Tíminn - 14.07.1982, Qupperneq 9

Tíminn - 14.07.1982, Qupperneq 9
1982 horft til nýrrar aldar með efldum þrótti og fullri sæmd“. Þáverandi landbúnaðarráðherra brást vel við og skipaði nefnd til að sinna þessu verkefni, og var hún kölluð Hólanefnd. Nefndin skilaði ítrekað áfangaskýrslu en lokaáliti í ársbyrjun 1980. Skólanefnd Hólaskóla hafði um svipað leyti skilað tillögum um þessi efni og voru þær að miklu leyti samhljóða tillögum Hóla- nefndar. Haustið 1979 var svo komið að ákveðið var að fella niður reglulegt skólastarf á Hólum vegna dræmrar aðsóknar. í framhaldi af því var starfsliði skólans sagt up. Þá voru dimmir dagar á Hólum. Þann 19. mars 1980 er síðan gerð svofelld ályktun af ríkisstjórninni: „Ríkisstjórn samþykkir að vinna að endurreisn Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal. Þetta verði gert m.a. með þvi að framkvæmdar verði i megindráttum þær tillögur, sem fyrir liggja frá Hólanefnd og skólanefnd Hólaskóla. Eðlileg áfangaskil og fjármagnsað- stæður ráði framkvæmdahraða. Meðal fyrstu verkefna, sem ráðist verður í, er hitaveita í Hjaltadal ásamt fiskibúi (Hólalax h.f.) og mun ríkisstjómin greiða fyrir þeim framkvæmdum á þessu ári með framlagi til hitaveitunnar á lánsfjáráætlun 1980.“ Með þessari samþykkt verða þáttaskil. Hún kveður skýrt á um þann vilja ríkisstjómarinnar, að Bændaskólinn á Hólum verði reistur úr þeirri lægð, sem ■ Pálmi Jónsson landbúnaðarráð- herra. hann var staddur i. Röksemdimar voru tvenns konar. í fyrsta lagi sögulegar. Glæsileg saga Hóla, reisn og helgi staðarins krafðist þess, að þar væri viðhaldið menningarstarfi, menntasetri, sem sómi væri að. í öðm lagi efnisleg rök. Ný löggjöf um búnaðarfræðslu kvað m.a. á um þær breytingar að lengja námið i tvö ár, sem þýddi aukna þörf fyrir skólahúsnæði. í samræmi við þessa samþykkt hefur verið unnið að málum síðan hér á Hólum. Akvarðanir voru þegar teknar um hver skyldu verða fyrstu skrefin i framkvæmdum og uppbyggingu skóla- starfsins. Unnið hafði verið að undirbúningi að stofnun laxeldisstöðvar Hólalax h/f og hitaveitu i Hjaltadal. Framkvæmdir á vegum þessara fyrirtækja, sem ríkið á hlutdeild í til að tryggja hagsmuni skólans, tókust með miklum ágætum. Fyrsti áfangi hesthúss, sem einnig hafði verið i undirbúningi, hefur risið og var tekinn í notkun s.l. vetur. Ákveðið var að hefja ekki reglulegt skólastarf fyrr en haustið 1981, en stofna til námskeiða í skólanum í tvo vetur, eftir því sem aðsókn gæfi tilefni til. Meðan það hlé varð á skólastarfi var unnið eftir því sem mögulegt var að endurbótum á skólahúsinu, fyrst að utan, en síðan innan húss, þannig að nú hafa verið gerðar upp heimavistir nemenda, mötuneytisaðstaða og eldhús, en auk þess komið í lag brunavörnum og lögnum ýmis konar. Þessi verk hafa tekist með afbrigðum vel. Þá hafa einnig verið gerðar miklar endurbætur á íbúðum kennara og skólastjóra, sömuleiðis á fþrótahúsi og búningsklefum, heitt vatn leitt í hús staðarins, ráðist í ræktunarframkvæmd- ir og staðurinn skipulagður. Siðast en ekki síst hafa gamlir nemendur og velunnarar skólans fært