Tíminn - 20.07.1982, Page 1

Tíminn - 20.07.1982, Page 1
Hlíðargarðshátíd Vinnuskóla Kópavogs — bls. 16-17 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Þriðjudagur 20. júlí 1982 162. tbl. - 66. árgangur Heimilis- tíminn: Verd- könnun - bls. 10 Herskár bls. 7 reiður — bls. 2 Reykja- víkur- leikar — bls. 12-13 árekstur milli fólksflutningabifreidar og steypubíls á Vesturlandsvegi í gærmorgun TVÍTUGUR MAÐUR LÉST OG SEXTAN SLÖSUÐUST ■ Tuttugu og cins árs gamall maður lést og sextán voru fluttir í sjúkrahús, þar af tvennt alvarlega slasað, eftir mjög harðan árekstur milli steypubíls frá BM Vallá og fólksflutningabíls, sem varð á Vesturlandsveginum, móts við Lágafell, laust fvrir klukkan átta í gærmorgun. Bílarnir óku hvor á móti öðrum, fólksflutningabíllinn kom úr Reykja- vík en steypubíllinn úr Mosfellssveit- inni. Af einhverjum ástæðum fór ökumaður steypubilsins yfir á öfugan vegarhelming þegar nálgaðist afleggjar- ann að Lágafelli. Rétt vestan við afleggjarann lentu svo bilarnir saman. Höggið var mjög mikið og talið er að ökumaður steypubílsins hafi látist samstundis. Þeir sem verst urðu úti i fólksflutningabilnum voru ökumaður- inn og kona sem sat i fremsta sæti. Konan var enn talin í lífshættu siðast þegar fréttist. Ökumaðurinn var hins vegar talinn úr lífshættu þrátt fyrir mikil meiðsl. Aðrir, samtals 14, sem fluttir voru á sjúkrahús voru ekki mikið slasaðir. Maðurinn sem lést hét Þórir Baldvin Þorkelsson, fæddur 2. ágúst 1961, til heimilis að Njarðarholti 9 í Mosfells- sveit. Hann var ógiftur og barnlaus. Farþegar fólksflutningabilsins voru allir starfsmenn á Reykjalundi og Álafossi. Voru þau á leið til vinnu. - Sjó Sjá nánar bls. 3. ■ Svo harður var áreksturinn að steypubfllinn næstum snerist við á götunni. Fólksflutningabfllinn hins vegar hélt áfram talsverðan spöl og valt út af veginum þegar hann var kominn um sjötiu metra frá árekstrarstað. Ljósm. S. Sala á gjaldeyri farið vaxandi undanfarnar vikur: GJALDEYRISSALAN 30% MEIRI EN í JÚNÍ '81 ■ „Gjaldeyrirssalan í bönkunum hef- ur verið mjög mikil undanfarnar vikur og með vaxandi þunga alveg síðan i vor,“ sagði Sigurður Jóhannesson í Gjaldeyrisdcild Seðlabankans að- spurður í gær. En fréttamanni Timans var sagt það af einum bankaútibús- stjóra borgarinnar að gifulegar annir hafi verið i gjaldeyrisafgreiðslu bank- ans undanfarnar vikur. Að sögn Ólafs Tómassonar hjá Greiðslujafnaðardeild Seðlabankans varð gjaldeyrissala i júnímánuði s.l. yfir 30% meiri en í sama mánuði i fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum. Séu bornir saman fyrstu 6 mánuðir ársins sagði hann gjaldeyrissöluna vera um 17% meiri en á sama timabili árið áður. Verðbólgu í helstu við- skiptalöndum okkar sagði hann talda á bilinu 7 - 10%. Gjaldeyrissala hér hefur því aukist töluvert umfram það sem verð hefur hækkað erlendis.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.