Tíminn - 14.07.1982, Side 20

Tíminn - 14.07.1982, Side 20
VARAHLUTIR Mikiö úrval Sendum um land allt Kaupum nýlega Opid virku daga bíla til niðurrifs Sími (!tl) 7 - 73-51. (!)I) 7 - SO - 30. 9 19 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF. SkeK,ipaUvV«í HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag jabgS'' w labriel HÖGGDEYFAR y QJvarahlutir Armiila 24 Sfmi 36510 ■ Bræðumir Jósef, t.v., og Hallgrímur Sigvaldasynir á Eiðsstöðum. Á myndinni sést niður i gil Blöndu. Eftir bakkanum verður lagður vegur að frárennslisgöngum Blönduvirkjunar. Timamynd: JSG Jósef á Eiðsstödum bídur virkjunar Blöndu: „BÚUMST VW AD RASKIST HÉR FRHNIRINN OG RÖIN ■ „Við búumst við að það raskist hér ansi mikið friðurinn og róin,“ sagði Jósef Sigvaldason, bóndi á Eiðsstöðum í Svínavatnshreppi i Blöndudal, þegar Timinn staldraði við hjá honum til að grennslast eftir breytingum sem í vændum væru hjá þeim sem nú sjá skyndilega rísa nýtt orkuver, knúið af rennsli Blöndu, með tilheyrandi fram- kvæmdum, rétt við bæjarvegginn. Eins og kunnugt er heitir fyrirhuguð Blönduvirkjun á máli tæknilegra skipu- leggjenda „virkjun Blöndu við Eiðs- staði,“ enda koma innan bæjarmarka þeirra hluti inntakslóns, aðveitu- skurður, stöðvarhús, aðrennslisgöng og frárennslisgöng, svo eitthvað sé nefnt. Eiðsstaðir eru næst-fremsti bær i byggð í Blöndudal, og þar hefur Jósef búið ásamt bróður sinum Hallgrími i tæp 30 ár. „Ég er bjartsýnn á að þegar fram- kvæmdir eru afstaðnar þá verði hægt að halda hér áfram búskap á nokkuð eðlilegan hátt. En þangað til segja þeir að verði fimm til sex ár - og þá verður maður líklega dauður,“ segir Jósef og hlær við. Þurfið þið þá að minnka búið á meðan? „Já, við gerum ráð fyrir því. Bæði vegna landþrengsla og þess að við getum ekki nýtt landið. En hvað það verður mikið vitum við ekki. Við höfum t. d. alltaf notað dálitla beit að vetrinum, en á meðan á þessu stendur getum við litið gert af þvi.“ En nú missiö þið eitthvað land? „Já, hluti af uppistöðulóninu kemur inn á okkar land, og einnig opinn skurður i göngin. Maður gerir sér nú ekki grein fyrir hvað þetta land er stórt. Svo fer þó nokkuð undir vegafram- kvæmdir og gangnagerð. Það er t.d. verið að huesa um að leggja veg niður að Blöndubakkanum og að enda frá- rennslisgangnanna,, yfir mjög gott land, og sem myndi einangra enn meira land. Mér finnst nú algjör óþarfi að leggja veginn á þennan hátt, og mætti örugglega gera það öðruvisi til að spara land. Það munum við fara fram á.“ Eigið þið ekki allt það land sem fer undir lónið? „Nei, en við áttum það. Við seldum upprekstrarfélaginu það fyrir nokkru síðan, en gerðum um leið samning um að við hefðum umráðarétt yfir því áfram. Afnot af því missum við alveg núna.“ Nú breytist Blanda eitthvað frá ykkur séð ... „....Já, blessaður vertu, Blanda verð- ur bara eins og bæjarlækur hérna fyrir neðan miðað við það sem hún var áður. “ Komið þið ekki til með að sakna niðarins í ánni? „Nei, nei, maður myndi nú sætta sig við það. En um leið og þetta gerist verður ekki lengur nein varsla fyrir fé í Blöndt', og þarf þvi að girða, sem getur orðið erfitt. Svo er hætt á að laxinn komist ekki fram eftir henni. Það hefur nú litið verið veitt héma fyrir neðan, en t.d. i Haugakvísl á Eyvindastaðaheiði, og sá lax kemst ekki nema eftir Blöndu. - Það er nú verið að kanna þessi veiðimál i surnar." Að lokum Jósef: Það hefur mikið verið talað um átök hér innan sveitarinnar út af virkjunar- málunum? „Já, þetta hefur verið mjög