honum sund- laug i afmælisgjöf, og var hún vígð nú í morgun. Þann 1. apríl 1981 var Jóni Bjamasyni frá Bjarnarhöfn veitt embætti skóla- stjóra Bændaskólans á Hólum. Hann tók þegar við forsjá staðarins, réði að mestu nýtt kennaralið að skólanum og annaðist yfirstjórn framkvæmda. Reglulegt skólastarf hófst svo sem að var stefnt á liðnu hausti og var skólinn fullskipaður. Allar fregnir af skólastarf- inu s.l. vetur eru góðar. Skólastjórahjónin Jón og kona hans, Ingibjörg Kolka, hafa þegar sett svip sinn á Hólastað sem húsbændur, og ■ Hólar. ■ Laxeldisstöðin Hólalax i Hjaltadal. aflað sér trausts og virðingar. Gott eitt heyrist einnig frá öðru starfsliði. Telja verður að allt hafi tekist, sem að hefur verið stefnt á Hólum nú um tveggja og hálfs árs skeið. Gifta hefur fylgt endurreisnarstarfinu. Miklum fjár- munum hefur verið varið til fram- kvæmda, sem ég tel ekki ástæðu til að tiunda hér. Ég ætla að flestir séu mér sammála um, að þeir hafi komið i góðan stað niður. Ég vil þó flytja fjárveitnga- valdinu og fjármálaráðherra þakkir fyrir skilning og áhuga á þessu uppbygg- ingarstarfi. Þótt mikið hafi áunnist, er mikið ógert. Stofnun loðdýrabús, sem kennslutæki fyrir skólann, endurbygging gripahúsa, ibúðabyggingar, bygging skólahúsnæð- is, svo hægt sé að taka við fleiri nemendum í skólann. Öll eru þessi verk framundan. Reynsla siðustu ára sýnir, að mikið er hægt að gera á stuttum tíma og að verkefni eru heillandi, þegar við höfum trú á að okkur takist að leysa þau. Þótt loft sé skýjað, finnst mér bjart yfir þessum hátíðisdegi. Mér finnst sem hollar vættir hins fræga höfuðbóls fagni komu okkkar. Fegurð dalsins er hin sama og fyrr, þótt tign fjallanna sé að nokkru hulin. Og Hólastaður hefur lyft brúnum sínum mót gestakomunni. Ný mannvirki hafa risið, ný fyrirtæki, endurbætur hafa verið gerðar. Hér er líf, hér er starf, hér er sem fyrr menningarsetur. Þess vegna er af- mælishátíðin einnig sigurhátið. Ég fagna því að svona skuli hafa til tekist. Ég fagna þvi að afmælisbarnið skuli geta horft til nýrrar aldar með bjartsýni og sæmd. Ég leyfi mér að taka undir með Hannesi Hafstein er hann segir: Dagur er risinn, öld af öld er borin aldarsól ný er send að skapa vorin. Árdegið kallar, áfram liggja sporin. Enn er ei vorri framtið stakkur skorinn. Ég flyt öllum þeim þakkir, sem gert hafa það mögulegt að halda þessa hátið með þeim myndarbrag, sem raun er á. Ég þakka hátiðamefndinni og for- manni hennar sérstaklega, Jóni Bjarna- syni, skólastjóra, sem borið hefur hita og þunga af öllum undirbúningi. Ég flyt Bændaskólanum á Hólum, skólastjóra, starfsfólki, staðarfólki og ykkur öllum, hátíðargestir, heillaóskir með aldarafmæii skólans og bið honum blessunar á vegferð nýrrar aldar. Megi reisn og sæmd þessa höfuðbóls ríkja um alla framtið. Á þessari afmælishátíð færi ég Bændaskólanum ekki stórgjafir. Upp- byggingastarf síðustu tveggja ára er gjöf þjóðarinnar til þessa höfuðbóls. Allt hefur það miðað að því að tryggja framtiðargengi og gera þennan dag að sigurdegi. Sú gjöf er öllum öðrum betri. Ég vil þó afhenda