnar síðari hluta ársins, þær verði að tengjast heildarað- gerðum í efnahagsmálum. Þó tel ég að fyrst þurfi að gera sérstakt átak til að lyfta útgerðinni á sambærilegan rekstrar- grundvöll og er hjá öðrum atvinnu- greinum i þjóðfélaginu, þannig að þær heildarráðstafanir sem gerðar verða komi útgerðinni einnig að notum“, sagði Steingrímur. Spurður um hugsanlegar niðurgreiðsl- ur á oliuverði kvaðst Steingrímur hikandi við að fara út i slíkt til frambúðar. Hins vegar gæti komið til greina að gera eitt ákveðið átak í því sambandi. Á oliuna séu lagðir ýmsir liðir, sem útgerðin sé að burðast með og nemi allmörgum hundraðshlutum í olíukostnaðinum. „Og ég er þeirrar skoðunar að verðlagningin á olíunni, í þessu sambandi, þurfi algerrar endur- skoðunar við. Ég held að hægt sé að gera ýmsa hluti til að lækka oliuna án þess að fara í beinar niðurgreiðslur." Steingrímur kvaðst einnig þeirrar skoðunar að endurfjármagna verði mörg útgerðarfyrirtækin. Á þeim hvíli svo mikið af vanskilalánum og öðrum óhagstæðum lánum að meira þurfi til en að breyta þeim i ný lán rneð hæstu verðtryggingu og vöxtum. „Ég held að menn verði jafnvel að fórna einhverju fjármagni úr sjóðum til þessa hjá þeim fyrirtækjum sem eru kannski með 80-90% af verði togaranna i lánum, sem útilokað er að sýna fram á að verði greidd, heldur lendi bara i vanskilum hvað sem gert er.“ -HEI Mýs valda símatruflunum r Holtahreppi: Ndgð I sundur síma- strengi ■ Mikilla truflana á símasambandi hefur orðið vart á nokkrum bæjurn i Holtahreppi i Rangárvallasýslu að undanförnu. Við athugun á jarðsima- strengjum í sveitinni korn i Ijós að nokkuð viða höfðu mýs étið utan af þeim einangrunina. Gerði það að verkum að spanskgræna settist á koparþræðina i strengjunum og var það nóg til að valda truflunum. Að sögn Páls Bjarnasonar, linu- manns hjá Pósti og sima, sækja mýs nijög i mjúkan jarðveginn við jarð- símastrcngina. Sagöi hann ekkert einsdæmi að mýs ynnu spjöll á jarðsímastrengjum og virtist sem þeim þætti plastcinangrunin utan um þá ágætis fæða. -Sjó. ISUZU TROOPER Hjólhaf Heildariengd ðreidd Veghæft Eigin þyngd Isuzu Trooper MMC Pajero 1650 225 1800 Scout 3920 1680 2540 4220 J2ZQ *77 Bronco 2337 3863 J755 Zuzuki 3420 1460 240 TR00PER Orðið jeppi hefur frá fyrstu tið merkt sterkbyggð bifreið með drifi á öllum hjólum sem hentar jafnt á vegi sem vegleysum og er einnig voldugt vinnutæki. Isuzu uppfyllir allar þessar kröfur og gerir enn betur því hann kemur til móts við kröfur nútímans um þægindi aksturseiginleika og orkusparnað. Isuzu Trooperer enginn hálf-jeppi. Það einasem er hálft hjá Isuzu Trooper er verðið sem er aðeins helmingsverð sambærilegra vagna. Isuzu T rooper er: Aflmikill en neyslugrannur Harðger en þægilegur Sterkbyggður en léttur Isuzu Trooper hentar jafnt til flutninga á fólki sem far- angri. Isuzu Trooper má fá hvort heldur með bensín- eða diselvél. Sórgrein Isuzu bílaframleiðendanna er gerð pick-up bíla með drifi á öllum hjólum og einnig hönnun vöru- bifreiða og vinnuvéla. Við hönnun Isuzu Trooper hefur verið beitt allri þeirri reynslu og tækni sem hefur aflað Isuzu pick-up heims- frægðar og vinnuvólum og vörubifreiðum Isuzu alþjóð- legrar viðurkenningar. Því til viðbótar kemur svo glæslleikl búnaðar banda- rísku GM verksmiðjanna. Af því leiðir að Isuzu Trooper er í engu ábótavant hvort heldur sem voldugu vinnu- tæki eða veglegum ferðavagni. Hringið og aflið upplýsinga, við greiðum símtalið. Trooper I tómstundum. Troopertil allra starfa. I 1 5 i ISUZU V Él LA Ell LD u i j Ármúla3 f 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.