slæmt. Sveitin hefur eiginlega klofnað, sem hún þó má ekki við. Það vona allir að þetta batni sem fyrst. Það er kannski rétt að taka fram að hér er enginn á móti Blönduvirkjun. Það er rangtúlkun, sem sifellt glymur i öllum fjölmiðlum. Hér er aðeins deilt um leiðir." -JSG. MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ fréttir „Erfiðir hnútar hjá báðum“ „Það er lítið hægt að segja um málin nema að erfiðir hnútar em hjá báðum félögum“ sagði Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari í samtali við Timann en fundir hafa staðið yfir í „karphúsinu" með prenturum og far- mönnum og viðsemjend- um þeirra. Guðlaugur sagði að fundum yrði haldið áfram i dag. - FRI „Skrifum ekki undir neitt,, ■ „Við samþykkjum ekkert," sagði Pétur Sig- urðsson formaður Alþýðu- sambands Vestfjarða, þeg- ar Tíminn spurði hann frétta af samningamálum þar vestra. „Hinsvegar á- kvað samninganefnd Al- þýðusambandsins að skrifa ekki undir neitt, heldur að samningamir að sunnan yrðu bornir beint undir félögin. Þrjú félög em búin að samþykkja að þetta verði aðlagað okkar samningum, með skerð- ingu og öllu sarnan." Einnig kom fram hjá Pétri að mjög erfitt er um þessar mundir að ná saman félagsfundum, vegna þess að fólk er margt farið i sumarfrí. Af þeim sökum, m.a. hefur orðið að fresta fundum hjá tveim félögum, þar sem ræða átti þessi mál. Önnur félög taka lífinu með ró og þykir ekki mikið liggja á. Staðan er i stuttu máli sú að þrjú félög fyrir vestan em búin að sam- þykkja ASÍ samningana, en hin em með þá til umfjöllunar. Ekkert þeirra hefur hafnað þeim. -SV. dropar Flugleidum að þakka eða kenna? ■ Þessi Dropi er úr Degi á Akureyri. Greinilega orð í tima töluð: „Islendingar eru ákaflega ferðaglaðir menn og era á þeytingi til útlanda allan ársins hring. í vor var óvenjumikið framboð á styttri ferðum, 3-5 daga ferðum, sem vora farnar í kringum helgar. Komust margir til útlanda fyrir gott verð, fólk sem margt hafði ekki farið í lengri utanferð á árinu. Það var þvi ákaflega furðulegt þegar forsvarsmaður einnar ferðaskrifstofunnar i Reykjavík sagði raunamæddur í sjónvarpsviðtali að þetta væri Flugleiðum að kenna. Fólk myndi ekki fara i aðra ferð á árinu. Þessi maður er talsmað- ur fyrirtækis sem auglýsir að það vilji gera allt fyrir fólkið. Forsvarsmaðurinn misskilur dæmið hinsvegar hrapalega. Það er Flugleiðum að þakka að fólk gat farið í þessar stuttu ferðir, fólk sem að öðram kosti hefði setið heima allt árið. Trjárækt á bílaplaninu ■ Bflaplanið fyrir utan lög- reglustöðina á Keflavíkurflug- velli hefur löngum farið i taug- ar lögreglumanna þar, enda er það holótt með afbrigðum og þvi illt yfirferðar. Mun stund- um nærri hafa legið við stórslysum, þegar lögreglubif- reiðum er ekið með offorsi í útköll út planið, slik era loftköstin á farþegunum vegna misjafnanna. Þrátt fyrir itrekaðar óskir um að eitthvað verði gert í málinu hcfur hvorki gengið né rekið hvað ráðstafanir varðar til endurbóta á margnefndu bflaplani. Þvi var það um daginn að lögreglumaður einn tók sig til og gróðursetti trjáplöntur i stærstu holumar i HÖIE^OA DF0^^5j fflBBfflffl þeirri von að framkvæmdin opnaði augu fjármálavaldsins fyrir ófremdarástandinu, eða þá hitt ef illa færi og trén fengju að standa, að brátt liði að því að hvorki holumar né trén sæjust lengur fyrir skógin- um. Krummi ... ..sá i DV að bfl var ekið utan i appelsinugult rúgbrauð. Bak- arar virðast vel að sér i tiskulitunum í ár.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.