skólastjóra litla gjöf til skólans frá landbúnaðarráðuneytinu, aðeins sem tákn um hlýjan hug og árnaðaróskir. Þetta er eintak af Skarðsbók í hátiðarútgáfu. ■ Hafsteinn Ólafsson (Timamynd Ari) vanda að ræða sem þjóðir búa við stilltara veðurlag og það er vægast sagt óvisindalegur hlutur að tala samtímis um íslensk eldri hús og húsagerð annarra landa. í Noregi hefur galla orðið vart samkvæmt kenningunni í 5 húsum af hundraði og þeim ekki brugðið meira en svo, að frá áramótum 1978-9 og fram i april 1981 blésu þeir ull í yfir 10 þús. hús og er ekkert lát á. í Danmörku eru þetta meiri mál og verri eftir því sem sunnar dregur. Norðmenn hafa greini- lega lagt eitthvað aðra merkingu í hugtakið orkuspamað en við hér á landi. Upp á íslenskar aðstæður hefur nefnd kennisetning aldrei verið heimfærð. Maður getur fengið á tilfinninguna, að svo mörg og alvarleg hafi byggingarslys- in orðið hjá okkur um dagana að vissara sé að gæta sin. Ef einhvern tima kæmi eitthvað fyrir i einhverjum húsum o.s.frv. Að spara millj. á millj. ofan kemur því máli ekki við. Þjóðlegt einkenni atama. Þó vill nú svo til, að vildu menn hafa eitthvað áþreifanlegt í þessum efnum, hefur undirritaður leyft sér að benda fræðimönnum á fyrirliggjandi ágætustu rannsóknarefni hér heima á þessum sviðum. Bent hefur verið á ákveðin hús um 100 ára gömul, hvar finna mætti hin ótrúlegustu fyllingarefni í grindunum. Mulinn mó, reiðing og margskonar múrfyllingar. Innan á veggi þessara húsa hefur aldrei komið neitt sem heitið gæti rakasperra. Þama er um lífræn efni að ræða, sem ekki leyndu því hefði raki safnast fyrir einhvern tíma á 100 ámm. Á ferðum um landið hefur undirrit- aður skoðað feiknin öll af húsum, og ekki síst þök með miklum og litlum loftræstingum, sem fjalla mætti um í löngu máli. Athyglisverðast er, að burt séð frá annars innri frágangi og gerð virtist greinilegt, að i illa einangmðum þökum mátti oftar merkja rakamyndanir í efri lögum þeirra, en væm sams konar þök með sæmilega einangmn, varð rakans varla vart. Við slíkar athuganir er auðvelt að sannfærast um að ytri byrði húsa, mótaviður, pappi, bámjárn hafa í sjálfu sér næga öndun við islenskt veðurfar sé einangmnin annars næg. Illa einangmð þök era því ekki aðeins orkuspillar, heldur liggja mörg þeirra undir skemmdum. Sem áður segir er ein af forsendum fyrir að ekki fást lán út á steinullarblástur sú, að rakavamarlag sé ekki fyrir hendi. Þetta er þess vert að skoða nánar. Enn em nefnilega byggð hundmð húsa á ári, límt innan á veggina einangmnarplast, vírnet strengt þar á og múrað yfir. Undirritaður hefur þó ekki heyrt enn, að út á slík hús fáist engin lán vegna þess ■ Aðferðin er einföld. Litið gat er borað á þann vegg sem einangra á og steinullinni blásið inn í holrúmið. Einangruninni er blásið með þrýstingi sem gefur 70 kg. af uil á rúmmetra. Einangrunin er i A gæðastaðli, vatnsfráhrindandi og mjög eldþolin. Á minni myndinni má sjá hve þétt steinullin leggst í holrúmin. Götum er einfalt að lóka að nýju með kork og trétröppum. að þama vanti rakaspermna. Hér er nánast eins og krakkar