Tíminn - 20.07.1982, Page 2

Tíminn - 20.07.1982, Page 2
■ Eftir hina óvæntu uppákomu, þegar óþekktum manni tókst að komast inn á rúmstokk hjá sjálfri Elísabetu drottningu, hafa fleiri þjóðir farið að velta því fyrir sér, hvernig öryggismálum þeirra eigin höfð- ingja sé háttað. Þar á meðal eru Danir, sem hafa borið upp spurninguna varðandi sína drottningu. -Það er engin hætta á, að Margrét drottning verði fyrir svipuðu atviki og Bretadrottning, þó að ekki væri vegna annars en þess, að Hinrik prins sefur ávallt við hlið konu sinnar, eins og góðum eiginmanni sæmir, segja öryggissérfræð- ingar Danadrottningar, þveröfugt við Filip- us, sem svaf svefni hinna réttlátu í sínu svefnherbergi á meðan kona hans var að fást við gestinn óboðna. Þeir segja þar að auki strangar reglur gilda um hvernig ýtrasta öryggis drottningar skuli gætt, sem þeir auðvitað vilja ekki láta uppi hverjar eru. Margrét Danadrottning getur verið alveg róleg. Hinrik maður hennar verndar hana i svefnherberginu. ÉKKI HÆITA A AB MARGRET FAI HEjMSÓKNj SVEFNHERBERGH) Ó,þetta erindælt strfð!” ■ Nú er Falklandscyja-strið- inu formlega lokið segja bresk- ir fjólmiðlar, en það er annað stríð sem stendur yfir nú í Suður-Ameriku, nánar tiltek- ið í Lima í Perú, þar er nú háð keppni um titilinn „Miss Uni- verse 1982“, og verða úrslitin kunngjörð 26. júli. Fegurðardrottningar hafa streymt viðs vegar að úr heiminum, og talað er um, að þetta sé „indælt stríð“, eins og sagði í söngleiknum forðum. Þátttakendur i „fegurðarstríð- inu“ eru frá 80 þjóðum, og eru fulltrúar Argentinu og Bret- lands í keppninni mikið mynd- aðar saman. ■ Þama spókar Ungfrú Argentina sig með fulltrúum Englands og Wales og virðist samkomulagið vera hið besta. ■ Nastassia Kinski þykir slá- andi lík.... ...Ingrid Bergman á yngri áram. Nú á að gera mynd um líf Ingrid Bergman ■ Nú er í bigerð að gera sjónvarpsmynd um lif Ingríd Bergman. Er það bandaríska sjónvarpsfyrírtækið NBC, sem að þvi stendur, og er lengd myndarinnar áætluð 4 timar, en hún verði send út í tvennu lagi. Ingríd er nú sjálf stödd í Los Angeles til að ræða við framleiðendur myndarinnar. Ingrid Bergman hefur sjálf lýst því yfir, að ekki komi tU greina að hún leiki sjálfa sig á hvita tjaldinu. Er nú hafin leit að heppilegum leikkonum til að leika hana á ýmsum aldri. Núna beinist athyglin fyrst og fremst að tveim evrópskum ieikkonum, hinni þýsku Nastassia Kinski og Liv UU- mann, sem eins og kunnugt er, er norsk. Nastassia þykir sláandi Uk Ingrid á hennar yngri áram og stór kostur þykir við þær báðar Liv og Nastassia, að þær tala ensku með greinilegum hreim, en slíkur hreimur þótti auka sjarma Ingrid veralega á vel- mektar árum hennar i HoUy- wood. Mick Jagger er reiður.. Jagger varð að láta í minni pokann fyrir fótboltanum ■ Það varð að aflýsa hljómleikum Rolling Stones sem fyrirhugaðir höfðu verið i Barcelona á Spáni. Konsertinn átti að vera á Sarrialeikvanginum í Barcelona, þar sem undanúrslit heims- meistarakeppninnar voru svo látin fara fram. Þess í stað voru „-Rollingamir“ beðnir að flytja hljómleikana til Madrid, og leika þar á Calderon íþróttavellinum, þar sem ekki átti að leika þar fleiri leiki í heimsmeistarakeppninni. Fótboltafélagið Espanol, sem á Barcelona-leikvanginn og spænska fót- boltasambandið ásaka hvort annað fyrir að hafa orðið tU þess að samningar The Rolling Stones um svæðið fyrir tónleika- hald fóru út um þúfur. Sjálfur er Mick Jagger (júkandi vondur, og segir í viðtaU, að Pablo Porta (talsmaður fótboltasambandsins) virðist hafa meiri völd á Spáni en kóngurinn! Jagger sagði þetta i sjónvarpsviðtaU á Spáni, en það var ritskoðað. Búist er við að hann gefi gremju sinni lausan tauminn, þegar hann verður kominn með hljóð- nemann fyrir framan sig á hljómleik- unum i Madrid. Hann er vanur þvi, að láta sitthvað fjúka á miUi laga, þegar honum liggur eitthvað mikið á hjarta.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.