leiki sér að lagasmíð og reglugerð. Með slikri afstöðu kerfisins sem að framan hefur verið lýst, hefur tekist að fæla margan frá því að einangra betur hús sin. En hver er svo tónninn í fólki vítt um landið. - Engin lán fáanleg -. - Orkuspamaðamefnd -. Hún virðist vart sjá annað en nauðsyn á stillingu kynditækja og blöndunga í bilum og eru gjamanlátnar fylgja álitlegar sparnaðar- ■ tölur. - Ár gamla fólksins -. Það hugtak nær aðeins til stofnana sem hægt er að kvikmynda. - Húsn.m.stof.rík. - Um hana falla oft óprenthæf orð. - En - Þrátt fyrir allt. Áfram verður haldið við að einangra húsin. Hún snýst nú samt, sagði Galilei, þó i blóra við kerfið sé.“ Hvað getur þú sagt okkur um áhrif þessarar aðferðar á kyndikostnað? „Kyndikostnaður er afar misjafn i landinu. Margir telja sig fá kostnaðinn af ullarblæstrinum til baka á 2-3 ámm. Heildarkostnaðurinn við að fulleinangra venjulegt meðal hús af eldri gerðinni er nú um 24-28 þús. kr. Sé rétt með farið, er óafturkræfur olíustyrkur nú um 35 millj. kr. á ári. Fyrir slika peninga mætti því fulleinangra um 12-14 hundruð hús, eða um 2000 þök sem svo skilaði sér aftur á fáum árum. - En hvað er einn keppur í sláturstíðinni -. Sárast er þó, að á ferðum um landið verðum við að skilja gamla fólkið eftir í kuldanum. Þetta fólk, sem enn býr í sínum gömlu húsum, reynir að kynda af sínum ellilaunum, oft annað hjónanna eftir, og hafa til þessa þrjóskast við að flytja til R.víkur eða leita til nefndra stofnana. Þetta fólk leggur heldur ekki í að leita á Laugaveg 77 eftir láni til 11 ára o.s.frv. En það finnst nefnilega enginn í þessulandi sem telur sér skylt að liðsinna þessu fólki. Hitt verðum við þó að vona i lengd og bráð, að hér hafi ekki verið dregin upp dæmigerð mynd af iðnþróun framtíðarinnar hér á landi þó að svo vilji til, að þessi tækni hafi verið til t.d. i Noregi allt frá þvi 1958. í flestum ríkjum beggja vegna Atlantsála er nú farið hamfömm með slíkan tækjabúnað gegn orkukreppunni. Stjórnvöld láta gjarnan taka loftmyndir af byggðum á innfra- rauðar filmur til að leita þá uppi, sem brenna olíu að óþörfu. Svo er bankað upp á hjá slikum, boðin lán, jafnvel styrkir og eða skattaívilnanir o.s.frv. - Ólikt höfumst við raunar að -. Fari ég rétt með, hefur verið starfandi nefnd til að fjalla um óhóflegan mun á kyndikostnaði eftir því hvar er á landinu. Vafalaust finnur hún aðrar leiðir en aukna olíustyrki, skatta eða millifærslur á fjármunum milli lands- hluta eins og þær væru nú vel séðar eða hitt þó heldur. - En sjáum hvað setur-.“ Eitthvað að lokum? „Að lokum langar mig að leyfa mér að víkja orðum mínum beint til bænda af marggefnu tilefni. Ég tel mig vita að mikil þörf sé fyrir bætta einangmn víða i sveitum. Erfiðast hefur okkur gengið að ná sambandi við ykkur. Takist það ekki um það leyti sem við emm í næsta þéttbýli að starfi, er hætt við að fjarlægðir kunni að koma i veg fyrir að seinna verði mögulegt að bjarga hlutunum nema þá með æmum aukakostnaði. Slikar yfirferðir er erfitt að fara fyrir fáa aðila.“

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.